Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBUgCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þétt umferð norður í land í gærkvöldi MIKILL straumur bíla var á leið út úr Reykjavík í gærkvöldi og virt- ist sem leið flestra lægi norður í land. Einnig var þung umferð fram- hjá Hvolsvelli en fjölskylduhátíð er í Galtalækjarskógi um helgina. Lögreglan á Akranesi sagði að mikil umferð hefði verið út úr bæn- um og einnig kom töluverður fjöldi fólks með Akraborginni. Um 5 þúsund bílar höfðu farið um Borg- arnes upp úr kl. 8 í gærkvöldi á leið norður og sagði lögreglan þar að einna mesti straumurinn land- leiðina væri i gegnum Borgarnes. Mjög mikil umferð var einnig við Blönduós í gærkvöldi. Lögi'egiu- menn voru sammála um að öku- menn hefðu að þessu sinni stillt hraðanum í hóf. Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett eftir hádegi í gær í blíðskapar- veðri í Heijólfsdal. Dagskrá hátíð- arhaldanna var með hefðbundnu sniði og fjöldi fólks samankominn í Herjólfsdal er hátíðin hófst, enda glampandi sólskin og hiti. Straumur fólks var á þjóðhátíð- ina. Heijólfur fór tvær ferðir milli Þorlákshafnar og Eyja. Loftbrú var frá Reykjavík og eins var stans- laust flug með minni vélum frá Bakkaflugvelli. Hátíðarhöldin fóru vel fram í gær enda veðrið eins og best verður á kosið og undu hátíð- argestir sér vel í blíðunni í Heijólfs- dal. Mikill fjöldi fólks var einnig sam- ankominn á Akureyri og að sögn lögreglu þar í bæ var þar talsverð ölvun. Umferðin gekk þar tiltölu- lega slysalaust fyrir sig. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞÆGINDIN aukast sífellt á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. Þessir heiðursmenn unnu við það í gær að leggja parket í eitt tjaldið, svo betur fari um gestina yfir Þjóðhátíðardaganna. Olafur Ragnar Grímsson vill endurnýjun Slj órnmálaum- ræðan full end- urtekninga ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, óttast ekki að sér reynist erfitt að stíga út úr hringiðu stjórn- málanna. í viðtali við Morgunblaðið segir hann að sér þyki glíman á vett- vangi íslenskra stjórnmála fela í sér mikla endurtekningu, yfirleitt sé ver- ið að ræða sömu málin ár eftir ár, oftast efnahagslegs eðlis. Hann telur að ákveðin endurnýjun þurfí að eiga sér stað í innihaldi og umræðustíl á vettvangi þjóðmálanna. Ólafur Ragnar telur að ef hann gæti orðið fyrrum starfsfélögum á Alþingi að liði sem forseti, væri það ef til vill í því að ræða við þingmenn allra flokka um að innleiða ferskleika og endumýjun í viðfangsefni og starfshætti þings og stjórnvalda. Fjárhagsstjórn embættisins Við flutning forsetaembættisins í Staðarstað við Sóleyjargötu lagði Ólafur Ragnar áherslu á að embætt- ið yrði þannig tækjum búið að fjár- hagsleg stjórnun gæti verið innan vébanda embættisins sjálfs. Ólafur Ragnar telur mikilvægt að embættið fari ekki fram úr ijárlögum og segir mikilvægt að forsetinn taki þátt í því ásamt öðrum að skipan fjármála og reksturs á vegum íslenska ríkisins sé til fyrirmyndar. Ólafur Ragnar segir að sér hafi komið á óvart hvemig málefnum, sem eru á könnu Bessastaðanefndar og málefnum forsetaembættisins sé stjómskipulega fyrir komið. Hann telur að betur þurfi að skýra skilin á milli reksturs forsetaembættisins og framkvæmda á Bessastöðum. Ólafur Ragnar vill beita sér, í sam- vinnu við Bessastaðanefnd, stjórn- völd og starfsmenn forsetaembættis- ins, fyrir uppstokkun og aukinni skil- virkni í þessum málum. ■ Á þröskuldi nýrrar aldar/20 Piltur fyrir bifreið UNGUR piltur lenti fyrir bíl á mótum Norðurlandsvegar og Vatnsdalsveg- ar í Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Tildrögin voru þau að rúta full af unglingum á leið til Akureyrar stöðv- aði við vegarkantinn. Að sögn lög- reglu voru unglingamir ölvaðir. Einn þeirra gekk fram fyrir rútuna og út á veginn og lenti fyrir bíl sem var ekið í austurátt. Að sögn lögreglu var ekki mikil ferð á bílnum og piltur- inn var með meðvitund allan tímann. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Ökumaður bílsins missti stjóm á honum og hafnaði bíllinn utan vegar. Engin slys urðu þó á fólki í bílnum. Þetta var eitt fjögurra umferðar- slysa í gær í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi. Ein aftanákeyrsla var skammt frá Skinnastöðum. Hross stökk þar upp á veginn og þurfti fremri bíllinn að snögghemla til þess að lenda ekki á því. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokk- uð. Önnur, þriggja bíla aftanákeyrsla varð í Vatnsskarði en engin slys urðu á fólki en bílarnir era taldir ónýtir. Þrír árekstrar urðu einnig í um- dæmi lögreglunnar í Borgamesi, þar af ein bílvelta á Mýram, en engin slys urðu á fólki. Danir fara fram á viðræður um umdeilda svæðið norður af Kolbeinsey Stefnt að fundi embættis- manna á næstu dögum Lögreglan Yinnum saman gegn innbrotum RANNSÓKNARLÖGREGLAN varar við hættunni á innbrotum í mann- lausar íbúðir og hús nú um verslunar- mannahelgina þegar margir yfirgefa heimili sín og fara í ferðalög. Húseig- endur eru hvattir til að hafa samvinnu við nágranna sína um að fylgjast með gransamlegum mannaferðum auk þess sem nauðsynlegt er að skilja þannig við eignir að innbrotsþjófar eigi sem ógreiðasta leið inn í þær. Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn hjá RLR, segir fyllstu ástæðu til að hvetja fólk til að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til að draga úr líkum á innbrotum, skilja ekki eft- ir rifur á gluggum, huga að læsingum ' og fleira í þeim dúr. Þá segir hann æskilegt að nágrannar fylgist með húseignum hver annars. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 7. ágúst. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir íslenzk stjórnvöld hafa fallizt á beiðni Danmerkur um viðræður um umdeilt hafsvæði norður af Kolbeinsey, en íslenzkt varðskip stuggaði dönskum loðnu- skipum burt af svæðinu í síðustu viku. Bæði ísland og Danmörk, fyr- ir hönd Grænlands, gera tilkall til hafsvæðisins. Danski sendiherrann, Klaus Kappel, gekk í gær á fund embætt- ismanna í utanríkisráðuneytinu og kom á framfæri formlegri beiðni danskra stjórnvalda um að hið fyrsta yrði haldinn fundur embætt- ismanna til að ræða málið. Danir munu hafa farið fram á „samninga- viðræður" (forhandlinger) um mál- ið, en Island vill ekki fallast á ann- að en „viðræður" (samtaler), sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Deilt um túlkun sam- komulags frá 1988 Danir telja að skip þeirra hafi rétt til veiða á umdeilda svæðinu, samkvæmt óformlegu samkomulagi ísiands og Danmerkur frá 1988. Islenzk stjórnvöld telja hins vegar að ekki megi lesa annað út úr sam- komulaginu en að hvort ríki um sig lofi að beita ekki fullnustuaðgerðum gegn skipum hins á umdeilda svæð- inu nema gera hinu ríkinu viðvart áður. „Við höfum staðið við þetta samkomulag," segir Halldór Ás- grímsson. Hann segir að af hálfu danskra stjómvalda hafi komið fram að þau krefjist þess ekki að ræða um lög- sögumörkin sem slík á væntanlegum viðræðufundi heldur um það hvernig fískiskipum og landhelgisgæzlu hvors ríkis um sig beri að haga sér á umdeilda svæðinu. Enn er þó ekki fastmótað hver verða umræðuefni fundarins eða hveijir taka þátt í honum, að sögn Halldórs. Danski sendiherrann óskaði eftir því að fundurinn yrði strax í næstu viku. Halldór segir að ekki sé víst að af því geti orðið, því að þeir menn, sem hafi unnið í málinu, verði að vera til staðar. Enn sé því ekki ljóst hvenær fundurinn verði haldinn, en það verði mjög fljótlega. Neikvæð áhrif á samskipti við Færeyjar og Grænland Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að aldrei hefði verið hægt að veita dönskum skipum veiðileyfi í íslenzku lögsögunni með einhveiju óformlegu samkomulagi, heldur hefði orðið að gera slíkt með beinum og formlegum samningi, sem Alþingi staðfesti. Þorsteinn bendir jafnframt á að Danir hafi áður virt túlkun íslands á sam- komulaginu í verki. „Ég óttast að ef danska stjórnin ætlar að setja fram kröfur um að við minnkum landhelgina vegna danskra skipa geti það háft neikvæð áhrif á hin góðu samskipti okkar við Grænlendinga og Færeyinga," segir Þorsteinn. „Við höfum bæði samninga um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum við Færeyjar og eins samninga, sem gefa Færeyingum einhliða fiskveiðiréttindi hér. Ef Danir heimta samninga um minnk- un lögsögunnar er vandséð annað en að slíkar kröfur hafi áhrif á framhald þessara samninga. Það þætti mér skaðlegt og ég vona að þetta sé ekki markmið dönsku stjórnarinnar." ' ■ Lögsaga byggð á bjargi?/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.