Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 25 ; NU ÞEGAR ís- lensku ólympíufararnir hafa lokið keppni á Olympíuleikunum í Atlanta er annar hópur íþróttafólks að leggja af stað til Atlanta. Þar verður haldið Ólympíu- mót fatlaðra dagana 15.-25. ágúst nk. og verða 10 íslenskir keppendur á meðal þátttakenda, 2 í frjáls- um íþróttum og 8 í sundgreinum. Þátt- taka á Ólympíumóti fatlaðra er hápunktur á ferli fatlaðs íþrótta- fólks um heim allan. Strax að loknu Ólympíumóti fatl- aðra í Barcelona og í Madrid árið 1992 hófst undirbúningur að þátt- töku íslands í Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta árið 1996. Sérstaða Ólympíumótsins í Atl- anta er sú að þar munu þroskaheft- ir í fyrsta skipti keppa með öðrum fötlunarhópum á Ólympíumóti en greinar verða mun færri en voru á fyrsta Ólympíúmóti þroskaheftra í Madrid árið 1992. Ekki verður t.d. keppt í lengri sundgreinum en þar hefur þroskahefta íþróttafólkið frá íslandi verið mjög sigursælt. í flokki þroskaheftra keppa í sundi Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, Bára Bergmann Erlingsdóttir, Ösp, og Gunnar Þór Gunnarsson, Sundfélagi Selfoss. í flokki hreyfihamlaðra keppa í sundi Ólafur Eiríksson, SH, Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, Pálmar Guðmundsson, ÍFR, og Anna Rún Kristjánsdóttir, Óðni. í flokki blindra keppir í sundi Birkir Rúnar Gunnarsson, Ægi. í fijálsum íþróttum í flokki hreyfihamlaðra_ keppa Haukur Gunnarsson,_ Ármanni, og Geir Sverrisson, Ármanni. Haukur Gunnarsson, Ármanni, er að taka þátt í Ólympíumóti fatl- aðra í fjórða skipti nú og er hann fyrsti ísiendingurinn sem það gerir. Hann mun því bijóta blað í íþrótta- sögu fatlaðra á Islandi þegar hann gengur inn á leikvanginn í Atlanta 15. ágúst nk. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Haukur Gunnarsson brýtur blað í þeirri sögu. Hann varð t.d. fyrstur fatlaðra íþróttamanna til þess að ná þriðja sæti í kjöri íþróttafréttamanna um íþrótta- mann ársins en það var árið 1988. Á þeim tíma urðu heitar umræður um val íþróttamanns ársins og það mat, sem haft var til hliðsjónar. Mikla athygli vakti t.d. grein sem Stefán Ingólfsson verkfræðingur skrifaði þá um kjör íþróttamanns ársins en hann skrifaði m.a.: „Það verður að gagnrýna tvö- feldni íþróttafréttaritara. Annars vegar hafa þeir Hauk á listanum til að veita honum viðurkenningu. Hins vegar segja þeir að íþróttir fatlaðra verði ekki mældar á sama kvarða og aðrar íþróttir. Það jafn- gildir því að afrek hans eru mæld með öðrum kvarða en hinna.“ (Frb. ÖB. 1988.) Frá árinu 1988 hefur enginn fatl- aður íþróttamaður verið valinn í fyrstu 3 sæti í þessu kjöri og ennþá vekja orð Stefáns spurningar. Þroskaheftir eru sá hópur fatl- aðra sem hvað mest hafa mætt fordómum og vanþekkingu sam- ferðamanna sinna í gegnum tíðina. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, sundkon- kn glæsilega, hefur á undanförnum 6.rum unnið hug og hjarta þjóðar- hinar allrar vegna glæsilegs árang- firs, en ekki síður vegna einlægrar jpramkomu sinnar og ljúfmennsku. Hún og annað þroskaheft íþrótta- ■ Anna Karólína Vilhjálmsdóttir fólk hefur náð að skapa jákvæða ímynd og marka jákvæðara við- horf í garð þroska- heftra íslendinga. Blindi sundmaðurinn Birkir Rúnar Gunnars- son hefur sýnt með frá- bærum árangri jafnt í sundkeppni, í námi sínu og á öðrum vett- vangi að ekkert aftrar honum frá því sem hann ætlar sér. Afrek hans og óbifandi bar- áttuvilji hljóta að vera öðrum blindum hvatn- ing til dáða og án efa er dugnaður hans styrkur og hvatning til foreldra blindra barna. Geir Sverrisson, ein- hentur fijálsíþróttamaður sem hef- ur náð því einstæða afreki að hljóta gullverðlaun í tveimur íþróttagrein- Þessir einstaklingar, segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, hafa aldrei gefist upp. um á Ólympíumóti fatlaðra og að vera valinn í landslið ófatlaðra í fijálsum íþróttum, hefur sýnt fá- dæma baráttuvilja og einbeitni við það sem hann ætlar sér og hefur uppskorið árangur eftir því. Sama má segja um Ölaf Eiríksson, sem notað hefur gervifót frá fæðingu en hefur aldrei látið það aftra sér í lífi sínu og er nú í hópi bestu sundmanna heims í sínum flokki'. Kristín Rós Hákonardóttir, sem fékk hettusóttarvírus í höfuðið 18 mánaða gömul og hefur verið spast- ísk síðan þá, hefur lagt á sig gífur- lega vinnu við að yfirvinna fötlun sína með stöðugri og markvissri sundþjálfun sem hefur skilað henni KEPPENDUR á ÓL-móti fatlaðra í Atlanta ’96 og sundþjálfarinn Kristín Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Hauk Gunnarsson, Ármanni. árangri á heimsmælikvarða. Fyrir spastíska einstaklinga er mikilvægt að fylgjast með þessari glæsilegu sundkonu og félögum hennar í sama fötlunarhópi, þeim Hauki Gunnars- syni og Pálmari Guðmundssyni, sem er einn efnilegasti sundmaðurinn af ^mgri kynslóðinni í okkar hópi. Anna Rún Kristjánsdóttir, yngsti keppand- inn í hópnum, er nýkomin í þennan keppnishóp og á framtíðina fyrir sér. Iþróttafólkið, sem nú heldur til Atlanta, hefur flest verið í framlínu íþrótta fatlaðra í u.þ.b. áratug. Þessir einstaklingar hafa aldrei gef- ist upp þrátt fyrir að stundum hafi komið tímabil þar sem allt virtist vonlaust í baráttu þeirra fyrir því að vera viðurkenndir sem íþrótta- menn. íþróttasamband fatlaðra ber mjög mikla virðingu fyrir þessu fólki og öðru því íþróttafólki sem hefur rutt brautina fyrir þá sem á eftir koma. Að fá gullverðlaun um hálsinn og heyra þjóðsönginn leikinn hlýtur að vera stærsti sigurinn og eftir- minnilegasta stund hvers þátttak- anda á Ölympíumóti. Að bijóta blað í sögu íþrótta fatlaðra á einhvern hátt, vegna frábærs árangurs og óbifandi baráttuvilja, hlýtur einnig að vekja mjög sérstakar tilfinningar hjá þeim sem það gera og skapa þannig öðrum fötluðum farveg til betri framtíðar. íþróttafólkið hefur unnið stóra sigra á íþróttavettvang- inum en sigrar þeirra í brautryðj- endastarfinu eru ekki síður glæsi- legir. Þrátt fyrir að mörgum þyki sem hægt gangi í baráttu fatlaðra fyrir mörgum mikilvægum málum þá má ekki gleyma því að hver lít- ill sigur er skref fram á við. Fram- lag íþróttafólksins verður ekki met- ið í fjölda verðlaunapeninga á þessu sviði en það er í Atlanta sem barátt- an um verðlaunapeningana fer fram og þar verður ekkert gefið eftir. Alls taka um 3.500 keppendur frá um 125 þjóðum þátt í mótinu og verður keppt í 17 greinum, auk þess sem tvær sýningargreinar verða í gangi. Árið 1992 sendi ríkis- sjónvarpið í fyrsta skipti fulltrúa sína á Ólympíumót fatlaðra og þá fyrst fékic almenningur á íslandi tækifæri til þess að sjá hvað fer fram á slíkum mótum. Ríkissjón- varpið verður með hópnum í Atl- anta og mun senda heim fréttir af íslensku keppendunum og annað myndefni frá mótinu. Mjög strangar reglur gilda um íjölda fararstjóra og aðstoðar- manna á mótið og verða aðeins 5 fararstjórar og þjálfarar í Ólympíu- þorpinu með keppendunum 10. Far- arstjórar munu því hafa lítinn tíma til þess að sinna fjölmiðlum en reynt verður að senda samantekt frá Átl- anta í lok hvers keppnisdags. Það boðleiðakerfí, sem tölvutæknin býð- ur upp á í dag, ætti að auðvelda fjölmiðlum á Islandi að fylgjast með mótinu og gera því góð skil. íslenski keppnishópurinn mun leggja sig allan fram og reyna að verða landi og þjóð til sóma. Fjölmargir aðilar hafa styrkt íþróttasamband fatlaðra vegna undirbúnings og þátttöku íslands í Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta 15.-25. ágúst 1996. íþróttasamband fatlaðra og Ólympíuráð ÍF senda öllum þessum aðilum bestu kveðjur og innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Höfundur er frkvstf. íþrótta- og útbreiðslusviðs IF. HABITAt-útSALAW AIH a$ 7o% afsláll-ur af ú.tsó'luvó'r-uln. Bilfcao JsahHa Jsr. 315 (■fcrot af úrvalinuí) Opií til hb 17 í <íag. iuibixat L»ogav»si 13 SMniM3S870 >111»» Lmii n iitkmii ImMiu íh< l ku4 Verð aðeins frá 849.000 kr. Verð aðeins 695.000 kr. án vsk. 1300 cc vél, styrktarbitar i hliðarhurðum, höfuðpúðar í fram- og aftursætum, barnaiæsingar. Skoda Felicia Þýsk gæði - frábært verð Nýbýtavegur 2 Sími: 554 2600 Fatlað íþrótta- fólk á leið til Atlanta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.