Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 37
r
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 37 -
Þetta varð þó góður skóli og dettur
mér í hug í því sambandi að minna
á jafn ólík hlutverk og séra Duke
í „Á útleið“, leikriti sem var mjög
vinsælt í Reykjavík á fyrri helmingi
aldarinnar og tæpir á óræðum gát-
um sálarlífsins og lífi eftir dauða,
og ærslabelginn Andrés bleiknef í
„Þrettándakvöldi" Shakespeares,
sem er á allt öðrum og léttúðugri
nótum.
Brynjólfur í samvinnu
Sá sem hér heldur á penna var
svo heppinn að starfa mikið með
Brynjólfi sem leikstjóri um tíu ára
skeið. Á þá samvinnu bar engan
skugga. Hroki gagnvart samstarfs-
fólki var ekki til í hans fari, hroki
eða sérgæska, sem oftast stafar af
öryggisleysi um listræna getu. Slíku
þurfti Brynjólfur auðvitað aldrei að
kvíða og því var hann fremur en
hitt örlátur og örvandi við meðleik-
endur og aðra samstarfsmenn. Eigi
að síður var hann alla tíð mjög leit-
andi listamaður og lagði mikið á
sig til að ná sem bestum árangri.
Þeir sem um ævina hafa þurft að
læra mörg stór hlutverk, eiga
stundum erfitt með að muna, þegar
þeir reskjast. Ekki slapp Brynjólfur
við það, fremur en aðrir. Og þá var
ekki verra að eiga hana Guðnýju að!
í fyrstu leiksýningu, sem ég
stýrði, „Sjóleiðinni til Bagdad“ eftir
Jökul, lá Brynjólfur undir bíl og var
að mixa, stakk stundum fram koll-
inum og gerði gys að atorkuleysi
fjölskyldu sinnar. í „Tangó“ var
hann Evgeníus, afinn, sem slæst í
för með unga fólkinu við að gera
uppreisn gegn formleysi og að-
haldsleysi miðaldra kynslóðarinnar,
en reyndist þegar á herti vera með-
hleypinn og stefnulaus. í „Antíg-
ónu“ fór hann með kveðskap kórs-
ins, þegar lýst var mannlegri visku
og mannlegri reynslu af dýpt þess,
sem margt hefur séð, og í „Utilegu-
mönnunum“ var hann Galdra-Héð-
inn, umkomulaus aumingi, sem
greip til galdra til að ávinna sér
tillit annarra. í „Kristnihaldi undir
Jökli“ var hann Tumi Jónsen safn-
aðarformaður, undirfurðulegur
spaugari, sem vissi sínu viti, en
hafði sjaldgæfan hæfileika til að
láta aðra þurfa að geta í eyðurnar.
Sú persóna hefur varðveist í safni
Sjónvarpsins. Enn sem fyrr gjöró-
líkar persónur, en allar heilsteyptar
og sjálfum sér samkvæmar eða
ósamkvæmar eftir því sem við átti.
Þjóðleikari
Þó að Brynjólfur starfaði lítið við
Þjóðleikhúsið var hann í margra
augum „þjóðleikari“. Þetta helgað-
ist af því, að meðal frægustu hlut-
verka hans eru sum helstu hlutverk
íslenskra leikbókmennta. Ekki eru
það rómantískar hetjur, á þeim
flestum einhver brotalöm, en lifandi
vitnisburður um þjóðarvitundina
með sín gleði- og sorgarefni.
Fyrstur kom séra Sigvaldi í
IKrossar
iTaleiai
I vioarlit og málaoir
Mismunandi mynslur, vonduo vinna.
Siml SSS 5929 og SSS S7SS
LAUGAVEGS
APÓTEK
Laugavegi 16
HOLTS
APÓTEK
Álfheimum 74
eru opin til kl. 22
"A"
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Laugavegs Apótek
ALDARMINNING
„Manni og konu“ og góðu heilli eig-
um við hann á myndbandi í Sjón-
varpinu. Brynjólfur lék hann fyrst
við frumflutninginn 1933, en síðan
aftur 1968. Um þá frammistöðu
orti Guðmundur skáld Friðjónsson
þessa vísu undir fornum hætti:
Undirhyggju anda
aldafars, rifjakaldan
loddara Brynjólfur leiddi
leikkvöld fyr'opnum tjöldum.
Listrænum leikara kostum
leit ég snilling beita.
Gríma, á leiksviði gaman
gerði skáldi, Sigvalda.
Síðan koma Jón bóndi í. „Gullna
hliðinu“ eftir Davíð, þá Ógautan,
sem áður getur, þá Jón Hreggviðs-
son í „íslandsklukkunni“ við opnun
Þjóðleikhússins og loks Jónatan í
„Hart í bak“, um það leyti sem
Leikfélag Reykjavíkur steig skrefið
til fulls sem atvinnuleikhús.
Á frumsýningu á Gullna hliðinu
1941 gerðist atvik, sem ég er ekki
viss, að sé víða skráð. I fyrsta
þætti, þar sem kerling situr yfir
sínum dauðvona, breyska bónda,
vildi það til að eld tók frá kerti og
allt í voða. Fát kom á Arndísi
Björnsdóttur í hlutverki kerlingar
og allt útlit fyrir að sú sýning yrði
ekki lengri. „Taktu ábreiðuna og
hvolfdu henni yfir eldinn,“ hvíslaði
þá rænulaus bóndi; það gerði Arn-
dís skilmerkilega og sýningin hélt
áfram eins og ekkert hefði í skor-
ist. Segi menn svo, að listamenn
geti ekki verið praktískir líka!
Þegar íslandsklukkan glumdi í
Þjóðleikhúsinu 1950, var mönnum
mjög tíðrætt um hana, og persón-
umar, sem menn þekktu úr hinum
mikla sagnabálki, greyptust nú enn
skýrar inn í vitund almennings. Svo
mjög, að við atkvæðagreiðslu á al-
þingi var kallað upp nafn Jóns
Hreggviðssonar.
Þessar leikhússögur segja lítið
um list Brynjólfs, en sú síðari er
að minnsta kosti til vitnis um það,
hversu þessar frægu persónulýsing-
ar Brynjólfs Jóhannessonar urðu
samtíðarmönnum hans hugstæðar.
Líku máli gegndi um Jónatan
strandkaptein. I stað ókúganlegrar
þijóskunnar og óstýrilætisins í Jón-
unum (sem voru þó svo sannarlega
hvor með sínu móti) var hér harm-
ur þess manns sem fyrirgerði lífi
sínu á ögurstund og brást því sem
honum var trúað fyrir - og hafði
sett sjálfan sig í eilíft betrunarhús.
Séra Sigvaldi, Jón bóndi, Ógaut-
an, Jón Hreggviðsson og Jónatan -
og ótal aðrar myndir af Islendingum
í blíðu og stríðu, með gamanleiftri
í augum eða samkennd í rödd. Eitt
af því, sem listin getur komið til
vegar, er að hjálpa okkur að horf-
ast í augu við sjálf okkur í speglin-
um, að muna til baka og gægjast
framávið, að glöggva okkur á veð-
urskilyrðum mannlífsins á öllum
tímum. Og Brynjólfi var öðrum
sýnna um að bregða upp mynd af
því hvernig við höfum fótað okkur
i íslenskri tilveru upp á gott og
vont í tímanna rás.
Það þarf sérstæðan frumleika til
að búa það til sem verður tákn hins
sameiginlega.
Þér eruð salt jarðar segir í merkri
bók.
Sveinn Einarsson.
t
Faðir okkar,
INGVAR ALFREÐ GEORGSSON,
lést í Landspítalanum 29. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. ágúst
kl. 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir,
Helgi Ingvarsson.
t
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
frá Hólmavík,
siðast til heimilis
á elliheimilinu Grund
í Reykjavík,
andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. júlí sl.
Bálförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.
Fyrir þeirra hönd,
t
Elskuleg vinkona okkar,
LUISE MARÍA ANNA SIGURÐSSON,
fædd Wendel,
Mýrargötu 20,
Neskaupstað,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað að kvöldi 1. ágúst.
Fyrir hönd vina,
Birgitte Björnsson, Guðrún M. Jóhannsdóttir.
t
Móðursystir okkar og vinkona,
VALBORG SYRE,
Hátúni 10A,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30.
Inger L. McDaniel,
Mette Ten Eyck,
Sólveig Sveinbjarnardóttir,
Sólrún Hannibalsdóttir,
Ásgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jakobsson.
t
Einlægar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og heiðruðu
minningu ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS JÚLÍUSAR FERDINANDSSONAR,
Álfhólsvegi 153.
Sérstakar þakkir til deilda Landspítalans sem önnðust hann í
veikindum hans og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Helga Óskarsdóttir,
Alfreð S. Jóhannsson, Magdalena Sigurðardóttir,
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson,
Eiríkur Jónsson, Oddný Sigurðardóttir,
Ferdinand Jónsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega alla þá vinsemd og virðingu, sem okkur hefur
verið sýnd við fráfall ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföð-
ur, bróður og afa,
ARNAR EIRÍKSSONAR
loftsiglingafræðings.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki og læknum deildar
13-D á Landspitalanum fyrir frábæra umhyggju og hlýhug.
Bryndís Pétursdóttir,
Eirikur Örn Arnarson, Þórdís Kristmundsdóttir,
Pétur Arnarson, Magnea Lilja Haraldsdóttir,
Sigurður Arnarson
Sigurður Eiríksson,
Erna Eiríksdóttir
og barnabörn.
J.ón J. Magnússon, Sigrún Sigurjónsdóttir,
Ásgeir Magnússon,
Jón Ma. Ásgeirsson,
Hlíf Hjálmarsdóttir.
t
Okkar kæra
BRYNJA REYNDAL
HENRYSDÓTTIR,
Hverfisgötu 73,
Reykjavík,
er látin.
Að hennar ósk hefur bálför farið fram
í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fá Karitas, heima-
hlynning og allt starfsfólk á deild 11E
Landspítala.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og úför okkar ástkæru
JÓNU ÖLLU AXELSDÓTTUR,
Eiðistorgi 5,
Seltjarnarnesi.
Einnig þökkum við þeim, er önnuðust
hana og studdu í veikindum hennar.
Axel Gústafsson, Jón E. Gústafsson,
Kristín Halldórsdóttir, Einar Þór Gústafsson,
Halldór Axel Axelsson, Gunnur Axelsdóttir,
íris Gústafsdöttir, Lovísa Axelsdóttir,
Alexandra Hermannsdóttir.
Ættingjar og vinir.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
HRINGS JÓHANNESSONAR
listmálara.
Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir,
Dögg Hringsdóttir, Sigurður J. Vigfússon,
Heiða Hringsdóttir, Magnús Á. Magnússon,
Hrafn Hringsson,
Þorri Hringsson, Sigrún H. Halldórsdóttir
Tinna, Darri og Iða.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁGÚSTUGUÐRÚNAR
MAGNÚSDÓTTUR,
Einarshöfn,
Eyrarbakka.
Guðrún Sigurmundsdóttir, Ólafur Orn Arnason,
Jón Ingi Sigurmundsson, Edda Björg Jónsdóttir,
Sigurmundur Arinbjörnsson, Hugborg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.