Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borðar þú fisk / pasta? Nei, 1,8% 95,4% | Daglega 10,5% 4-5 s. í viku 2-3 s. í viku Vikulega 2-3 s. í mán. Sjaldnar |jf83 5,0% Aldrei Q 1,8% 10,2“/ 30,5% 10,6“/, 41,3% 15,6% I 22,3% | Hvaða fisk? (oftast og stundum) 25,71 Annar fiskur Lúða Lax/silungur Ýsa Pasta, já Daglega y 0,5% 4-5 s. í viku □ 3,7% 2-3 s. í viku I Vikulega I 2-3 s. í mán. I Sjaldnar I Aldrei 1 17,0% | 27,6% 25,3% 9,8% ] 16,3% NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVISINDASTOFNUNAR1996. Úrtak 1,200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyziukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakiö var tekið úr.eru allir íslendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Is I Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka verður tiliit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuðjjiTannfj^ Gausdalmótið Viðræður ríkis og heilsugæzlulækna Efstu menn gerðu jafntefli Gausdal. Morgunblaðið. JAFNTEFLI varð í skákum efstu manna í gær á skákmótinu í Gaus- dal í Noregi þannig að staðan brejdtist ekkert. Margeir Pétursson og Norðmað- urinn Djurhuus gerðu jafntefli og sömuleiðis Hannes Hlífar Stefáns- son og Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson og Tékkinn Jansa. Jó- hann Hjartarson vann Bator frá Svíþjóð. Margeir, Hannes, Helgi, Þröstur og Djurhuus hafa allir 5,5 vinninga en næstir koma Jóhann, Jansa og Norðmennirnir Ögaará og Gausel með 5 vinninga. Helgi Áss Grétars- son gerði jafntefli í gær og er með 4.5 vinninga. Torfi Leósson hefur 2.5 vinninga. Í 8. og næstsíðustu umferð í dag tefla Margeir og Hannes, Þröstur og Djurhuus, Helgi og Gausel og Jóhann og Ögaard. Báðir sitja yfir „heimaverkefni“ SAMNINGANEFNDIR ríkisins og heilsugæzlulækna sátu í gærkvöldi báðar yfir „heimaverkefni", þ.e. tillögum og upplýsingum frá gagn- aðilanum, sem vonazt er til að geti sameiginlega skapað grund- völl fyrir áframhaldandi viðræður, að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara. Hvorugur samnings- aðili hefur þó lagt fram nýtt tilboð. Samningafundi lauk á níunda tímanum í gærkvöldi og er annar boðaður í húsnæði ríkissáttasemj- ara klukkan tvö í dag. Utkoman úr „heimaverkefnunum“ verður þá væntanlega ljós og staðan skýrari. Breyttur tónn í viðræðunum „Tónninn hefur breytzt í stórum dráttum og við erum farin að ræða málin efnislega og mjög ýtarlega. Það má segja að við séum í tækni- legum fangbrögðum,“ segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, sem situr í samninganefnd ríkisins. Hann segir að í fyrradag hafi sér fundizt sem samkomulag væri víðs fjarri, en samninganefndirnar hafi nálg- azt eitthvað í gær, þótt enn sé óralangt á milli. Skýrist í dag hvort flötur hefur skapazt Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar heilsu- gæzlulækna, segir að staðan sé óljós. Hins vegar hafi læknum þótt full ástæða til að leggja vinnu í „heimaverkefnið“ frá samninga- nefnd ríkisins. „Þetta karp um mál, sem ekki snerta hið eiginlega verkefni, er nú úti,“ segir Gunnar Ingi. „Nú hafa báðir heimavinnu og sennilega kemur í ljós þegar við hittumst aftur hvort flötur hafi skapazt. Það er enn óvissa, en við- ræðurnar eru ekki strand." Hvorki læknar né fulltrúar ríkis- ins vilja tjá sig um efnisatriði við- ræðnanna eða nefna tölur. ■ Ástandið/6 Hollensk skúta í hrakn- ingum HOLLENSK skúta lenti í hrakn- ingum 130 mílur suður af Þor- lákshöfn í fyrrinótt. Skútan, sem heitir Gloem, var á leið til Hol- lands eftir viðdvöl á íslandi. Um nóttina var mikið rok og öldu- hæð sex til sjö metrar. Um fjög- urleytið um nóttina brotnaði bugspjót skútunnar og fram- seglið rifnaði. Bugspjótið styrk- ir mastrið og því óttuðust skip- verjar að það gæti brotnað í óveðrinu. Ákveðið var að snúa við og skútan sigldi fyrir vélar- afli til Þorlákshafnar. Þangað kom hún um níuleytið í gær- kvöldi. Þessi sama skúta lenti I hrakningum í fyrra um fimm hundruð sjómílur suður af land- inu. Þá brotnuðu tvö rifbein í skipstjóranum, Aart van der Toom, í hamaganginum. Hann starfar hjá hollensku siglinga- tímariti. Áhafnarmeðlimir eru samtals fjórir, þrír karlmenn og ein kona. Fjármálaráðherra um áskorun VSÍ um afgang á ríkissjóði Morgunblaðið/Hallgri'nur Erlendsson HOLLENSKA skútan Gloem kom í gærkvöldi til Þorlákshafnar. Eins og sjá má vantar bugspjótið. Útför danska aðmírálsins Landhelg- isgæslan sendir fulltrúa HELGI Hallvarðsson, verður fulltrúi Landhelgisgæslunnar við útför Hans Garde aðmír- áls, æðsta yflrmanns danska hersins og Ánne Garde eigin- konu hans. Þau verða jarðsett með æðstu viðhöfn á mánu- daginn nk. frá Holmenskirke í Kaupmannahöfn. Hans Garde og Anne Garde létust af slysförum þegar flug- vél danska flughersins, sem þau voru farþegar í, brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Auk Hans Garde og eiginkonu hans fór- ust sjö danskir hermenn í slys- inu. Helgi verður einnig við minningarathöfn, sem haldin verður á sunnudag um borð í danska eftirlitsskipinu Vædd- eren, en skipið var statt í Færeyjum þegar slysið varð og flutti hina látnu tii Dan- merkur. Ríkið borgi ekki næstu samninga VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands sendi Friðrik Sophussyni fjár- málaráðherra bréf í gær, þar sem hvatt er til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með umtalsverðum afgangi til að draga úr viðskipta- halla og hamla á móti þensluein- kennum í hagkerfmu. „Verði það ekki gert hlýtur þrýstingur á vaxta- hækkanir að fara vaxandi til að verja gengi krónunnar og draga úr verðbólguþrýstingi," segir Olafur Ólafsson, formaður VSÍ, í bréfinu. Fjármálaráðherra segist taka bréf- inu fagnandi, en segir mikilvægast að aðilar vinnumarkaðarins sendi ekki ríkinu reikning næstu kjara- samninga. í bréfi Ólafs segir að VSÍ fagni því að ríkisstjórnin stefni að halla- lausum fjárlögum fyrir árið 1997. „Þetta er þó ekki nægjanlegt því öll efni ættu að vera til þess að stefna að afgangi í rekstri ríkisins og byrja að greiða niður gríðarleg- ar lántökur síðustu ára. Þetta er ekki sízt mikilvægt með hliðsjón af reynslunni af framkvæmd fjár- laga þessa árs, þar sem óvæntur tekjuauki ríkissjóðs hefur ekki megnað að draga úr áætluðum rekstrarhalla vegna aukinna út- gjalda." Hægt að draga úr opinberum umsvifum Ólafur bendir á að á samdráttar- skeiði síðustu ára hafi ríki og sveit- arfélög haldið uppi framkvæmdum með miklum lántökum, en þær að- gerðir hafi réttlæzt af því einu að í næstu uppsveiflu yrði dregið úr á móti. Þær aðstæður séu nú fram- undan. Ólafur vekur jafnframt at- hygli á að vextir séu enn hærri hér en í nágrannalöndunum og vaxta- hækkanir myndu því bitna á at- vinnulífinu og möguleikum þess til að byggja upp til framtíðar. Loks segir Ölafur Vinnuveitenda- sambandið tilbúið til hvers konar samstarfs til að tryggja stöðugleika og varanlegan hagvöxt. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segist geta tekið undir allt, sem fram komi í bréfi VSÍ. Rétt sé að ríkið hafi tekið lán til að halda uppi framkvæmdum og lækkað skatta, hvort tveggja í mörgum til- vikum til þess að koma á hóflegum kjarasamningum og koma í veg fýrir verðbólgu. „Mikilvægast er að í næstu kjarasamningum verði þess ELDUR kom upp í parhúsi við Krosshamra í Grafarvogi í gær- kvöldi. Slökkviliðið kom á stað- inn um stundarfjórðungi fyrir níu og þá logaði út um tvo eldhús- glugga. Eldurinn var mikill og að sögn Guðmundar Halldórsson- ar, vaktstjóra hjá Slökkviliðinu, var óttast að hann bærist í þak og þaðan i hina ibúðina í húsinu. gætt af hálfu samningsaðila, nú j þegar betur árar og fyrirtækin eru betur í stakk búin að hækka laun, að senda ekki reikning á ríkisvald- ið, hvorki í formi óska um fjárfram- lög né skattalækkanir," segir Frið- rik. „Stjórnvöld og aðilar á vinnu- markaði verða að sameinast um að styrkja stöðu ríkissjóðs, ná jafnvægi milli tekna og gjalda og skila síðan afgangi þannig að hægt sé að lækka skuldabyrði komandi kynslóða.“ I Slökkvistarf tók tæpan klukku- tíma. Allt brann sem brunnið gat í eldhúsinu og annað innbú er að mestu leyti ónýtt af reyk og hita. Hjón eru búsett í íbúðinni sem brann og voru þau í kaffi hjá nágrönnum sínum þegar skyndilega kvað við sprenging. Eldsupptök eru ókunn en upp- þvottavél var í gangi í eldhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldsvoði í húsi við Krosshamra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.