Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GOTT FORDÆMI REYKJAVÍKUR- BORGAR JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar sýnir gott fordæmi er hún sækir um styrk til Evrópusambands- ins til tilraunaverkefnisins „karlar og fæðingarorlof". Tilgangurinn með verkefninu er að kanna hvaða áhrif fæðingarorlof hafi á sjálfsmynd feðra, tengslin við börn þeirra, verkaskiptingu á heimilinu og þar með á jafn- rétti kynjanna. Einnig er ætlunin að skoða hvernig vinnu- félagar og yfirmenn bregðast við því að karlar taki sér fæðingarorlof og hvernig yfirstíga megi þá erfiðleika, sem upp kunni að koma. Þær niðurstöður, sem fást munu úr þessu verkefni, munu verða mikilvægur leiðarvísir í átt til þess að karl- ar njóti sjálfstæðs réttar til fæðingarorlofs og axli í auknum mæli ábyrgð á barnauppeldi og heimilishaldi, en slíkt er mikilvæg forsenda jafnréttis kynjanna. Hugs- anlega mun framtak Reykjavíkurborgar eiga þátt í að breyta úreltum viðhorfum til hlutverka kynjanna. Fleira þarf þó að koma til, til dæmis sjálfstætt átak til að jafna mun á launum karla og kvenna. Styrkur sá, sem Reykjavíkurborg hefur sótt um til verkefnisins, er ekki fenginn. Vonandi heldur borgin þó sínu striki jafnvel þótt fé til verkefnisins verði takmark- aðra en vonazt er til. Mestu skiptir að hið stóra fyrir- tæki, sem Reykjavíkurborg er, ræðst nú á múrana sem enn aðgreina hlutverk og hlutskipti kynjanna. Vonandi fylgja fleiri fyrirtæki í kjölfarið. „MIÐSTÝRÐUR SÓSÍALISMI“? OLAFUR Orn Arnarson, læknir og framkvæmdastjóri við Sjúkrahús Reykjavíkur, kemst að þeirri niður- stöðu í grein hér í blaðinu í fyrradag, að í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins hinn 27. júlí sl. hafi mátt finna skoðanir sem séu „miðstýrður sósíalismi af versta tagi“. Jafnframt segir læknirinn, að honum bregði við þegar „Mbl. berst fyrir hreinum ríkissósíalisma“, eins og hann kemst að orði í grein sinni. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum verið gagn- rýnt fyrir annað en „sósíalisma“ í afstöðu til heilbrigðis- mála. Blaðið hefur ítrekað hvatt til þess, að komið yrði upp einkareknum valkosti í heilbrigðiskerfinu og í rekstri sjúkrahúsa til þess í senn að auka aðhald að hinu ríkis- rekna kerfi og bæta heilbrigðisþjónustuna. í því sam- bandi hefur Morgunblaðið t.d. bent á, að margir borgar- ar, sem hingað til hafa þurft að bíða jafnvel misserum saman eftir ákveðnum læknisaðgerðum mundu áreiðan- lega vilja borga andvirði einnar sólarlandaferðar til þess að fá slíka aðgerð framkvæmda strax. Morgunblaðið hefur líka vakið athygli á því, að æski- legt væri í tengslum við einkarekinn valkost í heilbrigðis- kerfinu, að hin einkareknu tryggingafélög tækju upp heilsutryggingar, sem gerðu fólk kleift að kaupa trygg- ingu, sem síðan mundi borga kostnað við einkarekna læknisþjónustu, þegar á henni þyrfti að halda. Er þessi boðskapur til marks um „sósíalisma“?! Sannleikurinn er auðvitað sá, að heilbrigðiskerfið á íslandi er ríkisrekið að langmestu leyti og sjúkrahúsin algerlega. Ef rekin væru tvö einkasjúkrahús í Reykjavík, sem Morgunblaðið hefði lagt til að sameinuð yrðu í eitt ríkisrekið sjúkrahús gæti Ólafur Örn Arnarson talað um sósíalisma. En Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur eru ekki einkarekin sjúkrahús heldur í opinberri eigu. Þess vegna er fáránlegt af lækninum að tala á þann veg, sem hann gerir. Það er svo önnur saga, að Morgunblaðið studdi dyggi- lega rekstur eina sjúkrahússins í Reykjavík, sem hægt var að líta á sem einkarekið sjúkrahús, þ.e. Landakots- spítala. Sá rekstur gekk hins vegar ekki upp undir lok- in. Því var klúðrað. Þá sögu þekkir Ólafur Orn Arnarson betur en flestir aðrir. Pjérsdr- $ jnku/í Jj Arnarfo!)-, hiAliUo ' AriKirfrii :/ hið mihW : HOfS- JÖKULL 'y//S. áfangi Kvíslaveltu ireysislón filiutujrrzr/at Byvindarlón FRIÐLAND í Nyrflrí-j'C.Á íláj»am»a Syðn-~í ílágaagö Saubafellsíón 10 km 5. áfangi Kvíslaveitu — Þjórsárlón UNNIÐ að gerð stíflunnar og lokuvirkins í Þjórsárlóni. Morgunbl aðið/Þorkell Unnið í tíu daga - / / (*• * fn í fjora Framkvæmdir við lokaáfanga Kvíslaveitu hóf- ust nú í vor. Ráðgert er að þeim verði lokið haustið 1997. Guðjón Guðmundsson kynnti sér framkvæmdimar sem em þær umfangs- mestu í jarðframkvæmdum á landinu stíflu í Þjórsárlóni. í hana fara um 20 þúsund rúmmetrar af efni. Einn- ig verður lokið við austari stífluna. I heild eru stíflumannvirkin um 800 metra löng. Gert er ráð fyrir að vatn fari að renna um Þjórsárskurð strax í haust. 5. áfanga á að vera lokið 1. október 1997 og þar með Kvíslaveitu. 80 starfsmenn Um 80 starfsmenn eru við störf í Kvíslaveitu hjá Suðurverki, sem er stærsti verktakinn á staðnum og BV-tækjum hf., en þessi fyrir- tæki buðu sameiginlega í verkið. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 740 milljónir kr. sem er 84% af kostnað- aráætlun. Einnig eru nokkrir starfsmenn hjá Arnarfelli hf. frá Akureyri sem rekur steypustöð á staðnum og er undirverktaki Suður- verks og BV-tækja. Væntanlega verður unnið fram í október og byijað aftur hugsanlega upp úr miðjum maí á næsta ári. STÆRSTU jarðvinnuvélar eru notaðar við Þjórsárlónsskurð. BIRGIR Örn Einars- son, 18 ára, og Ómar Guðjónsson, 18 ára, starfa sem verkamenn við Kvíslaveitu. Þeir handlanga í smiðina og gera ýmislegt annað „sem smiðirnir nenna ekki að gera sjálfir", eins og þeir sögðu I starfslýsingu. Vaktirn- ar eru tvískiptar, frá kl. 7 að morgni til kl. 19 að kvöldi og frá kl. 19 að kvöldi til kl. 7 að morgni. Þeir félagar komu til starfa í byrjun júní. Ómar segir að það sé engu líkt að starfa svo fjarri byggð og menn þurfi nokkurn tíma til þess að venjast því. „í fyrstu er mikil tilbreyt- ing fólgin í þessu. Þeir sem búa t.d. í Reykja- vík hafa allt til alls en hérna er ekki aðgang- ur að venjulegustu hlutum eins og sölut- urnum eða mynd- bandaleigum. Við erum kallaðir hingað til þess að vinna og sofa. Svo fáum við að borða inn á milli lika,“ sagði Ómar. Birgir Örn segir að Birgir Örn Einarsson Ómar Guðjónsson þetta sé góð vinna en dagarnir eigi það til að renna saman og timinn virðist stundum fljótur að líða. „Við erum hérna í tíu nætur í senn og fjórar nætur heima í fríi,“ sagði Birgir Örn. Ómar sagði að þegar liði að því að menn kæmust í frí færðist einhver æs- ingur yfir mannskapinn. Menn verða dálitið þreyttir hver á öðrum." Áfengisbann á staðnum Ómar er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Birgir Örn í Flensborgarskó- lanum í Hafnarfirði. Ómar segist hafa unn- ið verkamannavinnu af þessu tagi síðastlið- in sex sumur. Faðir hans er verkstjóri á staðnum. Birgir Örn segir að vinnan geti verið mjög erfið lík- amlega. Þeir félagar segjast gera sér nokkra grein fyrir framgangi verksins enda sé starfsmönnum gerð grein fyrir þvi á fund- um. „Við vitum að verkefnið er mikil- vægt en mér finnst við ekki fá að vita mjög mikið um það sem er í gangi. Það er aðal- lega þannig að maður heyri eitthvað annars staðar frá,“ sagði Birgir Öm. Þeir félagar segja að áfengisbann sé á vinnustaðnum. Þeir ráði sjálfir sínum svefntíma utan vakta. Þá sé mikið um að menn horfi á sjónvarp eða lesi. „Það er einstaklega gaman að komast í frí eftir svona törn en það er svo undarlegt að leiðin í bæinn ætlar aldrei að taka enda en virðist svo stutt þegar við erum á leið upp eftir,“ sagði Birgir Öm. AUKNING í orkugetu raf- orkukerfisins vegna 5. áfanga Kvíslaveitu verð- ur 290 gígavattstundir á ári og aflaukning í Búr- fellsstöð verður 90 gígavattstundir á ári. Landslag á þessu svæði, skammt austan Hofsjökuls, hefur ger- breyst og í stað sanda og mela eru þar komin fimm myndarleg uppi- stöðulón sem tengd eru saman með skurðum. Þeirra stærst er Kvísla- vatn. Lónin í Kvísla- veitu, að Þjórsárlóni sem nú er verið að gera, eru samtals 25 ferkíló- metrar að stærð. Þess má geta að Þórisvatn og Sauðafellslón eru í hæstu stöðú samtals 78 ferkílómetrar. 28 rúmmetrar á sekúndu Guðmundur Ólafs- son, staðarstjóri Suður- verks í Kvíslaveitu, og Eyjólfur Árni Rafns- son, staðarverkfræð- ingur fyrir hönd Lands- virkjunar, segja að framkvæmdir við Kvíslaveitu hafi hafist strax þegar byggingu Hrauneyjafoss- og Sultartangavirkj ana lauk upp úr 1980. Þeg- ar 5. áfanga lýkur eykst vatnsmiðlun frá Kvíslaveitu í Þórisvatn og verður um 870 gíga- lítrar á ári (870 milljón rúmmetrar). Meðal- rennsli frá nýja lóninu, Þjórsárlóni, verður 28 rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli Þjórsár er um 120 rúmmetrar á sekúndu. Upphaflega stóð til að heíj'a framkvæmdir við 5. áfanga í beinu framhaldi af 4. áfanga sem lokið var við 1984. Því var frestað, m.a. vegna þess að á þeim tíma þótti fyrir- séð að umframorkuframleiðslugeta Landsvirkjunar yrði mikil vegna Blönduvirkjunar. Djúpþjappað í fyrsta sinn hérlendis Nú er unnið að gerð Þjórsárlóns sem er nyrsta lónið. Sunnan þess kemur Hreysislón, Eyvindarlón, Kvíslavatn og Dratthalavatn. Þjórs- árlón verður 3,5 ferkílómetrar að flatarmáli. í lónið rennur Þjórsá og hluti af vatnasvæðinu austan lóns- ins. Guðmundur Ólafsson, staðar- verkfræðingur,. segir að beitt sé aðferð við gerð lónsins sem aldrei hafi verið notuð hér- lendis áður. Hún felst í því að botn lónsins meðfram stíflunum er djúpþjappaður með svonefndum tifgönd- um, sem er öflugur stálbiti með uggum sem rekinn er 6-8 metra niður í sandinn með vökvahamri. Með djúpþjöppuninni er dregið úr hættu á leka undir stífluvegginn. Einnig er nú unnið að greftri 2,3 km langs skurðar sem liggur frá Þjórsárlóni og samein- ast Hreysiskvísl sem rennur í samnefnt lón sem tilheyrði 4. áfanga Kvíslaveitu. Þegar er grunnvatn farið að streyma um skurðinn þótt hann sé enn ekki fullgerður. Jarðvegur- inn sem kemur úr skurðinum er 600 þús- und rúmmetrar og er honum dreift og jafnað út á bökkum skurðar- ins. Fremur lítill straumur verður í skurðinum og dýptin verður 15-16 metrar. I botninum verður skurð- urinn 8-10 metra breið- ur. 2.600 rúmmetrar af steypu Á þessu sumri er ráðgert að ljúka við að grafa skurðinn, byggja upp helminginn af austari stíflunni í Þjórsárlóni, lokið verður við upp- steypu botnrásar og lokuvirkis og smíði brúar yfir Þjórsárskurð. Tæp- lega 300 þúsund rúm- metrar efnis úr árfarveg- inum og völdum stöðum fara í stífluna. Um 2.600 rúmmetrar af steypu fara í stíflugerðina og brúna. Steypan öll er framleidd á staðnum af Arnarfelli. 150 tonn af stáli eru notuð í mannvirkin. Gísli R. Rafns- son, aðstoðarstaðarstjóri og fram- kvæmdastjóri BV-tækja hf., sem annast uppsteypuna, segir að til samanburðar megi geta þess að í tíu íbúða fjölbýlishús sem fyrirtæk- ið er að byggja í Hafnarfirði fari 400 rúmmetrar af steypu. Næsta sumar verður lokið við gerð svonefndrar Austurkvíslar- Guðmundur Ólafs- son, staðarverk- fræðingur fyrir hönd verktakans, Suðurverks. tótsnun nf Eyjólfur Árni Rafnsson, staðar- verkfræðingur verkkaupa; Landsvirkjunar. Djúpþjappað í fyrsta sinn hérlendis UMFANGS- MESTU JARÐ- FRAMKVÆMDIR Á ÍSLANDI ~r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.