Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkrahús Reykjavíkur Markmið að þjón- usta verði ekki skert INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, segir að vinnuhópur fulltrúa heilbrigð- isráðuneytis, fjármálaráðu- neytis og Reykjavíkurborgar leiti þessa dagana allra leiða til að leysa bráðan rekstrar- vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur og efla jafnframt rekstur sjúk- rastofnana á höfuðborgar- svæðinu til frambúðar. Meginmarkmið vinnuhóps- ins er að sögn ráðherra að koma í veg fyrir að þjónusta við aldraða, endurhæfingar- sjúklinga og geðsjúka verði skert. „Við teljum að sá sparn- aður sem næst á Sjúkrahúsi Reykjavíkur muni koma niður annars staðar," segir Ingi- þjörg. Aukafjárveiting gegn varanlegum sparnaði Ráðherra segist vera sam- mála fjármálaráðherra um að veiti beri Sjúkahúsi Reykjavík- ur aukafjárveitingu gegn því að lagðar verði fram tillögur um varanlegan sparnað í rekstri sjúkrahússins og ann- arra sjúkrastofnana á höfuð- borgarsvæðinu. Ingibjörg segir mikilvægt að ýmsir þjónustu- þættir í rekstri sjúkrastofnana á svæðinu verði sameinaðir og annað samstarf, s.s, á sviði öldrunarlækninga, aukið. HOFINDAR VITJI HANDRITA Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur lokið störfum og valið verólaunahandrit í sam- keppni um bestu mynd- skreyttu barnabókina 1996. Nefndin hefur skýrt við- komandi höfundum frá niðurstöðu sinni en úrslit verða tilkynnt opinberlega í haust, um leið og verð- launabókin kemur út. Dómnefnd biður aðra þátttakendur í samkeppn- inni um að vitja handrita sinna sem fyrst til Vöku- Helgafells, Síðumúla 6. Þar eru þau afhent gegn því að nefnt sé dulnefni hiifundar. Verðlaunasjóðurinn þakkar góða þátttöku í samkeppn- inni. - kjarni málsins! FRÉTTIR Skipulagsstjóri ríkisins fellst á stækkun Hagavatns undir Langjökli Gróður verði kortlagður SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hagavatns undir Langjökli með skilyrðum. Gróður í næsta nágrenni og á áhrifasvæði sandfoksins, sem framkvæmdin á að stöðva, verði kortlagður, kortlögð verði mörk svæða sem sáð verður í og full samráð verði höfð við Náttúru- verndarráð áður en frekari fram- kvæmdir hefjast. Eldri strandlína Hagavatns verði kortlögð og göiigubrú sett á útfall Hagavatns ofan við Leynifoss. Skipulagsstjóri kemst að þeirri niðurstöðu í mati á umhverfisáhrif- um vegna stækkunar Hagavatns að stækkunin hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag. Bent er á að gögn sem Landgræðsla ríkisins leggi fram og byggi á varðandi sandfok og vænt- anlegan árangur af stækkun vatns- ins- séu takmörkuð og valdi það nokkurri óvissu um áhrifin. í frum- matsskýrslu er stuðst við niðurstöð- ur ítarlegra rannsókna og fram- kvæmdaáætlun, sem sýni að fylgst verður með áhrifum fram- kvæmdarinnar 5 Ijósi þess að um sé að ræða framkvæmd, sem grípi inn í náttúrulegar breytingar á lítt snortnu svæði. Minna sandrennsli Bent er á að í greinargerð Ólafs Arnalds hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins sé lýst stöðu sand- foks á svæðinu og fullyrt að fyrir- hugaðar aðgerðir muni minnka rennsli sands inn á eystri sandfoks- geirann sem sé mjög virkur. Þá segir: „A grundvelli ofangreinds er fallist á hækkun Hagavatns til að stöðva sandfok og eyðingu jarðvegs og gróðurs suður og suðvestur af Hagavatni og Sandvatni hinu forna. Um leið og fallist er á framkvæmd- ina er því beint til Landgræðslu rík- isins að áður en framkvæmdir hefj- ast verði gerð nákvæm áætlun um tilhögun uppgræðslu á áhrifasvæði framkvæmdarinnar sem og um eft- irlit með áhrifum hennar. Forsenda þess að hægt sé að fylgjast með áhrifum framkvæmdarinnar á gróð- urfar er að það sé vel þekkt fyrir famkvæmdina sem og að upplýsing- um um uppgræðslustaði og upp- græðsluaðgerðir sé safnað." Meiri gróður en kort gefa til kynna Ennfremur segir að gróðurkort af svæðinu byggi á 30 ára gömlum athugunum og að þá hafi ekki ver- ið farið um allt svæðið heldur að hluta kortiagt úr fjarlægð ofan af fjalli. Fram kemur að með skoðun nýjustu innrauðra gervitungla- mynda í samanburði við hin 30 ára gömlu frumgögn megi draga þá ályktun að gróður sé meiri en gróð- urkortið gefi til kynna. Mikilvægt sé að nágrenni hins nýja Hagavatns verði kortlagt að nýju áður en fram- kvæmdir hefjast við hækkun vatns- ins. Gerð er krafa um kortlagningu gróðurs í nágrenni Hagavatns, á megin áhrifasvæðum sandfoks frá Hagavatnslægðinni og í austurhlíð- um Brekknafjalla og Fagradals- fjalls, þar sem lindarvatns kann að gæta með hækkun vatnsborðs. Mið- að er við að kortlagning verði ekki með minni nákvæmni en nú tíðkast við gerð hálendisgróðurkorta. Tekið er fram að kort- lagningin þurfi að fara fram áður en stíflugerð- in hefst. Þá segir að fylgjast þurfí með breytingum í vatnafari á áhrifa- svæði framkvæmdarinnar, en í svörum Landgræðslunnar komi fram að það verði gert í samráði við Orkustofnun. Megin áhrif eru álitin verða í Brúará og Tungufljóti en farvegir þeirra eru auðveldlega taldir geta flutt aukið vatnsmagn. Gjörbreytt ásýnd Fram kemur að megin röskun á landi vegna framkvæmdanna sé þríþætt. Stíflan gjörbreyti ásýnd útfalls við Farið, þar sem vatnið hverfur úr gljúfrinu og manngerður malarveggur blasi við í staðinn. Vegagerðin hafi þegar raskað landi á 5-6 km kafla, þar sem ýmist hefur verið rutt úr gömlum sand- hjöllum, skriðum eða klettum í fjallsrótum og >Tði það ekki fært til fyrra horfs að öllu leyti. Þá muni hækkað vatnsborð ýmist eyða eða breyta eldri strandlínu. Kort byggja á gömlum at- hugunum rrn ■* -f ríl rrn 1Q7n hlvaloimarssonjmmkvæmoasijóri U3l I IUU'uUL I O/U ÞtlllBURH.SVEINSSONHDL.,LÖBGILTURFflSTEIGNASALI Ný á fasteignamarkaðnum - til sýnis og sölu - m.a. eigna: Glæsileg eign á Grundunum í Kópavogi Einbýlishús, ein hæö, 132,5 fm. Bílskúr 30 fm. Ræktuð glæsileg lóð 675 fm. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Nýleg og góð - lækkað verð Glæsileg 3ja herb. íbúð, 82,8 fm, á 3. hæð við Vikurás. Parket. Gamla góða húsnlániö kr. 2,5 millj. Frábær greiðslukjör. Lyfta - góður bílskúr - gott verð Stór sólrík 4ra herb. fbúð, 110,1 fm, á efstu hæð I lyftuhúsi við Álfta- hóla. Ágæt sameign. Frábært útsýni. Skipti æskileg á góðri 2ja-3ja herb. íb. t.d. I lyftuhúsi við Sólheima. Hentugar m.a. fyrir námsfólk Nokkrar ódýrar 2ja herb. ibúðir m.a. við: Meistaravelli, Barónsstíg, Njálsgötu, Barðavog, Hraunbæ, Rofabæ. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Ein bestu kaup á markaðnum í dag Á vinsælum stað við Leirubakka 3ja herb. Ibúð, 84,4 fm, á 1. hæð. Sérþvotta- og vinnuherb. Gott herb. I kj. Snyrting i kj. Ágæt sameign. Langtlán kr. 3,7 millj. Laugavegur - Bankastræti - næsta nágr. Rishæð, um 100 fm, óskast fyrir fjársterkan kaupanda. Má vera óinnr. eða þarfnast endurbóta. Útsýni. Staðgr. i pen. í boði fyrir rétta eign. • • • Opið í dag kl. 10-14. Iðnaðarhúsnæði um 100 fm óskast í borginni ___________________ eða nágrenni. LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 ALMENNA FASTEIGNASALAN Jarl- hettur Nýifo^ Yfirfallsrenna 446 m h.y.s. Valn með yfirhorð í 447 m h.y.S., Skáli Ferðatélags \ íslands Brekkna- fjöli Kinifcll Fagradals- 7*'W==^4 Mosaskarðs- fjall í niðurstöðu skipulagsstjóra segir einnig að hafa verði samráð við Náttúruverndaráð um frágang alls athafnasvæðisins {verklok. Tryggja verði að röskun á landi, sem ekki fer undir vatn, verði í lágmarki og er sérstaklega átt við að fornum strandlínum verði ekki spillt frekar en orðið er né jökulgörðum utan við fyrirhugað vatna- svæði. Bent er á að til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmd- arinnar á ásýnd svæðis- ins og umferð ferðamanna yrði að setja göngubrú yfir hið nýja útfall Hagavatns. Staðsetning og gerð brúarinnar skal vera í fullu samráði við Náttúruverndarráð. Þá skal hafa full samráð við ráðið um frá- gang alls jarðrasks, ekki síst um- hverfi gönguleiðar meðfram vatn- inu svo að tryggt verði að hún hald- ist opin og að máð verði út eins og kostur er ummerki um framkvæmd- ina, einkum veginn. Óskipulagt svæði Loks segir að fyrirhuguð fram- kvæmd sé á óskipu- lögðu svæði og liggi innan Biskupstungna- hrepps, en jafnframt innan marka miðhá- lendis íslands, sem ver- ið er að vinna svæðisskipulag fyrir. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfísráðherra innan fjögurra vikna frá því hann hefur verið birtur eða kynntur viðkom- andi aðilum. Stíflan breytir ásýnd útfalls- ins við Farið Búnaður Landsvirkjunar vegna stækkunar álvers General Electric bauð lægst TILBOÐ voru opnuð í gær í útboði Landsvirkjunar á nýjum búnaði í aðveitustöðvar á höfuðborgarsvæð- inu, sem nauðsynlegur er til að auka flutningsgetu háspennulína til Suðvesturlands vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Lægstbjóðandi var bandaríska fyrirtækið General Electric, sem býður búnaðinn og uppsetningu hans á rúmar 173 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Rafhönnunar hf., ráðgjafa Landsvirkjunar, var 428 milljónir og er boð GE því 40,5% af áætlun. Næstlægsta boð átti NOKIAN Capacitors Ltd., 45,4% af áætlun. CEC Alsthom CEGELEC Projects Ltd., ABB Power Sub- systems AB og Siemens AG buðu einnig í verkið. Verkið felur í sér að settur verð- ur upp svokallaður raðþéttir í nýrri aðveitustöð við Sandskeið, ásamt tilheyrandi rofabúnaði og öðrum fylgibúnaði. Þá verða einnig sett upp samsíða þéttavirki í aðveitu- stöðvum við Hamranes í Hafnar- fjarðarhrauni og á Geithálsi. Gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði settur upp næsta sumar og að verk- takinn, sem hlýtur verkið, ljúki því fyrir 31. ágúst. 30 skógræktarfélög kynna starfsemi sína SVO sem venja hefur verið undan- farin ár efna skógræktarfélögin til sérstaks skógræktardags í dag, laugardag, og taka á móti gestum í sínum skógarreitum. Að þessu sinni munu 30 skógræktarfélög sjá gestum fyrir sérstakri kynningu og efna til stuttra gönguferða í fylgd kunnugra. Með því vilja þau kynna skóg- ræktar- og uppgræðslustörf sem unnin eru á vegum félaganna - vekja áhuga sem flestra landsmanna á endurheimt skóglendis á íslandi og stöðvun jarðvegseyðingar. Skógarreitirnir eru staðsettir víðs vegar um land - sumir eru styttra á veg komnir - aðrar orðnir hreinar náttúru- og gróðurperlur - en allir eiga það sameiginlegt að gefa fyrir- heit um fegurra, auðugra og skjól- sælja umhverfi í byggðum landsins. Á síðustu árum hefur áhugi á skógrækt aukist mjög enda sjást þess víða merki hvaða árangri má ná. Skóglendi laðar að fólk sem vill njóta útivistar og náttúruskoð- unar og þeim fjölgar stöðugt sem sækja þangað sanna lífsfyllingu, segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.