Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 13
LANDIÐ
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson.
*
Lök útkoma úr samræmdum prófum í Grunnskóla Isafjarðar
Fjárskortur og ör kenn-
araskipti meðal orsaka
í KJÖLFAR lélegrar útkomu úr
samræmdum prófum grunnskóla á
Vestfjörðum hefur komið fram
gagnrýni á Grunnskólann á ísafirði,
sem er langstærsti skólinn á svæð-
inu. Fram kom í blaðinu Vestur-
landi nýlega að allar einkunnir í
samræmdum prófum á ísafirði í vor
hafi verið undir landsmeðaltali og
allar nema einkunnin í ensku hafi
verið undir Vestfjarðameðaltali.
Jónína Ólöf Emilsdóttir, aðstoð-
arskólastjóri Grunnskólans á
ísafirði, segir það rétt að skólinn
hafi komið heldur illa út úr sam-
ræmdum prófum og að menn hafi
mikið velt því fyrir sér hvað valdi
því.
Fyrir tveimur árum hafi verið
gerð úttekt á skólanum og þar hafi
þrennt einkum verið nefnt til sög-
unnar, sem veikt hafi stöðu skól-
Sund-
sprettur við
Sænautasel
Vaðbrekka, Jökuldal. - í hita-
bylgjunni sem gengið hefur yfir
Austurland í sumar hafa lækir
og kílar hitnað svo að hægt er
að synda í þeim. Þegar fréttarit-
ari átti leið um á Sænautaseli 1
Jökuldalsheiðinni nú á dögunum,
er degi var tekið að halla, rakst
hann á krakka er voru að fá sér
sundsprett eftir hita dagsins.
Þau sögðust vera vinnufólk á
Sænautaseli og vatnið væri
ekkert kalt, en það hafi hlýnað
mikið í hitanum um daginn.
Börnin far-
in í berjamó
Húsavík - í nágrenni Húsa-
víkur eru allgóð berjalönd og
eru börnin farin að tína. Þó
almennt séu berin lítið þroskuð
má finna fullþroskuð aðalblá-
ber.
„Verði tíðarfar hagstætt
má búast við að berjaspretta
á þessu sumri verði vel í meðal-
lagi hér um slóðir," tjáði
glöggur berjatínslumaður
fréttaritara blaðsins.
Traust skortir
milli heimila
og skóla
ans. Ör skipti í kennaraliði hafi
haft sitt að segja, litlir fjármunir
frá bæjaryfirvöldum til skólans og
skortur á trausti milli heimila og
skóla.
Jónína segir hlutfall réttinda-
kennara vera að lagast, en ennþá
vanti þó kennara í sérgreinar. „Við
erum núna með mjög gott kennara-
lið, þannig að skólinn ætti að hafa
allar forsendur til að standa sig
vel. Við prófuðum í 8. bekk á síð-
asta ári að kenna í mismunandi
hópum eftir getu í íslensku og
stærðfræði og ætlum að prófa þetta
í öllum samræmdu greinunum í
8.-10. bekk í vetur. Þetta ætti að
geta skilað sér eftir tvö til þijú
ár,“ segir Jónína.
Neikvæð viðhorf foreldra
Formaður fræðslunefndar ísa-
fjarðarbæjar, Óðinn Gestsson, telur
skýringarnar á slakri stöðu Grunn-
skólans á ísafírði margþættar og
margslungnar. „Það læðist þó að
mér sá grunur að stærsta skýringin
á þessu séu frekar neikvæð viðhorf
foreldra og nemenda til skólans.
Þó að það sé auðvitað alltaf slæmt
að skipta um kennara, held ég að
skýringanna sé ekki svo mikið að
leita þar, heldur sé ábyrgðin fyrst
og fremst foreldranna. Öll afskipta-
semi foreldra gagnvart skólamálum
í þá veru að gera skólann betri,
held ég að sé af hinu góða,“ segir
Óðinn.
Skrautbúnir krakkar
Vogum - Nýlega lauk leikja-
námskeiði fyrir börn á
aldrinum 5 til 9 ára í Vogum,
og hafði námskeiðið staðið í
hálfan mánuð. Flestir voru
þátttakendur 38. Lokadag
námskeiðsins var slegið á
léttari strengi og krakkarnir
mættu skrautbúnir eins og sést
á myndinni.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
GOTT er að tylla sér niður og borða nesti við borð sem staðsett
er í miðju áningastaðarins við nýju Jökulsárbrúna.
Aningastað-
ur við Jök-
ulsárbrú
Vaðbrekka, Jökuldal. - Nýja Jök-
ulsárbrúin við Selland í Hlíðarhreppi
var tekin í notkun fyrir rúmu ári.
Um leið og Vegagerðin lauk frá-
gangi umhverfis við brúna gerðu
þeir vistlegan áningastað við eystri
brúarsporðinn.
Þarna geta vegfarendur tyllt sér
niður með nesti við borð, ásamt því
að ganga niður að árgilinu eftir
göngustíg er þar hefur verið lagður
að útsýnisstað á gilbarminum. Þaðan
geta vegfarendur virt fyrir sér hrika-
leik gilsins en þarna eru tæpir fjöru-
tíu metrar af brúargólfinu niður í
Jökulsána.
Glæsileg hnífapör
í miklu ÚMxiii
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
VINNUFÓLKIÐ á Sænautaseli, Dagmar Ýr vinnukona og Vilhjálmur
vinnumaður, fær sér sundsprett að vinnudegi loknum.
SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Parfœröu gjöfinn -