Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 43 I DAG BRIDS llmsjon Guðmundur Páll Arnarson FLESTIR bandarískir spilarar þekkja nafnið Wal- demar von Zedtwitz. Margir vita líka að hann var þýskur barón, sem settist að í New York eftir fyrri heimsstyrj- öld og gat sér gott orð sem makker Harolds Vander- bilts, höfundar bridsíþrótt- arinnar í núverandi mynd. Von Zedtwitz lést árið 1984 í hárri elli. Hann spilaði nánast fram á síðasta dag og vann meðal annars það afrek árið 1970 í Stokk- hólmi - þá 74 ára gamall - að verða heimsmeistari í parakeppni. „Waldy" var hugmyndaríkur spilari, en afar hægfara. Suður gefur; allir á hættu. Arnað heilla F7 pTÁRA afmæli. Sjötíu I Oog fimm ára er í dag, laugardaginn 10. ágúst Maria Unnur Sveinsdóttir, Hamraborg 18, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Aðal- steinn Guðbrandsson. pT/\ARA afmæli. 1 dag, V/laugardaginn 10. ág- úst,er fimmtug Vilborg Á. Einarsdóttir, þroska- þjálfi. Eiginmaður hennar er Einar Hólm Ólafsson. Þau eru að heiman. Norður ♦ - r Á83 ♦ K1098764 ♦ 853 Vestur Austur ♦ DG632 ♦ K10854 ♦ K42 ♦ ÁD1097 Suður ♦ Á97 ♦ DG10975 ♦ ÁG ♦ G6 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 2 tíglar 2 spaðar Pass 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Útspil: Spaðadrottning. Spilið er frá úrslitaleik Spingold-keppninnar árið 1937. Von Zedtwitz var í suður og ákvað að fara í 5 hjörtu yfir 4 spöðum, þar sem hann taldi réttilega að væri lítið að hafa. Þegar útspilið kom á borðið, lagð- ist Von Zedtwitz í djúpa þanka. Makker hans, Edw- ard Hymes Jr., hafði ekki taugar til að fylgjast með spilamennskunni og labb- aði fram á meðan. Hann var brúnaþungur og lét þau orð falla við áhorfanda að leikurinn myndi tapast á þessu spili. „Við erum í 5 hjörtum dobluðum, sem vinnast aldrei." Fimmtán mínútum síðar kom annar áhorfandi fram og Hymes spurði hvað væri að gerast við borðið. „Ekki neitt. Valdi hefur ekki enn spilað einu einasta spili.“ Nokkru síðar dró loks til tíðinda. „Sjö unnir, doblað- ir,“ sagði einhver. Von Zedtwitz hafði tekið fyrsta slaginn heima á spaðaás og spilað strax hjarta á ásinn. Hann próf- aði tígulinn næst, og þegar drottningin féll, var eftir- leikurinn auðveldur. Hjartaáttan var innkoma á frítíglana. En hvers vegna hafnaði Valdi svíningunni? Jú, hann reiknaði með að vestur hefði doblað 5 hjörtu með kónginn valdaðan eftir svo harðar sagnir félaga síns. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 24. febrúar sl. í Temple of light, Keflavík- urflugveili Alda Gísladóttir og Kevin T. Smith. Ljósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Hulda Saga Sig- urðardóttir og Sævar Bjarnason. Heimili þeirra er í Keldulandi 9, Reykjavík. Ást er... aðgrílla saman. TM Reg. U.S. Pat Oft. — aH rights resorved (c) 1996 Lo* Angeles Time* Syndlcale ___ iy»UJ0“SK'1 Barna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Dómkirkj- unni af sr. Jakobi Hjálmars- syni Guðrið Nattestad og Bragi H. Helgason. Barna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Langholts- kirkju af sr. Jakobi Hjálm- arssyni Hlíf Gestsdóttir og Reynir Valdimarsson. Heimili þeirra er í Sólheim- um 15. SKAK llmsjðn Mnrgeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur Staðan kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á alþjóðlegu móti í New York í vor. Englendingurinn Michael Adams (2.660) hafði hvítt og átti leik, en Joel Bei\jamin (2,570), Bandaríkjunum, hafði svart. 26. Hxd6! - Rxd6 27. Rc6 og svartur gafst upp. Eftir 27. - Dd7 28. Rf6verður hann mát eða tapar drottn- ingunni. Adams sigraði með yfir- burðum á mótinu, sem bar nafnið „Chess in the Schools International", sem útleggst „Skák í skólum, alþjóða- mót“, en jafnframt því tefldu bandarískir skóla- nemendur sín á milli. STJÖRNUSPÁ cftir I’rances Drakc * LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þér lætur vel að stjórna, ogþú sækir fast að settu marki. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Ef þú týnir einhverju árdeg- is, eyddu þá ekki tíma í að leita, því það skilar sér fljót- lega. Þróun mála í vinnunni lofar góðu. Naut (20. apríl - 20. maí) Itfö Það er óþarfi að leita ráða hjá öðrum varðandi við- skipti, því þú hefur rétta svarið. Njóttu frístundanna með ástvini. Tviburar (21.mal-20.júní) Þú ættir að sleppa innkaup- unum í dag, og snúa þér frekar að menningarmálun- um og undirbúningi ferða- lags. Slakaðu á í kvöld. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þeir sem eru á faraldsfæti ættu að gæta þess að skilja ekkert eftir þegar þeir halda á næsta áfangastað. Góðar fréttir berast. Ljón (23.JÚ1Í — 22. ágúst) Það sem er að gerast í fjár- málum er þér hagstætt, en láttu það ekki leiða til þess að þú sláir slöku við. Nýttu þér tækifærin. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú hefur í ýmsu að snúast árdegis, en svo gefst tími til að heimsækja vini. í kvöld væri við hæfi að bjóða ást- vini út. Vog (23. sept. - 22. óktóber) Einhver trúir þér fyrir leynd- armáli í dag. Síðdegis verður mikið um að vera í félagslíf- inu, en í kvöld kýst þú að vera heima. Sporödreki (23.okt. - 21. nóvember) 9(j0 Þú þarft að láta hendur standa fram úr ermum og ljúka verkefni heima, sem þú hefur vanrækt. Svo gefst tími til að slaka á. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Þér býðst tækifæri til að styrkja stöðu þína í vinnunni og tryggja betri afkomu. Spennandi ferðalag er á næstu grösum. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Það kemur sér illa þegar eitt- hvað tæki eða tól, sem þú þarft að nota í dag, er bilað. Láttu það samt ekki spilla góðri helgi. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) Þér gefst góður tími í dag til að hreinsa til í skúffum og skápum heima. Að því loknu getur þú notið kvölds- ins í vinahópi. Fiskar (19.febrúar-20.mars) ISlt Ættingi reynist nokkuð ósamvinnuþýður í dag, og þú þarft að sýna þolinmæði. En í kvöld bíður þín ánægju- leg skemmtun með ástvini. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grurrni vísindalegra staðreynda. Við eigum 1 árs afmæli þann 11. ágúst 1996. í tilefni af því bjóðum við 20% afslátt af bómullarefnum og tilboð á ýmsum sniðum, bókum og trévöru. Opið afmælisdaginn, sunnudoginn. 11. ógúst hl. 13-17. Opið món-fös. kl. 10 -18. Afslótturinn og tilboðin standa frá 11.-14. ágúst nk. cPerib velkomin Irrú ^étfiílSur Suðurlandsbraut 20, sími. 553 3770. I ágúst á hverju ári hefst nýtt tímabil hjá okkur í Kolaportinu. Þá fjölgar seljendum, meira selst af kompudóti og hin eina sanna Kolaports- markaðstemmning eykst til muna. Láttu sjá þig hvort sem er til að selja, gramsa í kompudóti, kaupa íslenskt grœnmeti, gómsœtan kjötbita eða bara til að upplifa stemmninguna og hitta vini og kunningja (þeir eru hvort sem er allir í Kolaportinu). o Hangiálegg í fríið kr, 1449 kg, | _ Lambakjotágrilliðagoouverði-Hangibögglarkr.734,-l<g. Um helgina bjóðum við stórkostlegt og dásamlegt hangiálegg á aðeins kr. I . 1449 kg (venjulegt verð kr. 1700-2500). Við erum líka með miúkt og sararíkt lambakjöt á grillið, kryddað að hælti bóndans. Finnig'Hangíböggla | ■ (úrbeinað hangfkjöt) á kr. 734,- kg. og ostafyllta lambaframparta. 0 Sprengitilboð ó nýjum laxi • 1 kíló af ýsuflökum og 1 frítt - Ný ýsa kr. 149 kg. Fiskbúðin Okkar í Kolaportinu hefur stuðlað að lægra matvælaverði oa * býður landsins mesla úrval af nýjum fiski og fiskirettum. Við erum með . nýjan lax á sprengitilboði, fískibökur, grillpinna, vinsælu fiskibollumar, nýja fiskirétti, glænýjan Háf, sósurétti, og alvöru sólþurrkaðan saltfísk. D Ódýr egg og gódur broddur . Bananar, epli, grape, sítronur og fleira á sprengiverði Magnea úr Gaulverjabænum er með ódýra ávexti s.s. banana grape, ■ melonur og sítrónur. Einnig kál, rófur, gulræmr og úrval af öðru íslenku . grænmeti. pað em líklega nvergi á landinu jafn goð kaup í grænmeti og avöxtum. Úrval af grænmeti i hmum landsþekktu 100,-kr. pokum. ** KOLAPORTIÐ ¥>» Opiðlaugardagaogsunnudagakl. 11-17 J i i í I f : | I Jf I i f PQ lún og íuguefni :zv- ÍÁiÍÍ !»! Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 oruonjonanna Gjafaþjónustafyrir brúðkaupið (v?) SILFURBÚÐIN N-Z-S Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfærðu gjöfina - Vantar þig j VIN að tala við? Við ernm til staðar! \ VINALÍNAN Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.