Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 21 Morgunblaðið/Ragnar Axelsson verið auðveldur. Ég mun leitast við að forseta- embættið verði opið, það verði ekki byggðir múrar í kringum það eða reynt að búa til tjöld sem leyni einhveiju sem fólkið í landinu á rétt á að vita.“ Þéttskipuð dagskrá frá upphafi í dag er ætlunin að forsetahjónin heim- sæki bindindismótið að Galtalæk og síðan taka við ferðalög og verkefni á nýju forseta- skrifstofunni. „Fyrstu dagana þarf ég að taka utan um starfsemi embættisins á nýjum stað. Það er að sjálfsögðu mikil breyting að forsetaemb- ættið fær nú í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sjálfstætt aðsetur í höfuðborginni. Það mun hafa í för með sér margvíslegar breytingar á starfsháttum embættisins, auka sjálfstæði þess og innri styrk í daglegum störfum. Það verður verk mitt ásamt starfsfólki forseta- skrifstofunnar að skipuleggja starfsemina á þessum nýja grundvelli. Jafnframt er það mér mikilvægt að eiga á fyrstu vikum í embætti kost á því að hitta sem flesta víða um land. Það var þess vegna sem ég samþykkti með ánægju að við hjónin yrðum gestir á fjölskylduhátíð bindindismóts- ins í Galtalækjarskógi nú um verslunar- mannahelgina. Ég vona að í því felist einnig ábending um að í huga okkar er mikilvægt að forsetaembættið stuðli að heilbrigðum lífs- háttum, samheldni fjölskyldunnar og að fólk- ið í landinu geti gert sér glaðan dag á heil- brigðan og eðlilegan hátt. Síðan hefur verið rætt um heimsóknir í ágústmánuði í tilefni nokkurra atburða. Skagfirðingar munu efna til hátíðar um Bólu- Hjálmar. Mér þótti vænt um það að ágætur starfsfélagi minn frá Alþingi, séra Hjálmar Jónsson, hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að koma á þá menningarhátíð. Þá hefur mér verið boðið að heimsækja íslands- mót í hestaíþróttum og Mosfellsbæ á næst- unni, einnig hefur verið rætt um að við hjón- in förum í opinbera heimsókn í ísafjarðarsýsl- ur í lok ágúst eða byijun september." Tími á forsetastóli Frú Vigdís Finnbogadóttir, fráfarandi for- seti, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að tíð útskipti á forsetastóli væru erfið. Hef- ur hinn nýi forseti hugleitt hversu lengi hann hyggst sitja? „Nei, ég hef ekki hugleitt það. Ég var oft spurður þessarar spumingar í aðdraganda kosninganna og svaraði henni á þann veg að mér fyndist 16 ár vera langur tími. Með fullri virðingu fyrir bæði Vigdísi og Ásgeiri, sem bæði hafa setið í þann tíma, þá finnst mér, sérstaklega í ljósi þeirra öru breytinga sem eru í veröldinni, 16 ár vera svo langt tímaskeið sem ólíklegt sé að forseti og þjóð geti orðið samstiga. Þó er ég viss um að þjóð- in hefði valið Vigdísi áfram hefði hún gefið kost á sér. Það má ekki skilja orð mín á neinn hátt sem dóm um 16 ár hennar eða Ásgeirs heldur eingöngu lýsingu á mínum viðhorfum. Ef ég ætti að svara því nú hvort mér þætti liklegt eða eðlilegt að ég sæti í emb- ætti jafnvel fram yfir fyrsta áratug næstu aldar yrði svarið hiklaust neitandi. En ég hef í raun og veru ekki mótað mér neina afstöðu til þessa. Fyrst er nú að finna taktinn í sam- búð minni og þjóðarinnar og samfylgd okkar í verkum. Svo hefur lífið kennt mér að það er erfitt að gera áætlanir langt fram í tímann. Ég var í miðjum undirbúningi haustkennslu minnar við Háskóla íslands 1988 þegar ég viku seinna tók við ráðherraembætti. Ef við hefð- um setið hér og rætt það, jafnvel snemma á þessu ári, að ég ætti að taka við embætti forseta íslands í ágústbyijun, þá hefði ég ekki lagt mikla trú á slíkar bollaleggingar. Þar að auki er það sem mestu ræður að menn haldi lífi og heilsu. Á þessari stundu er það okkur hjónunum og dætrum okkar efst í huga að komandi ár gefi okkur góða heilsu. Þá erum við reiðubúin að takast á við það sem lífið færir okkur í hendur. Áætlanir umfram það held ég að séu ótíma- bærar.“ Markmið þjóðarinnar á nýrri öld Hyggst forsetinn leggja sérstaka áherslu á einhveija málaflokka? „Ég hef á undanfömum vikum orðið mjög var við áhuga fólks á vettvangi atvinnulífs og viðskipta að eiga samstarf við mig í emb- ætti um að treysta markaðssókn íslendinga víða um veröld og stuðla þannig að bættum lífskjörum á næstu árum. Það er einnig í mínum huga mikilvægt að fínna leiðir til þess að auka samstarf forsetans enn frekar við íþróttahreyfmguna í landinu og þær æsku- lýðshreyfíngar aðrar sem stuðla að heilbrigð- um lífsháttum. Það verður mér mikil ánægja að taka á móti íslensku ólympíuförunum á Bessastöðum þegar þeir koma heim. Við það tækifæri mun ég ræða við forystumenn íþróttahreyfingarinnar um samstarf. I mínum huga eru einnig nokkur atriði sem ég mun ræða við marga á næstu mánuðum. Þar er mér ef til vill efst í huga hvemig við Islendingar getum í tilefni af aldamótunum fjallað um markmið okkar og verkefni sem þjóðar. Það hafa orðið svo miklar breytingar í heiminum á allra síðustu árum og staða íslands er á svo margan hátt ný að við höfum ef til vill ekki haft tóm til þess að vega og meta hvernig allir þessir þættir koma til með að hafa áhrif á stöðu okkar og möguleika á nýrri öld; einkum og sér í lagi til þess að tryggja að unga fólkið í landinu kjósi áfram að eiga ísland að dvalarstað. Það fólk sem nú er að koma úr skólum er fyrsta kynslóðin í sögu íslands frá land- námstíð sem getur í reynd farið hvert sem er, hvort heldur til nágrannalanda eða fjar- lægra heimsálfa og fengið þar störf. Við erum þess vegna sem þjóð nú í fyrsta sinn í alþjóð- Lýdrcediö dýrmcetast „í mínum huga er hinn lýðræðislegi grundvöllur forsetaembættisins dýrmæt- asti kjarninn í embættinu sjálfu,“ segir forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson. legri samkeppni um unga fólkið á íslandi og við verðum að sigra í þeirri samkeppni til að grundvöllur þjóðarinnar sé traustur. Þess vegna finnst mér mikilvægt að forsetinn beiti sér fyrir umhugsun og umræðu um þessa nýju stöðu." Kristnitaka og landafundir Ólafur Ragnar bendir á að aldamótin séu ekki aðeins tímamót fyrir mannkynið heldur sé árið 2000 með tvennum hætti merkilegt ár fyrir okkur íslendinga. „Þá verða þúsund ár liðin frá kristnitöku á Þingvöllum. Það var einstæður atburður. Fáar þjóðir tóku kristni með þeim hætti sem við íslendingar gerðum. Kristnitakan var hér sáttmáli sem gerður var í friði og af mann- viti. Auk hins trúarlega inntaks felur kristnitakan þess vegna í sér merkilegt for- dæmi um hvemig hægt er að leiða hin erfið- ustu mál til lykta á friðsaman hátt. Það er verkefni forsetans ásamt biskupi, forsætis- ráðherra, forseta Hæstaréttar og forseta Al- þingis að undirbúa þúsund ára afmælishátíð kristnitökunnar. Ég mun á næstu vikum veija nokkrum tíma til þess að setja mig inn í þau mál og taka þátt í mótun þess starfs með öðrum sem á því bera ábyrgð. Árið 2000 ætti einnig að minnast þúsund ára afmælis landafunda íslenskra sæfara í Vesturheimi. Ég hef hugleitt að reyna að hvetja til þess að við Islendingar, Bandaríkja- menn og Kanadabúar reynum í sameiningu að minnast þessara tímamóta á margvíslegan hátt. Ég þekki það sem fræðimaður að land- nemahugarfarið er ríkur þáttur í íslenskri^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.