Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBIAÐIÐ BRESKA hljómsveitin Biur. Blurtónleikar í Laugardalshöll SAMNINGAR hafa tekist við bresku hljómsveitina Blur um að hún haldi tónleika hér á landi 8 september. Tónleikamir verða haldnir í Laugardalshöll. Hljómsveitin Blur, sem er ein vinsælasta hljómsveit Bretlands, tók upp hluta af næstu breiðskifu sinni hér á landi meðal annars vegna dálætis söngvara hljóm- sveitarinnar, Damons Albarns, á íslandi, og kemur fyrsta lagið af þeirri plötu út eftir tvo mánuði. Að sögn Halldórs Baldvinssonar, starfsmanns Skífunnar sem held- ur tónleikana, kemur hljómsveitin Pulp með Blur til íslands en ekki til tónleikahalds. Söngvari þeirrar hljómsveitar, Jarvis Cocker, sem dvaldi hér í sumarleyfi á síðasta ári, hefur einnig lýst ánægju sinni með land og þjóð. Islandsmót í hestaíþróttum Hafliði og Næla efst í tölti HAFLIÐI Halldórsson og Næla frá Bakkakoti eru efst eftir forkeppni í tölti með 8,30 á íslandsmótinu í Mosfellsbæ, Þórður Þorgeirsson er annar á Laufa með 8,27, Sigurbjörn Bárðarson þriðji á Oddi með 8,07, Höskuldur Jónsson fjórði með 7,93 og Bjarni Sig- urðsson fimmti á Eldi með 7,20. ■ Sigurbjörn/37 FRÉTTIR Verk * Braga As- geirssonar fundin VERK Braga Ásgeirssonar, iist- málara og gagnrýnanda, sem stol- ið var úr vinnustofu hans við Austurbrún, eru komin í leitirnar. Verkin fundust með öðru þýfi í tengslum við handtökur á þremur mönnum fyrr í vikunni. Bragi segir að hann hafi fengið öll verkin í hendurnar í fyrradag, að einu málverki undanskildu. Alls voru það meira en 50 mál- verk, teikningar og grafíkmyndir. Bragi segir að myndirnar séu nær óskemmdar, en þó eigi hann eftir að kanna það nákvæmlega. Þakkar Rannsóknarlögreglunni „Ég hafði eins búist við að sjá myndimar aldrei aftur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stolið er frá mér. Fyrir nokkrum árum stálu eiturlyfjasjúklingar mynd- um sem verið var að setja upp á sýningu og þær hef ég ekki séð síðan. Það var mér því mikið ánægjuefni að endurheimta myndirnar og ég er ipjög þakklát- ur Rannsóknarlögreglunni. Við- brögðin voru ólíkt betri og hrað- ari nú en síðast." Að sögn Braga kom það honum mjög á óvart að þjófar skyldu hafa farið inn í vinnustofuna. „Ég hélt ég væri það einangraður að hingað kæmist enginn. Að vísu er mörgum kunnugt um hvar Morgunblaðið/Ámi Sæberg BRAGI Ásgeirsson listmálari á heimili sínu með nokkur þeirra verka sem hann endurheimti á fimmtudag. vinnustofa mín er, hún hefur ver- vinnustofunni nú og tryggja að ið sýnd í sjónvarpi og víðar.“ ekki verði auðveldlega hægt að Bragi ætlar að auka öryggið í brjóta upp hurðirnar. Borgaryfirvöld vilja selja 30% í Skýrr og allt hlutafé í Pípugerðinni Bætt skulda- og eiginfjárstaða aðalatriðið í fjárhagsáætlun borgarinnar er ráðgert að selja eignir fyrir 300 milljónir króna. Byrjað verður á Skýrr og Pípugerðinni, skrifar Helga Kr. Einarsdóttir en sumir embættismenn borgarinnar efast hins vegar um hagkvæmni þess að selja. AKVEÐIÐ hefur verið að leggja til sölu 30% hlutafjár í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og jafnframt að borgin selji allt hlutafé sitt í Pípugerð Reykjavíkur- borgar fyrir áramót segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Starfshópur um sölu borgarfyrirtækja hefur skilað tillögum og var ákveðið í gær að leggja til við borgarráð, sem hittist á þriðjudag, að hlutafé í fyrgreindum fyrirtækjum yrði selt. Borgarstjóri segir ennfremur að áætlað sé að gera Malbikunarstöð og Gtjótnám Reykjavík- urborgar að hlutafélagi. „Síðan munum við sjá til með sölu á 30% hlutafjár borgarinnar en það er enginn tímasetning á þeirri hug- mynd,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir miðað við að ríkið selji 15% hlutar síns í fyrirtækinu á móti borg- inni og að starfsmönnum verði gefinn kostur á að kaupa hlut. „Við gerum einnig ráð fyrir að allt hlutafé borgarinnar og Aflvaka í Pípu- gerð Reykjavíkurborgar verði selt hæstbjóð- anda,“ segir borgarstjóri. Ferðaþjónusta fatlaðra til frekari skoðunar Ingibjörg Sólrún vill ekki blanda hugmynda- fræðilegum rétttrúnaði í umræðu um tillögurn- ar. „Við teljum einfaldlega að ekki sé ástæða fyrir borgina að reka fyrirtæki sem ekki eru beinlínis þjónustufyrirtæki fyrir borgarbúa, það er ef hægt er að koma þeim betur fyrir úti á markaðnum og akkur er í sölu þeirra. Markmiðið er að bæta eiginfjárstöðu borgar- innar og skuldastöðu. Það er aðalatriðið,“ seg- ir borgarstjóri. í tillögum starfshópsins er ávinningur þess að selja hluti borgarinnar nokkrum fyrirtækj- um áætlaður og stungið upp á því að auki að borgin selji allan hlut sinn í Húsatrygging- um Reykjavíkur og bjóði út Ferðaþjónustu fatlaðra. Ingibjörg Sólrún segir þurfa að skoða betur hugmyndir um Ferðaþjónustu fatlaðra en miðað sé við að framtíð Húsatrygginga Reykjavíkur ráðist á þessu ári. Þarf að taka ýmsa lagalega þætti til umfjöllunar áður en af því verður að hennar sögn. Reiknast starfshópnum til að ávinningur borgarsjóðs vegna fyrrgreindra ráðstafana geti orðið 1.600 milljónir króna og er þá miðað við tilfærslur í bókhaldi borgarinnar sem snúa að bakfærslu á viðskiptastöðu borgarsjóðs og öðr- um eignum. Þá er miðað við útgáfu skulda- bréfa til borgarsjóðs í tengslum við stofnun hlutafélaga og söluandvirði hlutabréfa og út- borgun hlutaflár. Loks er gert ráð fyrir færslu hlutabréfaeignar borgarsjóðs á nafn- eða mark- aðsvirði, samþykki borgarráð sölu. Við mat á áhrifum á stöðu borgarsjóðs er áætlað að hún batni um 1.200 milljónir verði Malbikunarstöð og Gijótnámi breytt í hlutafé- lag að því er fram kemur í skýrslunni. Einnig segir að ráðstafanir á Skýrr og Pípugerðinni bæti stöðuna um 174-194 milljónir þegar upp er staðið. Embættismenn í vafa um hagkvæmni í skýrslunni gætir efasemda hjá embættis- mönnum um hagkvæmni þess að selja Pípu- gerð Reykjavíkur, og hluta í Malbikunarstöð Reykjavíkur og Gijótnámi Reykjavíkur. Spyija þeir sem mest hafa komið að rekstri fyrirtækj- anna þriggja hvaða hag borgin hafi af sölu fyrirtækja sem skilað hafí hagnaði svo árum skipti og sérkjörum í viðskiptum. Einnig er spurt hvort líklegt sé að takist að selja hlut borgarinnar í fyrirtækjunum á ásættanlegu verði og hvort kostnaður af gatna- og holræsagerð, sem hugsanlega gæti aukist, muni ekki gera stundarsöluhagnað að engu. Ingibjörg Sólrún segir ekki til umræðu að selja meirihluta í Gijótnámi og Malbikunarstöð að svo stöddu og að leggja verði mat á lang- tíma- og skammtímahagsmuni borgarinnar. Ámi Sigfússon borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins sá meðal annarra um yfír- stjóm verkefnisins og leggur hann áherslu á langtímahagsmuni borgarinnar. „Ég vil að við tryggjum að samkeppnisaðstaða verði á mark- aðnum svo kostnaður borgarinnar aukist ekki þegar verður talið heppilegt að setja þessi fyrirtæki á markað," segir Arni og nefnir sem dæmi Gijótnámið og Malbikunarstöðina. Viðskipti borgarinnar við Skýrr hf. hafa minnkað sem hlutfall af útseldri þjónustu og eru nú um 10% en eignaraðild borgarinnar er 50%. Borgin rekur sjálf viðamikla tölvu- deild og talið að hægt væri að koma fyrir þar allri tölvuvinnslu borgarinnar ef á þyrfti að halda eða kaupa að hluta annars staðar. Borg- in keyrir allt launabókhald sitt hjá Skýrr og þar eru keyrð öll gögn vegna bókasafna borg- arinnar. Minnkandi hlutdeild borgarinnar í viðskiptum skýrist af því að fyrirtækið hefur sótt á önnur mið og meðal annars reynt fyrir sér á erlendum vettvangi. Pípugerð gæti komist í einokunaraðstöðu Hvað Pípugerðina áhrærir em skoðanir skiptar hvort það þjóni hagsmunum borgarinn- ar til lengri tíma litið að fyrirtækið verði selt. Gatnamálastjóri bendir á, samkvæmt skýrsl- unni, að sakir yfirburðastöðu á markaði hvað varðar afkastagetu, lagerhald og gæði fram- leiðslunnar geti Pípugerðin komist í einokunar- aðstöðu gagnvart borginni. Það leiði síðan til verðhækkunar sem þegar til lengri tíma er litið geri lítið úr þeirri skuldalækkun hjá borg- arsjóði sem salan kynni að hafa í för með sér. Hins vegar er bent á að hægt verði að komast hjá verðhækkun í bráð með samningi um að borgin kaupi tiltekið magn framleiðsl- unnar tímabundið en Reykjavíkurborg hefur til þessa keypt vörur frá fyrirtækinu fyrir 40-50 milljónir króna, sem er þriðjungur af framleiðsluverðmæti. Afkomuhorfur í ár eru vænlegri en í fyrra, þegar 20% samdráttur varð í veltu fyrirtækisins miðað við fyrri ár, því sala hefur verið góð, samkvæmt skýrsl- unni. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í röra- framleiðslu er talin um 70%. Borgarverkfræðingur telur eðlilegt að líta á Malbikunarstöð og Gijótnám sem eitt fyrir- tæki vegna náinna viðskiptatengsla enda kaupir Malbikunarstöðin um 60% af fram- leiðslu Gijótnáms. Fyrirtækin hafa starfað á sama svæði við Ártúnshöfða um árabil sem sjálfstæðar rekstrareiningar með aðskilinn fjárhag í bókhaldi borgarinnar. Árleg fram- leiðsla Malbikunarstöðvarinnar hefur verið 80-115 þúsund tonn en áætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir 76.000 tonna framleiðslu, sem er sú minnsta frá því stöðin var endurbyggð árið 1972. Talið er að markaðshlutdeild henn- ar sé um 65% og að samdráttur í framleiðslu stafi fyrst og fremst af minni eftirspurn frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Bent er á hins vegar að nokkur stórverkefni séu í vændum, svo sem endurbygging Reykjavíkur- flugvallar, gerð Hvalfjarðarganga og breikkun Reykjanesbrautar. Gatnamálastjóri kaupir um 60% framleiðsl- unnar en aðrir stórir kaupendur eru Vegagerð- in, sveitarfélög í grenndinni og verktakar, svo sem Loftorka hf. Gijótnámið framleiðir allt brotið steinefni sem notað er í malbik og fleira en stærsti viðskiptavinur þess, að Malbikunarstöðinni undanskilinni, er Hlaðbær Colas hf. sem er 100% eigu Colas í Frakklandi og jafnframt helsti keppinautur Malbikunarstöðvarinnar. Kaupir Hlaðbær efni fyrir 20-25 milljónir króna árlega en Gijótnámið mylur 80-115 þúsund tonn árlega. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að við sölu á meirihluta í fyrirtækinu séu skoðuð áhrif þess á hagsmuni borgarinnar þegar til langs tíma er litið varðandi gatnagerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.