Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 19
NEYTENDUR
Hagstæðast að eiga
fyrir sófasettinu!
ÞAÐ eru margir sem kaupa hluti
og borga þá annaðhvort með rað-
greiðslum eða taka bankalán. En
hvaða lán er hagstæðast að taka
hveiju sinni? Við bjuggum til dæmi
um hjón sem ætluðu að kaupa sér
sófasett á 200.000 krónur. Þau
eiga ekki reiðufé og ákveða að slá
lán.
Þessi tilbúnu hjón eiga litla
þriggja herbergja ibúð sem hægt
er að fá veð í, þau eru í eðlilegum
bankaviðskiptum og hvergi í van-
skilum. Með þetta dæmi var leitað
til bankanna og Visa og Eurocard
kortafyrirtækjanna. Allir bank-
arnir og kreditkortafyrirtækin
fengu semsagt sömu forsendur til
að reikna útfrá.
Mismunandi lánakjör
En málið er ekki svona einfalt.
Bankar bjóða mismunandi vexti
eftir því hver á í hlut. Hvað er
viðkomandi í miklum viðskiptum
? það skiptir líka máli hver ábyrgð-
armaðurinn er sé sú leið farin,
hvernig veð er hægt að fá og svo
framvegis. Þær tölur sem birtar
eru í töflunni eru því einungis
dæmi sem lesendur geta haft til
viðmiðunar þegar þeir leita til síns
viðskiptabanka.
Neytendur ættu endilega að
fara sjálfir á stúfana ætli þeir að
fá lán eða borga á afborgunum
og finna út hvað er hagstæðasta
leiðin.
Þá skal bent á að kreditkorta-
fyrirtækin reikna lántöku- og
stimpilkostnað ofan á 200.000
krónurnar en bankarnir draga
kostnaðinn frá í byijun þannig að
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
1. ÞAÐ er ódýrara að láta
skuldfæra greiðslur af láni
af bankareikningi heldur en
að fá greiðsluseðil sendan í
pósti og greiða hjá gjaldkera
í banka.
2. RÉTT er að velta fyrir sér
hvort fresta megi kaupum
tímabundið og spara þess í
stað. __
3. í LÖGUM eru neytanda
tryggð þau réttindi að geta
greitt af láni sínu hraðar en
kveðið er á um í lánssamn-
ingi. Þá getur hann krafist
lækkunar á lánskostnaði sem
svarar til þess sem greiða átti
eftir greiðsludag. Ekki er
gerður greinarmunur á því
hvort lán er greitt upp fyrir
lokagjalddaga eða greitt er
meira en umsaminni afborgun
nemur þannig að eftirstöðvar
lækki frá því sem gert er ráð
fyrir í lánssamningi.
4. GREINA á neytanda frá
því hvort vextir og umsamin
gjöld geta tekið breytingum
á samningstíma.
5. TILGREINA þarf í tilboð-
um um lánssamninga og í
auglýsingum á þjónustustað
vexti, lántökukostnað og ár-
lega hlutfallstölu kostnaðar
auk staðgreiðsluverðs.
6. ÞEGAR búið er að borga
upp lán er óvitlaust að halda
áfram að borga sömu upphæð
inn á reikning og spara þann-
ig fyrir næsta hlut!
Neytendur spyrja
Pítsutilboð o g
kókómjólk
Morgunblaðið/Ásdís
GUÐNÝ Pálsdóttir hafði samband
og vildi vekja athygli á pítsutilboði.
Hún vill benda á að gosi sé óþarf-
lega oft ýtt að fólki þegar það kaupi
pítsu. Hjá Hróa hetti kostar t.d um
þessar mundir 1.845 krónur að
kaupa 18 tommu pítsu með þremur
áleggstegundum. Kaupirðu hinsveg-
ar tveggja lítra kókflösku með færðu
pitsuna á 1.790 krónur. Það er því
ódýrara að kaupa kók og pítsu en
bara pítsu. Umræddur lesandi
kvaðst óhress með að gosi væri með
þessum hætti ýtt að fjölskyldufólki
og hann vildi gjaman kaupa pítsu á
tilboðsverði en bjóða sínu fólki upp
á vatn með flatbökunni.
Svar: „Ef viðskiptavinur spyr um
tilboð bjóðum við upp á mismun-
andi tilboð hvetju sinni og í þetta
skipti var um svona tilboð að ræða,“
segir Guðlaugur Loftsson hjá Hróa
hetti við Hringbraut. „Ástæðan fyr-
ir því að kók er boðið með pitsunni
er að yfirleitt sækist fólk eftir ein-
hveiju með henni sé um tilboð að
ræða. Hinsvegar eru líka í gangi
sérstakir skafmiðar sem eru fram-
leiddir af Hróa hetti og allir fá í
kaupbæti. Þar eru vinningar frá 50
krónum og upp í ferðavinninga og
engin núll. Þá eru einnig í verðlaun
bolir, reiðhjól, gjafalykill á Örkina
og svo framvegis. Fái viðskiptavinir
50 krónu eða 250 krónu afsláttar-
vinning er hægt að nýta hann sem
afslátt af pitsunni. Þá eru einnig í
gangi afsláttarmiðar sem eru send-
ir heim og í sjónvarpshandbókinni
er að finna 250 króna afsláttarmiða
af pitsu. Með bíómiðum sumsstaðar
fylgja einnig ýmis tilboð.
Hvað er tilboðsverð?
HILDUR Friðriksdóttir hafði
samband og sagðist hafa fest kaup
á kókómjólk fyrir síðustu helgi sem
var auglýst á tilboði hjá Nóatúni í
Austuiveri. Um var að ræða sex
litlar fernur í pakka og kostaði
hann 268 krónur eða 44,60 krónur
hver ferna. Venjulegt verð er 45
krónur fernan. Sparnaðurinn er því
40 aurar á hveija fernu eða 2,40 á
sex fernum.
Hún sagðist ekki hafa fengið við-
hlítandi skýringu á því hvort um
mistök eða tilboð var að ræða þeg-
ar hún leitaði skýringa sama dag.
Lesandinn vildi koma þeirri fyr-
irspurn á framfæri hvort verslanir
gætu leyft sér að auglýsa vöru sem
þessa á tilboði þegar afslátturinn
væri ekki meiri en 2,40 krónur?
Umræddur neytandi vildi hvetja les-
endur til að vera á varðbergi, reikna
í verslunum hveiju munar á verði
þegar auglýst er á tilboði.
Svar: Jón Þorsteinn Jónsson,
verslunarstjóri hjá Nóatúni í Aust-
uiveri, segir að um mistök sé að
ræða. „Við erum með sérstök skilti
sem við setjum upp þegar um tilboð
er að ræða. Við stilltum kókómjólk-
inni sérstaklega upp þar sem mikið
er keypt af henni fyrir verslunar-
mannahelgina. Ekki var um tilboð
að ræða í þessu tilviki en mistökin
eru fólgin í að varan var óvart
merkt á þann hátt.
Ef um tilboð á kókómjólk eða
öðrum sex pakka vörum er að ræða
er algengt að viðskiptavinurinn
borgi fyrir fimm hluti og fái þann
sjötta ókeypis. Þannig tilboð var í
gangi hjá okkur fyrir skömmu.
Gömul mjólk
ÞÓRA Eyjólfsdóttir hringdi og vildi
fá á þvi skýringar hversvegna
mjólkin hjá Bónus væri oftar en
ekki komin nálægt síðasta söludegi.
Svar: „Eina sem ég get sagt er
að veltuhraði á mjólkursölu er einn
sá hraðasti í bænum hjá Bónus
enda seljum við mjólkina 5 krónum
ódýrari en aðrir,“ segir Jón Ásgeir
Jóhannesson í Bónus. „Við erum
með litla lagera og tökum inn mjólk
sex daga vikunnar, nýtum okkur
jafnvel laugardagsdreifingu
Mjólkursamsölunnar. Þó verð ég að
taka fram að Mjólkursamsalan
stendur sig ekki alltaf í stykkinu
með stimpla og við erum stundum
að fá inn mjólk með tveggja daga
gömlum stimplum og þeir eiga þá
ekki annað til,“ segir hann.
Hvað kostar sófasettið?
1
u
m.
20O'
.000
Dæmi um bankalán
co
03
4w (o
_t/> *o
§11
1
c:
=8
Q>
í
C
*0 o
«0 O
£8
</> O
•§ cm
'tu
'CO
1
€
19,65% 36.761 12,35% 228.861
«D
161
!lj
a p°
.£ Sa
i <0 ^
lán með sjálfsskuldarábyrgð
lán með fasteignaveði
17,86% 33.610 10,80% 225.620
Dæmi um greiðslukort
raðgr. 2,5% lánt.gj.+stimp.gj. 17,10% 33.452 i 12,20% 223.452
* Staðgreiðsluafsláttur er ekki reiknaður i þessu dæmi
til útborgunar eru ekki 200.000
krónur heldur lægri fjárhæð sem
skýrir muninn á tölum milli banka
og kreditkortafyrirtækja.
Staðgreiðsluafsláttur
Það er ýmislegt sem ber að
hafa í huga við lántöku. Til dæm-
is fá þeir sem kaupa á raðgreiðsl-
um ekki staðgreiðsluafslátt sem
oft nemur 5%. Það ber að reikna
með ef húsgagnaverslunin í þessu
tilfelli býður upp á hann. Næmi
afslátturinn 5% er um að ræða
10.000 króna afslátt ef keypt er
200.000 króna sófasett.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
„Fyrir tæplega þremur árum
tóku ný lög um lánaviðskipti gildi.
Lánastofnanir og aðrir sem stunda
lánsviðskipti voru skyldaðir til að
gefa upp ýmsar upplýsingar þeim
sem taka svokölluð neytendalán,“
segir Sigurjón Gunnarsson hjá
fjárreiðudeild Landsbankans.
„Neytendalán eru þau lán sem ein-
staklingar taka til lengri tíma en
þriggja mánaða og eru á bilinu
15.000 til 1.500.000 krónur. Und-
anskilin eru lán tryggð með veði,
án vaxta og kostnaðar og lán
Langur laug-
ardagur
í DAG, laugardag, er langur laugar-
dagur við Laugaveg og nágrenni og
allar verslanir opnar til klukkan 17.
í fréttatilkynningu frá Lauga-
vegssamtökunum segir að nú séu
útsölur í hámarki og margir búnir
að lækka vörur enn frekar.
Þá verða vörukynningar hjá ýms-
um verslunum og veitinga- og kaffi-
hús verða mörg hver með tilboð.
Frítt er í öll bílageymsluhús í mið-
bænum þennan dag.
Ispítsur
ÞESSA dagana er farið að selja
íspítsur hjá ísbúðinni, Hjarðarhaga
47, Dairy Queen. Þessi ísréttur hef-
ur um skeið verið seldur í Banda-
ríkjunum. Hægt er að velja um fjór-
ar íspítsutegundir, ávaxta-, hnetu-
og tvær gerðir af sælgætispítsum.
Botninn er blanda af kexi og súkk-
ulaði sem Dairy Queen ís er síðan
lagður á. Pítsurnar eru seldar fryst-
ar í sérstökum pítsukössum og má
geyma í frysti í nokkra daga.
Um er að ræða 10 tomrnu pítsur
og kosta þær 600 krónur.
vegna kaupa og viðhalds fast-
eigna.“
í þessum lögum er til dæmis
talað um að veita lántakanda upp-
lýsingar um hlutfallstölu kostnað-
ar. Att er við ársávöxtun lánsins
og er þá búið að reikna allan kostn-
að og vexti vegna lánsins inn í
ársávöxtunina.
Lesendur sem eru að bera sam-
an lán ættu því að skoða vandlega
hvar hlutfallstala kostnaðar er
lægst en þar er hagstæðasta lánið
að fá.
„Það er ljóst að þessi lög voru
mikil bót fyrir neytendur og hafa
auðveldað þeim að bera saman
mismunandi tilboð, t.d. hvort hag-
stæðara er að taka lán í banka,
staðgreiða vöruna þannig eða fá
hana með afborgunum," segir Sig-
uijón.
Yfirdráttarlán
Þá er vert að benda lesendum
á að í sumum tilvikum getur yfir-
dráttarlán verið hagstæðasta
lausnin, sérstaklega ef borga á
lánið upp á stuttum tíma. Þá ræð-
ur fólk á hvaða hraða greitt er inn
á lánið, vextir eru háir en lántöku-
kostnaður enginn.
Afmælistil-
boð í Holta-
görðum
VERSLANIRNAR Bónus,
Ikea og Rúmfatalagerinn í
Holtagörðum eiga tveggja
ára afmæli um þessar mund-
ir og bæði í dag, laugardag
og á morgun verða ýmis
afmælistilboð í gangi hjá
þessum verslunum. Þá verða
einnig ýmsar uppákomur,
Sniglabandið leikur fyrir við-
skiptavini og fyrirtæki verða
með allskonar vörukynning-
ar.
Fleece nærföt
• Nærföt úr Trevira microfiber fleece.
• Hlý, notaleg og stinga ekki.
• Stuttar og síðar buxur.
• Slðerma bolir.
FÁLKINN
Suöurlandsbraut 8, sími 581 4670,
Þarabakka 3, Mjódd, síml 567 0100.