Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 22
FLEIRA ER til á himni og jörðu, en heimspeki okkar dreymir um“ sagði Hamlet við Hóraz þá er þeir ræddu vofu fóður Hamlets. Þó vísindum hafi fleygt fram frá því harmleikurinn á Helsingjaeyri átti sér stað er enn margt fyrirbærið óútskýrt og margt sem heillar, eins og sannast á vinsældum kukls, andastúss og geimverusagna, aukinheldur sem einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Vesturlanda, Ráðgátur eða X- Files, fjallar um yfimáttúrlegar ráðgátur og geimverur. Sú tilgáta hefur heyrst að áhugi manna á fljúgandi furðuhlutum sé í réttu hlutfalli við minnkandi trú á æðri máttarvöld og að eftir því sem ófriðlegra er í heimi hér fjölgi þeim sem sjái slík fyrirbæri; sjá þar frelsandi anda og vitsmunaverur sem kippi öllu í liðinn. Vísast má það til sanns vegar færa, en þó vísindamenn hafi flokkað sem hjátrú og hindurvitni allt það sem ekki er unnt að sanna á vísindalegan hátt, þar á meðal heimsóknir geimvera og annað yf- irnáttúrlegt, eru áhugamenn vissir í sinni sök. Þeir eru aftur á móti ef- laust fjölmargir sem velkjast í vafa um hverju eigi að trúa og til að gera upp hug sinn má grípa til tölvunn- ar, þess jarðbunda apparats, og skoða margmiðlunardiskinn The Unexplained. I/ísindalegur sannleikur eða hindun/itni ?_______________ Á The Unexplained, sem tengist sjónvarpsþáttaröð er sýnd hefur máli afturgenginn föður sinn. Arni Matthíasson skoðaði margmiðlunar- disk um óráðnar gátur, geimverur, drauga, ófreskjur, galdramenn og svikahrappa, hjátrú og hindurvitni og hann hissaði á atorku manna sem sumir hafa eytt ævinni í að sanna það sem eðli síns vegna ekkierhægtað sanna. verið á Discovery, er að fmna um- fjöllun um flest það sem vísindin virðast ekki kunna skil á, þar á meðal geimverur og fljúgandi furðuhluti, en einnig sagt frá sér- kennilegum verum, jetí og stórfót, draugum, fjarhrifum, ófreskigáfu, spíritisma, ærsladaugum, göldrum og svo mætti lengi telja. Á disknum er þrætt einstigið á milh vísinda- legs sannleika og hindm-vitna og þó sumt sé fáránlegt bull, þykir sum- um eflaust sem margt annað eigi við rök að styðjast. Innan um eru skrýtnar sögur eins og af Rosemary Brown, sem segist í beinu sambandi við ýmsa helstu lagahöfunda fyrri tíma, þar á meðal Bach, Chopin, Mozart og John Lennon, en ekki fá þau lög sem tónskáldin semja í gegnum hana háa einkunn. Einnig er rifjuð upp sagan af Borley prestsetrinu, þar sem ærsladraugur gerði að verkum að prestsetrið varð frægt um allan heim sem mesta drauga- hús Bretlands á fjórða áratugnum. Presturinn, Lionel Algemon Foy- ster, og Marianna kona hans böð- uðu sig í sviðsljósinu, en Marianna játaði það á níræðisaldri að allt hefði þetta verið svik og prettir eig- inmannsins. Fleiri svikabrögð sjást, þar á meðal myndskeið frá því er Edmund Hillary sneri ofan af Everest-tindi 1960 með höfuðleð- ur jetí sem honum hafði áskotnast. Þetta vakti að vonum mikla athygli, en seinna kom á daginn að höfuð- leðrið var búið til úr geitarhúð. Ekki varð aftur snúið og upp frá því hafa ótal könnuðir, þar á meðal Tinni og Kolbeinn, hætt lífi og lim- um við leit að jetí, eða snjómannin- iSf Sumir eru ungir allt sitt líf, aðrir ekki. ívar Páll Jónsson er í fyrri hópnum. Hann uppgötvaði að hann passaði ennþá í gömlu matrósafötin sín svo hann ákvað að klæðast þeim og fara út að leika á gæsluleikvöllinn við Freyjugötu. Þar hafði hann átt margar góðar stundir sem barn. M ITIf Á ÉG vera memm?“ spyr stóri strákurinn í matrósa- fótunum stelpuna í regn- gallanum. „Nei,“ svarar hún varkár og tortryggin eins og við er að búast. Hvaða stóri maður er þetta sem kemur hingað með fótbolta og spyr svona skrýt- inna spuminga? „Af hveiju ekk'"i?“ spyr tröllið þá aftur. Ekkert svar. Þegar stóri strákurinn er búinn að standa í miðj- um barnahópnum svolítið Iengi kemur loksins stelpa sem vill vera memm. En fyrst vill hún vita „Memm í hverju?" „Bara að leika,“ segir hann. „Já, já, livað eigum við að gera?“ Stóri strákurinn er ekki viss. „Eigum við ekki að byggja kastala?" segir hann loksins og krakkarnir fallast á það. Þeir safnast saman í kringum skrýtna risann og honum líður loksins vel. Hann er orðinn einn af krökkunum. Kastalinn verður að fjalli Stóri strákurinn stjórnar byggingu kastalans og verður senn að viðurkenna að hann er ekki eins fær kastalasmiður og í gamla daga. Kastalinn breytist í íjall, öllum að óvörum. „Þessi litla þama heitir María, alveg eins og María mey,“ segir ein af eldri stelpunum og stingur upp á því að sá stóri setj- ist á vegasaltið á móti Maríu. Flykkið risavaxna sér fram á að það yrði frekar ójafn leikur og svarar því tilboði neitandi. Ungur maður, á að giska tveggja ára, er mjög hrif- inn af skóm þessa hávaxna smádrengs. „Gó,“ endur- tekur hann í sífellu og bendir á fætur hans. „Skór,“ svarar drengurinn. A milli þeirra hefur myndast ein- stæður skilningur og vinátta. Það er með miklum trega og söknuði sem stóri strákurinn heldur heim á leið og kveður vini sína á gæsluleikvellinum við Freyjugötu. Hann saknar þeirra tíma er hann gat borðað sand án þess að skammast sín og gengið í matrósafötum eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Fyrir utan hliðið er hann við- undur, klæddur eins og hann er. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.