Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 15 ERLENT Reuter Girt fyrir glundroða Leitin að varafor- setaefni gengnr hægt SEX þúsund lögreglumenn voru við öllu búnir í Hannover í Þýska- landi í gær en búist var við, að „pönkarar" og sljórnleysingjar myndu virða bann dómstóla að vettugi og efna þar til samkomu, svokallaðra Glundroðadaga, um helgina. í fyrra iauk samkomunni með götubardögum, ránum og skemmdarverkum. Hér er ung stúlka, einn „pönkaranna“, í fylgd lögreglunnar, sem vill tryggja að sagan endurtaki sig ekki í ár. BOB Dole, forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, hefur enn ekki ákveðið hver verður varaforsetaefni hans í forsetakosningunum í haust. Fyrir nokkru lýsti Dole því yfir að hann stefndi að því að finna hinn fullkomna frambjóðanda. Síðan hefur hann þó komist að því að þeir vaxa ekki á hveiju strái. Talið er líklegt að Dole stefni að því að tilkynna um val sitt sunnudaginn 10. ágúst, tveimur dögum áður en flokksþing repúblikana hefst í San Diego í Kaliforníu. Aðstoðarmenn Doles hafa kann- að marga kosti og nú síðast var Connie Mack, öldungadeildarþing- maður frá Flórída, beðinn um að afhenta gögn um einkamál sín, fjár- mál og heilsufar. Mack, sem er 55 ára gamall, er talinn geta komið Dole að góðu liði á Flórída og í Suðurríkjunum. Hann er talsmaður skattalækkana og hefur farið þess á leit við Dole að lækkun skatta verði liður í efnahagsstefnu hans fyrir kosningarnar, sem kynnt verð- ur í næstu viku. Aðrir til skoðunar Aðrir sem munu vera til skoðun- ar, sem hugsanleg varaforsetaefni eru ríkisstjórarnir Tom Ridge frá Pennsylvaníu, Jim Edgar frá Illin- ois,- George Voinovich frá Ohio, John Engler fra Michigan og Tommy Thompson frá Wisconsin; öldungadeildarþingmaðurinn Don Nickles frá Oklahoma og Carrol Campbell, fyrrum ríkisstjóri Suður- Karólínu. Margir repúblikanar hafa hvatt Dole til að velja óhefðbundið vara- forsetaefni er kæmi á óvart og myndi hrista upp í kosningabarátt- unni. Hafa þeir áhyggjur af því að Dole virðist ekki takast að höfða nægilega vel til þorra kjósenda og saxa á hið mikla forskot Bills Clint- ons forseta í skoðanakönnunum. Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins The Washington Post virðist það hins vegar markmið þeirra, er vinna að leitinni, að finna traustan, réyndan og áhættulausan frambjóðanda. Líkt og sést á þeim nöfnum, er nefnd hafa verið til sögunnar, hafa augu manna ekki síst beinst að rík- isstjórum í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna. Slíkur frambjóðandi myndi styrkja Dole á þessu mikil- væga svæði og jafnframt draga úr „Washington“-ímynd framboðsins. Að mati margra væri George Voin- ovich frá Ohio sá er best uppfyllir þessi skilyrði. Dole hefði hins vegar litla mögu- leika á að sigra Clinton ef hann vinnur ekki sigur í vesturhluta Bandaríkjanna og Suðurríkjunum. Því er nú talið koma sterklega til greina að varaforsetaefnið komi frá þeim svæðum. Pólitísk reynsla nauðsynleg í viðtali við dálkahöfundinn Rog- er Simon í síðustu viku sagði Dole að ekki væri hægt að velja varafor- setaefni, sem hefði „bamalega af- stöðu“ til stjórnmála. Hann sagðist ásamt ráðgjöfum sínum hafa leitað logandi ljósi að frambjóðanda er ekki tengdist stjórnmálum beint en ekki haft árangur sem erfiði. „Ef þeir hafa enga pólitíska reynslu vandast málið,“ sagði Dole. Einnig hefur gengið erfiðlega að finna frambjóðanda sem höfðar til Bandaríkjanna allra en ekki ein- ungis einstakra svæða. Colin Pow- ell, fyrrum formaður herráðsins, hefur ítrekað lýst því yfir að ha,nn hafi ekki áhuga á starfinu, og sam- skipti Doles og Jacks Kemps, fyrr- um húsnæðismálaráðherra, hafa verið stirð. William J. Bennet, fyrr- um menntamálaráðherra, var í umræðunni á sínum tíma en þykir skorta reynslu af kosningabaráttu. James Baker, fyrrum utanríkisráð- herra, er 66 ára og þykir því of gamall sem varaforsetaefni 73 ára gamals forsetaframbjóðanda. Richard Cheney, fyrrum varnar- málaráðherra, er hjartveikur. Finnur ekki konu Þá hefur Dole heldur ekki tekist að finna konu er gæti orðið varafor- setaefni hans, en hann þykir standa illa meðal kvenkjósenda. Dole er sagður meta Christine Todd Whit- man, ríkisstjóra New Jersey, mjög mikils en einarður stuðningur henn- ar við fóstureyðingar gerir hana að ólíklegum frambjóðanda. Þá hefur enginn repúblikani frá Kaliforníu verið í umræðunni þrátt fyrir að ríkið skipti gífurlega miklu máli í kosningunum. Pete Wilson ríkisstjóri er hlynntur fóstureyðing- um og að auki óvinsæll í Kaliforníu. Þjóðveijar vilja sækja fyrrverandi nasista á Ítalíu til saka Óljóst hvort Priebke verður framseldur Róm. Reuter. ERICH Priebke, foringi í SS-sveitum nasista í síðari heimsstyijöldinni, var handtekinn að nýju á Italíu í gær eftir að herréttur hafði úrskurðað að leysa bæri hann úr haldi þar sem stríðsglæpamál hans væri fyrnt. Þýsk stjórnvöld sögðust ætla að óska eftir því að Priebke yrði framseldur til Þýskalands svo hægt yrði að sækja hann til saka þar fyrir stríðsglæpi. Ekki er þó víst að af því geti orðið. Priebke, sem er 83 ára, var flutt- ur í fangelsið Regina Coeli (Drottn- ing himnanna) í Róm þar sem fórn- arlömbum SS-sveitanna var haldið síðustu klukkustundirnar áður en þau voru drepin í Ardeatine-hellum, sunnan við borgina, 24. mars 1944. Alls voru 335 drengir og karlar drepnir þar þennan dag, þar af 75 gyðingar, til að hefna drápa á þýsk- um hermönnum. Priebke viðurkenndi að hafa drep- ið tvo þessara manna en hélt því fram að hann hefði aðeins hlýtt fyrir- skipunum yfirmanna sinna. Óvissa um framsal Talsmaður þýska dómsmálaráðu- neytisins sagði að Priebke hefði ver- ið handtekinn að nýju að beiðni þýskra saksóknara, sem vildu að hann yrði framseldur til Þýskalands. „Ég býst við að þýska stjórnin óski eftir því að Priebke verði framseldur frá Ítalíu," sagði hann. Hann bætti þó við að óljóst væri hvort ítalir gætu framselt Priebke til Þýskalands þar sem ítalskir sak- sóknarar hafa ákveðið að áfrýja málinu. Ekki væri heldur öruggt að hægt yrði að draga hann fyrir rétt í Þýskalandi fyrir drápin þar sem evrópsk lög banna að menn séu sóttir til saka tvisvar í sama málinu. Þýsk yfírvöld hafa 40 daga frest til að leggja fram framsalsbeiðnina formlegá og ítölsk stjórnvöld verða einnig að óska eftir heimild frá stjórn Argentínu til að framselja Priebke til Þýskalands. Priebke bjó I Argentínu frá 1948 og þarlend stjórnvöld sam- þykktu að_ framselja Priebke til Ítalíu í nóv- ember en með því skil- yrði að ekkert annað land krefðist framsals hans. Argentínsk stjórn- völd sögðu í fyrrakvöld að Priebke yrði meinað að snúa aft- ur til konu sinnar, Aliciu, sem býr í skíðabænum Bariloche í Andesfjöll- um, „að beiðni Carlos Menem for- seta“. „Heigulsháttur og hræsni" Urskurðurinn olli miklu uppnámi á Ítalíu og til átaka kom þegar hundruð ungra manna sátu um dóm- húsið í átta klukkustundir eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum fordæmdu úrskurðinn og dagblöð sögðu hann til marks um „heiguls- hátt, hræsni og skrípaleik". Dagblaðið La Repubblica birti skopteikingu á forsíðu af Adolf Hitl- er í helvíti að lesa dagblað, glotta og segja: „Ég held ég skjóti máli mínu líka til ítalskra dórnara." ítalskir gyðingar og ættingjar fórnarlam- banna fóru á fund Osc- ars Luigis Scalfaros, forseta Italíu, til að mótmæla úrskurðinum. Scalfaro ávarpaði þjóð- ina í fyrrakvöld og harmaði úrskurðinn. Herréttir afnumdir? Málið varð einnig til þess að stærsti stjórn- arfiokkurinn, Lýðræð- isflokkur vinstrimanna (PDS), lagði til að her- réttir yrðu lagðir niður á Ítalíu á friðartímum. Fabio Mussi, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, sagðist hafa lagt fram frumvarp þessa efnis. „Syndafyrirgefning Priebke er sögu- íegur harmleikur,“ sagði hann. Agostino Quistelli, forsefi herrétt- arins, varði úrskurðinn og sagði að Priebke hefði reynst sekur um dráp en tekið hefði verið tillit til aldurs hans og hreinnar sakaskrár eftir síð- ari heimsstyijöldina. Rétturinn hefði hafnað röksemdum veijandans um að nasistar hefðu drepið Priebke sjálfan ef hann hefði ekki hlýtt skip- unum yfirboðara sinna. Hins vegar hefði rétturinn komist að þeirri niður- stöðu að hann hefði ekki framið glæp- inn „af ásettu ráði og miskunnar- leysi“ og á grundvelli þeirrar niður- stöðu gat rétturinn vísað málinu frá samkvæmt lagaákvæði um að ekki mætti refsa mönnum fyrir glæpi sem þeir frömdu fyrir 30 árum eða áður. Reuter ERICH Priebke ásamt lögfræðingi sínum, Velio Di Rezze. Alsír og Frakkland Biskupsmorð torveldar bætt samskipti París. Reuter. NOKKRUM stundum eftir kaþólsks biskups, Frakkans Pierre Cla- verie frá Oran, með Hervé de Charette, ut- anríkisráðherra Frakk- lands, í Algeirsborg á fimmtudagskvöld, lét biskupinn lífið sprengjutilræði alsír- skra öfgamanna. Morðið gerir Frökk- um erfiðara fyrir að bæta hin viðkvæmu samskipti sín við Alsír, sem til langs tíma var frönsk nýlenda en hlaut sjálfstæði árið 1962. Stjórnmála- ástand í Alsír hefur verið ótryggt allt frá því ríkjandi yfírvöld þar hindr- uðu með aðstoð hersins valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem höfðu unnið sigur í kosningum árið 1992. Öfgahópar bókstafstrúar- manna beita öllum ráðum til að beij- ast gegn stjóminni og öllum frönsk- um og vestrænum áhrifum í Alsír. Öfgamennirnir reka nú drápsherferð á hendur (vestrænum, sér í lagi frönskum) útlendingum og klerkum í Alsír, til að refsa Frökkum fyrir fjárhagslegan og pólitískan stuðning sinn við alsírsku stjórnina, sem geng- ur hart fram í að beija á bókstafstrú- armönnum. Alls hafa 119 erlendir menn, þar af 40 Frakkar, orðið fórn- arlömb þessarar herferðar frá árinu 1993 og gizkað er á að minnst 50.000 Alsírbúar hafí látið lífíð í skærum öfgamanna og stjórnarhersins. Frönsk stjórnvöld hafa ítrekað hvatt franska ríkisborgara til að yfirgefa Alsír, en klerkar hafa verið treg- ir til að hlýða því kalli. Claverie biskup var kunnasti maðurinn úr klerkastétt sem orðið hefur fómarlamb als- írskra öfgamanna. „Látum ekki sprengja okkur af leið“ Tilræðið við Claverie biskup var ætlað til að setja stein í götu bættra samskipta franskra stjórnvalda við Alsír. Stjórnir beggja ríkja for- dæmdu morðið og de Charette sagði fréttamönnum í París að franska stjórnin væri staðráðin í að láta ekk- ert aftra sér frá því að leita nánari samskipta við alsírsku stjórnina. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar telja stjórnmálaskýrendur að morð bisk- upsins muni setja hemil á tilraunir Frakka til að bæta samskiptin við Alsír, sem hafa verið þyrnum stráð undanfarin misseri. Liamine Zeroual, forseti Alsírs, hafði sagt de Charette í heimsókn sinni, að öryggissveitum alsírsku stjórnarinnar hefði með einörðum aðgerðum sínum gegn herskáum öfgasinnum tekizt að gera þá nær skaðlausa. Tilræðið í fyrrakvöld þyk- ir sýna að enn sé friðinum í alsírsku þjóðfélagi sama hætta búin af tilvist herskárra bókstafstrúarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.