Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 39 Í Í i í ! I 1 : I I I I I 3 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 FRÉTTIR Erindi um nýtt naut- gripakyn KONRAD Kulak, erfðafræðingur frá háskólanum í Guelph í Kanada, held- ur tvö stutt erindi á ensku og svarar fyrirspurnum í fundarsal Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti kl. 10 f.h. mánudaginn 12. ágúst 1996. Fyrra erindið nefnir hann „Relati- onships of early performance traits to lifetime profitability in Holstein cows“ og það síðara „Importing a new breed - an opportunity for ge- netic improvement in Icelandic dairy cattle?" Erindin eru opin ölum þeim sem áhuga hafa. Kulak dvelst hér í tengslum við samskiptasamninga á milli íslenskra rannsóknastofnana í landbúnaði og háskólans í Guelph í Kanada. Hann er frá Póllandi og lauk þar almennu háskólanámi í landbúnaði en fór síð- an til Kanada þar sem hann lauk mastersnámi og er nú á lokaári í doktorsnámi. Morgunblaðið/Golli Nýtt apótek í Kópavogi NÝ lyfjaverslun, Engihjallaapó- tek.var opnuð í gær í Engihjalla 8 í Kópavogi. Eigendur verslunarinn- ar eru lyfjafræðingarnir Jón R. Sveinsson og Guðrún Óskarsdóttir. Þau koma frá Höfn í Hornafirði þar sem þau settu á stofn Hafnarapótek í október 1977 og hafa rekið það síðan með útibúum á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Á myndinni eru Jón og Guðrún í nýju versluninni. Ný altarisklæði í Grafarvogs- kirkju NÝ ALTARISKLÆÐI eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu verða vígð við guðsþjónustu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. ágúst. Síðastliðin jól var hátíðahökull eftir Sigrúnu vígður við há- tíðarguðsþjón- ustu í kirkjunni. Altarisklæðin sem nú verða vígð tilheyra samstæðu við hökulinn. Það er Safnaðarfélag kirkjunnar sem gefur altarisklæðin. í guðsþjónustunni verða stúlk- urnar Eva Hrund Guðlaugsdóttir, búsett í Brussel í Belgíu, og Tinna Hrund Birgisdóttir, búsett í Borde- aux í Frakklandi, fermdar. Útsölur á löng- um laugardegi LANGUR laugardagur verður í verslunum við Laugaveginn I dag, 10. ágúst, og verða verslanir á svæðinu opnar til klukkan 17. í ágústmánuði eru haustútsölur í hámarki við Laugaveginn og ná- grenni, en þar eru rúmlega 300 verslanir. Auk verslana er mikill fjöldi veitinga- og kaffihúsa á svæð- inu. Þennan langa laugardag verða einnig vörukynningar á víð og dreif um bæinn. Á laugardögum er frítt í öll bíla- geymsluhús í miðbænum. + Arleg kvenna- reið í Dalasýslu SJÖTTA árlega kvennareið Dala- sýslu verður farin í dag. Nú þegar hafa 110 konur skráð sig í reiðina og hafa þær aldrei verið fleiri. Kon- urnar mæta í Flekkudalsrétt á Fells- strönd kl. 13 og endar reiðin á grill- veislu við Staðarfell um kvöldið. LEIÐRÉTT 24,8% nota tóbak daglega Tvær villur voru í töflu með nið- urstöðum neyslukönnunar Félags- vísindastofnunar sem birtist í blað- inu 8. ágúst. Þar kom fram að 15,6% svarenda notuðu tóbak dag- lega en hið rétta er að 24,8% allra svarenda sögðust nota tóbak dag- lega. Einnig var ranglega frá því greint í töflunni að 98,2% svarenda notuðu ekki tóbak. Hið rétta er að 33,2% svarenda sögðust nota tóbak en 66,8% sögðust aldrei gera það. Er beðist velvirðingar á þessu. Litabækur verðlaunaðar EGGERT Kristjánsson hf. heild- verslun, Sundagörðum 4, umboðs- aðili Prince Lu kex á Islandi, efndi til samkeppni meðal barna þar sem börn luku við gerð ævintýra- sögu um Prince Lu. Börnin urðu að ljúka við að lita teikningar í litabók og semja framhald sögu og ævintýraferðar um Prince Lu við að bjarga prins- essu frá eldspúandi dreka. Yfir 400 börn frá öllum lands- hlutum tóku þátt í samkeppninni og sendu inn litabækur. Dómnefnd valdi 46 lita- og sögubækur er þóttu skarafram úr. Vinningshaf- ar hlutu að launum ævintýr- akubba frá Lego. Af þessu tilefni bauð Eggert Kristjánsson hf. heildverslun vinn- ingshöfum til samsætis í húsa- kynni sín að Sundagörðum 4. Þar hittu vinningshafarnir Prince Lu sem þakkaði þeim kærlega fyrir aðstoðina við bjarga prinsessunni, og afhenti þeim verðlaunin. Sölusýning á Garðatorgi GARÐATORG, Garðabæ, býður handverksfólki að vera með sölu- sýningu í dag, laugardag, og mánu- daginn 11. ágúst. Áður voru sýning- ar með sama sniði í apríl og maí. Raðganga FI og Útivistar hefst að nýju RAÐGANGA Ferðafélagsins og Úti- vistar hefst að nýju eftir sumarfrí á morgun, sunnudaginn 11. ágúst. Þetta verður sjötti áfanginn Blá- ijöll-Sleggjubeinsdalir. Mæting í ferðina er við Umferð- armiðstöðina kl. 10.30. Stansað verður við Mörkina 6 og Árbæjar- safn. Boðið verður upp á sætaferðir frá SBK, Keflavík kl. 10.00. Frá Bláfjallaskála verður gengið suður fyrir Bláíjöll og yfir Kerlingarhnjúk að Fjallinu eina. Þaðan eftir gamla Ólafsskarðsveginum að eldstöðinni Leitin, Syðri- og Nyrðri-Eldborg og Lambafelli og áfram að Litla Reykja- felli. Áfanganum lýkur í Sleggju- beinsdölum. Þetta er falleg, tiltölu- lega greiðfær leið og á henni er margt skoðunarvert. Öll leiðin er yfir 20 km en að venju verður gef- inn kostur á að stytta gönguleiðina. í Gæðagarni og lopa MYND af eigendum verslunarinnar Gæðagarn og lopi í Glæsibæ féll niður með frétt Morgunblaðsins á föstudag. Eigendur eru Ólafía Magnúsdóttir og Guðlaug Magnús- dóttir. Eins og nafnið bendir til eru garn og lopi til sölu, en einnig verð- ur rekin póstþjónusta við lands- byggðina, haldin námskeið og pijónað fyrir þá, sem ekki hafa tíma til þess sjálfir. KÓNGALJÓS (Verbascum longifolium) FYRIR stuttu var haldin árshátíð Garð- yrkjufélags íslands, garðaskoðunardag- urinn. Til fróðleiks þeim sem ekki eru félagar er rétt að út- skýra þetta nánar. Garðaskoðunardag- urinn er haldinn síð- degis seinni hluta júlí. Þá opna nokkrir fé- lagsmenn í Reykjavík eða nágrannabyggð- um garða sína fyrir félagsmönnum og þeirra gestum svo færi gefst á að ganga um, skoða bæði gróð- ur og skipulag og fræðast. Þátt- taka í garðaskoðuninni er mjög mikii en mörg hundruð áhuga- samir ræktendur notfæra sér þetta einstaka tækifæri. Þarna hittast félagar víðs vegar að af landinu, skoða, velta vöngum og rabba saman um sameiginlegt áhugamál og alltaf kemur maður fróðari heim og ósjaldan sér mað- ur eitthvað, sem maður blátt áfram „verður“ að eignast. Það var einmitt garðaskoðunin sem varð kveikjan að þessum blóma- pistli. í einum garðanna sá ég nokkrar gerðir kyndla eða kónga- ljósa eins og ættkvísl- in Verbascum er köll- uð. í ættkvíslinni eru nálægt 250 tegundir og þær vaxa villtar bæði í Norður-Afr- íku, Litlu-Asíu og Suðaustur-Evrópu. Meira að segja vaxa villt kóngaljós í Dan- mörku. Sameiginlegt einkenni kóngaljósa eða kyndla er blað- hvirfing loðinna, heil- renndra laufblaða sem langur blóm- stöngull vex upp úr. Þau eru ýmist tvíær eða fjölær og eru venjulega allstórvaxin, en þó flokkast nokkrar gerðir kónga- ljósa með steinhæðaplöntum. Kóngaljós eru frekar sjaldgæf í görðum á íslandi og ekki algeng í gróðrarstöðvum, en þó er a.m.k. blámannsljós stundum á boðstól- um. Blámannsljós er fjölært og mun fíngerðara en önnur kónga- ljós sem ég þekki, blómstöngulinn 60-80 cm hár. Blómlitur þess er breytilegur, hvítur, bleikur, rós- rauður eða fjólublár. í garðaskoð- uninni sá ég balkankyndil, Ver- bascum chaixii, sem var að búa sig undir blómgun, en því miður BLÓM VIKUNNAR 338. þáttur Hmsjón Ágústa Björnsdóítir KÓNGALJÓS - verbascum longifolium. ekki útsprunginn, en flestir kyndl- ar eða kóngaljós blómstra í ágúst- byijun. Balkankyndill er allstór, þar sem blómstöngullinn verður liðlega metri á hæð og blómin eru ljósgul á lit. Þó er til hvítt af- brigði, sem er mjög fallegt, með fjólubláum fræflum, en það var einmitt hvíta afbrigðið sem þarna dafnaði vel. Eitt sinn sáði ég til ólympíukyndils sem myndaði mjög glæsilega blaðhvirfingu og upp úr henni teygði sig síðan 2 m hár marggreinóttur blómstöngull, lýsandi gulur á lit. Ótrúlega glæsi- leg jurt sögðu ýmsir sem sáu dýrð- ina, en mér varð ekki um sel. í mínum augum líktist þetta mest einhveijum óskapnaði og minnti mig helst á blómstrandi rófu, enda var ólympíukyndillinn á kolvit- lausum stað í garðinum, framar- lega í litlu beði. Fegin varð ég þegar hann visnaði niður og ekki saknaði ég hans þegar hann reyndist aðeins tvíær, en það eru þær jurtir kallaðar, sem deyja að aflokinni blómgun, hvort heldur hún verðúr á öðru eða tíunda ári eftir að jurtin spírar. Uppáhalds kyndillinn minn er hins vegar sjálft kóngaljósið - Verbascum longifolium - sem ég hef átt í mörg ár. Blöðin í hvirfingunni eru sannarlega löng eins og latneska nafnið segir, eða allt að 60 cm, svo loðin að þau virðast nánast silfurhvít, einkum á neðra borði, lensulöguð, jaðrarnir nánast alveg sléttir en blöðin bylgjuð. Blóm- stöngullinn vex síðan allt að 1,5 m upp úr hvirfingunni. Hann ber einnig blöð, sem verða gisnari og minni eftir því sem ofar dregur, og er allur gráhvítur áður en blómin springa út, sem er venju- lega seint í júlí. Krónublöðin eru 5, skærgul að lit en fræflarnir rauðgulir og setja mikinn svip á blómið. Neðstu blómin í ógreindri blómskipuninni springa fyrst út, en brátt stendur allur stöngullinn í gullnum loga. Blómin standa lengi, en þegar þau eru fallin, opnast eitt og eitt blóm upp eftir stönglinum, sem þroskast hefur seinna en hin. Kóngaljósið hefur reynst mér mjög harðgert og myndar smám saman fleiri blað- hvirfingar þannig að í sumar ber það 8 blómstöngla. Kyndlar eða kóngaljós almennt vilja helst mikla sól og kjósa fremur þurran jarðveg, en þrífast vel í venjulegri garðmold. Venjulega er fræ af ýmsum gerðum kóngaljósa á fræ- íista G.I. S.Hj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.