Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, í guðsbænum, ég skal vera til friðs ... Hagkaup hf. hugar að framkvæmdum í Borgarholti Stór þjónustumiðstöð byggð á næstu árum Flugleiðir fljúga aukaferðir til Flórída HAGKAUP hf. og Þyrping hf. fyrirhuga að byggja nýtt verslun- ar- og þjónustuhúsnæði á Spöng- inni í Borgarholtshverfi í Reykja- vík. Borgarráð gaf Hagkaupi fyr- irheit árið 1992 um úthlutun bygg- ingarréttar fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á Spönginni á Borgarholti en Hagkaup hf. og Þyrping hf. hafa óskað þess að Þyrping hf. taki við fyrirheitinu, og hafa fyrirtækin látið vinna til- lögu að skipulagi svæðisins. „Við erum í þann veginn að ljúka samningum við borgaryfir- völd um lóðina í heild. Lóðin er ekki enn tilbúin og ekki er hægt að fullyrða um hvenær farið verð- ur að byggja. Áætlað er að upp- bygging þjónustusvæðisins verði á næstu tveimur árum,“ segir Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups. „Svæðið er enn ekki fullhannað þannig að það er ekki enn hægt að nefna neinar kostnaðartölur né hvenær búast má við að verslanir opni á Spönginni." 2.000 fermetra Hagkaupsverslun Óskar segir að Hagkaups- verslunin í Borgarholtshverfi verði um 2.000 fermetrar. Auk verslunarinnar sé gert ráð fyrir annam þjónustu á skipulaginu s.s. bókasafni, kvikmyndahúsi, heilsugæslu, banka, bensínstöð og fleira. „Þyrping hf. annast fasteigna- mál innan Hofs hf., eignarhaldsfé- lags Hagkaups, og mun hanna og skipuleggja svæðið og sjá um verkið í heild. Þyrping hf. er sérfé- lag sem sér um allt sem lýtur að byggingu og rekstri fasteigna og er í eigu sömu aðila og Hagkaup hf.,“ segir Óskar. FLUGLEIÐIR hf. hafa bætt við sjö aukaferðum til Flórída í haust vegna mikillar eftirspurnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Fyrsta viðbótarferðin verður farin 11. september og síðan verð- ur flogið vikulega á þriðjudögum til loka október. Flugleiðir selja nú átta daga ferðir til bæjarins Sarasota. Á liðnum vetri héldu tæplega 7.000 íslendingar til Flórída á tímabilinu september tii apríl, að frátöldum þeim sem þangað fóru eftir viðdvöl annars staðar í Bandaríkjunum. í frétta- tilkynningunni kemur fram að búizt sé við að mun fleiri leggi leið sína til fylkisins á komandi vetri. Kennir íslensku við Caen-háskóla Gagnaskortur háir „ íslenskukennslu Steinunn Filippusdóttir Le Breton INORMANDÍ í Frakk- landi er mikill áhugi á Norðurlöndum og í Háskólanum í Caen er Norðurlandadeild mikið sótt alls staðar að úr Frakklandi. Svipuð há- skóladeild er við Sor- bonne í París, nema hvað finnskan er þar með aust- urlandamálunum. Stein- unn Filippusdóttir er lektor við Norðurlanda- máladeildina í Caen. Við byijum á að spyija hana hvernig íslenskan komi þar inn: „íslenska er kennd þeim sem velja sér eitt- hvert norrænt mál að aðalfagi. Fyi'ir þá er ís- lenska skyldufag fyrstu tvö árin og síðan fornís- lenska seinni tvö árin. Ekki reyndust á sínum tíma nógu margir fyrir íslensku sem aðalfag og því var skyldu- náminu komið á. Um 20 nemend- ur byija árlega með Norðurlanda- mál sem aðalfag og eru látnir taka sem aukafag ensku og frönsku. í deildinni erum við með um 200 nemendur alls.“ Nú kennir þú öllu þessu fólki íslensku og forníslensku, er ekki iítið um kennsiugögn? „Það er mjög erfitt að afla gagna. Aldrei hefur verið til al- mennileg kennslubók í íslensku á frönsku. En við vonum að hún sé nú loks að koma út, aðlöguð af Emil Eyjólfssyni. Ég hefi orðið að búa til eigið efni og málfræðik- afla og íjölrita það. Nota svo æfingabækur héðan að heiman. Nú er þó mikil bót að þessari góðu fransk-íslensku orðabók. Þyrfti bara að gera aðra íslensk- franska, sem mínir nemendur hafa enn meiri þörf fyrir. Við Jean Renaud dósent, sem mikið hefur þýtt og skrifað um Ork- neyjar, Hjaltlandseyjar og Suðu- reyjar, erum að vinna orðalista efir efnisflokkum. Ég er að gera fransk-íslenskan lista fyrir okkar nemendur. Þetta kemur væntan- lega út í haust hjá Ophrys í Par- ís og verður selt ódýrt svo það ætti að nýtast fleirum. Áður hafði ég gert íslensk-franskan orða- lista fyrir nemendur mína. Þar sem ekkert er til er maður alltaf að búa til efni og betrumbæta það. Nú þyrfti að notfæra sér meira tæknina, kenna með tölv- um og myndbandaefni, en ekkert slíkt íslenskuefni er ennþá til fyr- ir erlenda stúdenta. Aðeins eitt- hvað um landið, en engar mál- fræðiæfingar á tölvur, eins og þeir hafa til dæmis í sænskunni. Það þyrfti að veita meira fé til Bókmenntakynningasjóðs og Stofnunar Sigurðar Nordals til að styrkja þýðingar og kennsluefni fyrir útlendinga." Eru nokkrir ís- iendingar í Caen? „Það er alltaf slæðingur í útlend- ingadeildinni, en núna hafa þeir frekar sótt til Monpelier vegna samninga háskólans þar við HÍ. Nú vonumst við til að fá aftur íslendinga, því búið er að undir- rita Sókratessamning milli HÍ og Háskólans í Caen, svo að við ætlum nú að skiftast á nemend- um og jafnvel kennurum. Það væri spennandi að fá íslenskan kennara og senda annan frá okk- ur til íslands." Steinunn hefur verið búsett í Frakklandi í hartnær 30 ár og löngum haft orð fyrir að vera ►Steinuiin Filippusdóttir Le Breton er fædd 1943 í Hrísey og varð stúdent frá MA 1963. Hún hóf frönsku- og þýskunám í HÍ og hélt svo til Caen til framhaldsnáms í frönsku, frönskum bókmenntum og þýsku og lauk þar licence- prófi 1969 og mastersprófi 1971. Hún byrjaði að kenna við Norðurlandamáladeildina við Caen-háskóla 1975 og er þar nú lektor, kennir íslensku, forníslensku og málfræði fyrir öll Norðurlandamálin. Dokt- orsritgerð sína um fornnorr- ænar þýðingar á latneskum postula- og heilagramannasög- um og áhrif þeirra á íslenska sagnaritun varði Steinunn 1995. Steinunn hefur verið skipuð ræðismaður íslands í Normandí. Eiginmaður Steinunnar er Jaques Le Breton dósent og eiga þau fjögur börn, Sólveigu, Jean-Marc, Jean-Yves og El- ínu. hjálpleg löndum sínum. Og í haust var hún formlega skipuð ræðismaður íslands í Normandí. Nú stendur í haust mikið til í samskiptum á menningarsviðinu með 5. Boreal-listahátíðinni, sem aðallega snýr að íslandi og ís- lenskum bókmenntum. Þú kemur þar við sögu? „Áður en þessi listahátíð varð til vorum við sendikennararnir alltaf með menningarkynningar í gangi, efndum til Luciuhátíða, íslandskvölda o.s.frv. Það var undanfari félagsins Norden, þar sem við erum stofnfélagar. Þetta varð umfangsmeira eftir að kom norræn samstarfsnefnd og fyrir fimm árum var fyrst efnt til Norðurljósa listahátíðar. Nú eru íslendingar á oddinum. Koma 6-7 íslenskir rithöfund- ar, lesa úr verkum sínum og verða kynntir. Gefnar verða út 3 íslenskar bækur í nýjum frönskum þýðingum og auk þess verður tveggja daga ráðstefna í háskólanum um forn- bókmenntirnar og íslenskar nú- tímabókmenntir. Ég tek þátt í undirbúningnum, hefí verið teng- iliður, og kom nú hingað með frönsku aðilunum frá borginni og safninu. Síðan er ég búin að vera hér í fríi með manninum mínum og yngstu dótturinni El- ínu. Við vorum á Akureyri hjá móður minni Elínbjörgu Þor- steinsdóttur og höfum ferðast kring um landið,“ sagði Steinunn að lokum. Fyrsti ís- lenski ræðis- maðurinn í Normandí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.