Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 15 VIÐSKIPTI Olís með skulda- bréfaútboð Brezkir bankar skila met- hagnaði London. Reuter. SEX helztu bankar Bretlands skiluðu samtals 6 milljarða punda hagnaði fyrir skatta á fyrri árshelmingi og þar sem líklegt er að afkoma þeirra haldi áfram að batna er um það rætt að lagður verði á sérstakur hagnaðarskattur. Sérfræðingar gera ráð fyrir áframhaldandi vaxtarstefnu og að hagnaður bankanna á árinu í heild verði rúmlega tvöfalt meiri og um 15 mill- jarðar punda eða ríflega það árið 1997. Góð afkoma bankanna hef- ur leitt til bollalegginga um sérstakan skatt, sem hefði virzt óhugsandi á samdráttar- árunum í Bretlandi í byijun áratugarins. Bankaasérfræðingurinn, David Poutney, telur greinina í hættu. Kenneth Clarke ijár- málaráðherra sé á atkvæða- veiðum og því hljóti hugmynd- ir um bankaskatt að skjóta aftur upp kollinum áður en langt um líði. Þótt einkennilegt sé er talið ólíklegra að Verkamanna- flokkurinn stingi upp á slíkum skatti af ótta við mótaðgerðir fjármálamanna, sem flokkur- inn hefur reynt að fá til fylgis við sig á síðari árum. Fyrrum for- stjóra Vulkan sleppt Bremen. Reuter. FRIEDRICH Hennemann, fyrrverandi forstjóri hins gjaldþrota þýzka skipafyrir- tækis Bremer Vulkan AG, sem ákærður var fyrir íjárdrátt, hefur verið látinn laus úr gæzluvarðhaldi gegn sex mill- jóna marka tryggingu. Hennemann vildi ekkert segja þegar hann var látinn laus úr sex vikna varðhaldi annað en að hann væri við góða heilsu. Hennemann hefur sætt rannsókn vegna ásakana um að hann hefði dregið sér fé úr 750-850 milljóna marka sjóði, sem var ríkisstyrkur til að endurreisa austur-þýzka skipasmiðjur sem Vulkan keypti eftir sameiningu Þýzka- lands. Ákveðið var að sleppa hon- um þegar dómsyfirvöld kom- ust að þeirri niðurstöðu að hann mundi ekki reyna að eyða sönnunargöngnum. HABItAT-ÚTSALAN AHt aí 70% afíláttur af •útsö'l-uvó'r-uin. Barcelona glas kr. 158 (smáfcrol af úrva]ih-u!) 0pi3 til M. I7 í <íag. habitat Uugivegl I) Jlml 541MJO ImnkHuiHkttnu iiMwMlM -kjarni málsins! OLÍUVERZLUN íslands hf. hefur hafið sölu á skuldabréfum að and- virði 350 milljónir króna. Bréfin bera 5,85% fasta vexti og eru til 10 ára með árlegum afborgunum. Landsbréf hefur umsjón með sölu skuldabréfanna. Að sögn Thomasar Möller, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Olís, hefur fyrirtækið heimild til að greiða bréfin upp eftir þrjú ár og á hveiju ári eftir það. „Vaxtapró- sentan er okkur hagstæð og hefur salan gengið vel síðan hún hófst í síðasta mánuði." í frétt frá Olís kemur fram að tilgangurinn með útgáfu og sölu bréfanna er að fjármagna umfangs- mestu framkvæmdir í sögu félags- ins á einu ári. Nú þegar hefur félag- ið lokið byggingu nýrrar þjónustu- stöðvar við Sæbraut í Reykjavík og í þessum mánuði lýkur byggingu veitingaskála á sama svæði. Einnig standa yfir breytingar á þjónustu- stöð fyrirtækisins við Álfheima. Ódýrara bensín í september Á þjónustustöðvum Olís í Reykjavík er verið að innrétta verslanir með neyslu- og ferðavörur og hefur sú fyrsta verið opnuð á Sæbrautinni. Olís opnar í september tvær sjálfvirkar, ómannaðar bensín- stöðvar undir heitinu „ÓB - ódýrt bensín“. Önnur verður staðsett hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfírði en hin við verslunina Engjaver í Grafar- vogi. „Við áformum að opna síðar á árinu tvær ÓB-stöðvar til viðbótar, en markmiðið með stöðvunum er að vera samkeppnisfærir við ódýr- asta bensínið á markaðnum. Ætlunin er að stöðvarnar verði staðsettar hjá verslunum á fjölförn- um stöðum og er uppsetning bens- ínstöðvanna í samvinnu við viðkom- andi verslanir," segir Thomas. Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld. HVfTA HÚSID I SfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.