Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Arnað heilla STJÖRNUSPÁ OZ\ÁRA afmæli. Mánu- Ovdaginn 5. ágúst nk. verður áttræð frú María Valgerður Jónsdóttir, Ei- ríksgötu 25. Hún tekur á móti gestum á afmælisdag- inn ki. 15-18 í Listhúsinu, Laugardal, Engjateigi 17-19. BRIDS Umsjðn Guómundur l’áll Arnarson Hinn heppni sveimhugi í dýragarði Mollos, Hérinn hryggi, lagði óvenju mikla hugsun í útspilið. Hann var í vörn gegn 4 spöðum Grikkjans Papa, sem er snjall spilari, eins og les- endur Mollos vita, en þó ekki eins snjall og hann heldur. Papa er fyrir neðan Göltinn grimma í lífkeðj- unni, en neitar að horfast í augu við þá staðreynd. Ef Mollo væri enn á lífi gæti Gölturinn hafa sagt um Papa:- „Snilldin varð honum að falli.“ En nóg um það. í sömu svifum og Hérinn lagði lítið lauf á borðið, hrópaði Papa hárri röddu: „Keppnisstjóri - útspil frá rangri hendi.“ gefur; allir á Norður ♦ 109864 ¥ 4 ♦ G753 ♦ ÁDG10 Austur ♦ Á3 ii ♦ 87542 Suður ♦ DG752 ¥ ÁD65 ♦ K104 ♦ K Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaði 2 tíglar Pass 4 spaðar Pass Pass Suður hættu. Vestur ♦ K ¥ KG7 ♦ ÁD9862 ♦ 963 Útspil: Lauffjarki. Hérinn var í austur. Með spaðaásinn ákvað hann að bíða með tígulstunguna og reyna fyrst að sækja slag til hliðar. Því valdi hann að koma út með lauf. Ekki gáfulegt ráðslag, en í fullu samræmi við kenninguna: Þeir spilarar sem vita ekki hver á út, vita ekki heldur hverju á að spila út. Papa hefði betur skilið það. En hann vildi frekar fá útspil upp í hjartaklauf- ina eða tígulkóng, svo hann var fjótur að gefa út yfirlýsingu: „Ég banna út- spil í laufi.“ Víkur þá sögunni til vesturs. Honum leist illa á að spila frá göfflunum sín- um í rauðu litunum ogtaldi illskást að leggja niður spaðakóng. Frá bæjardyr- um Hérans hlaut kóngur- inn að vera frá drottning- unni og því yfirdrap hann kónginn með ás og skipti yfir í tígul. Vestur tók þar tvo slagi á ÁD og fjórða slaginn fékk vörnin á spaðaþrist. Einn niður í spili, þar sem allir aðrir sagnhafar höfðu tekið 11 slagi. Þeir höfðu auðvitað fengið út lauf frá vestur- hendinni og byrjað á því að henda niður þremur tíglum. Niðurstaða: Eigi má sköpum renna.. ÁRA afmæli. Mánu- daginn 5. ágúst nk. verður áttræð Þórdís S. Guðmundsdóttir, Rauð- arárstíg 40, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 15, á Garðaflöt 3, Garðabæ. verður sjötíu og fimm ára Hulda Jónatansdóttir Dun- bar, sem búsett er í Kalifor- níu, en til heimilis í Langa- gerði 102 meðan hún dvelur á íslandi. Hún tekur á móti gestum í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 33, þriðjudaginn 6. ágúst frá kl. 18. ÁRA afmæli. Þriðju- daginn 6. ágúst nk. verður sextug Ingibjörg Björnsdóttir, deildar- stjóri, Hjarðarhaga 21, Reykjavík. Hún og eigin- maður hennar Magnús Ingimarsson, hljómlistar- maður, taka á móti gestum í FÍH-salnum, Rauðagerði 27. á afmælisdaginn kl. 17-20. ÁRA afmæli.í dag, iaugardaginn 3. ág- úst, er fertugur Jón Sva- varsson, rafeindavirkja- meistari og fréttaljós- myndari, Lindarsmára 5, Kópavogi. Eiginkona hans er Ólöf Bára Sæmunds- dóttir. Þau dvelja í Svíþjóð um þessar mundir. Q/VÁRA afmæli. í dag, ö vflaugardaginn 3. ág- úst, er áttræður dr. Magni Guðmundsson, hagfræð- ingur, Hofsvallagötu 21, Reykjavík. Hann er að heiman í dag. ITAÁRA afmæli. Mánu- I V/daginn 5. ágúst nk. verður sjötugur Jónas R. Jónsson, fyrrverandi bóndi á Melum í Bæjar- hreppi, Sólheimum 23, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn, en tekur á móti gestum laugar- daginn 10. ágúst nk. milli kl. 17-19 í Félagsmiðstöð aldraðra á Vesturgötu 7. pf AÁRA afmæli. Þriðju- DV/daginn 6. ágúst nk. verður fímmtug Vilhelm- ína Þór. Hún er gift Bjarna Jónssyni. Þau bjóða til garðveislu á heim- ili sínu á Sunnubraut 27 i Kópavogi, eftir kl. 17 á afmælisdaginn. Ljósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Háteigs- kirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni María Jensdóttir og Ásgeir Gunnarsson. Heimili þeirra er í Fléttu- rima 24, Reykjavík. eftir Franccs Drake * LJÓN Afmælisbarn dagsins: Vináttuböndin eru þér mikils virði, og þér er alltaf treystandi. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú verður fyrir einhveijum iruflunum árdegis, en þér ækst það sem þú ætlaðir þér. Bjartsýni og gleði ráða ríkjum þegar kvöldar. Naut (20. apríl - 20. maí) Þróun mála á bak við tjöldin er þér hagstæð, en þú ættir ekki að taka neina áhættu í íjármálum. Ástvinir njóta kvöldsins heima. Tvíburar (21. maí-20. júní) Þér tekst að ljúka mikilvægu verkefni í dag, og þú þiggur boð í spennandi samkvæmi. Ástvinir eru að undirbúa helgarferð. Krabbi (21. júní — 22. júlf) >"$8 Þér berast góðar fréttir ár- degis varðandi Ijármálin, og horfur eru á að þér bjóðist betra starf. Sinntu ástvini um helgina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Næstu mánuði bjóðast þér tækifæri til að sinna mann- úðarmálum, sem þú hefur mikinn áhuga á. Ástvinir skreppa í helgarferð. Meyja (23. ágúst - 22. september) Mikið verður um að vera í félagslífinu á næstu mánuð- um, og þú gætir gengið í félagasamtök. Ferðalög eru ofarlega á baugi. Vog (23. sept. - 22. október) Frestaðu ekki til morguns því sem þú getur gert í dag. Ljúktu því sem gera þarf snemma svo þú getir notið helgarinnar. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Smá ágreiningur kemur upp heima, sem þú verður að leysa snarlega svo fjöiskyld- an njóti helgarinnar í sátt og samlyndi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Láttu ekki úrillan vin spiila góðri skemmtun um helgina. Þú ættir að þiggja boð með ástvini í spennandi helgar- ferð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt ánægjulega helgi framundan, og ættir ekki að láta óþarfa áhyggjur spilla gleðinni. Ástvininum berst boð í ferðalag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þín bíða skemmtilegar stundir í vinahópi, og ástin lætur til sín taka. Þú kemur vel fyrir og nýtur mikilla vin- sælda. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Sumir kjósa að eyða frídög- unum heima með fjölskyld- unni, og dytta að heimilinu. Góð hugmynd getur fært þér bætta afkomu. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. K Við sendum skattfrjálst til íslands LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 47 Hringið eða skrifið og fáið nýja pöntunar- listann fyrir 1996 sem er með allt fyrir barnið þitt. \yx\r nýjum vörum Nýjar vörur! • Úlpur • Kápur • Ullarjakkar alla aldurshópa rkin 6, sími 588 5518. ið hliðina á Teppalandi. ilastæði v/Búðarvegginn. » mUim í jjée&fffl# Krakkar! KitKat ís fylgir barna- boxunum um helgina Fylltar brauðstangir með osti. Kynningarverð kr. 350. Þær bestu í bænum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.