Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Skeljungs nam 104 milljónuni Batnandi hagur í sjávarútvegi helsta skýringin HAGNAÐUR Skeljungs hf. nam 104,4 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagn- aðurinn aukist um tæp 30% miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 160,5 milljónum sem er 21,4% hækkun. Samkvæmt milliuppgjöri var velta fyrirtækis- ins 3.595 milljónir króna og er um að ræða 19% hækkun. Allar helstu lykiltölur úr milliuppgjöri Skeljungs koma fram á meðfylgj- andi töflu. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að þetta sé betri útkoma heldur en við fyrri milli- uppgjör. „Þetta gefur vísbendingu um að árið hafi byijað vel og von- andi verður framhald á þessari þróun. Okkar stærstu viðskipta- vinum, sem eru í sjávarútvegi, gengur augljóslega mun betur nú heldur en oft áður og þegar þeim gengur vel þá gildir það sama um okkur. Þegar íslenskum fyrirtækj- um gengur vel þá erum við með öruggari viðskiptavini. Þetta eru sömu aðilarnir og áður, en staða þeirra hefur batnað mikið þannig að afskriftir hafa minnkað og þörfin fyrir varúðarfærslur er ekki eins mikil. Eins hefur hlutafjár- eign okkar í öðrum fyrirtækjum vaxið á árinu,“ segir Kristinn. Olíusala á fjarlægum miðum Bensínsala Skeljungs jókst um 11% á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra og hefur hlut- ur félagsins hækkað um 2,3% á heildar bensínmarkaði og var hann um 34,4% í lok júní. Sala á svartolíu jókst um 10% og sala á gasolíu og tengdum tegundum um 3%. Skeljungur tók á leigu olíuskipið Nordstar í apríl s.l. til þess að af- greiða brennsluolíu um borð í inn- lend og erlend fiskiskip, bæði á Reykjaneshrygg og á veiðislóðum á Flæmska hattinum, í samkeppni við erlenda olíuseljendur. „Við höfum viljað þjóna okkar viðskiptavinum hvar sem þeir eru og höfum því lagt í langar sigling- ar til þess að þjónusta íslenska flot- ann. Ástæðan fyrir því er sú að okkar heimamarkaður er þar sem íslenski flotinn er á veiðum, hvort sem það er innan landhelgi eða utan. Það er mikil samkeppni á þessum markaði en við erum ekki að keppa við önnur fyrirtæki á innanlandsmarkaði heldur erlenda olíuseljendur," segir Kristinn. Æ\ Skeljungur Úr milliuppgjöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Muijónír króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 3.594 3.019 +19% Rekstrargjöld 3.434 2.893 +19% Rekstrarhagn. t. fjármagnsliði og skatta 160 118 +35% Fjármagnsgjöld (3) (8) -62% Reiknaðir skattar (53). (38) +40% Hagnaður tímabilsins 104 80 +30% Eínahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting | Eignir: \ Veltutjármunír 2.441 2.131 +15% Fastafjármunir 3.854 3.588 +7% Eignir samtals 6.295 5.719 +10% I Skuidir og eigid fé: I Skammtímaskuldir 1.516 1.475 +3% Langtímaskuldir 2.029 1.686 +20% Eigið fé 2.749 2.557 +8% Skuldir og eigið fé samtals 6.295 5.719 +10% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 44,0% Veltufjárhlutfali 1,61 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 263 206 +27% I I PÖSTUR OG SIMI Úr reikningum ársins 1995 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994 Breyting Rekstrartekjur 11.141,8 9.995,2 +11,5% Rekstrargjöld 10.093.6 8.556.3 +18.0% Hagnaðurán fjármunatekna og fjármagnsgjalda 1.048,2 1.438,9 -27,2% Hagnaður ársins 1.074,6 1.530,0 -29,8% Etnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 Breyting Eignir alls 16.958,8 15.320,5 +10,7% Skuldir samtals 11.893,1 2.298,6 +417,4% Skuldir og eigið fé alls 16.958,8 15.320,5 +10,7% Sjóðstreymi 1995 1994 Breyting Veltufé frá rekstri 3.370,9 2.706,9 +24,5% Skuldir Pósts og síma margfaldast vegna lífeyrisskuldbindinga Hagnaður 1995 rúmur milljarður HAGNAÐUR Pósts og síma var 1.075 milljónir króna á síðasta ári. Af þeim hagnaði greiddi fyrir- tækið 860 milljónir í ríkissjóð. Þetta er töluvert minni hagnaður heldur en árið 1994 en þá nam hann 1.530 milljónum króna líkt og fram kemur í meðfylgjandi töflu. í ársskýrslu Pósts og síma seg- Athugasemd TVÆR villur slæddust inn í frétt um eftirlit á verðbréfamarkaði, sem birtist á viðskiptasíðu í gær. í fréttinni var haft eftir Stefáni Halldórssyni, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, að það væri sjálft eftirlitsaðili með þeim aðilum, sem tengjast þinginu með formlegum hætti, m.a. eigendum skráðra verðbréfa. Þarna átti Stefán við útgefendur skráðra verðbréfa. Síðar í fréttinni sagði Stefán að Verðbréfaþingið leitist við að liðsinna mönnum ef um smávægi- legar yfirsjónir er að ræða. Þar átti að standa að mönnum væri leiðbeint ef um smávægilegar yfir- sjónir væri að ræða. ir að ástæðuna fyrir minni hagn- aði árið 1995 megi rekja til þeirr- ar ákvörðunar stjórnvalda að gjaldfæra í fyrsta sinn áfallna líf- eyrisskuldbindingu vegna starfs- manna og nam hún 788 milljónum vegna ársins 1995 en 8,6 milljörð- um vegna fyrri ára. Skuldir fyrir- tækisins jukust vegna þessa um rúmlega 417%. Slæm afkoma póstþjónustu Rekstrartekjur námu rúmum 11 milljörðum, þar af voru tekjur vegna fjarskipta 8,6 milljarðar en tekjur af pósti námu 2,6 milljörð- um. Slæm afkoma hefur einkennt rekstur póstþjónustunnar síðustu árin og áætlað er að á síðasta ári hafí rekstrarhalli hennar numið 650 milljónum fyrir færslu sam- eiginlegra gjalda sem eru lífeyris- skuldbindingar vegna fyrrverandi starfsmanna og fjármagnskostn- aður, sem ekki er skipt á milli fjar- skipta- og póstþjónustu. Arið 1995 fjárfesti Póstur og sími fyrir tæpa 2 milljarða, bæði í hefðbundnum grunnkerfum og í nýjungum eins og samnetinu og einnig í endurbótum á fasteignum og uppsetningu nýrra afgreiðslu- staða. Verslunarráð Islands skorar á fjármálaráðherra Vill að tap verði yfir- færanlegt til 10 ára VERSLUNARRÁÐ íslands hefur skorað á fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að skatta- legt tap í atvinnurekstri verði yfir- færanlegt í 10 ár í stað 5 ára samkvæmt núgildandi lögum. Að óbreyttu kemur fimm ára reglan fyrst til framkvæmda um næstu áramót en heimild fyrirtækja til að færa tap á milii ára var ótíma- bundin til ársins 1991. í erindinu til ráðherra vekur Verslunarráð athygli á því að breytingin um áramótin geti kom- ið fjölmörgum fyrirtækjum illa, enda séu mörg þeirra ekki búin að vinna sig út úr vandanum, sem skapaðist á niðursveifluárunum í íslenskú efnahagslífi fyrir og um 1990. Reglur skattalaga um yfir- færanlegt tap í atvinnurekstri fela FRAMLEIÐENDUR á málningu eru almennt ánægðir með sölu sum- arsins. Sala á utanhússmálningu fór fyrr að stað í ár heldur en oftast áður, vegna þess hversu snemma vorið var á ferðinni. Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Málningarverksmiðjunnar Hörpu, segir að skýringuna á góðri sölu sé ekki einvörðungu að fínna í veðurblíðu sumarsins, heldur einnig í aukinni bjartsýni í íslensku þjóðlífi. Mikil viðhaldsvinna „Hjá mörgum fyrirtækjum, op- inberum stofnunum og einstakling- um hefur verið ráðist í mikla við- haldsvinnu í sumar sem hefur verið þörf á í langan tíma. Ástæðuna má rekja til batnandi efnahags- ástands í þjóðfélaginu sem einnig hefur áhrif á auknar framkvæmdir í byggingariðnaði,“ segir Helgi. Samfara góðu veðurfari um allt land hefur málningarsala aukist um allt að 25% frá fyrra ári hjá Slippfé- laginu, segir Hilmir Hilmisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Ég held að skýringin liggi í góðu í sér að verði halli á rekstri fyrir- tækis á tilteknu rekstrarári sé því heimilt að draga tapið frá hagnaði næstu árin á eftir eða þar til tap- ið hefur verið jafnað að fullu á móti hagnaði. Kemur tapið til frá- dráttar frá skattskyldum tekjum á því tímabili. Samkvæmt núgild- andi lögum hér á landi á þessi heimild að falla niður fimm árum eftir að tapið hefur átt sér stað og er það sama viðmiðun og gildir í Danmörku. Annars staðar í ná- grannalöndum gilda rýmri reglur að þessu leyti og í Noregi er við- miðunin tíu ár. I Svíþjóð, Þýska- landi og Bretlandi er heimildin hins vegar án tímatakmarkana. Auðveldar sveiflujöfnun Birgir Ármannsson, lögfræðing- ur Verslunarráðs, segir að helstu veðri og lágu verði á málningu en málning lækkaði um 5-6% um síð- ustu mánaðamót í kjölfar niðurfell- ingar á vörugjaldi 1. júlí.“ I sama streng tekur Stefán J. Guðjohnsen, fjármálastjóri Máln- ingar: „Hjá okkur í Málningu hefur salan verið góð í sumar og hefur hún aukist mikið síðan í fyrra en þá var mjög lítil sala á málningu í júní vegna þess hvað rigndi mikið þann mánuðinn og hafði það áhrif á allt tímabilið." Sumarið er ekki búið Hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn hefur salan á málningu verið stíg- andi að undanförnu. Kristinn Sig- urharðarson, efnafræðingur hjá Sjöfn, segir að málningarsalan í ár sé meiri en í fyrra og það sé þróun- in hjá þeim undanfarin ár. „Við höfum auglýst meira og aukið markaðssóknina. Annars er sumar- ið rúmlega hálfnað þannig að erfitt er að segja til um hvernig sumarið kemur út sölulega fyrr en í haust, en full ástæða er til bjartsýni ef veðrið helst áfram gott.“ rökin fyrir yfirfærslu taps með þessum hætti, séu þau að þannig eigi fyrirtæki auðveldara með að jafna sveiflur í rekstri sínum. „Þeg- ar fyrirtæki lenda í tímabundnum erfiðleikum getur ráðið úrslitum um framtíð þeirra hversu hratt þeim tekst að vinna sig út úr vand- anum. í því sambandi skiptir yfir- færsluheimildin afar miklu máli. íslensk fyrirtæki hafa á undan- förnum árum og áratugum búið við miklar sveiflur og hlýtur heim- ild af þessu tagi að hafa alveg jafn mikla eða jafnvel meiri þýðingu hér en í nágrannalöndunum. Ekk- ert bendir heldur til þess að hag- sveiflur gangi fyrr yfir hérlendis en erlendis og því teljum við fulla ástæðu til þessarar samræmingar á starfsumhverfi atvinnulífsins," segir Birgir. SL í Kaup- mannahöfn FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hefur opnað markaðsskrif- stofu í Kaupmannahöfn. Megintilgangur skrifstof- unnar er að efla sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins á Norðurlöndum og fjölga ferðum þaðan til Islands. í frétt frá Samvinnuferð- um-Landsýn kemur fram að gert sé ráð fyrir að með opn- un skrifstofunnar fjölgi hóp- ferðum frá öðrum Norð- urlöndum til íslands og áhersla verði lögð á ferðir utan háannatíma. Skrifstof- unni er fyrst og fremst ætlað að veita upplýsingar og að- stoða þarlendar ferðaskrif- stofur og kynna ferðamögu- leika á Islandi allt árið. Aðsetur skrifstofunnar er á Vesterbrogade 149 og veit- ir Óskar Tómasson henni forstöðu. Málað ígóðuveðri l » í \ > í i i i i \ i \ i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.