Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 13
LANDIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
BÆJARRÁÐ Stykkishólms bauð fyrsta kennarann, sem ráðinn
er af bænum, velkominn til starfa við Grunnskólann. Frá vinstri
eru Davíð Sveinsson bæjarráðsmaður, Hilmar Hallvarðsson
bæjarráðsmaður, Gunnar Svanlaugsson skólastjóri, Dagný Erla
Vilbergsdóttir nýráðinn kennari, Olafur Hilmar Sverrisson bæj-
arstjóri, Margrét Thorlacius bæjarráðsmaður, Rúnar Gislason
bæjarráðsmaður og Guðmundur Andrésson ritari.
Fyrsti grunnskóla-
kennarinn ráðinn
Stykkishólmi - Á fundi bæjarráðs
Stykkishólmsbæjar 1. ágúst var
gengið formlega frá ráðningu fyrsta
kennarans sem sveitarfélagið ræður
til starfa við skólann. En þennan dag
tóku sveitarfélögin yfir rekstur
grunnskóla landsins.
Fyrsti kennarinn sem ráðinn var
af bæjarstjórn Stykkishólms er
Dagný Erla Vilbergsdóttir. Hún
fæddist í Stykkishólmi og ólst hér
upp. Hún stundaði nám við Grunn-
skólann og framhaldsdeildina og síð-
an lá leiðin í Kennaraháskólann.
Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar-
stjóri sagði það vera skemmtilegt
að fyrsti kennarinn sem ráðinn er,
skuli vera Hólmari og ánægjulegt
þegar ungt fólk leitaði á heimaslóðir
eftir að hafa farið og aflað sér
menntunar.
stjóri þakkaði bæjarstjóra og bæj-
arstjórn góða undirbúningsvinnu
varðandi flutning grunnskólans og
sagði þá vinnu auðvelda allt starf í
skólabyijun.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Gamli tíminn
Vaðbrekku, Jökuldal - Skálar á
Langanesi eru gamall verslunar-
staður. Á Skálum dvöldu á þriðja
hundrað manns á þriðja tug þess-
arar aldar, þegar þar voru mest
umsvif. Þar minnir margt á þessa
daga uppúr síðustu aldamótum,
svo sem brimbrjótur, bryggja,
húsgrunnar og lifrarker ásamt
ýmsum minjum öðrum. Hákon
Erlendsson fann þar í túnfætin-
um gamla hestarakstrarvél og
tyllti sér niður í sóleyjum orpnu
túninu.
Afhentu söfnunarfé
Flateyri - Á sjötta fundi Minn-
ingarsjóðs Flateyrar afhentu tvær
litlar stúlkur, María Rut Kristins-
dóttir og Tara Ósk Brynjólfsdóttir,
afrakstur söfnunar úr hlutaveltu
sem þær héldu ásamt fjórurn vin-
konum sínum í nýliðnum júlímán-
uði. Alls söfnuðu þær 2.554 krón-
um sem munu renna í Minningar-
sjóð Flateyrar. Magnea Guð-
mundsdóttir, oddviti Flateyrar-
hrepps, tók við peningunum og
þakkaði stúlkunum hlýhug í garð
sjóðsins.
Hlutabréfaeign Eimskips jókst um rúmar 1.500 milljónir á
fyrstu sex mánuðum ársins
Gengishagnaður hluta-
bréfa 1.400 milljónir
HLUTABRÉFAEIGN Eimskips hf.
var bókfærð á 1.900 milljónir króna
í lok júní en markaðsvirði þessara
bréfa er hins vegar áætlað tæplega
4,8 milljarðar króna. Hefur mark-
aðsvirði bréfanna því aukist um
rúmlega 1.500 milljónir króna frá
ársbyijun, en um áramót var mark-
aðsvirði hlutabréfaeignar félagsins
áætluð rösklega 3,2 milljarðar
króna.
Fjárfestingar Eimskips í hluta-
bréfum á þessu tímabili nema 123
milljónum króna og nemur gengis-
hækkun hlutabréfaeignar félagsins
því um 1.400 milljónum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta
samsvarar nær sexföldum rekstrar-
hagnaði félagsins á sama tímabili.
Hækkun á markaðsvirði bréfanna
er um 44% sem er nokkru meira
en hækkun Þingvísitölu Verðbréfa-
þings, en hún hækkaði um rúm 38%
á fyrstu sex mánuðum ársins.
Minni hagnaður en vænst var
á hlutabréfamarkaði
Eins og fram kom í fréttum
Rekstrarafkoma
félagsins lakari en
reiknað var með á
hlutabréfamarkaði
Morgunblaðsins í gær nam hagnað-
ur Eimskips á fyrri helmingi þessa
árs 291 milljón króna. Munar þar
miklu um hagstæða útkomu fjár-
magnsliða, en fjármagnstekjur-fé-
lagsins nettó námu 181 milljón.
Hagnaður félagsins af reglulegri
starfsemi nam 425 milljónum
króna.
Viðmælendur Morgunblaðsins á
Verðbréfamarkaði sögðu að þessi
niðurstaða í afkomu félagsins væri
heldur lakari en búist hafði verið
við. Þeir töldu hins vegar ólíklegt
að hún myndi breyta miklu um
gengi hlutabréfa í félaginu, hvorki
til hækkunar né lækkunar. Hins
vegar áttu sér stað smávægilegar
hækkanir á gengi bréfanna undir
lokun í gær og var lokagengi þeirra
7,4 sem er rösklega 1% hækkun frá
því á fimmtudag.
Viðmælendur blaðsins bentu m.a.
á að eiginleg rekstrarafkoma fé-
lagsins væri 160 milljónum króna
lakari á fyrri hluta ársins miðað við
sama tímabil í fyrra. Góð útkoma
fjármagnsliða vegi hins vegar þar
upp á móti, sem og gríðarlegur
hagnaður vegna gengishækkunar
hlutabréfa félagsins.
Tónninn gefinn á framhaldið
Einn viðmælenda blaðsins sagði
hins vegar greinilegt að þau milli-
uppgjör sem þegar væru komin
hefðu gefið tóninn á hlutabréfa-
markaði. Gengi hlutabréfa hefði
farið hækkandi á undanfarna daga,
eftir talsverðar sveiflur á undan-
förnum vikum.
„Það var kominn nokkur órói i
markaðinn en þau milliuppgjör sem
þegar eru komin staðfesta vænting-
ar um að afkoma fyrirtækja á fyrri
hluta ársins yrði góð. Því virðist
hafa náðst meiri stöðugleiki á
markaðnum í kjölfarið."
Hlutfall íslendinga á vinnualdri lágt miðað við aðrar OECD-þjóðir
Framleiðni þjóðarinn-
ar líklega vanmetin
FRAMLEIÐNI íslensku þjóðarinnar
kann að vera vanmetin vegna ald-
ursskiptingar þjóðarinnar, að því er
fram kemur í nýjasta tölublaði viku-
ritsins Vísbendingar. Þar er bent á
að hlutfall íslendinga á vinnualdri,
þ.e. aldrinum 15-65 ára sé mjög
lágt í samanburði við önnur lönd
innan OECD. Hins vegar sé stór
hluti þjóðarinnar eða tæplega fjórð-
ungur hennar jmgri en 15 ára og
það gefi vísbendingu um að lífskjör
landsmanna, þ.e. landsframleiðsla á
mann, eigi eftir að vaxa á næstu
árum í samanburði við aðrar þjóðir.
Vísbending bendir á að aldurs-
skipting þjóða skipti miklu máli
fyrir hagsæld þeirra en því stærri
hluti þjóðarinnar, sem sé á vinnu-
aldri, þeim mun meiri framleiðsla
er möguleg. Við samanburð á hag-
sæld þjóða sé vinsælast að miða við
landsframleiðslu á hvert mannsbarn
en sú stika hljóti þó að vera háð
aldursskiptingu í hveiju landi. Hátt
hlutfall barna og unglinga á íslandi
hljóti því að hafa áhrif á saman-
burð á framleiðni milli landa.
Aðeins þijár þjóðir innan OECD
geta státað af hærra hlutfalli fólks
undir_ 15 ára aldri en íslendingar,
þ.e. Irland, Tyrkland og Mexíkó.
Hins vegar eru ríki á borð við
Þýskaland og Japan með lágt hlut-
fall æskufólks. Þetta hlutfall er
lægst í Þýskalandi en þar eru 15,9%
þjóðarinnar undir 15 ára aldri og
næstlægst hjá Japönum en 16,4%
þeirra eru yngri en 15 ára. Því er
spáð að lífskjör íslendinga eigi eftir
að batna miðað við aðrar þjóðir á
næstu árum þegar æskublómi
landsins nær vinnualdri.
Vísbending spáir því einnin að
velferðarbyrði þjóðarinnar þyngist
ekki að mun fyrr en eftir árið 2010
þegar hinir fjölmennu árgangar
eftirstríðsáranna hætta vinnu.
Horfur á hagvexti á íslandi séu því
mun betri en í flestum ríkjum OECD
á næstu árum ef aðeins sé litið til
framboðs á vinnuafli og velferðar-
útgjalda.
Landsframleiðsla á mann áfjQ Landslraml. ($) Ny H nn A á hvern mann, röo 1994 15-65 ára í ríkjum 0ECD Eldrí Landsframl. ($) röðun = atlvern mann (öll þjóðln)
Lúxemborg 42.811 1 1 29.454
Bandaríkin 39.370 2 2 25.512
Sviss 35.313 3 3 23.942
Noregur 34.006 4 4 21.968
Danmörk 30.484 5 6 20.546
Belgía 30.325 6 9 20.166
ísland 30.017 7 11 19.271
Austurríki 29.985 8 7 20.210
Kanada 29.852 9 8 20.210
Japan 29.822 10 5 20.756
Frakkland 29.315 11 12 19.201
Þýskaland 28.891 12 10 19.675
Ástralía 27.559 13 15 18.382
Svíþjóð 27.350 14 17 17.422
Bretland 27.238 15 16 17.650
Holland 27.217 16 14 18.589
Ítalía 27.113 17 13 18.681
Núja-Sjáland 24.959 18 18 16.248 „
Finnland 24.227 19 19 16.208 J
írland 24.032 20 20 15.212 *
Spánn 20.001 21 21 13.581 |
Portúgal 17.274 22 22 12.335 |
Grikkland 16.763 23 23 11.315 §
Mexikó 12.417 24 24 7.239 |
Tyrkland 8.434 25 25 5.271 *
Hlutabréf á uppleið
HLUTABRÉFAVÍÐSKIPTI voru
með meira móti í gær og greini-
legt að fjárfestar tóku ekkert
forskot á helgina. Heildarvið-
skipti dagsins námu tæpum 57
milljónum króna og virtust hækk-
anir einkenna markaðinn. Þing-
vísitala hlutabréfa á Verðbréfa-
þingi hækkaði þannig um 0,66%
í gær og hefur vísitalan þá hækk-
að um nærri 49% frá áramótum.
Mestu viðskipti dagsins áttu
sér stað í SÍF, en söluverðmæti
þeirra var tæpar 27 milljónir
króna. Gengi bréfanna sveiflaðist
á milli 3,08 og 3,2, sem var loka-
gengi og er það rúmlega 3%
hækkun frá síðustu viðskiptum.
Eins og fyrr segir virtist al-
menn tilhneiging til hækkana á
hlutabréfum í gær. Þannig hækk-
uðu hlutabréf m.a. í Eimskip,
Flugleiðum, ÚA, Pharmaco og
Hampiðjunni.