Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 35 GÍSLI JÓHANNSSON + Gísli Jóhannsson fæddist að Görð- um á Eyrarbakka 18. ágúst 1906. Hann lést á sjúkra- deild Víðihlíðar í Grindavík þann 31. júlí síðastiiðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Gísiason, f. 26. júlí 1874, d. 26. september 1952, og Þuríður Árnadóttir, f. 30. maí 1861, d. 21. september 1918. Systkini Gísla voru ellefu alls, sjö hálf- systkini frá móður sem öli eru iátin, tvær alsystur en önnur þeirra er á iífi og tvö hálfsystk- in frá föður. Gísli kynntist konu sinni Guðrúnu Dagbjartsdóttur, f. 24. mars 1913, d. 22. febrúar 1990, árið 1934 og hófu þau búskap sinn í Ásgarði í Grinda- vík. Þann 31. októ- ber 1937 eignuðust þau einkadótturina Valgerði. Valgerður er gift Willardi Fiske Ólasyni frá Grímsey, f. 1. mars 1936, og eiga þau þijú börn. Þau eru Gísli, f. 1959, Dag- bjartur, f. 1964, og Guðrún, f. 1969. Gísli er kvæntur El- ínu Þ. Þorsteinsdótt- ur og eiga þau syn- ina Davíð Þór og Elías Orra. Dag- bjartur er kvæntur Bryi\ju Hjör- Ieifsdóttur, en dóttir hans er Aðalheiður Ósk. Guðrún er gift Inga G. Ingasyni og eiga þau soninn Willard Nökkva. Útför Gísla fer fram frá Grindavíkurkirkju og hefst at- höfnin klukkan 14. Fyrst sigur sá er fenginn fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá (V.Briem) í dag verður elsku afi okkar, Gísli Jóhannsson, lagður til hinstu hvíldar. Okkur langar að minnast hans með fáeinum orðum. Fyrir rúmum sex árum kvöddum við elskulega ömmu okkar og í dag þegar við kveðjum afa, hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna því svo stóran sess skipuðu amma og afi í lífi okkar. Heimili þeirra var okkur sem annað heimili og þau létu sér mjög annt um velferð okk- ar allra. Mamma var einkabam þeirra og fjölskyldan því lítil og alla tíð mjög náin. Fljótlega eftir að amma dó flutti afi í eigin íbúð í Víðihlíð, dvalar- heimili aldraðra í Grindavík. Þar bjó hann fram í ágúst á síðasta ári þegar hann flutti yfir á sjúkradeild- ina, þar sem hann naut einstakrar umönnunar og góðs félagsskapar margra vistmanna. Hinn 18. ágúst nk. hefði hann afi orðið 90 ára og fjölskyldan var farin að leggja drög að afmælisfagnaði í tilefni af degin- um. Afi Gísli var farinn að hlakka til dagsins og hinn 18. júli sl. sagði hann við móður okkar og föður; jæja þá verð ég níræður eftir einn mánuð og þá verður hopp og hí. Okkur fannst þetta skemmtilega til orða tekið, sérstaklega með það í huga að hann afi okkar var nú ekkert að sækjast eftir veislum hvort sem það voru brúðkaup, af- mæli eða annað, enda heilsuleysi farið að hijá hann. Afi var sjómaður mestan tíma starfsævi sinnar en eftir að hann hætti til sjós vann hann við netavið- gerðir. Hann átti, ásamt öðrum, bát sem hét Ólafur og er okkur systkin- um í fersku minni hversu mikið okkur þótti koma til fisksins sem afi veiddi. Við hreinlega neituðum STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON + Steinar Eiríkur Sigurðsson var fæþdur á Seyðisfirði 26. nóvember 1949. Hann lést í Borgarspítalanum 20. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrarkirkju 27. júlí. Allir eiga dauðann vísan. Sumir ungir að árum, aðrir hátt í aldar gamlir. En ætíð skal dauðinn þó koma á óvart. Það er nístandi sársauki og djúpur söknuður þegar ungur mað- ur í blóma lífsins er kallaður burt. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs drengs. Ég kynntist Steinari á hans fyrstu árum á Þing- eyri og okkar vinskapur hélst alla tíð. Hann var yndislegur og ljúfur drengur sem er mikill missir að. Hann giftist góðvinkonu minni, Sig- ríði Gunnarsdóttur. Gott var að heimsækja þau á góðum kvöldum og gleðjast saman. Mér er það ljóst að nærveru hans er sárt saknað. Alls staðar þar sem Steinar fór geislaði allt af lífsgleði. Steinar var bæði tillitssamur og hvers manns hugljúfi og mátti ekk- ert aumt sjá. Steinar og Sigríður eignuðust fimm börn. Aður hafði Sigríður eignast dóttur, sem Steinar RANNVEIG ÁGÚSTSDÓTTIR + Rannveig Guðríður Ágústs- dóttir fæddist á ísafirði 22. apríl 1925. Hún lést á Landspít- alanum 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 9. ágúst. Úr fjarlægð berst okkur frétt af láti Rannveigar Ágústsdóttur. Úr fjarlægð höfum við fylgst með hrak- andi heilsu hennar undanfarin ár. Sú var tíðin að orðið fjarlægð átti ekki við um samskipti okkar við Rannveigu. Rannveig, mamma hennar Völu, var okkur sem náin, góð og leiðbein- andi vinkona á unglingsárunum. Á heimili hennar vorum við alltaf vel- komnar, alltaf, því heimsóknirnar voru ekki alltaf á hefðbundnum tím- um sólarhringsins. Upp úr hádegi eða upp úr miðnætti, það virtist sama hvenær við komum, við vorum alltaf jafn velkomnar. Já, þessar stundir í eldhúsinu á Kleppsvegin- um voru með ýmsu móti. Einhverju sinni stóðu Veiga og Loftur, hvort með sína pönnukökupönnuna, og bökuðu f gríð og erg ofan í sí- svanga unglingana við eldhúsborð- ið. Hvort það var á hefðbundnum kvöldkaffitíma eða þegar allri klík- unni var boðið í kaffi eftir skóla- ball er ekki ljóst svo mörgum árum seinna. En stundum bauð Vala í kaffi um miðja nótt og Veiga kom þá fram og sagði „nei, nú næ ég í BJÖRK RAGNARSDÓTTIR að borða annað en „Ólafsýsuna“ og vorum fljót að átta okkur á því ef foreldrar okkur reyndu að telja okkur trú um að fiskur sem þau höfðu fengið annarsstaðar væri „Ólafsýsan" okkar. Svo góður fannst okkur fiskurinn sem hann veiddi. Afi hafði fram á síðustu stundu alveg ótrúlegt minni og gat rifjað upp í smáatriðum þætti úr lífi sínu sem höfðu átt sér stað jafnvel mjög snemma á hans löngu ævi. Einnig átti hann það til að skemmta okkur með því að fara með langar þulur og vísur sem runnu upp úr honum að því er virtist eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir því að rifja þær upp. Það var einnig mjög stutt í húmorinn hjá afa sem gat verið mjög beinskeyttur. Ef honum fannst líða of langt milli heimsókna okkar, sem voru þó mjög tíðar, lét hann okkur oftar en ekki fínna það. Afi fylgdist af miklum áhuga með aflabrögðum og öllu sem snéri að sjónum og var hann mjög ánægður ef þeir sem heimsóttu hann gátu sagt honum fréttir þar af, en eins og áður sagði stundaði hann sjálfur sjóinn til margra ára. Allt fram í andlátið fylgdist afi vel með öllu sem var að gerast í kring- um hann, hlustaði samviskusam- lega á fréttir og ræddi um daginn og veginn. Elsku afi, við þökkum þér sam- fýlgdina og allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Við erum þakklát fyrir þann langa tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur og fyrir það að litlu börnin okkar fengu að kynnast afa Gísla og munum við öll geyma minninguna um þig og ömmu í hjarta okkar. íbúum í Viðihlíð þökkum við þá vináttu sem þeir sýndu afa, og starfsfólki sjúkradeildar þökkum við einstaklega góða umönnun og hlýhug í garð afa okkar og foreldra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Gísli, Dagbjartur, Guðrún og fjölskylda. gekk í föðurstað og var henni góð- ur sem og sínum eigin börnum. Barnabörnin eru fjögur og varð Steinar, þrátt fýrir veikindi sín, þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá yngsta barnabarn sitt. Sárt er til þess að hugsa að þau skulu ekki fá að njóta nærveru hans og heyra ómana frá harmonikkunni hans afa, en þar fáum við engu um breytt. Stundum skiljum við ekki tilgang- inn, en vegir Guðs eru órannsakan- legir. Ég minnist Steinars með virðingu og söknuði og þakka góðar stundir. Elsku Sigga, Rakel, Gunnar, Katrín, Sigurveig, Þuríður og Ólaf- ía. Tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Ingibjörg Þorláksdóttir. ostabakkann“, eins og hún hefði beðið lengi eftir kærkomnum gest- um. Og svo var spjallað og skrafað fram á morgun. Umræðuefnið? Bókmenntir, föt, landsmálin og svo hlustuðum við á mergjaðar frásagn- ir af því hvernig ástamálin gengu fyrir sig á árum áður. Við drukkum í okkur hvert orð. Hún tók okkur, 16 ára unglingunum, eins og jafn- ingjum. Hvernig hún fór að því er óskiljanlegt. Aldrei fundum við fyr- ir því að hugmyndir okkar um lífið væru léttvægari en hennar. Æ, við vorum svo litlar og vitlausar og áttum ekki mömmur sjálfar og hún tók okkur eins og vinkonum. At- hvarfíð, sem við áttum hjá Veigu á þessum árum, hefur reynst okkur ómetanlegt veganesti út í lífið. Megi allir unglingar verða þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast slíkri konu. Sigurlín Scheving, Svanhildur Jóhannesdóttir. + Björk Ragnarsdóttir var fædd 5. október 1958. Hún lést á Landspitalanum 25. júli síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigriður Tryggvadóttir og Ragnar Pálsson. Björk var ein ellefu systkina. Björk giftist Jóhannesi Stef- ánssyni í september 1989. Þau eignuðust tvö börn, Stefán og Sigurbjörgu. Fyrir átti Björk soninn Pétur Friðrik. Útför Bjarkar hefur farið fram. Mig langar til að minnast Bjark- ar Ragnarsdóttur með nokkrum fátæklegum orðum. Því miður get ég ekki fjarlægðarinnar vegna kvatt Björk og vottað hennar nán- ustu samúð mína. Björk var fædd á Akureyri, þar sem hún ólst upp í Oddagötunni hjá foreldrum sínum, þeim Sigríði Tryggvadóttur og Ragnari Pálssyni ásamt 11 systkinum. Fimm af systkinum Bjarkar eru búsett á Akureyri, en hinn helmingur systk- inanna er búsettur víðs vegar um landið. Einn af bræðrum Bjarkar lést fyrir ca. 16 árum. Ég kynntist Björk haustið 1994 er hún og elsti sonur hennar Pétur Friðrik, þá 5 ára gamall, urðu á leið minni. Við þijú áttum á þesum árum margar samverustundir, þar sem umhyggja Bjarkar fyrir Pétri Friðrik kom gíögglega fram. Henni var umhugað um að búa sem best í haginn fyrir hann og skapa honum sem besta framtíð og það tókst henni. Björk hefur alla tíð verið stolt af Pétri Friðrik og þótt gaman að segja frá hvað hann er að fást við. Nú seinni árin eftir að ég flutti utan hefur Björk sent mér myndir af honum til að lofa mér að sjá hvað hann væri orðinn mikill myndarpiltur. En það voru fleiri sólargeisiar en Pétur Friðrik í lífi Bjarkar. Hún og eiginmaður hennar, Jóhannes Stefánsson, eignuðust tvö börn, Stefán, sem nú er sex ára gamall og Sigurbjörgu sem er 4 ára göm- ul. Allir sem þekktu Björk vita að börnin hennar þijú og ekki minnst Jói voru það dýrmætasta sem hún átti. Það var ekki til það sem hún ekki vildi fyrir þau gera - allt á sinn hátt. Samband okkar Bjarkar hefur ekki rofnað þau fímm ár sem ég hef búið erlendis. Hún hringdi gjarnan til mín og byijaði alltaf símtölin með að segja „Gunna mín“ og svo vildi hún segja mér frá hvað Stebbi og Begga voru að fást við og hvernig lífsbaráttan hjá henni og Jóa gengi. Talandi um Jóa, eiginmann Bjarkar, eða Jóhannes Stefánsson eins og hann heitir, þá minnist ég þess hverstu glöð og hamingjusöm Björk var sumarið 1989 er hún kynntist Jóa og giftist honum síðan í september sama ár. Björk hafði oft á orði að sér hefði aldrei liðið jafn vel um æfina eins og þau sjö ár sem hún átti með Jóa og börnunum. Björk hefur þurft að beijast fyrir tilveru sinni alla tíð, hún hefur mætt mótstöðu á ýmsan hátt, en aldrei gefist upp. Mér hefur þótt barátta Bjarkar einkennast af heið- arleika, kærleika og tryggð í garð sinna nánustu. Því miður hefur Björk nú þurft að játa sig sigraða í baráttunni við lélega heilsu, er hún lést á Landspít- alanum seinnipart 25. júlí 1996. Ég sendi eftirlifandi eiginmanni Bjarkar, börnunum hennar þremur og öðrum ástvinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Frímannsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTAJÓIMSDÓTTIR, Ránargötu 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Björn Kristinsson, Jón Kristinsson, Ásta Kristinsdóttir. tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS MAGNÚSSONAR, Knerri, Breiðuvík, Snæfellsnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki St. Fransiskusspítalans í Stykklshólmi fyrir góða umönnun og hlýhug. Guðrún Jónsdóttir, Ingveldur Karlsdóttir, Hermann Sigurðsson, Marteinn Karlsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigurborg Jenný Kristbjörnsdóttir, Friðgeir Karlsson, Sigrún Björk Karlsdóttir, Jón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.