Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 45 FÓLK í FRÉTTUM MEÐ frændanum, George ROSEMARY á blómaskeiði Clooney, í þætti af Bráðavakt- sínu á sjötta áratugnum. inni. Varð fræg eftir „White Christmas“ árið 1954 Frænka Clooneys í megrun SÖNGKONAN Rosemary Clooney, frænka hjartaknúsarans George Clooney úr sjónvarpsþáttunum Bráðavaktinni, á við offituvandamál að stríða. Nýlega var hún iögð inn á sjúkrahús til að bregðast við vand- anum. Hún hefur ekki alltaf þurft að bera þessi aukakíló því hún var léttari á sér á árum áður þegar hún sló í gegn í aðalhlutverki myndar- innar „White Christmas“ ásamt Bing Crosby árið 1954. Offitan er ekki eina vandamálið sem hefur htjáð hana í lífinu því áður hefur hún unnið sigur á vímuefnavanda sínum og áfengissýki. Hún hefur dregið það um nokk- urn tíma að fara í megrun vegna áhyggja af því að söngrödd hennar, sem hún hefur lifibrauð af, gæti __ Mynd/S OUA AÐALSTEINN Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir. Vísnajasssveifla TONLIST Gcisladiskur FJALL OG FJARA Fjall og fjara, breiðskífa þeirra Önnu __ Pálinu Árnadóttur og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Þau syngja á plötunni en hljóðfæraleikarar eru Daníel Þorsteinsson harmonikkuleik- ari, Gunnar Gunnarsson pianóleik- ari, Jón Rafnsson bassaleikari, Krist- inn Arnason gítarleikari og Pétur Grétarsson trommu og slagverks- leikari. Szymon Kuran leikur á fiðlu í einu lagi. Lög og textar eru eftir Aðalstein Ásberg utan fimm sem eru erlend, en við þijú þeirra gerði Aðal- steinn Ásberg íslenskan texta, texta við eitt gerði Hjörtur Pálsson og Loftur Pálsson annað. Dimma gefur út. 49,36 mín., 1.999 kr. ÞEIR SEM muna plötu þeirra Aðalsteins Ásbergs og Ónnu Pálínu Á einu máli geta nærri hvað hér er á ferð, fáguð plata og vönduð með vísnasöng í hæsta gæðaflokki. Fjall og fjara er reyndar meira en það, því ekki er bara að valinn maður er á hvert hljóðfæri heldur eru út- setningar allar yfirburða vel heppn- aðar og smekklegar. Það fær hlust- andi að heyra þegar í fyrsta lagi plötunnar, Sól, mín sól, þar sem sýður á keipum í „vísnajasssveiflu“; Gunnar Gunnarsson fer á kostum í píanóleik og hrynsveitin reyndar líka. Eftir rólega stemmu og trega- skotna, Til Samarkand, sem Anna Pálína syngur frábærlega, lætur hrynsveitin að sér kveða á ný, öllu agaðri en fyrr, og þá er harmonikka Daníels Þorsteinssonar kærkomin til að halda þræðinum og skreyta á réttum stöðum. Margt er vel gert á þessari plötu, til að mynda reyk- fyllt Montmartre-stemmning í Nótt- in er okkar, nýtangó í Miðsvetrar- tangó með eftirminnilega vel heppnuðum harmonikkuleik Daní- els, módernískt titillag plötunnar og skandinavískur tangó í Tveimur einum í tangó, svo dæmi séu tekin. Aðalsteinn Ásberg syngur eitt lag einn og kemst þokkalega frá því, en hann geldur þess óneitan- lega að Anna Pálína syngur allt sitt frábærlega, sérstaklega eru Fölnuð lauf vel heppnuð. Áður er getið fyrirtaks hljóðfæraleikara en ekki má gleyma Kristni Árnasyni sem leggur sitt til plötunnar, ekki síst í Barnagælu. Anna Pálína Árnadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson vaxa með hveiju verki og hafa sent frá sér nánast gallalausa plötu sem hefur ekki fengið þá athygli sem vert er. Ekki skemmir síðan að umslagið- er unnið af hugmyndaauðgi og smekkvísi. Árni Matthíasson • Wicanders Kork-o*Plast EF PÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. .Kork-o-PIast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. JKork-o-Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, 108 Reykjavík, sími 553 8640 1 NÝLEG mynd af söngkonunni áður en hún fór í megrun. skaðast. Þegar hún hafði verið sannfærð um að öllu væri óhætt, ákvað hún að byrja á ströngum, skipulögðum kúr á meðferðarstofn- un. Leikhópurinn Ljóshærða kennslukonan sýnir: SKÖLLÓTTA SÖNGKONAN eftir Eugéne Ionesco í Betri stofunni, Vesturgötu 2, 3. hæð, bakdyramegin. Fös.9.óg.kL21.00uppseh, ^ l«i.10.ta.kL21.00, Leikstjon: Melkorka Tekla Olafsdottir. sun. Il.óg.kl. 1600 AOeins 5 sýningar! ogkl 2I OO _________________~ h___________________________________________in0n.12.Oa.kL21.00. Miðasola ó sýningarstað 2 klst. fyrir sýningu og í Hinu húsinu i sima 551 5353. L: : *» Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. ***!!"?% m -þín saga! jHtftgtiiiMftttfe - kjarni málsins! staðgreitt á götuna Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl glæsilegur sportbíll innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - geislaspilari - 150 w hátalarar Honda Accord 1.8i 115 hestöfl uppfyllir kröfur vandlátra innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - vindskeið Umboðsaðilar Honda á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000 á Egilsstöðum: Bíla- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011 i Keflavik: Bílasalur Suðurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200 VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 su ma rti I boö fallegustu bílarnir nú með meiri búnaði Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl traustur fjölskyldubíll IVU J IVV¥I staðgreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - vindskeið - samlitir stuðarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.