Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 11
FRÉTTIR
Fólk
Skipaður prófessor
í tónmennt
FORSETI íslands hefur skipað Jón
Ásgeirsson, tónskáld, prófessor í tón-
mennt við Kennaraháskóla íslands.
Skipun Jóns í embætti prófessors við
Kennaraháskólann markar tímamót
í sögu háskóla hér á landi, en emb-
ættið mun vera fyrsta prófessors-
embætti á sviði listgreina á íslandi.
Jón hóf kennslu við Kennaraskóla
Islands árið 1962 og hefur kennt þar
og við Kennaraháskóla Islands, arf-
taka Kennara-
skólans, til þessa
dags. Hann varð
lektor við Kenn-
araháskóla ís-
lands 1976 og
dósent 1986.
í fréttatil-
kynningu frá
Kennaraháskóla
íslands segir: Jón
„Jón Ásgeirs- Ásgeirsson
son hefur verið mjög farsæll kennari
og með kennslustörfum sínum við
Kennaraháskóla íslands hefur hann
haft afgerandi áhrif á tónmennta-
kennslu í grunnskólum landsins. Til
viðbótar því að vera afkastamikið
tónskáld og háskólakennari í mörg
ár hefur Jón verið afar virkur í ís-
lensku tónlistarlífi, m.a. með því að
skrifa tónlistargagnrýni í Morgun-
biaðið í aldarfjórðung.
Hlutur Jóns Ásgeirssonar í tón-
sköpun okkar íslendinga á síðari
helmingi þessarar aldar er mikill og
fer enn vaxandi. Hann hefur náð
eyrum þjóðarinnar bæði með sínum
smæstu og stærstu verkum og hefur
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í
bílnum og orð hennar
hugfost þegar þið akið.
Orottmn Gud, veit mér
vernd þina, og tá! mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreið.
i Jesú nafni. Amen.
^II
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31,
Jötu, Hátúni 2, Reykjavík,
Hljómveri og Shellstöðinni
v/Hörgárbraut, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri.
þar að auki með óperum sínum unnið
ómetanlegt brautryðjandastarf sem
mun lengi halda nafni hans á lofti.
Athygli vekur flölbreytni verkanna
sem spanna vítt svið, allt frá einföld-
um smáverkum og sönglögum til
margslunginna verka í stærstu form-
um. Lang veigamestu tónsmíðamar
eru óperumar Þrymskviða og Galdra-
Loftur ásamt ballettinum Blindings-
leik. I þessum verkum, þó einkum í
óperunum, sýnir Jón mikla faglega
kunnáttu og öruggt vald á þeirri fló-
knu og margþættu tónsmíðatækni
sem slík stórverk krefjast. Þær hafa
sterk höfundareinkenni og bera vott
um óvenjulega dramatíska hæfileika.
Þrymskviða er fyrsta íslenska óperan
í fullri lengd og því tímamötaverk.
Það er þó fyrst með Galdra-Lofti sem
Jón Ásgeirsson sýnir, svo ekki verður
um villst, að hann hefur náð traustum
tökum á því kröfumikla og erfiða list-
formi sem óperan er. Af öðrum stærri
tónverkum Jóns má nefna tvo ein-
leikskonserta, fyrir selló og fyrir hom,
sem eru vandaðar tónsmíðar og bera
skýr einkenni höfundar.
Sönglög Jóns, útsetningar þjóð-
laga, kórlög og stærri kórverk hafa
notið mikillar hylli einsöngvara og
kóra sem og almennings og hafa
uppfyllt brýna þörf fyrir slíkt efni um
áratuga skeið, enda margar perlur á
meðal smærri verka hans. í gerð
sjálfrar laglínunnar birtist persónu-
legasti og jafnframt dýrmætasti þátt-
ur listar Jóns Ásgeirssonar. Þar tekst
honum að sameina íslenskan hreim
þjóðlagsins upprunalegum sköpunar-
krafti sínum og móta lagrænan stíl
sem er ótvírætt hans eigin.
Jóni hefur tekist að vera trúr þeirri
hugsjón sinni að listin eigi að bera
einkenni þeirrar þjóðar sem hún er
sprottin af, vera sköpuð úr minnum
alþýðunnar handa alþýðunni, en
öguð af fagmannlegu handverki. Það
tná því með réttu segja að tónlist
Jóns Ásgeirssonar sé alþýðleg í bestu
merkingu þess orðs. Jafnvel í metn-
aðarfyllstu verkum sínum reynir
hann að tjá sig á sem ljósastan og
skýrastan hátt, á auðskildu tónmáli
fyrir sem flesta, en slakar þó hvergi
á listrænum kröfum. Á þann hátt
þjónar hann einnig í stærstu og
margþættustu tónsmíðum sínum
annarri höfuðköllun sinni, hlutverki
uppalandans og fræðarans sem
stuðlar að útbreiðslu góðrar tónlistar
meðal þjóðarinnar."
Akureyrarbær
Útbod
Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar, útboð 2.
Byggingadeild Akureyrarbæjar óskar eítir tilboðum í
framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar.
Helstu framkvæmdir eru:
Jarðvegsflutningar, ca. 4-5000 m.
Steypa og fullgera sundlaug 25x16,6 m!
Steypa upp kjallara viðbyggingu SA, ca. 415 m:
Helluleggja og ganga frá svæði í kringum laug.
Lagnir vegna laugar og viðbyggingar.
Gögn verða seld hjá teiknistofunni Form ehf, Kaupangi
við Mýrarveg, 600 Akureyri, 8.-15. ágúst nk.
Verð á útboðsgögnum er kr. 15.000.
Tilboð verða opnuð hjá Byggingadeild Akureyrar,
Geislagötu 9, 600 Akureyri, 23. ágúst 1996 kl. 10.00.
Byggingadeild Akureyrarbæjar.
Morgunblaðið/RAX
ÞESSI mynd var tekin af Margréti Guðmundsdóttur vorið 1986, um það leyti sem hún tók þátt í
Fegurðarsamkeppni íslands.
Islensk stúlka giftist systursyni Noregskonungs
Kynntust á skíðum
STÚLKA úr Breiðholtinu giftist á
dögunum inn í norsku konungsfjöl-
skylduna. Það var hún Margrét
Guðmundsdóttir sem gekk að eiga
Alexander Ferner, en hann er syst-
ursonur Haralds Noregskonungs.
Þau gengu í það heilaga í Holm-
enkollenkapellunni síðastliðinn
laugardag og var þar samankom-
inn mikill fjöldi gesta, þar á með-
al konungshjónin norsku og fjöl-
skylda Margrétar frá íslandi.
Brúðkaupsveislan var haldin á
hóteli í grennd við kapelluna á
Holmenkollen og var að sögn
Margrétar mjög ánægjuleg og
stemmningin góð.
Gaman að prófa eitthvað nýtt
Margrét er borinn og barnfædd-
ur Reykvíkingur og uppalin í
Breiðholtinu. Foreldrar hennar
eru þau Guðmundur G. Jónsson
og Hulda Theodórsdóttir, bæði
Reykvíkingar. Margrét á einn
eldri bróður og tvö yngri hálf-
systkini.
Margrét fluttist til Noregs fyrir
rúmum tveimur árum og fór að
vinna á hóteli og seinna í tísku-
verslun. Mannsefninu kynntist
hún á skíðum fljótlega eftir að hún
kom til Noregs. Hann er sonur frú
Astrid Ferner, systur Haralds
Noregskonungs, og starfar sem
fulltrúi á bílasölu sem selur banda-
ríska bíla.
Heima á íslandi starfaði Mar-
grét í tískuverslunum og áður en
hún fór til Noregs var hún í Sví-
þjóð í tvö ár, þar sem hún sá um
rekstur konditoris fyrir föður sinn
sem þar er búsettur. „Mér hefur
alltaf þótt gaman að prófa eitt-
hvað nýtt og læra sem mest, en
nú er ég „bara“ heima,“ segir hún
og bætir svo við að það sé raunar
ekkert „bara“, þvi hún hafi svo
sannarlega í nógu að snúast með
fjögurra mánaða gamlan son sinn,
Edward. Að sögn Margrétar dafn-
ar hann vel og er síbrosandi. Fjöl-
skyldan nýbakaða býr í Sandvika
í Bærum í nágrenni Óslóar.
Vilja fá að vera í friði
Margrét segir að brúðkaupinu
hafi verið gerð góð skil í norskum
blöðum, en þau hafi verið ny'ög
misjafnlega ágeng við þau hjónin.
Þau viyi helst fá að lifa sínu lífi
i friði og séu ekki mikið fyrir
sviðsljósið.
Þess má að lokum geta að Mar-
grét var á unglingsárum sínum
sendill á ritsljórn Morgunblaðsins,
á sumrin og með skóla á veturna.
„Það var svakalega skemmtilegur
tími, sérstaklega var það gaman
að sendast fyrir strákana á ljós-
myndadeildinni," segir Margrét
með glettni í röddinni.
Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélags íslands
Osanngjörn ummæli Olafs
„ÉG VIL lýsa hryggð minni yfir því
að Ólafur skuli á ósanngjarnan hátt
kenna mér um það að hann hafi
ekki fengið að flytja sitt mál á lands-
þinginu. Ég ræddi við hann á þinginu
í óformlegu spjalli enda höfum við
unnið saman að slysavamamálum í
30 ár. Ég ræddi eingöngu við hann
á þeim nótum að þessum deilum
myndi linna. Til eru gögn sem stað-
festa það að Ólafur tók til máls á
þessum fundi og það var hans
ákvörðun að halda umræðu um
starfsmannamálin ekki áfram,“ segir
Gunnar Tómasson, forseti Slysa-
varnafélags Islands.
í Morgunblaðinu sl. fimmtudag
sakaði Ólafur Jónasson, fyrrverandi
umdæmisstjóri SVFÍ á Suðurnesjum,
sem' nú hefur sagt sig úr félaginu,
stjórn félagsins um tvískinnung og
óheiðarleika.
Gunnar segjr að Ólafur hafi einnig
tekið til máls um starfsmannamál
félagsins á landsfundi á Höfn og á
sameiginlegum fundi með stjórn,
varastjórn og umdæmisstjórum sl.
haust. „Það er svo langt frá því að
við höfum ekki rætt þessi mál. Við
höfum rætt þau tii botns og ég held
að það hafi verið vilji fundarins á
síðasta landsþingi að með þessu
væri þessum kafla í sögu félagsins
lokið og við snerum okkur að því að
vinna að slysavarna- og björgun-
armálum. Því verður ekki á móti
mælt að Ólafur hefur sett sig upp á
móti mörgum veigamiklum málum í
seinni tíð, t.a.m. samstarfi við Lands-
björg, en það var einfaldlega meiri-
hluti landsþings og stjórnarfundir
sem réðu því að gengið var til sam-
starfsins," segir Gunnar.
Breyttar aðstæður
Einnig hefðu fundir félagsins
ákveðið að tekinn yrði þáttur í
Neyðarlínunni samkvæmt lögum fé-
lagsins, hefði það heimild til þess að
stofna til félaga með öðrum. Ólafur
minnist á gamla tímann, þegar félag-
ið var kannski eitt félaga sem starf-
aði að þessum málum. „Aðstæður eru
gjörbreyttar í dag. Nú er til fjöldi
félaga sem vilja vinna að þessum
málum og við viljum vinna með þeim.
Ólafur minnist á almannavamaskól-
ann og segir að nýskipaður fram-
kvæmdastjóri Almannavama ríkisins
hafi tekið undir sitt álit í þeim efnum.
Það er alrangt hjá honum. í fundar-
gerð, sem ég hef undir höndum, tek-
ur hún undir þau sjónarmið sem
mæla með stofnun skólans. Hún setur
aðeins spumingamerki við staðsetn-
ingu_ skólans," segir Gunnar.
„Ég vil hvetja Ólaf til þess að
haída áfram störfum sínum sem
umdæmisstjóri því hann hefur staðið
sig vel í því starfi. Ég trúi ekki öðm
en hægt sé að setja niður ágreining
af þessu tagi,“ segir Gunnar.
Hús á ferð fyrir Múlann
HÚSIÐ Jaðar, sem stóð á
grunni nýbyggingar Sæplasts á
Dalvík, var nýlega flutt yfir í
Olafsfjörð. Þetta er ekki fyrsta
ferðalag hússins, en það var
upphaflega reist á Árskógs-
strönd, hét þá Brattahlíð en var
flutt yfir til Dalvíkur árið 1906.
Húsið þurfti að víkja vegna
nýbyggingar Sæplasts og tók
Árni Helgason í Olafsfirði verk-
ið að sér. Neðsti hluti þess var
rifinn en efri hæðin flutt fyrir
Múlann og sem leið liggur að
Kleifum í Olafsfirði þar sem
þegar er búið að setja húsið upp
á nýjan grunn, að sögn Sigur-
bjargar Ingvadóttur eiginkonu
Arna Helgasonar. Hún sagði að
húsið hefði eigi alls fyrir löngu
verið gert upp og væri hið
besta, en það mun eftirleiðis
verða sumarhús fjölskyldunn-
ar. „Árni var svo sniðugur að
gefa Ólínu systur sinni helming-
inn i húsinu, en maður hennar
er smiður, hann hefur séð sér
leik á borði að fá hjálp við að
koma húsinu fyrir og dytta að
því.“
Morgunblaðið/Svavar B. Magmisson
JAÐAR fluttur fyrir Múlann
áleiðis að Kleifum í Ólafsfirði.