Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Forsýnd í kvöld BILKO LIÐÞJÁLFI STEVE MARTIN DAN AVKROVD Mynd Joel og E-fclian Ooen MBL Hér eru skilaboð sem eyðast ekki af sjálfu sér: Sjáðu Sérsveitina. cxpcricnCc LtTfcArlTÍÁ ert er ómögulegt þegar Ser® annars vegar! 1 Misstu ekki af f sannkölluðum viðburði í ! kvikmyndaheiminum. Mættu á MISSION: IMPOSSIBLE. FUGLABURIÐ AFTUR VMYIMD í kjölfar Tommy Boy koma þeir Chris Farley og David Spade i sprenghlægilegri gamanmynd og eyöileggja framboö og pólitík í samvinnu við leikstjóra Wayne's World. Al Donolly er í framboði til fylkisstjóra og það eina sem gæti komið í veg fyrir kjörið er Mike bróðir hans. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 9 og 11.10. Síðustu sýningar Leikstjóri: Brian De Palma (The Untouchables). Aðaihlutverk:Tom Cruise, Jon Voight (Heat), Emanuel Béart, Jean Reno (Leon). Kristin Scott-Thomas (Fjögur brúðkaup og jarðarför), Vinq Rhames (Pulp Fiction) oq Emilio Estevez (Stakeout) Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. Frumsýnd eftir 7 daga íslensk heimasíða: http://id4.islandia.is ■1. JL-* _ HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Risaeðlan snýr vörn í sókn I sérflokki þessa helgina ] eru sýningar Stöðvar 2 á einhverri fræg- ustu og vinsælustu ævintýramynd seinni tíma Júragarðinum (Jurassic Park, 1993, laugardagur, 16.45 og 2.10 ► Steven Spielberg leik- stjóri, tæknibrellumeistarar hans og aðrir hjálparkokkar unnu tímamóta- verk í tölvusjónhverfingum með sviðsetningu afar einfaldrar - eiginlega of einfaldrar - sögu um risaeðlur og aðrar fornaldarskepnur sem nýj- asta líftækni endurfæðir í skemmtigarði. Þegar skrímslin gefa skít í skapara sína og leika lausum hala verður álitamál hver útrýmir hveij- um. Persónur og leikendur eru aukaatriði í sögunni - því miður - en Júragarðurinn er spennandi afþreying fyrir stálpuð börn og upp úr. Markaðssetning myndarinnar með tilheyrandi leikfangaframleiðsiu og þess háttar var einnig tímamótaverk. ★ ★ ★ AFTURTIL SAMTÍÐAR SAM Neill, Laura Dern og Adriana Richards í Júragarðinum. BEST ÁTNT Ivanhoe (1952) Robert Taylor, Stewart Granger og auðvitað Er- rol Ftynn voru konungar skylmingamyndanna sem TNT er að sýna þessar vikumar. í Ivari hlújárn leikur Robert Taylor hetj- ur Sir Walters Scott, ridd- arann hugumstóra sem hyggst frelsa Ríkharð konung ljónshjarta úr höndum óvinanna. Eliza- beth Taylor, Joan Fonta- ine og George Sanders eru líka til staðar. Leik- stjóri Richard Thorpe. (Laugardagur 20.00) ► ★ ★ ★ The Sunshine Boys- (1975) Walter Matthau og George Burns eru bráðfyndnir í hlutverkum önugra karlskrögga og fyrrum samstarfsmanna í gamanleik sem f á tilboð um að koma einu sinni enn fram saman en þola ekki hvorn annan. Eftir leikriti Neils Simon. Leik- stjóri Herbert Ross. ★ ★★ RÍKISSJÓNVARPIÐ stigur loks niður af Ólympiutindinum eftir tveggja helga útlegð í Atlanta og greiðendur afnotagjalda geta um fijálst höfuð strokið að nýju, þ.e. eins frjálst og það nær. Sjónvarpið bætir því nokkrum frambærilegum myndum við heildar- úrval helgarinnar, sem er þó í lakara lagi. Sjónvarpið ►21.10 Sjónvarpsmynd- in Vetrungur (The Yearling, 1993) er byggð á Pulitzerverðlaunasögu Marjorie Kinnan Rawlings sem áður var kvikmynduð árið 1946 með Greg- ory Peck og Jane Wyman. Hér eru Íað Peter Strauss og Jean Smart sem lika fátæk hjón á fenjasvæðum Florida. Þau þurfa að glíma við ungan son sinn sem tekið hefur ástfóstri við dádýrskálf sem þarf að veiða. Útkoma ókunn en efniviður í góða fjölskyldu- mynd. Leikstjóri Rod Hardy. Sjónvarpið ►22.45 Uppljóstrarinn - sjá hér til hliðar. Stöð 2 ►16.45 og ►2.10 Júra- garðurinn - sjá hér til hliðar. Stöð 2 ^21 .05 Ed Harris leikur ein- stæðan föður sem ungur sonur vill endilega koma saman við gleðikonuna Melanie Griffith í rómantísku gaman- myndinni Vasapeningar (Milk Mon- ey, 1994). Ósköp hallærisleg della. Griffith álíka vond og venjulega og Malcolm Mcdowell yfirleikur yfir- géngilega í hlutverki melludólgs. Leik- stjóri Richard Benjamin. ★ 'h Stöð2 ►22.55 Vestrarnýirogeldri eru þemamyndir mánaðarins á Stöð 2 og Wyatt Earp (1994) eftir Lawrence Kasdan er viðamikil og býsna löng (195 mín) en brokkgeng frásögn af sögufrægri vestralöggu sem Kevin Costner leikur. Meðal fjölmenns og velskipaðs leikhóps eru Dennis Quaid og Gene Hackman bestir. ★ ★ 'h Stöð 3 ►20.20 Tengdadætur drottningar - sjáföstudag. Stöð 3 ►21.55 Ástralski sjónvarps- tryllirinn í nafni laganna - Tog- streita (The Feds III - Abduction) er hluti af syrpu sem hingað til hefur reynst vönduð afþreying og fjaliar um barnsrán sem gæti minnt á mál Sop- hiu Hansen. Sýn ►22.00 Umjárnmanninn (The Iron Man) hef ég því miður engar upplýsingar eða umsagnir. IRAog Uppljóstrarinn Unnendur sígildra bíómyndamegaekki láta Uppljóstrarann (TheInformer, 1935, Sjónvarpið, laugardagur, 22.45 ► fram hjá sér fara. Victor McLaglen fer á kostum sem drykkfelldur gaur sem ijóstrar upp um einn af leiðtogum Irska lýðveldishersins (IRA) í uppreisninni 1922 og verður sjálfur hundeltur maður fyrir bragðið. Siðferðilegt drama með meistaralegum sviðsetningum Johns Ford, sem hlaut Oscarsverðlaun fyrir vikið, sem og McLaglen, Max Stein- er tónskáld og Dudley Nichols höfundur handrits sem byggir á skáldsögu Liams O’Flaherty. ★ ★ ★ John Ford Sjónvarpið ►22.10 Ástralska sjón- varpsmyndin Huguð æska (Only The Brave, 1994) um ungar stúlkur í ævin- týrum lofar góðu enda margverðlaun- uð. Stöð 2 ►20.50 Breski handritshöf- undurinn Lynda La Plante er eitt heit- asta nafnið í sjónvarpstryllum þessi árin. Syrpur hennar Prime Suspect og Fangelsisstjórinn eru ekki aðeins spennandi afþreying heldur forvitnileg lýsing á konum á framabraut í karla- heimi réttarfarskerfisins. Ný þriggja þátta syrpa Úr böndum I (She’s Out I) slær annan tón, því hún fjallar um hvað bíður konu, sem er dæmdur morðingi, þegar hún sleppur úr prí- sundinni. Tilhlökkunarefni. Stöð 3 ►23.35 Woody Allen á marg- ar góðar myndir að baki þótt engin sé rakið meistaraverk. En hann á líka nokkrar slakar að baki og Skuggar ogþoka (Shadows And Fog, 1992) er ein af þeim. Fjölskrúðugur úrvals- Ieikhópur getur litlu bjargað. Húmors- laust og tilgerðarlegt en unnendur Allens ættu samt að horfa. ★ 'h Árni Þórarinsson Sunnudagur Laugardagur a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.