Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Forsetahjónin á Bessastöbum Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og herra Ólafur Ragnar Grímsson hyggjast opna Bessastaði svo landsmenn geti betur kynnst þessum merka sögustað. siðmenningu, en einnig í siðmenningu Banda- ríkjanna og Kanada. Það skapar okkur og þessum tveimur þjóðum nokkra sérstöðu með- al þjóða. Slíkur þáttur er til dæmis ekki ríkur í menningu annarra Evrópuríkja. Það væri skemmtilegt viðfangsefni, jafnt fræðilega, menningarlega og þjóðfélagslega, að efna til samvinnu við Bandaríkjamenn og Kanadabúa þar sem fjallað er um mikilvægi landnemahug- arfarsins fyrir okkar tíð og framtíðina. í þessu sambandi fínnst mér einnig að við þurfum að setja aukinn kraft í að styrkja tengsl okkar við Vestur-íslendinga, afkom- endur þeirra sem fluttu frá íslandi við lok síðustu aldar. Mér fínnst Vesturfarasetrið á Hofsósi vera lofsvert framtak og dæmi um hvað hægt er að gera. Ég vil gjaman beita forsetaembættinu til þess að færa tengsl okk- ar við Vestur-íslendinga í nýjan búning og gera þau virkari en verið hefur. Ég held að það geti ekki aðeins styrkt okkar menningu og skapað dýrmæt sambönd við einstaklinga og fjölskyldur heldur einnig verið efnahagslega og viðskiptalega mikilvægt fyrir okkur. Þótt það sé nokkuð annars eðlisjiá megum við heldur ekki gleyma þeim Islendinga- byggðum sem nú hafa þróast og vaxið á Norðurlöndum um nokkuð langt skeið. Við þurfum að fjalla um það sérstaklega með hvaða hætti við höidum tengslum við þann fjölda og_ gerum þeim auðveldara að snúa aftur til íslands." Markaðssókn á nýjum svæðum í kosningabaráttunni sagði Ólafur Ragnar að hann vildi vinna að því að efla orðstír og hagsmuni þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. „Ef við ætlum að bæta lífskjörin á Is- landi, greiða niður erlendar skuldir og treysta tilvemgrundvöll þjóðarinnar á nýrri öld, verð- um við að sækja umtalsverðar viðbætur við okkar þjóðartekjur til þeirra vaxtarsvæða í hagkerfí heimsins sem eru mest áberandi, sérstaklega í Asíu og Suður-Ameríku. Viðskiptaumhverfí og samspil stjómvalda og viðskiptalífs í þessum heimshlutum er hins vegar víða á þann veg að það getur auðveld- að mjög framrás íslenskra fyrirtækja á þess- um svæðum að hafa bæði forsetaembættið og önnur stjómvöld að bakhjarli þannig að stuðningur í gagnkvæmum samskiptum þar- lendra og íslenskra stjómvalda sé tryggður. Ég held þess vegna að þap sé mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf á íslandi velji í sam- einingu ákveðin áherslusvæði í Asíu, Suður- Ameríku og einnig kannski að nokkm leyti í Afríku, eins og Namibíu og Suður-Afríku, á næstu misserum. Menn einbeiti síðan kröft- um sínum að þessum svæðum." íslenska hagkerfið eitt fyrirtæki Ólafur Ragnar segir að forseta íslands berist fjölmörg boð um heimsóknir, bæði opinberar og aðrar. Honum fínnst að vel megi hafa viðskiptahagsmuni þjóðarinnar í huga þegar ákveðið er hvort eða í hvaða röð boðin skuli þegin. „í raun og vem fínnst mér að íslenska þjóðin þurfí að skipuleggja sókn sína á ný markaðssvæði líkt og stórfyrirtæki gera. í þessum efnum er íslenska hagkerfíð í reynd eitt fyrirtæki á markaðssvæði heimsins," seg- ir Ólafur Ragnar. Hann telur að í þessu sam- bandi sé afar mikilvæg samvinna forsetans við allt það unga fólk sem er víða í farar- broddi nýsköpunar, bæði í nýjum atvinnu- greinum eins og hugbúnaðargerð, markaðs- setningu véla og tækja og einnig í stjórnun ýmissa helstu sjávarútvegsfyrirtækja og sölu- samtaka í landinu. Það sé fyrst og fremst þessi nýja kynslóð í íslensku atvinnulífi sem ráði úrslitum um hvort ísland sigrar í efna- hagslegri samkeppni á nýrri öld. Sáttmáli þjóðarinnar Menn hafa velt því fyrir sér hvort pólitísk- ur maður gæti breytt embætti forseta ís- lands, hvort hinn lagalegi rammi embættisins veiti svigrúm til þess að gera embættið póli- tískara en það hefur verið. Hvað segir forset- inn um slíkar vangaveltur? „Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins felur í sér ákveðnar grundvallarreglur. Þingræðis- reglan er þar einna mikilvægust. Ef þær skyldur sem þingræðisreglan felur í sér eru uppfylltar af alþingismönnum og þeim flokk- um sem standa að kjöri til þings, þá er ís- lensk stjórnskipan í nokkuð föstum skorðum. Það er þess vegna fyrst og fremst Alþingi og flokkamir í landinu sem hafa það í sinni hendi að halda íslenskri stjómskipan í reynd innan þess ramma sem stjórnarskráin boðar. Aðkoma forsetans að stjórnarmyndunum og öðrum starfsskyldum sem tengjast valda- hlutföllum á Alþingi ræðst alfarið af því hvort Alþingi hefur borið gæfu til þess að uppfylla hinar þingræðislegu skyldur sínar. Ég tel mjög mikilvægt að Alþingi geri það. Ég hef áður lýst því yfir að ég telji það mikilvæga þróun í stjórnarmyndunum á Islandi að for- ystumönnum flokka hefur smátt og smátt lærst að ganga þar til verks með rösklegri hætti en áður v"r gert og sjá þingi og þjóð fyrir starfhæfri stjórn á skemmri tíma en áður tókst. Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til þess að hvetja forystumenn flokk- anna til að halda áfram á þeirri braut. Hins vegar er það eðli stjómarskrár og stjómskipunar að þar er fyrst og fremst um sáttmála þjóðarinnar sjálfrar að ræða. Það er ekki til nein stjórnskipun í veröldinni þar sem allir þættir eru skráðir í lagatextann. Traustleiki stjórnarfarsins byggist ekki síður á viðhorfí þjóðar og þeirri stjórnmenningu og lýðræðishefð sem er virkur þáttur í sér- hveiju samfélagi. Á vettvangi stjórnmála- fræðanna er iðulega fjallað um margvíslegar tilraunir sem gerðar hafa verið að smíða stjórnskipun landa fyrst og fremst með form- legum lagalegum textum, án þess að lýðræð- ishefð eða stjórnmenning skapaði þeim laga- ákvæðum eðlilegar þjóðfélagslegar rætur. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist. Það er þess vegna ekki lagatextinn sem er trygging fyrir farsælu stjórnarfari heldur fyrst og fremst þær lýðræðishefðir og sú samfélags- lega menning sem ríkir fyrst og fremst í hugum landsmanna sjálfra. I þessum efnum fínnst mér mikilvægt að forsetinn leggi rækt við það að efla Jýðræðishefðina í landinu og þróa menningu íslendinga og þá þætti hennar sem snúa að stjómkerfí og þjóðfélagsumræðu á þann veg að það sé í samræmi við þær kröfur sem breytt heimsskipan felur í sér.“ Samskipti við önnur stjórnvöld Ólafur Ragnar segist ekki eiga von á að verulegar breytingar verði nú á samskiptum forseta íslands við önnur stjórnvöld. „Þeir þættir í starfi forsetans sem bundnir eru við formlega framgöngu hans innan stjórnkerfísins hafa í áratugi verið í svipuðum búningi og ég tel eðlilegt að svo sé áfram. Ég tel hins vegar að það sé dýrmætt að for- seti geti átt samtöl við forystumenn ríkis- stjórnar og þings og komið á framfæri þeim upplýsingum sem til forseta berast og einnig fræðst um það sem fram fer á vettvangi fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds. Ráðherrarnir eru samstarfsmenn forsetans í margvíslegum málum. Forsetinn og mennta- málaráðherrann sinna í sameiningu til dæmis mörgum verkefnum á sviði menningarmála og mennta. Ráðherrarnir taka oft þátt í heim- sóknum forseta til byggðarlaga og til ann- arra ríkja þannig að samvinna forseta og stjómvalda er margvísleg auk hinna formlegu samskipta sem tengjast ákveðnum verkskyld- um á vettvangi stjórnkerfisins." Úr hringiðu stjórnmálanna Hinn nýkjömi forspti stígur nú út úr hring- iðu stjórnmálanna. Óttast hann ekki að það verði erfitt að standa utan hennar? „Nei, alls ekki. Það er nú reyndar þannig að mér hefur liðið best á mínum starfsferli þegar ég var í Háskólanum. Þeir sem störf- uðu þar með mér og nemendur mínir þekkja hve vel ég undi mér við þau störf. Þess vegna er það mér að mörgu leyti eðlilegt að vera áhorfandi að atburðarásinni á vettvangi stjórnmálanna. Ég tamdi mér slíkan starfsst- íl þegar ég þurfti sem fræðimaður og kenn- ari að fjalla um stjórnmálin og það sjónar- horn hefur ávallt verið ríkt í mér. Þeim sem unnið hafa með mér á vettvangi þjóðmálanna hefur stundum fundist ég hafa of mikla til- hneigingu til þess að taka sjálfan mig út af borðinu og horfa á það utan frá. Reyndar er það líka þannig að glíman á vettvangi íslenskra stjórnmála felur í sér mikla endurtekningu. Þetta eru oftast nær sömu málin ár eftir ár, aftur og aftur. Mér fannst ég vera farinn að kunna þau utan að og mér hefur alltaf þótt utanbókarlærdómur dálítið leiðinlegur! Þess vegna var það mér að ýmsu leyti skemmtileg tilbreyting fyrir ári að láta af forystustarfi á vettvangi stjórn- málanna og geta farið að helga mig öðrum májum sem fólu í sér meiri ögrun. Ég tel reyndar að þetta rútínueðli íslenskra stjórnmála sé stjómmálaumræðunni í landinu Qötur um fót. Ég held ef ég gæti orðið fyrrum starfsfélögum mínum í öllum flokkum á Al- þingi að liði sem forseti þá væri það kannski í því að ræða við þá um nauðsyn þess að inn- leiða ferskleika og endumýjun í viðfangsefni og starfshætti þings og stjórnvalda. Bæði flokkarnir, Alþingi og stjórnvöld hafa tilhneig- ingu til þess að fjalla fyrst og fremst um sömu málin ár eftir ár, oftast nær em það efnahags- mál af einhveiju tagi. Eðli þjóðfélagsbreytinganna á okkar tíð er einkum á þann veg að mikill fjöldi ann- arra þátta í þjóðfélaginu skipta einstaklinga og hópa sífellt meira máli. Þess vegna held ég að ákveðin endurnýjun þurfi að eiga sér stað í innihaldi og umræðustíl á vettvangi þjóðmálanna, þótt það verði fyrst og fremst verkefni annarra en mín að hrinda slíkri breytingu í framkvæmd." Agameistari úr fjármálaráðuneyti Forsetaembættið hefur á stundum farið fram úr fjárlagaheimildum. Hyggst Ólafur Ragnar gera einhveijar breytingar á rekstri embættisins? „Eg hef ekki kynnt mér ítarlega hvernig þessu hefur verið hagað á síðari árum. Ég hef hins vegar á undanförnum vikum lagt ríka áherslu á það þegar verið er að styrkja forsetaembættið með því að flytja það í sjálf- stætt húsnæði að tækjabúnaður embættisins yrði á þann veg að fjárhagsleg stjómun og rekstrarstýring embættisins gæti verið innan vébanda þess sjálfs. Ég mun þess vegna beita mér fyrir nútímalegri rekstrarstýringu og ít- arlegri áætlanagerð við útgjaldamótun emb- ættisins. Ég tel það mjög mikilvægt að for- setaembættið fari ekki fram úr fjárlögum. Forseti íslands á að taka virkan þátt í þvi ásamt öðrum að skipan íjármála og reksturs á vegum íslenska ríkisins sé til fyrirmyndar. Að því leyti er kostur að fá agameistara úr fjármálaráðuneytinu í embættið, þótt nokkur ár séu að vísu liðin frá því að ég var þar innanbúðar, en lengi býr að þeirri þjálfun sem menn hljóta í embætti fjármálaráðherra ís- lenska lýðveldisins. Það hefur hins vegar komið mér nokkuð á óvart þessar síðustu vikur þegar ég hef þurft að kynnast ýmsum þáttum í rekstri embættisins að stjórnskipulega er málefnum Bessastaða og málefnum forsetaembættisins þannig fyrir komið að nokkuð skortir á að um eðlilega og virka samgönguhætti sé að ræða. Allar þær framkvæmdir sem verið hafa á Bessastöðum hafa verið á vegum Bessa- staðanefndar sem jafnframt ber ábyrgð á framkvæmdum á lóð og öðru í umhverfi for- setahúsanna. Hin miklu framkvæmdaútgjöld vegna embættisins á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið á vegum nefndarinnar. For- setaembættið sjálft hefur að takmörkuðu leyti komið að þeim málum. Skilin á milli forseta- embættisins og framkvæmda eru þess eðlis að mér sýnist að þau þurfí að skýra betur. Ég mun þess vegna í samvinnu við Bessastaða- nefnd, stjórnvöld, starfsmenn embættisins og aðra, reyna að beita mér fyrir ákveðinni upp- stokkun á þessum málum á næstu mánuðum þannig að þau verði skilvirkari. Ég held einnig að það þurfi að skilja með skarpari hætti á milli þess hvað er hinn opin- beri þáttur í aðbúnaði og rekstri forsetaemb- ættisins og hvað er einkalíf forsetans og fjöl- skyldu hans. Nú er í fyrsta sinn eftir nokkuð langt hlé forsetinn og fjölskylda hans búsett á Bessastöðum. Það er í huga okkar hjón- anna og dætra okkar mjög mikilvægt að uppfylla með sóma þá skyldu forsetans að gera Bessastaði að sínu heimili." Bessastaðir opnir landsmönnum Ólafur Ragnar nefnir að við framkvæmd- irnar á Bessastöðum hafí komið enn skýrar í ljós að Bessastaðir séu einhver dýrmætasti sögustaður þjóðarinnar. Fornleifarannsóknir í sumar hafi lengt sögu Bessastaða um 300 ár þegar langeldur frá því á landnámsöld fannst röskan metra frá kjallaraglugga for- setahússins. Ólafur Ragnar telur að það sé eitt af mikilvægari verkefnum forsetans, stjómvalda og fræðimanna í sameiningu, að fínna leiðir til þess að gera sögu Bessastaða sómasamleg skil og stuðla að því að þessar rannsóknir geti haldið áfram og niðurstöður þeirra gerðar aðgengilegar almenningi. Hann segir að vænta megi töluverðra breytinga með nýjum húsbændum á Bessastöðum. „Það er alveg ljóst að Guðrún Katrín mun sinna ásamt mér ýmsu af því sem Vigdís hefur þurft að sinna ein og verið aðdáunar- vert hve miklu hún hefur fengið áorkað. Við ræddum það á fundum í aðdraganda forseta- kjörsins, sérstaklega Guðrún Katrín, að fínna nýjar leiðir til þess að opna Bessastaði með reglulegum hætti. Fyrri forsetar hafa vissu- lega ávallt verið reiðubúnir að taka við ein- stökum hópum sem óskað hafa eftir að koma til Bessastaða. Nú er hins vegar búið að breyta þar húsakynnum á þann veg að hægt er með góðu móti að fínna leiðir til þess að allir landsmenn eigi kost á því að sjá Bessa- staði, skoða merkar fornminjar og skynja sögu staðarins jafnvel allt aftur til landnáms- aldar. Við höfum rætt um að þessi þáttur í starfsemi Bessastaða yrði að verulegu leyti í höndum Guðrúnar Katrínar. Við höfum einnig mikið orðið vör við að íjölmargir einstaklingar og samtök hafa áhuga á því að nýta sér liðsinni hennar, bæði á sviði samhjálpar í samfélaginu, sviði lista og menningar og einnig í atvinnumálum." Að verða að gagni Skyldi hinn nýkjörni forseti íslands hafa gert sér í hugarlund hverju hann vildi helst fá framgengt í embætti? „Það er erfitt á þessum fyrstu dögum í embætti að setja sér slík markmið, enda held ég að það væri ekki raunhæft. Hins vegar var mér kennt það í æsku, bæði hjá foreldrum mínum á ísafírði og afa mínum og ömmu á Þingeyri, að markmiðið með lífínu væri að verða að gagni. Það hefur verið það vegar- nesti sem mér hefur best dugað. Mér finnst mikilvægt að geta orðið að liði á næstu árum til þess að bæta mannlífið í landinu, skapa öllum íslendingum lífskjör sem þeir geta unað við og að styrkja álit og virðingu íslend- inga í samfélagi þjóðanna. Von mín er sú að þegar komið verður fram á nýja öld og horft verður til undirbúnings íslendinga að þeim nýja heimi, sem 21. öldin mun óhjá- kvæmilega hafa í för með sér, þá telji menn að ég hafí orðið að nokkru liði við að und- irbúa þjóðina undir nýja tíma.“ % X í l f; l i » i a a c í í I í í i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.