Morgunblaðið - 03.08.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.08.1996, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C 175. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 3. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Best að fresta kosningrim Sar^jevo, Mostar. Reuter. ROBERT Frowick, yfirmaður Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagðist í gær telja að kosningamar sem fram eiga að fara í Bosníu um miðjan næsta mánuð, myndu ein- kennast af því að þær yrðu haldnar nánast á stríðssvæði. Sagði Frowick að best væri að fresta kosningunum um allnokkurn tíma svo að slakna mætti á spennunni á milli þjóðanna sem byggja Bosníu. Frowick sagði þetta hins vegar ekki mögu- legt, þar sem Dayton-friðarsamkomulagið um Bosníu kvæði skýrt á um að gengið yrði til kosninga á þessum tíma. Því væri ÖSE nauðug- ur einn kostur að skipuleggja kosningar sem ljóst væri að yrðu ófullkomnar. Fjölþjóðalið undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (IFOR) og óháðir eftirlitsmenn myndu reyna að sjá til þess að kosningarnar yrðu „sæmilega lýðræðis- legar“. Helstu ástæður þess að best væri að fresta kosningunum eru að mati Frowicks þær að enginn óháður fjölmiðill hefur útbreiðslu um alla Bosníu, óbreyttir borgarar komast vart á milli yfirráðasvæða Króata, múslima og Serba án þess að leggja sig í hættu og pólitísk áhrif eftirlýstra stríðsglæpamanna. Bill Clinton þrýstir á Tudjman um lausn á deilu Króata og múslima í Mostar Reuter UNGUR Sarajevobúi teygir sig í vegg- spjald vegna kosninganna í næsta mán- uði. Þar er fólk hvatt til að kjósa fyrir framtíð barnanna. Talsmenn Evrópusambandsins (ESB) í Most- ar sögðu í gær að nú væri gerð lokatilraun af hálfu Bandaríkjamanna til að jeysa deilu Kró- ata og múslima í borginni. Átti Bill Clinton Bandaríkjaforseti fund í gærkvöldi með Franjo Tudjman, forseta Króatíu, og vonuðust tals- menn ESB eftir því að honum tækist að fá Tudjman til að þrýsta á leiðtoga Bosníu-Króata um að viðurkenna úrslit kosninganna sem fram fóru í borginni fyrir mánuði. Á miðnætti aðfararnótt sunnudags rennur út frestur sem Evrópusambandið hefur sett Króötum, fallist þeir ekki á úrslitin fyrir þann tíma, komi til greina að beita þá efnahags- þvingunum. Embættismaður ESB, sem vildi ekki láta nafns síns getið, nefndi meðal ann- ars þann möguleika að bandalagið tæki aftur fjárveitingar sínar til uppbyggingar í Slavóníu- héraði. Alþjóðaráð Rauða krossins og mannréttinda- samtökin Human Rights Watch sökuðu Króata í gær um þjóðernishreinsanir í Krajina-héraði, sem var á valdi Serba en Króatar tóku að nýju fyrir réttu ári. ■ Mögulegt að Karadzic/17 Norður-Kórea Ottast mikinn harmleik Seoul. Reuter. ALVARLEG hungursneyð geisar í sumum héruðum Norður-Kóreu og flóðin í landinu hafa dregið úr vonum um, að úr rætist á næstunni. Er þetta haft eftir starfsmönnum hjálp- arstofnana, sem segja, að hætti ekki að rigna á næstu dögum sé.mikill harmleikur í uppsiglingu í þessu lok- aða landi. Tetsuano Yamamori, yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, sem er nýkominn frá Norður- Kóreu, sagði í Seoul í gær, að í land- inu hefði verið viðvarandi hungur í sex ár og myndu næstu mánuðir skera úr um framtíð landsmanna. Sagði hann, að matarskammtur á mann á dag væri víða aðeins 200 g þótt vitað væri, að fólk veslaðist upp á skömmum tíma fengi það ekki meira en 250 g á dag. Akrar á kafi Yamamori sagði, að eftir flóðin í fyrra hefði stjórnin í Norður-Kóreu sett allt sitt traust á góða uppskeru á þessu sumri en gífurlegt úrfelli að undanförnu og flóð hefðu gert út um þær vonir. Er það haft eftir japönskum hjálparstarfsmönnum, að víða séu hrísgrjónaakrar alveg á kafi og kornakrarnir að mestu. Kom það fram hjá Yamamori, að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu gerðu ástandið verra en vera þyrfti en þar að auki kæmi kommúnistastjórnin í Pyongyang í veg fyrir ýmsa erlenda aðstoð af pólitískum ástæðum. „N-Kóreumenn eru uppteknir af áróðrinum og tala mikið um hve ,juche“, sjálfsþurftarstefna stjórn- arinnar, hafi gengið vel en virðast ekki átta sig á hvers vegna erlendir hjálparstarfsmenn eru komnir til landsins," sagði Yamamori. Reuter Ólympíuleikum að ljúka ÓLYMPÍULEIKUNUM, sem staðið hafa yfir í Atlanta í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur, lýkur á morgun, sunnudag. Að loknu maraþon- hlaupi karla hefst hin hefð- bundna kveðjuathöfn þar sem leikunum verður slitið. Beðið er með spenningi eftir 4x100 metra boðhlaupi karla í dag og einkum því hvort Carl Lewis verði í sveit Bandaríkjamanna. Nokkrar lík- ur þóttu á því í gær er fyrirliði sveitarinnar, Dennis Mitchell, sem hér tekur við boðkeflinu úr hönd félaga síns í undan- keppni í gær, bauðst til að standa upp fyrir Lewis. Hlaupi hann og fari sveitin með sigur af hólmi ynni Lewis sín tíundu gullverðlaun á Ólympíuleikum, sem á sér ekki fordæmi. Jeltsín frá vegna of- þreytu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti er aðframkominn af þreytu eftir kosningaslaginn í vor og þarfnast tveggja mán- aða hvíldar til að ná kröftum. Frá þessu skýrði háttsettur aðstoðarmaður forsetans í gær. Aðstoðarmaðurinn, Georgí Satarov, sagði í viðtali við dagblaðið Sevodnja, að forset- inn væri „afskaplega þreyttur" eftir að hafa lagt sig allan fram í kosningabaráttunni. Jeltsín hefur dvalizt á heilsuhæli nærri Moskvu frá miðjum júlí en eftir háttsettum embættismanni þingsins er haft að forsetinn muni snúa aftur til vinnu á skrifstofu sinni næsta þriðjudag. Jeltsín sver embættiseið sinn næstkomandi föstudag. Palestínumenn o g ísraelsk friðar- samtök fordæma Israelsstjórn Greitt fyrir landnámi gyðinffa Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSSTJÓRN tilkynnti í gær að tekin hefði verið ákvörðun um að auðvelda uppbyggingu í land- námi gyðinga á herteknu svæðun- um á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni. Danny Naveh stjórnar- ritari ítrekaði að allar nánari ákvarðanir um byggingar á land- námssvæðunum yrðu að hljóta samþykki allra ísraelsku ráðherr- anna. Naveh sagði á fréttamannafundi í gær, að ákvörðunin miðaði að því að bæta fyrir misrétti, sem gyðing- ar á herteknu svæðunum hefðu verið beittir. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðher. . ísraels, lofaði fyrir kosn- ingar í maí að afnema takmörk sem ríkisstjórn Verkamanna- flokksins setti á landnámið. Um 130 þúsund gyðingar búa þar inn- an um tvær milljónir Palestínu- manna, sem telja landnámið hamla friðarviðræðum. Reglur einfaldaðar Naveh sagði, að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar miðaði fyrst og fremst að því að setja einfaldari reglur um framkvæmdir en gilt hefðu í tíð fyrri ríkisstjómar. Nabil Abu Rdainah, aðstoðar- maður Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sagði við frétta- stofu Reuters: „Við fordæmum allar aðgerðir sem miða að frekara landnámi og krefjumst þess að Isra- elsstjóm fari að friðarsamningum, sérstaklega í ljósi þess að landnám gyðinga er eitt þeirra atriða sem rætt verður um í samningaviðræð- um um endanlega stöðu.“ Samkvæmt bráðabirgðafriðar- samkomulagi við Frelsissamtök Palestínu (PLO) 1993 gengust Israelar inn á að ræða framtíð landnámsins í viðræðum um „end- anlega stöðu“ sem hófust fyrir kosningarnar í maí en hafa ekki verið teknar upp að nýju af ríkis- stjórn Netanyahus. Landnámið fært út Ein áhrifamestu friðarsamtök í ísrael, sem voru hlynnt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar og eru andvíg landnámi gyðinga, fordæmdu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Segja þau hana gera „mögulegt, að búið verði í íbúðum sem nú standa auð- ar á landnámssvæðunum, að vegir verði lagðir og landnámið fært út.“ Með ákvörðuninni hafí ísraels- stjórn í raun afnumið bann við sölu á um 1.500 íbúðum. ■ Sýrlendingar/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.