Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ getur veríð mikið um að vera í eldhúsi tapasbara þegar hvað mest er að gera i hádeginu. Bar Juanito í Jerez de la Frontera var nýlega valinn besti tapasbar Spánar en þar er boð- ið upp á um fimmtíu mismunandi smárétti daglega. Kokkurinn Manuel Pichago Aranda fylgist grannt með hverju handtaki og að gestir séu örugglega ánægðir. SPÆNSK matarmenning á það til að falla í skuggann á matargerð Frakklands og Ítalíu. Að paellu frátaldri ættu lík- lega flestir í erfiðleikum með að telja upp „spænska" rétti. Skýring- in kann að vera sú að matarmenn- ing Spánverja byggir að miklu leyti á hráefnunum en ekki einstaka réttum. Einn angi hennar, tapas- menningin, nýtur hins vegar sívax- andi vinsælda annars staðar í Evr- ópu og ekki að ástæðulausu. Orðið „tapa“ þýðir í raun lok á spænsku. Áður fyrr fengu menn oft lítinn matarbita, skinku- eða pylsu- sneið, með sérríinu sínu á bamum er lokaði glasinu og kom þannig í veg fyrir að flugur eða önnur óhreinindi gætu mengað þennan göfuga drykk. Enn í dag eru tapas- skammtamir oft bornir fram á ör- litlum diskum ofan á glasinu. Nú um stundir er orðið tapas notað sem samheiti yfir alla þá smárétti sem í boði em á bömm og veitingahúsum á Spáni. Hvergi er tapas-menningin þó jafnháþróuð og Eitthvert mesta framlag Spánverja til mat- armenningar heimsins eru tapasbarirnir. Steingrímur Sigurgeirsson ferðaðist um Andalúsíu í sumar og heillaðist af matnum og hinu óformlega andrúmslofti tapasmenningarinnar. í Andalúsíu, þar sem hún er upp- mnninn. Matartímar Spánverja, ekki síst á Suður-Spáni, em mjög frá- bragðnir því sem gengur og gerist í norðurhluta Evrópu. Hádegismat- ur hefst yfirleitt ekki fyrr en um þrjúleytið og kvöldverður er gjarn- an ekki snæddur fyrr en um tíu-, ellefuleytið eða jafnvel undir mið- nætti. Þetta skapar gott svigrúm fyrir þá nartmenningu, sem tapas byggja á. Fyrir mat eða milli mála kemur fólk gjaman saman á bör- um, fær sér glas eða copita af Fino eða Manzanilla, og smábita til að narta í með drykknum og samræð- unum. I hádeginu borða menn gjaman standandi við barborðið og tilvalið er að fá sér heila máltíð er byggir á fjölmörgum tapasréttum. Opnir ng ófnrmlegir Andalúsíubúar em opnir og óformlegir og það endurspeglast í matarvenjum þeirra. Borði nokkrir saman er algengt að menn snæði af sama diskinum og skipti þannig með sér mörgum réttum. Að miklu leyti em hnífapör óþörf, flesta rétti má og á að borða með puttunum. Tapas getur verið nánast hvað sem er en tvennt stendur upp úr hvað vinsældir og gæði varðar. Annars vegar spænsku kjötvömrn- ar og hins svegar sjávarfangið. Hvergi í heiminum er framleidd betri skinka og betri pylsur en á Spáni. Parmaskinka getur vissu- lega verið einstök en hún jafnast eftir sem áður ekki á við spænsku vindþurrkuðu Serrano-skinkuna. Galdurinn á bak við þessar kjöt- vörur er Iberíusvínið, sem er að finna í skógarhéruðum í suðvestur- hluta Spánar, aðallega í héraðun- um Andalúsíu og Extremadura. Langbesta kjötið kemur hins vegar úr Jabugo-héraði í Andalúsíu. Svínategund þessi er dökk á lit og skinkulærin auðþekkjanleg á svörtu klaufunum - pata negra þar sem þau hanga á veitingastöðum. Er hægt að senda öðrum hugskeyti? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: Ég er yfir mig ást- fangin. Stundum hugsa ég svo sterkt til hans sem ég elska, að hann finnur hugsanir mínar og til- finningar, jafnvel þótt hann sé langt í burtu. Er þetta bara ímynd- un hjá okkur, eða er raunverulega hægt að senda öðmm hugsanir sínar og tilfinningar á þennan hátt? Svar: Dulskynjun er samheiti yfir sálræn fyrirbæri sem stundum eru kölluð yfirskilvitleg, svo sem eins og hugsanaflutningur, skyggni og berdreymi. Þetta em fyrirbæri í mannlegri reynslu sem ekki hafa enn verið skýrð eftir lögmálum náttúravísindanna, en fjölmargir hafa sjálfir reynt eða kynnst og em persónulega sannfærðir eða trúa á raunveraleika þeirra. Marg- ir fræðimenn afskrifa þessi fyrir- bæri sem hindurvitni og telja að þau eigi ekld heima innan vébanda vísindanna. Engu að síður hafa verið gerðar miklar rannsóknir og tilraunir á sviði dulskynjunar, ekki síst á hugsanaflutningi. Yfirleitt er mjög vandað til rannsókna og gerðar mestu kröfur um nákvæm og hlutlæg vinnubrögð auk þess sem sama tilraun er endurtekin æ ofan i æ. Tölfræðilegar aðferðir em notaðar til að meta niðurstöð- umar á sama hátt og algengast er í öðram fræðigreinum. Niðurstöður hafa að meirihluta verið jákvæðar og fært sterkar tölfræðilegar líkur að því að dulskynjun sé raunveru- leg, án þess að skýringar á henni séu fundnar. Margar tilraunir hafa þó ekki sýnt nein merki um dul- skynjun, jafnvel hjá einstaklingum sem áður höfðu sýnt marktæk merki um þennan hæfileika. Til- gátur era um það, að ekki sé að- eins um að ræða mun á hæfileikum einstaklinga til dulskynjunar, held- ur að það fari eftir andlegu og lík- amlegu ástandi þeirra hverju sinni hversu móttækilegir þeir era. Gagnrýnendum þessara fræða þykir sem þau standi á ótraustum grunni og fátt um haldbærar nið- urstöður. íslendingar hafa sýnt yfirskilvit- legum fyrirbærum meiri áhuga en flestar vestrænar þjóðir og kann- anir hér á landi hafa sýnt að tveir þriðju hlutar fólks telja sig hafa orðið fyrir einhverri yfirskilvitlegri reynslu. Við eigum a.m.k. tvo ágæta fræðimenn, sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði, bæði hér á landi við Háskóla Islands og erlendis, þá prófessor Erlend Har- aldsson og dr. Loft Reimar Gissur- arson. Próf. Erlendur hefur gert athyglisverðar tilraunir hér á landi í samvinnu við erlenda fræðimenn, þar sem hann kannar einstaklings- mun í dulskynjun. Tilraunir við er- lenda háskóla höfðu áður sýnt, að samband var á milli varnarhátta og dulskynjunar, þannig að fólk með sterka varnarhætti sýni minni dulskynjunarhæfileika en þeir sem hafa veika varnarhætti og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir utanað- komandi áhrifum og næmari á sinn innri mann. Tilraunirnar voru á þann veg að hópur stúdenta var látinn gangast undir þekkt próf, sem mælir styrk- leika varnarháttanna. Síðan var hver og einn látinn giska á hvaða tákn af fjórum mögulegum væri á hverju 80 spjalda sem tilraunin tók til. Fyrir tilviljun gat hver og einn fengið 20 réttar lausnir, og ef hóp- urinn var tekinn sem heild reynd- ist það niðurstaðan. Ef hópurinn var hins vegar flokkaður eftir því hve varnarhættir einstaklinganna höfðu mælst sterkir, kom í ljós að réttum lausnum fjölgaði eftir því sem menn höfðu veikari varnir. Þeir sem höfðu sterkustu varnar- hættina höfðu nær helmingi færri réttar lausnir en þeir sem höfðu veikustu varnarhættina. Þessi til- raun var margoft endurtekin og með svipaðri niðurstöðu. Reiknað var út að heildarniðurstaða til- raunanna gæti orðið fyrir tilviljun í aðeins fimm af hverjum tíu þúsund tilraunum. Við rannsóknir á öðram sviðum þætti þetta nánast óyggj- andi niðurstaða. Um þessar til- raunir má fræðast nánar í íslensku Sálfræðibókinni. Niðurstöður þessara tilrauna eru athyglisverðar en falla þó vel að annarri þekkingu okkar á sálar- lífi manna. Þeir sem hafa mjög sterka varnarhætti eru jarðbundn- ir, skynsamir og í góðum tengslum við hinn ytri veraleika, en oft ónæmir á sjálfa sig og aðra. Þeir sem hins vegar hafa veikar varnir era viðkvæmir fyrir ytri áhrifum, næmir á annað fólk og eigin tilfinn- ingar. Þeir eru oft viðkvæmari en aðrir fyrir geðrænum truflunum, en þeim getur einnig nýst af næmi sínu til listrænnar sköpunar. Allir þekkja hve fólk, sem er í nánum tilfinningalegum tengslum hvert við annað, er næmt fyrir viðbrögð- um hins og getur jafnvel „lesið hugsanir" hvert annars. Það væri fróðlegt að athuga hvort varnir elskenda era veikari en annarra á meðan tilfinningahitinn er hvað mestur, og þá hvort finna megi lík- ur fyrir meiri dulskynjunarhæfi- leikum hjá þeim en öðram. • Lesendur Morgunblaðsins getu spurt sálfræðingínn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.