Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBKÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAU G ARDAGUR 10. AGUST 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK * Mikil viðskipti voru með SIF-bréf á hlutabréfamarkaði í gær Hlutaféö seldist upp Borgarstjóri Sala Skýrr og Pípugerð- ar á árinu ’iííGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að ákveðið hafi verið að leggja til við borgarráð að Reykja- víkurborg selji 30% hlutafjár í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavík- urborgar (Skýrr hf.) og allan hlut borgarinnar í Pípugerð Reykjavíkur. Salan fari fram fyrir áramót. Borgarstjóri segir að áætlað sé að gera Malbikunarstöð og Gijótnám Reykjavíkur að hlutafélagi og sala á 30% hlut borgarinnar verði athuguð síðar, en ekki að svo stöddu. ■ Bætt skuldastaða/4 HLUTAFÉ seldist upp í hlutafjárút- boði Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda í gær, síðasta degi forkaupsréttar. Engin bréf verða boðin til sölu á almennum markaði þar sem forkaupsréttarhafar hafa óskað eftir kaupum á meira fé en boðið var í útboðinu. Hluthafar i SÍF hafa frá því að útboðið hófst, 19. júlí, haft for- kaupsrétt að hlutafénu en þessi réttur féll niður í gær. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að ekki væri búið að fara yfir öll kauptilboð for- kaupsréttarhafa en ljóst væri að þau væru vel yfir útboðsupphæð- inni, 122 milljónum króna að nafn- virði. Því er ljóst að engin bréf úr útboðinu verða til sölu á almennum markaði. Mikil viðskipti urðu með hluta- bréf í SÍF á Opna tilboðsmarkaðn- um í gær og skiptu bréf fyrir 93 milljóna króna að markaðsvirði um eigendur. Miklar vangaveltur voru á verðbréfamarkaði um hveijir væru kaupendur og seljendur bréf- anna. Taldi einn heimildarmaður blaðsins að umtalsverður hluti bréf- anna hefði verið keyptur af þeim hópi fyrirtækja, sem áður tengdust Sambandinu. Lokagengi bréfanna var 3,23 sem er 2% hækkun frá því á fimmtudag. Heildarviðskipti á hlutabréfa- markaði í gær námu rúmum 180 milljónum kr. og hækkaði þingvísi- talan um 0,57%. Talsverð viðskipti urðu með hlutabréf í íslandsbanka hf. eða fyrir samtals 25 milljónir kr. að markaðsvirði. Lokagengi bréfanna var 1,90 sem er 4% hækk- un frá því á fimmtudag. Fjárlagagerðin fyrir árið 1997 Ráðuneytin skila sparn- aðartillögum í næstu viku í RÁÐUNEYTUNUM er nú verið að ljúka vinnu við gerð tillagna um hvernig þa\i hyggjast ná settum markmiðum við fjáriagagerðina fyrir næsta ár um sparnað og niður- skurð innan þeirra útgjaldaramma sem þeim hafa verið sett. Eiga ráðuneytin að skila þeirri útfærslu í næstu viku, skv. upplýs- ingum sem fengust í fjármálaráðu- neytinu. Ríkisstjórnin stefnir að halla- lausum fjárlögum á næsta ári og þurfa ráðuneytin að skera heildar- útgjöld niður um samtals rúma fjóra milljarða króna frá því sem ella hefði orðið. í þarnæstu viku er svo ráðgert að tillögurnar komi til kasta ráðherranefndar um rík- isfjármálin, áður en drög að fjár- lagafrumvarpinu verða afgreidd úr ríkisstjórninni og þau fengin þing- flokkum stjórnarinnar til meðferðar. Morgunblaðið/Þorkell UNNIÐ er að gerð stíflu í Þjórsárlóni, nyrsta uppistöðulóninu í Kvíslaveitu. Lokið verður við gerð helmings austari stíflunnar í sumar en Austurkvíslarstífla og hinn helmingur austari stíflunn- ar bíður fram á næsta sumar. Þjórsárlón á undan áætlun FRAMKVÆMDIR við fimmta áfanga Kvíslaveitu eru á undan áætlun en ráðgert er að verkinu ljúki haustið 1997. Unnið er að gerð stíflu við Þjórsárlón og upp- gröft úr Þjórsárskurði sem verður 2,3 km langur. Einnig er verið að smíða brú og leggja veg yfir Þjórs- árskurð. Framkvæmdir við Kvíslaveitu miða að því að auka vatnsmiðlun í Þórisvatn og auka með því afkastagetu Sigöldu, Hrauneyjarfoss- og Búrfellsvirkj- ana. Kostnaður við fimmta áfanga Kvíslaveitu er um 740 milljónir króna. Stærsti verktakinn á svæðinu er Suðurverk frá Hvolsvelli en alls starfa á svæðinu í sumar hátt í 80 manns. Alla steypuvinnu ann- ast BV tæki hf. Alls felur fimmti áfanginn í sér heildartilfærslu á jarðvegi upp á 1,1 milljón rúmmetra, þ.e. tilfærsla á fyllingfum í stíflur og uppmokstur úr skurði. Við skurðgröftinn notar Suðurverk m.a. stærstu aðmokst- ursgröfu landsins sem fyrirtækið festi kaup á fyrir um 20 milljónir króna í vor. Brúin yfir Þjórsárskurð verður stálbitabrú með trégólfi, 40 metra löng. Hún tengir svonefndan Kvíslaveituveg við Versali og Nýjadal. Guðmundur Ólafsson og Eyjólfur Árni Rafnsson, staðar- verkfræðingar, segja að brúin verði opnuð 1. október nk. Þeir búast við því að Kvíslaveituvegur og brúin yfir Þjórsárskurð verði aðalleiðin um Sprengisand og sú eldri leggist af. Leiðin til Skaga- fjarðar styttist með tilkomu brú- arinnar. ■ Umfangsmestu/26 Frádráttarbær framlög og gjafir fyrirtækja Engar upplýsingar um siyrki til flokkanna SKATTAYFIRVÖLD hafa engar upplýsingar um hvort fyrirtæki eða aðrir rekstraraðilar notfæra sér að færa gjafir eða framlög til stjórn- máiaflokka til rekstrargjalda svo þau verði frádráttarbær til skatts eða i hversu ríkum mæli það er gert, skv. upplýsingum Ríkisskattstjóraemb- ættisins. Árið 1993 samþykkti Alþingi breytingu á tekjuskattslögunum sem heimilaði að fjárl'ramlög eða gjafir fyrirtækja til stjórnmálaflokka verði frádráttarbær frá skatti með sama hætti og til líknarfélaga, trúfélaga, menningarstarfsemi, rannsókna og vísinda og er þeim heimilt að draga allt að 0,5% frá heildarveltu í þessu skyni. Heimild skattalaga um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi vegna gjafa til framangreindra málaflokka er í 31. grein skattalaga. Að sögn Jóns Tryggvasonar, á tekjuskattsskrif- stofu Ríkisskattstjóra, hafa skattayf- irvöld hvorki upplýsingar um hver heildarfjárhæðin er sem færð er til rekstrargjalda vegna gjafa og styrkja fyrirtækja á hveiju ári né hversu háum fjárhæðum skattfrádrátturinn nemur vegna einstakra málaflokka, s.s. framlaga til stjórnmálaflokka. Framteljendur þurfa ekki að sundur- greina þessa liði sérstaklega á skatt- framtali, að sögn hans. „Þetta verður ekki lesið út úr neinum tölum sem skráðar eru á skattframtölum,“ sagði hann. Móttökukvittanir fylgja sjaldnast framtölum í reglugerð sem fjármálaráðherra setti árið 1994 er sett það skilyrði fyrir frádrætti vegna gjafa til þess- ara málaflokka að framteljandi leggi fram móttökukvittun með framtali sínu. Þar á að koma fram nafn og heimili gefanda, hver gjöfin er og hvert verðmæti hennar er. Þeim aðil- um sem þiggja framlögin er skylt að senda skattyfiivöldum ársreikn- inga ásamt lögum, reglugerð eða skipulagsskrá yfir starfsemi sína sé um það beðið. Áð sögn Jóns Tryggva- sonar fylgja móttökukvittanir sjaldn- ast framtölum og þessar upplýsingar fást því ekki sundurliðaðar nema farið sé fram á það með skoðun á bókhaldi. Stefnt er að því, jafnvel strax á næsta ári að sögn hans, að taka upp staðlað rekstrarframtal þar sem frá- dráttur frá tekjum af atvinnurekstri yrði sundurliðaður frekar en gert er í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.