Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Flýtum verslunar- mannahelginni ENN einu sinni ganga landsmenn frá velli verslunarmannahelgar, sumir sárir á líkama, aðrir á sál sinni. Flestir þó ósárir sem betur fer. Við sem vinnum að því allan ársins hring að stuðla að auknu öryggi vegfar- enda, brettum þessa helgi enn meira upp á ermar en endranær til þess að sem flestir komist nú heilir úr umferðarstraumunum miklu þessa helgi. Ég játa það fúslega að þessu starfí fylgir talsverð streita, einfald- lega vegna þess að okkur fínnst við að miklu leyti bera ábyrgð á öllum þeim fjöjmörgu vegfarendum sem á ferð eru og hvert slys okkur því þungbær raun. Þegar vel gengur, og sannarlega hafa ökumenn oft sýnt sínar bestu hliðar um verslun- armannahelgi, þá er kátt í höllu Ráðs. En undanfarnar verslunar- mannahelgar hefur ágerst sú hugs- un mín að tímasetning helgarinnar sé að mörgu leyti röng, ekki síst vegna þess hve oft er orðin rysjótt tíð í byijun ágústmánaðar. Frídagur verslunarmanna verði annar mánudagur í júlí Hér með langar mig til þess að biðja alla hlutaðeigandi, kaup- menn, verslunarmenn og aðra sem um þetta mál þurfa að íjalla, að hugleiða rækilega hvort ekki sé rétt að verslun- armannahelgin verði færð fram til annarrar helgar júlímánaðar. Ég veit að þetta mun þykja allróttæk tillaga, en hér fara á _ eftir helstu rök mín fyrir henni. Á þessum tíma er alla jafnan mun þurrara veður, talsvert meiri líkur á_ sól og væntanlega hlýrra í veðri. Ég hef þetta þó ekki staðfest frá Veðurstofunni, en geri ráð fyrir að flestir lesendur hafi þessa sömu tilfinningu. Bjart er fram á nótt á þessum árstíma og auð- veldar það allt eftirlit, sem sorgleg dæmi und- anfarinna ára sanna að mikilsvert er að sinna vel þar sem margir koma saman. Fólkið sjálft sem sækir úti- skemmtanir ætti um leið betri möguleika á að hafa eftirlit hvert með öðru, sem væntan- lega er það affarasæl- asta þegar á allt er lit- ið. Þá held ég að um- ferð yrði öðruvísi og myndi dreifast á fleiri daga. Ef veður er gott og fólk í sumarfríi eru meiri líkur á að það héldi ekki strax til síns heima á mánudeginum og dveldi lengur á þeim mörgu og fallegu stöðum þar sem alls konar hátíðir eru haldnar. Ökumenn verslunarmannahelga framtíðarinnar nytu einnig bjartari kvölda til aksturs, en í byijun ágúst ÓIi H. Þórðarson ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 861. þáttur SAFNHEITI, svo sem möl og grjót, fara ekki alls kostar vel í fleirtölu. Þetta veit Jón Guð- bjartsson sem kunni skil á mis- mun orðanna steinn og grjót í útvarpsviðtali. Ungur frétta- maður vissi þetta hins vegar ekki og notaði orðið gijót í fleir- tölu, rétt eins og það hefði öld- ungis sömu merkingu og steinn. En munurinn sést vel á dæmi sem þessu: Nokkrir stakir stein- ar ultu úr gijótinu fyrir ofan veginn. Látum þetta duga sem formála að eftirfarandi bréfi frá Pjetri Hafsteini Lárussyni (bréf- ið er stytt): „Heill og sæll Gísli og þakka þér fyrir gagnlega þætti þína varðandi íslenskt mál. Ég hef lengi ætlað að skrifa þér vegna fleirtölupestarinnar, sem nú tröllríður fjölm'ðlum. En áður en ég vík að henni, langar mig til að vekja athygli á frétt sem lesin var í Ríkissjón- varpinu fyrir skömmu. Þar var fjallað um það, hve algengt það er, að böm drukkni á íslandi. Þarft er að vekja athygli á því, en orðalagið þótti mér nokkuð undarlegt. Þar var talað um „háa dauðatíðni vegna drukkn- unar bama“. Orðið „dauðatíðni“ þykir mér stofnanalegt. Frétt- inni var væntanlega ætlað að vekja fólk til umhugsunar um alvarlegt mál. En stofnanamál vekur ekki þanka heldur slævir þá. Auk þess fæ ég ekki betur séð, en orðalagið feli það í sér, að einhveijir lifí það af að drukkna. Slíkt er að mínu mati óhófleg bjartsýni. Víkjum þá að fleirtölupest- inni. Nýlega sá ég bamabók frá Umferðarráði. Þetta er mynda- saga, sem ætluð er foreldmm til að kenna börnum umferðar- reglur. Þar er m.a. að fínna eftirfarandi setningu: „Þau fóm inn í búðina til að spyija hvort nokkur þar hefði fundið lykil en allir hristu höfuðin.“ Höfundur þessarar sögu er margverðlaunaður bamabóka- höfundur. . . Að lokum langar mig til að minnast á nýstofnað félag, sem ber nafnið Félag íslenskra út- hafsútgerða. Ég hef aldrei vitað til þess, að orðið útgerð væri til í fleirtölu, eins þótt um sé að ræða útgerð margra skipa eða margra útgerðarfélaga. Réttara væri því að kalla félag þetta „Úthafsútgerðarfélag ís- lands“ ...“ Umsjónarmaður er kannski ekki alveg eins harður af sér og Pjetur. Ég held til dæmis að útgerð geti gengið í fleir- tölu, þegar það er farið að merkja útgerðarfyrirtæki. ★ Inghildur austan kvað: Er sú hávaxna Hallgerður spönn, hætti að vera tággrönn, hiupu dyntir í Stjána og deyfa í þrána, en djöfullinn glotti við tönn. ★ Þá er hér ljósrit úr fslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blönd- al Magnússon: „hippi k. (nísl.), ‘unglingur, (ungur) karlmaður eða kona sem afneitar viðteknum lífs- venjum og snýst gegn þeim á tiltekinn hátt, ...’. To. úr e. (amer.) hippie. Uppmni að öðm leyti óljós.“ Mjög svipaðan fróðleik er að sækja í Ensk-ísl. orðabók Arnar og Örlygs, og í Orðabók um slangur etc. eftir Mörð Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólf Thorsson er talsverð ritgerð um orðið hippi, og háttu þeirra sem það nafn hlutu. Élsta bókfest dæmi, sem Orðabók Háskólans lét mér í té, er úr Guðsgjafaþulu Hall- dórs Laxness (útg. 1972). Þar segir svo: „Þá voru allir góðir Íslendíng- ar í sjakket, en nú á dögum er þessi flík orðin sérbúníngur þjóðhöfðíngja við morgunat- hafnir og fylgir honum homa- blástur. Hver sá maður sem nú á dögum léti sjá sig í sjakket á Ráðhúsplássinu í Kaupmanna- höfn án þess að hafa vopnaða herdeild spilandi á lúðra í eftir- dragi mundi orðalaust vera haldinn fyrir vinstrivillumann eiturætu eða hippa.“ ★ Aðsend speki úr nýlegu prentmáli: „Húsdýraáburður getur verið mengandi. Þó fer það eftir ýmsu, t.d. hvort hann er í úða- brúsum eða vistvænum umbúð- um.“ Vonandi að allir þoli það sem upp af honum sprettur, ekki aðeins þeir sem eru við heiðinna manna heilsu. ★ Hlymrekur handan kvað: Sr. Bjarni á Saurum var brattur, af beígingi og lærdómi fattur, en gáfnabúr hans, þessa geistlega manns, var rétt eins og höfuðlaus hattur. Auk þess er þess getandi, að í reglum er kveðið á um eitt og annað, og verða þá til ákvæði. Reglur „kveðja ekki á“. Kveða er sterk eftir 5. röð, þriðja kennimynd kváðum, og af henni er myndaður viðth. þát. kvæði. Dæmi: Hann sagði að reglur kvæðu ekki á um o.s.frv. Af kveðja er hins vegar samsvarandi orðmynd kveddu, eint. kveddi. Og góður maður og glöggur hefur beðið mig að minna fólk á að syngja rétt upphafíð að Islendingadags ræðu Step- hans G. Stephanssonar: Þó þú langförull legðir/sérhvert land undir fót; ekki „þótt“. ★ Stungið í vasa Svali í loftinu, situr á túnbletti már, sundið mig kallar á vit til ins risandi dags. Skinfaxi kembir við kulið sitt ljósgráa fax, við kambinn sig æfir til langflugsins vað- fuglinn smár. Útsumars hrollur fer hrislandi um mig nú strax, haustið er líklega snemma á ferð þetta ár. Hlutaðeigendur hugleiði, segir Óli.H. Þórðarson, að færa verslunarmannahelgina fram til annarrar helgar júlímánaðar. er þó nokkuð farið að rökkva eins og menn vita. Okkar ágætu félagar hjá Vegagerðinni myndu áreiðan- lega láta mála yfirborðsmerkingar fyrr á vegina og þar með nýttust þær þeim vegfarendum vel sem kysu að ferðast eftir verslunarmanna- helgi. Síðast en ekki síst er verslun- armannahelgin í dag tákn um að haustið sé á næsta leiti. Væri hún fyrr á ferðinni fengi fólk ekki þessa tilfinningu og trú mín er sú að þetta leiddi þegar á allt er iitið til þess að fólk ferðaðist meira í ágústmán- uði en það gerir í dag. Það yki auð- vitað umferð og þess vegna ætti ég kannski alls ekki að vera að leggja þessa breytingu til. En þetta er samt sannfæring mín og ég er viss um að þegar menn hafa hugleitt þessa tiliögu í alvöru þá komi í ljós að allt mæli með henni. Unga fólkið þarf að fá útrás. Skemmtanir um verslunarmanna- helgar munu því um ókomna tíð verða haldnar hér á landi. Okkar sem eldri erum er að búa til rammann og gera allt sem í okkar valdi stend- ur til þess að hann rúmi þá þenslu sem býr í okkar tápmikla unga fólki. Ég skora á þá fjölmörgu aðila sem skipuleggja hátíðir um verslunar- mannaheigar að gera það með þeim hætti að æskufólkið, kynslóðin sem tekur við þessu öliu saman af okk- ur, hafi nóg að gera þegar það sækir staðina heim, en aðgerðaleysi er rót margs konar vanda. Fjöl- skylduhátíðir eru auðvitað æskileg- astar og ættu allir foreldrar sem mögulega geta komið því við að sækja slíkar hátíðir með unglingun- um. Þá yrði margt öðruvísi en nú og fleiri ánægðir. Því fyrr sem við finnum verslunarmannahelgi nýjan tíma, því fyrr getum við einbeitt okkur að þeim breytingum á henni sem við erum flest sammáia um að stefna beri að. Við hjá Umferðarráði þökkum vegfarendum, dagskrárgerðarfólki og hlustendum útvarpsstöðvanna, ásamt fjölmörgum öðrum fyrir prýð- isgott samstarf um verslunarmanna- helgina í ár. Megi vegfarendum öll- um vel farnast í óförnum sumarferð- um sínum, haustið er enn ekki geng- ið í garð. Höfundur er framkvæmdasljóri Umferðarráðs. Halló Akureyri Af menningarlíf i í höfuðstað Norðurlands MÉR var kennt það í eina tíð, að þegar maður snöggreiddist eða manni sárnaði illi- iega væri gott að skrifa skammarbréf og henda því síðan. Einkum ætti þetta við, ef manni þætti vænt um þann, sem gerði á hlut manns, eða ef maður væri sann- færður um að viðkom- andi hefðu óafvitað orð- ið á mistök. Bréfkorn þetta var fyrst skrifað fyrir ári síðan, en lenti í rusla- fötunni af ofangreind- um ástæðum. Mér þyk- ir ennþá dálítið vænt um Akureyri, sem fóstraði mig ungan dreng, og ég var sannfærður um að forráða- menn bæjarins hefðu ekki séð fyrir atburði verslunarmannahelgarinnar 1995. Verslunarmannahelgin er orðin mikið kvíðaefni mörgum foreldrum. Unglingar eru hópsálir, vilja fylgja fjöldanutn. Löggæslu er ábótavant hvað varðar raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir að hægt sé að nálgast vímuefni. Afgreiðslufólk verslana brýtur í hundraðatali á hveijum degi landslög með því að selja unglingum undir sextán ára aldri tóbak. Landi virðist auðfenginn og fíkniefni flæða inn í landið. Þessi vandamái ná hápunkti sínum um verslunarmannahelgina. Það var mér gleðiefni, þegar menningarbærinn Akureyri bauð landsmenn velkomna á fjölskyldu- hátíð um verslunarmannahelgina í fyrra. Það þurfti ekki frekar vitn- anna við, norður var brunað og tjald- að á tjaldstæði bæjarins. Stutt í bæinn, stutt í sund. Ánægjuleg helgi framundan með ýmsum uppákom- um. Örugglega sannkölluð fjöl- skyldustemmning. Aðfaranótt laugardagsins var mér ljóst, að við höfðum gert alvarleg mistök. Tjaldstæðið logaði af fylliríi alla nóttina og okkur kom ekki dúr á auga. Slagsmál, rifrildi, klám- og fúkyrði. Stutt njósnaferð niður í miðbæ Akureyrar um tvöleytið var ennþá ömurlegri. Göngugatan full af drukknum unglingum, þeir eidri gáfu þeim yngri að súpa úr pelum sínum, sóðaskapur í algleymingi. Hvergi að sjá löggæslumann. Við færðum tjaldið inn í Kjarnaskóg og áttum þar rólegri tíma. En ungling- arnir í miðbænum voru jafn illa á sig komnir, fylliriið og sóðaskapur- inn á tjaldstæðinu við sundlaugina minnkaði varla, þó að við færðum okkur um set og nytum nú svefnfriðar. Við eyddum verslun- armannahelginni á Benidorm í ár. Þar er reyndar minnsta mál fyrir ungt fólk að fá létt vín og bjór, diskó- tekin opin fram eftir nóttu. Én engin hóp- drykkja á götum úti, enginn sóðaskapur, ekki fleirum boðið til veislu en hægt er að hafa hemil á. Á Akureyri endurtók sig sagan frá því í fyrra, en mun svæsnari af fréttum að dæma. Hreinlætisaðstaða iögð í rúst, einkagarðar skemmdir, A Akureyri, segir Stefán J. Hreiðarsson, endurtók sig sagan frá því í fyrra. fjöldafyllirí, nauðganir og ofbeldi. Óg framkvæmdastjóri dýrðarinnar að langmestu leyti ánægður, en bæjarstjórinn fríar sig allri ábyrgð, þó að honum virðist að sumt mætti betur fara. Ég er sammála framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, að það er ánægjuefni, að ekki var nema minni- hluti gesta ofurölvi og gerði þarfir sínar utanhúss, auk annars, sem fréttir vitna um. Mig býður hins vegar í grun, að hans ánægja sé mest fjárhagslegs eðlis. Gróðavon ýmissa í þjóðfélaginu er eitt það, sem gerir uppeldi unglinga svo erfítt. Ymsar gildrur eru egndar fyrir ung- mennin, en eigendur gildranna þykj- ast alsaklausir, þegar vel veiðist. Landasalar vinna sín myrkraverk í skjóli leyndar og vanmáttugrar lög- gæslu. Utihátíðin á Akureyri var haldin með fullu samþykki forráða- manna bæjarins, þrátt fyrir reynsl- una frá fyrra ári. Hátíðin var nefnd: Halló Akureyri. Ég segi: Sveiattan Akureyri. Höfundur er harnalæknir og foreldri og fyrrverandi Akureyringur. Stefán J. Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.