Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 17 Mögnlegt að Karadzic verði vísað frá Bosníu Sar^ievo. Reuter. dómstóls Sameinuðu þjóðanna og sjái til þess að hann hafi ekki frek- ari afskipti af stjórnmálum. Kornblum hissa Kornblum sagði eftir fund, sem hann átti meðal annars með Aleksa Buha, utanríkisráðherra Bosníu- Serba og formanni Serbneska lýð- ræðisflokksins (SDS), að það hefði komið honum mjög á óvart að Buha hefði ekki hafnað hugmyndum um að vísa Karadzic frá Bosníu til að koma í veg fyrir að hann hefði áhrif BOSNÍU-Serbar hafna ekki hug- myndum um að Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra, verði vísað frá Bosn- íu. Þetta kom fram í viðræðum sem John Kornblum, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem fer með málefni ríkja gömlu Júgóslavíu, átti við leiðtoga Bosníu-Serba í Pale á miðvikudag. Kornblum hélt til Pale til að þrýsta á þá að standa við sinn hluta Day- ton-friðarsamkomulagsins, sem kveður meðal annars á um að þeir framselji Karadzic til stríðsglæpa- Reuter ÞRÍR múslimar og Króati, sem sakaðir eru um að hafa pyntað og myrt Bosníu-Serba í fangabúðum i Mið-Bosníu, komu fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna i gær. Mennimir hafa allir lýst yfir sakleysi sínu. á kosningarnar, sem fram eiga að fara í september. Buha sagði þó að slíkt myndi taka nokkurn tíma. Á fyrri fundum sem Kornblum hefur átt með fulltrúum Bosníu- Serba hafa þeir verið aigerlega ósveigjanlegir hvað Karadzic varðar. Fullyrða bandarískir heimildarmenn að sá möguleiki sé nú ræddur af fullri alvöru að Karadzic verði flutt- ur til Svartfjallalands, þar sem hann er fæddur, áður en leiðin liggi til Haag, þar sem stríðsglæpadómstóll- inn hefur aðsetur. Bandar í kj astj órn pantar ofurtölvu 95.000 ára starf á sekúndu London. The Daily Telegraph. ÖFLUGASTA tölva í heimi, 300 sinnum hraðvirkari en sú stærsta, sem nú er til, verður smíðuð í Bandaríkjunum og meðal annars notuð til að líkja eftir kjarnorkusprengingum. Hefur hún að sinni fengið nafn- ið „Option Blue“ og á að vera fær um þijár billjónir reikn- ingsaðgerða á sekúndu. Það tæki reikningsglöggan mann með blað og blýant 95.000 ár að anna öllu því, sem tölvan hespar af á sekúndu, en tölvufyrirtækið IBM hefur fengið það verkefni að srníða hana fyrir bandaríska or- kuráðuneytið. „Option Blue“ nær þessum afköstum með því að tengja saman 516 RS/6000- tölvur. Tölvan, sem verður 156 milljörðum sinnum hraðvirkari en venjuleg einkatölva, á í raun að koma í staðinn fyrir raun- verulegar tilraunir með kjarn- orkuvopn en auk þess verður hún notuð í þágu ýmissa vís- inda og tækni. „Option Blue“ er önnur töl- van, sem Clinton-stjórnin pant- ar til að tryggja öryggi kjarn- orkuvopna. Hin er „Option Red“, sem er enn í smíðum hjá Intel-fyrirtækinu. Hún er ekki nema hálfdrættingur á við „Option Blue“ en stefnt er að því að smíða á næstu 10 árum tölvu, sem verði 35 sinnum hraðvirkari en sú bláa. Stríðsherrann Aideed fellur í skotbardaga í Mogadishu Vonir um frið í Sómalíu glæðast Mogadishu. Reuter. VONIR standa til þess að dauði eins helsta stríðsherra Sómalíu, Mo- hameds Farahs Aideeds muni auka líkurnar á friði í þessu stríðshijáða landi, þrátt fyrir að líkur séu á að hörð valdabar- átta fari í hönd. Aideed lést af sárum sínum á fimmtudag eftir að til átaka kom við menn höfuð- andstæðiriga hans. Aideed fór fyrir baráttunni gegn bandaríska friðargæsluliðinu í landinu og tókst að hrekja liðið úr landi áður en hann lýsti sig forseta landsins og skipaði ríkisstjórn. Fyrr í vikunni bárust fréttir um að Áideed hefði fallið í bardögum en þær voru bornar aftur. í gær sögðu aðstoðarmenn hans hins vegar að Aideed hefði látist á heimili sínu á fimmtudag af skotsárum sem hann hlaut um helgina. Að sögn vitna var Aideed skotinn í maga og öxl. Höfðu menn hans fengið ítalskan lækni til að reyna að bjarga lífi hans. Var Aideed borinn til grafar að ioknum bænum í gær. Állt var með kyrrum kjörum í Mogadishu í gær, bæði í suðurhluta borgarinnar, sem menn Aideeds ráða að mestu, og norðurhlutanum, sem Aideed er yfirráðasvæði höfuðandstæðings hans, Ali Mahdi Mohamed. Útvarps- stöð Aidees sagði frá því í gær að skipað yrði 30 manna ráð, sem bera myndi ábyrgð á pólitísku og hernað- arlegu starfi skæruliðahreyfingar Aideeds. Tala um alþjóðlegt samsæri Talsmaður Aideeds í Washington, Ahmed Mohamed Dahman, sagði í samtali við BfiC-útvarpið að fall skæruliðaforingjans hefði verið hluti af alþjóðlegu samsæri, án þess að skilgreina nánar hvað í því fælist. Hjálparstarfsmenn fullyrða hins vegar að Aideed hafi fallið er til skotbardaga kom við menn Ali Ma- hdi og Osmans Hassans Ali Atto. Ónefndir hjálparstarfsmenn í Só- malíu kváðust telja að friðvænlegar horfði þar í landi eftir dauða Aide- eds. Hann hafi verið einn aðalþrö- skuldurinn í vegi friðarsamninga og að erfitt væri að harma lát hans, þar sem hann hefði verið ábyrgur fyrir dauða svo margra. Annar hátt- settur hjálparstarfsmaður óttaðist það að nú færi í hönd hörð valdabar- átta en hún gæti þó leitt til þess að ástandið skánaði í landinu. í augum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusam- bandsins væri ekki nokkur vafi á því að „vondi karlinn" væri horfinn af sjónarsviðinu. Aideed, sem var 59 ára þegar hann lést, átti einn stærsta þáttinn í því að koma Siad Barre, einræðis- herra Sómalíu frá völdum árið 1991. Hart hefur verið barist í landinu frá þeim tíma og engin stjórn hefur verið við völd. Aideed og höfuðand- stæðingur hans, Ali Mahdi, gerðu hins vegar báðir tilkall til forseta- embættisins. Menn Aideeds hafa ráðið suður- hluta Mogadishu en í apríl á þessu ári fór að halla undan fæti, eftir að Ali Mahdi, og fyrrverandi banda- maður Aideeds, Ósman Hassan Ali Atto, u,íu höndum saman gegn Aideed. Höfðu menn hans tapað nokkrum hverfum í hendur þeirra. Bandaríkjamenn ekki í sorgarhug Vesturlandabúum og þá fyrst og fremst Bandaríkjamönnum er enn í fersku minni þegar menn Aideeds drógu lík bandarísks friðargæsluliða um götur Mogadishu en upptökur af þessu birtust á sjónvarpsskjám um allan heim. Hermaðurinn var einn átján bandarískra friðargæslul- iða sem féllu þegar her Aideeds skaut niður tvær þyrlur sem þeir voru í. Fjöldi Bandaríkjamanna lét lífið í friðargæslunni í Sómalíu og í mars 1994 drógu þeir stærstan hluta liðs síns til baka. Síðustu hermenn friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu voru kallaðir heim 1995. Stuðningur við hlutleysi minnkar í Austurríki Schussel vill aðild að VES og NATO WOLFGANG Schiissel, utanríkis- ráðherra Austurríkis, ritaði í gær grein í dagblaðið Neue Kronen Zeit- ung, þar sem hann leggur til að Austurríki gangi í Atlantshafs- bandalagið (NATO) og Vestur-Evr- ópusambandið (VES). Búast má við að yfiriýsing Schiissels, sem kemur úr Þjóðar- flokknum (ÖVP), valdi titringi í aust- urrísku stjórnmálalífi. Hlutleysi var bundið í stjórnarskrá austurríska lýðveldisins, þegar það var endur- stofnað eftir seinni heimsstyijöld. Upp frá því hefur það — svipað og í Svíþjóð — verið allt að því heilagur hluti utanríkisstefnu Alpalandsins. En nú eru teikn á lofti um að Austur- ríkismenn kunni að gefa hlutleysis- stefnuna upp á bátinn. Stuðningur almennings í Austur- ríki við hlutleys- ið fer greinilega minnkandi og stuðningur við aðild landsins að vamarbanda- lögum vest- rænna ríkja að sama skapi vax- andi, samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum, sem greint er frá í viku- blaðinu European Voice. Að vísu nýtur hlutleysið ennþá meirihlutastuðnings, en hlutfall óá- kveðinna hefur aukizt til muna á einu ári, úr 12% í 21%. 63 af hund- raði styðja enn hlutleysið, 7% færri en árið áður, og 16% vilja að Aust- urríki gerist aðili að NATO og VES. Sérfræðingur IMAS-stofnunarinn- ar, sem framkvæmdi könnunina, sagði ■ slíkan hraðan vöxt í fjölda óákveð- inna benda eín- dregið til við- horfsbreytingar. Sögulegar forsendur Á sínum tíma settu Sovétmenn hlutleysið sem skilyrði fyrir því að Austurríki endurheimti sjálfstæði sitt og hernámsveldin fjögur færu frá landinu. Með falli járntjaldsins varð grundvallarbreyting á hinum sögulegu og pólitísku forsendum hlutleysis Austurríkis. Og með inn- göngunni í Evrópusambandið var það á vissan hátt þegar gefið upp á bátinn, því ESB-ríkin hafa með sér samstarf um utanríkis- og öryggis- mál. Það hefur líka styrkt þá mjög í skoðun sinni, sem álíta hlutleysið vera úrelt þing, að nágrannaríkin í A-Evrópu keppast nú um að fá að gerast aðilar að NATO sem fyrst. Fyrr í þessum mánuði ögraði Thom- as Klestil, forseti landsins, sem er úr röðum kristilegra demókrata, ÖVP, því sem enn er opinber stefna landsins, með því að segja að ESB- aðildin leiði Austurríki beinlínis inn í NATO og VES. Báðir stóru flokkarnir á hægri væng austurrískra stjórnmála, ÖVP og FPÖ, styðja inngönguna í NATO og VES. Jafnaðarmenn, undir for- ystu Vranitzkys kanzlara, hika hins vegar við að sleppa tökum af hlut- leysisstefnunni, eins lengi og svo stór hluti kjósenda sem raun ber vitni er enn hliðhollur henni. EVRÓPA^ Whitewater-málið Stuðnings- menn Clintons sýknaðir DÓMSTÓLL í Arkansas sýknaði á fimmtudag bankamennina Herby Branscum og Robert Hill en þeir höfðu verið kærðir fyrir fjárdrátt og samsæri í tengslum við rannsókn Whitewater-málsins. Branscum og Hill eru nánir stuðn- ingsmenn Bills Clintons Bandaríkja- forseta. Þeir voru sýknaðir af fjórum ákæruatriðum af ellefu. Hefðu þeir verið fundir sekir hefði Bruce Linds- ey, náinn vinur og háttsettur ráð- gjafi forsetans, er tengdist málinu beint átt ákæru yfir höfði sér. Branscum og Hill voru meðal ann- ars sakaðir um að hafa dregið sér fé úr sjóðum Perry County-bankans, til að fjármagna kosningabaráttu Clintons árið 1990. Kviðdómur komst ekki að niður- stöðu varðandi sjö ákæruatriði og voru þau því felld niður. Þessi niður- staða er talinn sigur fyrir Clinton og draga verulega úr líkunum á því að Lindsey verði kærður. Saksóknarar í Whitewater-mál- inu, undir forystu Kenneth Starr, sögðu þetta áfall í rannsókninni á fjármálum Clinton-hjónanna en að rannsókninni yrði haldið áfram. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðust vona að þetta myndi leiða til þess að ekki yrðu frekari réttar- höld vegna Whitewater fyrr en að loknum forsetakosningum í nóvem- ber. H Carnival. SUÐUR UIVIHÖHIM! Nýjustu, stærstu og glæsilegustu skemmtiferðaskip heimsins - Umboð á íslandi - CARNIVAL CRUISE LINES: IMAGINATION, INSPIRATION, FASCINATION, SENSATION og DESTINY, stærstu farþegaskip heimsins. Einstakt sértilboð á nokkrum brottfórum í ágúst, sept. og okt. Láttu drauminn rætast í tengslum við draumadvöl á DÓMINIKANA. Verð frá kr. 50 þús. á mann í 7 daga siglingu. TÖFRAR AUSTURLANDA Ferðaævintýri ævi þinnar! STÓRA AUSTURLANDAFERÐIN 5.-23. okt. Perlurnar BALI, SINGAPORE, HONG KONG, BANGKOK, LONDON. Fá sæti laus. TÖFRAR1001 NÆTUR 17. okt.-6. nóv. BANGKOK, RANGOON, MANDALAY, PHUKET, BAHRAIN, LONDON. Einstök, spennandi og heillandi lífsreynsla. Hágæðaferðir á tækifærisverði núna. Fararstjórar: Ingólfur Guðbrandsson og Jón Ormur Halldórsson. dósent, stjórnmálafræðingur. CARNIVAL CRUISES UMB0B Á ÍSLANDI [MP EvLheimsklúbbur INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæð,1D1 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 FERÐASKRIFSTOFAN PRJAéAr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.