Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 29 Smugur í miðrí landhelgi ÞRÁTT fyrir þær breytingar sem orðið hafa í verslun og þjónustu á undanfömum árum og valda því að frídagur verslunarmanna hefur í sjálfu sér breyst í hálfgerð öfug- mæli, skipar þessi dagur enn og áfram sérstakan sess í huga þeirra sem við greinina starfa. Dagurinn er áfram merkilegur í því sögulega ljósi að með honum var sérstakur dagur á almanakinu helgaður þeirri fjölmennu stétt sem við verslun starfar. Um leið beinist athyglin að þeim mikilvægu störfum sem hún sinnir og þeirri verðmætasköpun sem fólgin er í verslun. Frídagurinn sem slíkur var í raun forveri þess sem síðar varð þjóð- minningardagur og þjóðhátíðardag- ur íslendinga. Hugmyndin var að öllum líkindum sótt til Danmerkur. Þar kom upp sú venja í kringum árið 1890 að gefa starfsfólki 1-2 daga frí hvert sumar. Þetta var fyr- ir daga orlofs og unnið sleitulaust allan ársins hring. Með samstilltu átaki kaupmanna og verslunarstjóra stærri fyrirtækja í Reykjavík var ákveðið að gefa starfsmönnum frí 13. september árið 1894. Þar með varð hinn fyrsti frídagur verslunar- manna að veruleika. Haldið var í skrúðgöngu inn að Ártúnum þar sem haldin var heilmikil skemmtun með þátttöku vinnuveitenda og launþega fram á kvöld. I önnur skipti var farið í skemmtiferðir út fyrir bæinn. Síðan hefur margt breyst, þó ekki það að frídagur verslunar- manna og verslunarmannahelgin tengjast fyrst og fremst ferðalögum. Þessa helgi, sem er eins konar há- punktur sumarsins, nýta landsmenn kærkomið tækifæri til að ferðast um landið, sækja skemmtanir, kanna nýjar slóðir eða heimsækja ættingja og vini. Og á ferðalögum vilja menn njóta þjón- ustu - ekki síst verslun- ar. Þessu hefur verslun- in aðlagað sig undanf- arin ár og áratugi. Ferðamannaverslun hefur verið eitt höfuð- viðfangsefni samtaka verslunarinnar undan- farna mánuði. Hags- munir íslenskrar versl- unar eru tvíþættir þeg- ar ferðamannaverslun á í hlut. Annars vegar að hámarka sölu til erlendra ferðamanna, en hins vegar að lágmarka verslun ís- lendinga erlendis. í báðum tilvikum næst þetta markmið helst með því að hér á landi sé vöruverð lágt og vöruúrval fjölbreytt miðað við önnur lönd. Framundan er á næstu vikum viðamikið átak til að kynna íslend- ingum, sem senn flykkjast í hefð- bundin haustferðalög til erlendra borga, þann mikla virðisauka sem fæst með því að halda versluninni sem mest hér innanlands. Það skipt- ir miklu máli að ná til baka inn í landið sem stærstum hluta af þeirri milljarðaverslun sem árlega er flutt úr landi. Verslun við erlenda ferðamenn hefur líka verið stórt viðfangsefni. Á síðasta vetri var skipaður sérstak- ur starfshópur á vegum íslenskrar verslunar til að kanna þátt verslun- ar í stefnumótun í ferðaþjónustu. Viðamikil skýrsla með ítarlegum til- lögum er meðal þess sem nefndin hefur skil- að af sér, en því miður hefur hljómgrunnur yf- irvalda ekki verið í samræmi við það. Skýrslan tekur af öll tvímæli um að í verslun erlendra ferðamanna felast stór tækifæri til aukinnar verðmæta- sköpunar. Samkvæmt athugunum Hagstofu Evrópusambandsins er talið að ferðamanna- verslun nemi 24% af heildartekjum af ferða- mannaþjónustu. Hér á landi hefur þetta hlut- fall verið mun lægra. Heildartekjur af ferðamönnum námu á síðasta ári hér á landi 18,7 milljörðum króna. Samkvæmt ofangreindu ætti hlut- deild verslunar þar að vera um 4,5 milljarðar króna. Raunveruleg tala er nær 2 milljörðum og því Ijóst að enn eru sóknarfæri verslunar mikil. Það leynast víða Smugur. í er- lendri ferðamannaverslun hafa inn- flutnings- og smásöluverslun fundið væna smugu inni í miðri landhelgi. Þó snertiflöturinn sé sýnilegri í smásöluversluninni er ljóst að báðar greinar eiga verulegra hagsmuna að gæta. Hvort tveggja eru þetta hlekkir í einni og sömu keðjunni. Að mati vinnuhópsins sem að ofan er nefndur má með réttri stefnumótun og bættum starfsskil- yrðum verslunarinnar auka atvinnu í greininni um 200 störf á næstu fimm árum og samtals 500 störf til ársins 2010. Gert er ráð fyrir að velta vegna ferðamannaverslunar Jón Ásbjörnsson V er slunarmannahelgi - Islensk verslun UM verslunar- mannahelgi er ástæða til þess að setja á blað hugleiðingar um versl- un. Fyrsta helgi ágúst- mánaðar er nefnd frí- helgi verslunarfólks. I mörgum tilfellum er þó ekki svo. Verslunar- mannahelgi er reyndar meiri frí og ferðahelgi almennings, ekki ein- göngu verslunar- manna. Margir er vinna verslunarstörf og eða þjónustustörf vinna þessa helgi jafnt sem aðrar helgar. Ekki ber svo á að líta að verslunarfólk eigi ekki almennt frí um helgar. Starfsmunstur í verslun- ar- og þjónustugreinum hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. Með lengri afgreiðslutima og auk- inni þjónustu við neytendur hefur starfstími afgreiðslufólks breyst meir í að unnin er vaktavinna í ein- hveiju formi. Þó er það samt svo að þeir sem þessi helgi er kennd við vinna líklega mest um þessa helgi. í maí sl. efndu Kaupmannasam- tök íslands til ráðstefnu þar sem fjallað var um afgreiðslutíma versl- ana. Mörgum sem reka og starfa við verslun hefur þótt afgreiðslutími verslana i seinni tíð vera orðinn langur. Krafa um aukinn afgreiðslu- tíma mótast fyrst og fremst af því iífsmunstri sem við lifum í. Neytend- ur virðast ekki vilja láta segja sér hvenær þeir eigi að gera innkaup sín, enda hefur verið bent á að versl- anir eigi að vera opnar þegar neyt- andinn þarf á þjónustunni að halda. Aukinn afgreiðslutími hlýtur að kalla á aukinn kostnað fyrir verslun- ina. Þar með er ekki sagt að sá kostnaður fari út í verðlagið að öllu leyti. Verslunin hefur á síðustu árum hagrætt til þess að geta haldið verðlagi niðri, en samt komið til móts við neytendur hvað varðar afgreiðslutíma. Þá hafa hagkvæmari innkaup verslunarfyrirtækja og meiri samkeppni í verslunargeiranum átt mikinn þátt í þeirri þró- un sem við höfum verið að upplifa í seinni tíð. Það má leiða að því rökum að með tilkomu klukkuverslana hafí lenging af- greiðslutíma hafist. Þau verslunar- fyrirtæki sem fyrir voru áður en klukkubúðimar komu til sögunnar hafa eðlilega aukið afgreiðslutíma sinn, enda samkeppni í verslun mikil. Á umræddri ráðstefnu var meðal annars bent á að íslendingar gleymdu því stundum að „lifa líf- inu“. Við værum svo upptekin af lífsgæðakapphlaupinu að við varla mættum vera að því að lifa fjöl- skyldulífi. Fólkið leyfði sér ekki að taka frídag, ekki einu sinni á sunnu- dögum. Það má spyija að því hvort svo langur afgreiðslutími sé nauð- synlegur svo sem raun ber vitni. Hver hefur sína skoðun á því. Á haustmánuðum hafa margir íslendingar lagt leið sína til nær- liggjandi stórborga erlendis til upp- lyftingar og innkaupa. Verslunar- eigendur hér heima hafa á undan- íslensk verslun, segir Benedikt Kristjáns- son, á að byggjast á jákvæðni og sókn. förnum árum bent á að íslensk versl- un sé í mörgum tilfellum hag- kvæmnari en sú erlenda, hvað varð- ar verðlag og gæði. Það verður að taka tillit til þess að verslun á ís- landi situr ekki við sama borð hvað varðar skatta og aðrar álögur í sam- anburði við erlenda verslun. íslensk verslun á að byggja á jákvæðni og sókn en ekki kvörtunum og væli, en gera verður samt kröfu til þess að verslunin njóti sannmælis. Ég held að almennt geri fólk sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt sé að verslun fari fram hér heima með tilliti til atvinnu og tekna fyrir okk- ar sameiginlega sjóð. Á íslandi vinn- ur einn af hveijum sjö við verslun. í versluninni einni starfa um 20 þúsund manns sem eru um 14% af vinnuafli í þessum geira. Þá koma 2 af hveijum 3 krónum af virðis- aukaskatti frá versluninni sem sam- svarar um 27 milljörðum króna. Fæstum er það sjálfsagt kunnugt að verslunin hefur aldrei þegið styrki af opinberu fjármagni. Versl- unin hefur staðið og fallið með sjálfri sér. Það hefur oft komið fram að ef það fjármagn sem íslendingar versla fyrir erlendis væri notað í verslun hér heima skapaði það 750 milljóna tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisauka sem jafngildir um 11% af halla ríkissjóðs, sem aftur dygði Benedikt Kristjánsson Velta ferðamanna- verzlunar, segir Jón Asbjörnsson, mun aukast um 2,5 milljarða næstu 5 árin. aukist um 2,5 milljarða á næstu 5 árum og um 6 milljarða til ársins 2010. Hér er um mikil verðmæti og mörg störf að ræða, sem hvort tveggja vegur þungt fyrir þjóðar- búið í heild. Til þess þarf þó ýmislegt að breyt- ast. Þó margt hafi þróast í rétta átt, vantar enn mikið á að verslun séu búin sambærileg skilyrði og í nágrannalöndum. Og mikið vantar á að verslun njóti jafnræðis á við aðrar atvinnugreinar. Nýlegt dæmi eru lögin um vörugjöldin; vanmátt- ug tilraun stjórnvalda til að koma á þeim réttarfarsbótum sem Eftir- litsstofnun EFTA hefur réttilega bent á að skylt er samkvæmt þeim samningum sem ísland hefur undir- ritað. Sú afgreiðsla var því miður langt frá því að vera ásættanleg og framkvæmdin hefur reynst erfið. Verslunin reynir nú að fóta sig á því hála svelli sem flóknar reglu- gerðir hafa reynst og útkoman virð- ist því miður sú að minna muni skila sér út í verðlagið og til neyt- enda en vænst hafði verið. Þetta staðfestir það sem samtök verslun- arinnar hafa lengi barist fyrir, að eina sanngjarna leiðin sé að fella niður vörugjöld, enda eru þau í raun dulbúnir tollar. Þau íþyngja vöru- verði, leggjast á milli sölustiga og refsa þannig til dæmis erlendum ferðamönnum, því vörugjöldin fást ekki endurgreidd líkt og virðisauka- skatturinn í svonefndri „tax-free“ verslun. Áfram mætti tíunda þá mismun- un sem verslun hefur búið við og býr við enn. Nýjustu tíðindi eru reyndar þau að nú skuli samræma tryggingargjöldin milli atvinnu- greina, en þar hefur viðgengist óþol- til þess að lækka skatta á vísitölu- fjölskyldunni um 12 þúsund krónur á ári, auk þess sem um 400 fleiri störf mundu skapast í verslun á íslandi. Af hveiju er verið að benda á þetta? Jú, ef við aukum verslun heima fyrir treystir það sjálfstæði okkar, það eykur þjóðartekjur, bæt- ir kjör þjóðarinnar og ekki síst eflir atvinnu. í upphafi minntist ég á verslunar- mannahelgina. Frídagur verslunar- fólks er samkvæmt almanakinu fyrsti mánudagur ágústmánaðar. Kaupmannasamtök íslands senda kaupmönnum, verslunarfólki og öll- um sem eru á faraldsfæti kveðjur og óskir um góða helgi og góða heim- komu. Förum varlega í umferðinni. Höfundur er formaður Kaup- mannasamtakanna. andi mismunun um árabil. Verslunin hefur þurft að bera tvöfalt hærra tryggingargjald en hinar undir- stöðugreinar atvinnulífsins. Hvað grófust hefur birtingin verið gagn- vart útflutningsversluninni. Þar hef- ur þeim fjölmörgu útflutningsfyrir- tækjum sem verið hafa í mikilli sókn í sölu fiskafurða, en stunda hvorki útgerð né vinnslu verið skipað í hærri flokkinn á meðan hinir greiða lægra gjaldið. Og enn er það tilskipun að utan sem hristir upp í íslenskum stjóm- völdum. Tryggingargjaldið og aðrir mismununarskattar hafa tvímæla- laust íþyngt verslun verulega og hamlað eðlilegri framþróun í grein- inni. Dapurlegastur er þó sá vitnis- burður sem þetta gefur um viðhorf stjómvalda til verslunar. Hún hefur lengi verið litin hornauga og látin mæta afgangi. Því er tímabært að breyta. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Með aðild okkar að alþjóð- legum samningum á borð við ÉES og GATT, er okkur lögð sú skylda á herðar að fylgja viðurkenndum réttarfarsreglum. í Evrópu líðst stjómvöldum ekki mismunun á borð við þá sem hér hefur tíðkast. Þar eru allar atvinnugreinar metnar jafngildar. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að slíkt hugarfar nái fótfestu hér. Það ætti að vera stjórnvöldum kappsmál að halda uppi fijálsri og óheftri verslun sem byggir á grundvallaratriðum frjáls markaðsbúskapar um eðlilega verkaskiptingu og sérhæfingu. Ég hóf þennan pistil á orðum um gildi frídags verslunarmanna fyrir verslun í landinu. Eðli verslunar er að þjóna viðskiptavinum sínum þeg- ar þeir þurfa á því að halda. Með sívaxandi ferðalögum landsmanna um þessa helgi er ljóst að þeir kalla eftir þjónustu verslunarinnar. Því verður klukkunni vart snúið til baka, enda þær forsendur sem frídagur verslunarmanna byggði á í upphafi löngu horfnar. Eftir stendur að í tilvist þessa dags felst í raun tæki sem verslunin á að geta nýtt sér; tæki til að vekja athygli á mikil- vægi verslunar. í kringum 24 þús- und íslendingar starfa nú við hin fjölþættu störf sem verslunin býður upp á. Það eru sameiginlegir hags- munir þessa fjölmenna hóps að vekja athygli á þeim miklu verð- mætum sem hann er að skapa á degi hveijum og gildi þeirra starfa sem hann sinnir. Það eru sameigin- legir hagsmunir allra sem við versl- un starfa að efla faglega vitund innan greinarinnar með bættri menntun og framsækinni stefnu- mótun. Og síðast en ekki síst eru það sameiginlegir hagsmunir okkar allra að benda á hveiju þarf að breyta í starfsumhverfi okkar til að verslun geti notið sannmælis og náð að þróast á eðlilegan hátt. Með bestu óskum um farsæla verslunarmannahelgi. Höfundur er formaður íslenskrar vcrslunar og Félags íslenskra stórkaupmanna. Sjálfsafgreidslu- afsláttur Mýttu þér 2 kr. sjálfsafgrelðsluafslátt af hvorjum bensínlftra á eftlrtðldum þjónustustððvum Olís. • Sabrairt vlð KleiifnvBg + 2 kr.* • M]6dd f Bralðholtl + 2 kr* • GullliM í Grafanrogl • KI6pp vlð Stcúlagðtxi * Hanrabora. Kfioavoal • Suðargfitu, Akraaesi nnii fítn■ ntnifui i ■ i— - » * ■ vwDoraraisianur vogna TramicvawTKia. olís léttlr þór lífiö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.