Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 21
SKINKAN sem framleidd er úr lærum Íberíusvína er líklega sú gómsætasta sem fáanleg er. Morgunblaðið/Steingrímur En það er ekki bara skinka, sem framleidd er úr kjöti Íberíusvínsins. Pylsur úr svínalundum_ cana de 11- omo _ eru mjög eftirsóttar og oft dýrari en skinkan. Hvert hérað hef- ur sínar þurrkuðu pylsur, hverja annari betri. Þetta eru réttir sem enginn tapasbar með sjálfsálit getur verið án og yfirleitt er skinkan seld niður- skorin og eftir vigt. Spánverjar eru einnig mikil fiskneysluþjóð og yfirleitt, sérstak- lega í strandhéruðum, er boðið upp á fjölbreytt úrval sjávarfangs. Rækjur eða gambas eru mjög vin- sælar. Annað hvort heilar, steiktar eða giállaðar í olíu og hvítlauk, gjarnan með smá steinselju (Gambas al Plancha). Einnig er hægt að fá þær pillaðar og steiktar í mikilli olíu og hvítlauk (Gambas al Ajillo) eða innbakaðar með beychemelsósu (Gambas Beychem- el). Örlitlar smárækjur er sums stað- ar hægt að fá eða þá stórar risarækj- ur eða humar af öllum stærðum og gerðum. Sjávarsniglar, skeljar og smokkfiskur eru einnig vinsæl hrá- efni sem uppistaða í tapasrétt. Ekki má heldur gleyma íslenska saltfisk- inum sem nýtur mikilla vinsælda. Einfaldir ag flúknir Tapasréttirnir geta verið einfaldir kaffihúsaréttir, skinka, Manchego- ostur, ólífur og kannski saltfiskur á brauði. Eða þá flóknari réttir sem meiri vinna hefur verið lögð í. Kjöt- bollur, innmatur af ýmsu tagi, grænmeti og jafnvel skammtur af paella. Einhver besti réttur sem ég hef fengið voru svartir teningar úr kjúklingablóði, hveiti og kryddi í ol- íusósu með kartöflum. Ætiþistlar eða djúpsteiktur grænn pipar eru önnur dæmi um góða tapasrétti. Urvalið er fjölbreytilegt milli staða og héraða. Hver tapasbar hef- ur sinn stfl og sínar áherslur, jafnt í innréttingum og andrúmslofti sem mat. Yfirleitt er hægt að velja úr rétt- unum við barborðið, þar sem þeir eru til sýnis á leirfötum og hægt er að velja um lítinn skammt (tapas) eða heilan skammt (raciones). Tapasmáltíð er ávallt upplifun, þetta er skemmtileg og fjölbreytt leið til að njóta matar. Þó svo að máltíðirnar standi lengi er yfirleitt ekki borðað það mikið að menn standi á blístri, líkt og hætta er á ef tekin er hefðbundin margrétta máltíð, og maður nær að smakka á mörgum réttum og fær fjölbreytta næringu. Hinn sígildi drykkur og það sem best á við tapas er ískalt, þurrt sérrí. Þurrt sérrí er ynd- islegt matai'vín og yfirleitt er það fáanlegt^ í hálfflöskum á tapasbörum. í mestu sumarhit- unum fá margir Andalúsíubúar sér þó bjór með tapasréttunum og stundum getur átt vel við að fá sér rauðvín eða hvítvín. Lindarvatn er að sjálfsögðu einnig tilvalinn drykkur. LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 21 TReK 800 SPORT m Ml’úkur hnakkj/ Breið gróf- Átaks mynstruðdekk brei Krómólý/ stólstell ð ævi,angri ábyrgð ímsur Vandaði búnaður ejns órs ábyrgð Sterkar álfelgi CCDTIf DAA á Trek 24" bamahjólum: 24" TREK 220 ákr. 18.409,- (ábur kr. 26.295.-) Mjög vöndub 18 g börn frá 7 ára « Dæmi: TREK 800, (21 gíra Shimano Altus, GripShift gírskiptir, krómólí stell í mörgum stærbum, 26" álgjarbir og átaksbremsur) á kr. 24.917,- (ábur kr. 31.421,-) GARY FISHER WAHOO (21 gíra Shimano Acera-X, GripShift gírskiptir, krómólí stell í mörgum stærbum, 26" álgjarbir og átaksbremsur) á kr. 29.824f - (ábur kr. 37.773,-). Margar fleiri gerðir af reiðhjólum, t.d. TREK 800 ál-hjól á kr. 34.824,- (áóur 47.059,-) o.fl., o.fl. Sértilboð daglega! Mikið úrval af fylgi- og varahlutum. ATH: Sænskir SLG barnahjálmar á tilboði á kr. 990,- ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI SÉRTILBOD Á BELL HJÁLMUM 99% uhJúJJyfÍ RAÐQREIÐSLUR OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 SKEIFUNNI T T VERSLUN SÍMI 588-9890 VERKSTÆÐI SÍMI 588-9891 Þ E K Kr. 19.919 (abur kr. 27.287,-) ' Tilboðið á hjólunum gildir einnig í Sportveri, Akureyri Pípulagningaþjónustunni, Akranesi og Hjólabæ, Selfossi TAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.