Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 31 FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR + Filippía Krist- jánsdóttir fæddist í Skriðu 3. október 1905. Hún lést 8. júní síðast- liðinn. Hálfs árs flutti hún með for- eldrum sínum að Brautarhóli í Svarfaðardal þar sem hún ólst upp ásamt systkinum sínum. Foreldrar Filippíu voru Krist- ján Tryggvi Sigur- jónsson bóndi að Skriðu og Brautar- hóli í Svarfaðardal og kona hans Kristín Sigfúsína Kristj- ánsdóttir. Foreldrar Krisijáns Tryggva voru Sigurjón Krist- inn, Alexanderssonar bónda Krisljánssonar og Guðrúnar Jónsdóttur en þau áttu ættir að rekja í Öxnadal, Þelamörk og Glæsibæjarhrepp en einnig í Hörgárdal og Eyjafjörð og kona hans Sigurlaug Jónsdótt- ir Þórðarsonar bónda á Hnúki í Skíðadal og Þórunnar Jóns- dóttur frá Uppsölum í Svarfað- ardal. Foreldrar Kristínar Sigfúsínu voru Kristján Jóns- son bóndi í Ytra-Garðshorni, Svarfaðardal, Þorfinnssonar bónda í Syðra-Garðshorni og Guðrúnar Jónsdóttur og kona hans Sólveig Jónsdóttir Jóns- sonar bónda og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur frá Hellu af Krossaætt á Árskógsströnd. Systkini Filippíu voru Gísli Björgvin, f. 28. febr. 1904, d. 24. des. 1985, Siguijón Krist- ján, f. 10. sept. 1907, d. 31. júlí 1982, Svanfríður Guðný, f. 22. mars 1910, Sigurður Marinó, f. 15. okt. 1914, og Lilja Sólveig, f. 11. maí 1923. Filippía giftist fyrri manni sínum, Valdimar Jónssyni, f. 4. mars 1900, árið 1932. Filipp- ía og Valdimar eignuðust 3 börn, Ingveldi Guðrúnu, f. 28. sept. 1933, Kristján Eyfjörð, f. 27. febr. 1935, d. 1963, og Helga Þröst, f. 16. sept. 1936. Ingveld- ur er hjúkrunar- fræðingur, gift Ág- ústi Eiríkssyni garðyrkjubónda í Laugarási, Bisk- upstungum, fóstur- sonur þeirra er Þórhallur Jón Jóns- son. Kristján var sjómaður kvæntur Bryndísi Helga- dóttur en fórst af slysförum, þau áttu ekki barn. Helgi er læknir og var kvæntur Ólöfu Ásgeirsdóttur en þau skildu. Synir þeirra eru Ásgeir Rúnar sálfræðingur í doktors- námi í læknavísindum, kvænt- ur Sigrúnu Proppé í fram- haldsnámi i sállækningum, og eiga þau tvo syni, Huga Hrafn og Arnald Muna, og Valdimar, kennari, kvæntur Helenu Jó- hannsdóttur listdansara í kennaranámi og eiga þau tvö börn, Helga Má og Sigríði Ól- öfu. Seinni kona Helga er Guð- rún Agnarsdóttir læknir og eiga þau þijú börn, Birnu Huld, blaðakonu, í sambúð með Tim Moore viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn Kristján Helga Swerford og Lilju Guð- rúnu Filippíu, Agnar Sturla i doktorsnámi í líffræðilegri mannfræði, kvæntur Önnu Rún Atladóttur í tónlistarnámi og eiga þau einn son, Atla Snorra, og Kristján Orra, læknanema, en unnusta hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir, læknanemi. Seinni maður Filippíu var Einar Eiríksson, sjómaður frá Stöðvarfirði, f. 25. ágúst 1905. Þau giftust árið 1971. Einar átti sex börn frá fyrra hjóna- bandi. Útför Filippíu fór fram frá Seljakirkju 19. júní. Elskuleg tengdamóðir mín, Filippía Kristjánsdóttir, Hugrún skáldkona, er látin níræð að aldri. Hún hafði lifað langa og viðburða- ríka ævi og þó að líkami hennar væri farinn að bila var hugur henn- ar em og tilfinningar vakandi. Að henni stóðu traustar ættir norð- lensks bændafólks úr Svarfaðardal og næsta nágrenni. Foreldrar hennar voru vel gert dugnaðarfólk sem kom börnum sín- um öllum til einhverra mennta. Bömin vöndust snemma við að hjálpa til á heimilinu og við búrekst- urinn. Móðir þeirra var mjög hlé- dræg en ákaflega iðin og myndarleg og léku margvísleg störf í höndum hennar. Faðirinn var félagslyndari og starfaði lengi sem meðhjálpari við kirkjuna að Völlum. Heimilis- guðrækni var í heiðri höfð og systk- inin öll einlæglega trúuð. Heimilis- bragurinn var menningarlegur og glaðvær og samkomulag fjölskyld- unnar gott. Þau systkinin voru sam- hent og samrýnd og hafa ætíð hald- ið fjarska nánu sambandi hvert við annað þrátt fyrir aldursmun. Filippía ólst upp við algeng sveitastörf en hugur hennar stóð þó aldrei til búskapar heldur bar snemma á einlægum áhuga hennar og hæfileikum til að setja saman vísur, kvæði, leikrit og sögur og var hún sískrifandi frá því að hún var barn. Snemma vaknaði líka hjá henni löngun til þess að nýta þessa hæfileika og verða rithöfundur. Á þeim árum var ekki komið rafmagn í sveitina og því farið sparlega með ljósmeti og slökkt á kvöldin. Þá sat hún í rúminu telpan og orti en fékk yngri systur sína til að hjálpa sér að muna fram á næsta dag þegar hægt var að skrifa niður. Þó voru ævinlega kvöldvökur, einkum á vet- uma, og las faðir þeirra mikið á kvöldin og kvað jafnvel rímur. Kristján Eldjárn segir í grein um föður sinn Þórarinn að hann hafi staðnæmst lengi vel undir gluggan- um á Brautarhóli kvöld eitt er hann átti þar leið hjá og hlustað á Krist- ján húsbónda kveða rímur. í þá tíð byijuðu böm í skóla þegar þau voru 10 ára gömul og gekk Filippía eins og systkini hennar yfír í skólann sem var í þinghúsinu á Gmnd, hin- um megin í dalnum, handan árinn- ar. Fóm þau ýmist ein eða í fylgd föður síns eftir því hvernig veður eða færð var en þetta var hálfrar eða einnar klukkustundar gangur. Stundum var hægt að fara á skíðum eða jafnvel skautum þegar allt lág- lendið var eins og ein glæra á vetr- um. Kennsla var fram að ferming- araldri. Þá var unglingakennsla ekki lögboðin en bændumir Iögðu saman í heimiliskennara handa unglingum sínum og skiptust á að hýsa kennarann og unglingana. Þannig fengu þeir kennslu fram að 15 - 16 ára aldri. Algengt var á fyrri hluta aldar- innar að unglingar færu til vinnu utan heimilis. Filippía var líka snemma gefin fyrir tilbreytingu og hafði áhuga á því að kynnast nýju umhverfi og sótti því vinnu utan heimilis strax á unglingsaldri. Hún var kaupakona á prestsetrinu á Völlum í Svarfaðardal strax á ferm- ingaraldri, síðar á Hólum í Hjalta- dal og Bægisá í Öxnadal. Það skipti miklu máli á þeim ámm að geta safnað sér peningum til að komast í skóla. Hún fór í Laugaskóla í Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu, tvo vetur rúmlega tvítug að aldri en var svo óheppin að smitast af berki- um seinna árið og lá fyrst á Akur- eyrarspítala en síðan á Kristnesi. Það er erfítt að gera sér í hugar- lund nú hve mikilli ógn stafaði þá af þessum bráða og smitandi sjúk- dómi, berklunum, sem einmitt lagð- ist oft þungt á ungt fólk, slökkti vonir þess og jafnvel líf. Filippía var þó heppin því henni batnaði og vann síðan sumarlangt á Kristnes- hæli og aðstoðaði við hjúkmn. Minntist hún ævinlega þessa sum- ars með áhuga og hlýju og talaði um að sig hefði langað til að læra hjúkmn. Eftir þetta fór hún suður til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf, m.a. á Vífilsstöðum og á heimili frænku sinnar Helgu Kaab- er. Hún var virk í trúarlegu starfi og sótti samkomur. Þar kynntist hún fyrri manni sínum Valdimar Jónssyni. Valdimar var ættaður frá Stykkishólmi, uppeldissonur Ing- veldar Jónasdóttur og Jóns Hannes- sonar og hafði lokið prófi úr stýri- mannaskóla. Fyrstu árin bjó Ing- veldur, móðir Valdimars, með ungu hjónunum hér í Reykjavík ásamt börnum þeirra þremur, Ingveldi Guðrúnu, Kristjáni Eyfjörð og Helga Þresti, en þegar heilsu henn- ar fór að hraka ákvað hún að fara á elliheimilið Grund þar sem hún dvaldi til æviloka. Filippía og Valdi- mar bjuggu í Reykjavík til 1946 og vann Valdimar bæði sem stýri- maður á togara og við verkamanna- störf. Þá fluttu þau til Akureyrar þar sem þau bjuggu í tíu ár en þar vann Valdimar í Kaffibrennslu Ák- ureyrar. Á hvetju vori fór Filippía með börnin norður í Svarfaðardal þar sem þau dvöldu á Brautarhóli sumarlangt og jafnvel stundum yfir veturinn líka. Þannig urðu til og héldust sterk bönd við fjölskylduna og sveitina í hugum barnanna, tengsl sem enn vara. Filippíu þótti vænt um bernskuslóðir sínar og orti ljóð um Svarfaðardalinn sem samið var lag við og segja má að sé nú eins konar „þjóðsöngur" þeirra sem dalnum unna. Fjölskyldan flutti svo til Reykja- víkur 1956 og hóf Valdimar þá verslunarstörf hjá SÍS. Tveim árum síðar veiktist Valdimar og gekkst undir aðgerð en dó af sjúkdómi sín- um 5. febrúar 1959. Eftir lát Valdimars fluttist Filipp- ía að Tómasarhaga í næsta hús við systur sína og aldraða móður og bjó í gömlum fallegum bæ sem stóð þar innanum ný og reisuleg stein- húsin eins og notaleg áminning um liðna tíð. Eftir að börn hennar voru uppkomin vann Filippía við ýmis störf, einkum verslunarstörf. Henn- ar helsta viðfangsefni alla tíð auk heimilis- og uppeldisstarfa voru þó ritstörf og var hún afkastamikill rithöfundur. Hún samdi bæði ljóð, sögur og leikrit og gaf út meira en þijá tugi bóka um ævina, þá síð- ustu hálfníræð. Sögur hennar voru ýmist fyrir böm eða fullorðna og átti hún sér dyggan lesendahóp. Hún var félagi í Rithöfundasam- bandi íslands og naut styrks úr starfslaunasjóði listamanna um margra ára skeið og var jafnframt úthlutað úr Rithöfundasjóði íslands til ritstarfa. Sjálf var hún rómantísk og haldin ævintýraþrá og átti því auðvelt með að gefa sér lausan taum þó að reglusemi væri í henni mjög rík. Hún hafði mikla útþrá og naut þess að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn og kynnast öðr- um þjóðum og löndum, taldi það nauðsynlegt fyrir sig sem rithöfund. Ritstörfm gáfu eitthvað í aðra hönd, svo las hún oft í útvarp m.a. frá- sagnir af ferðalögum sínum. Þannig aflaði hún farareyris og gerði ótrú- lega víðreist og hefur það hvorki verið auðvelt eða alvanalegt fyrir húsmóður og þriggja barna móður á þeim tíma. Hún fór oft til Norður- landanna, var t.d. á lýðháskóla í Askov í Danmörku og hafði mikla ánægju af, fór á heimssýninguna í Montreal í Kanada 1967 og einnig til Bandaríkjanna. Síðar fór hún á slóðir Vestur-íslendinga í Kanada. Hún fór til Austurlanda nær, á Bibl- íuslóðir, sat á úlfalda við pýramíd- ana í Egyptalandi og litaðist um í Beirút meðan sú borg var enn óskemmd af stríði og óeirðum. Hún var hrifin af Ítalíu og átti góðar minningar frá Napólí og Sorrento. Seinna heimsótti hún Helga son sinn og fjölskyldu hans í London þar sem þau bjuggu um nokkurra ára skeið og síðasta utanlandsferð Filippíu var til írlands. Meðan Fiiippía bjó á Tómasar- haga kynntist hún seinni manni sínum, Einari Eiríkssyni sjómanni frá Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði f. 25. ágúst 1905. Þau giftust 1971. Einar hafði verið kvæntur áður eins og Filippía og á sex upp- komin börn. Þau bjuggu fyrst á Tómasarhaga en fluttu svo á Bald- ursgötu þar sem þau bjuggu í 13 ár. Filippía var alltaf fram- kvæmdamanneskja, óhrædd og dugleg að taka ákvarðanir og með- an hún var enn í fullu fjöri og við góða heilsu gerði hún ráðstafanir til að flytja ásamt Einari manni sínum á Vistheimili aldraðra að Seljahlíð við Hjallasel. Þau voru meðal frumbyggjanna 1986 og nutu dvalarinnar vel og voru þakk- lát því góða fólki sem þau kynnt- ust þar og ekki síður góðri umönn- un starfsfólksins. Lengst af voru þau bæði við góða heilsu og tóku virkan þátt í félagslífi. Filippía var andlega fijó og góður liðsauki fyr- ir Vizkubrunninn, fréttabréf heim- ilisins. í Seljahlíð uppgötvaði hún líka nýja og áður óþekkta listræna hæfileika þegar hún fór að móta í leir sem hún hafði aldrei áður reynt. Tókst henni svo vel upp að gera styttur og nytjahluti ýmiss konar að afkomendur hennar biðu spenntir eftir hverri nýrri sköpun og tóku glaðir við gjöfum hennar sem nú prýða heimili þeirra. Einn- ig tók hún virkan þátt í safnaðar- starfi og var meðhjálpari sóknar- prestsins í mörg ár og lagði þar ýmislegt fleira gott af mörkum. Trú hennar var alla ævi heit og innileg og sannfæring hennar og trúarvissa var sterk. Auk trúar- samkoma sem hún sótti bæði hjá KFUM og víðar studdi hún dyggi- lega við kristniboðsstarf. Ég kynntist Filippíu snemma á sjötta áratugnum þegar hún var tæplega sextug eða nærri jafngöm- ul og Helgi sonur hennar er nú. Frá okkar fyrstu kynnum sýndi hún mér velvild og hlýju og í áranna rás myndaðist með okkur vinátta og væntumþykja sem ég þakka henni innilega fyrir. Hún átti auðvelt með að flytja yfír á alla fjölskyldu Helga það dálæti sem hún hafði á honum eins og öðrum börnum sínum. Barnabörnin og langömmubörnin voru henni kær og hún fylgdist með ferli þeirra allra af áhuga. Ævin- lega vék hún góðu að þeim og vildi veg þeirra sem mestan. Síðustu árin var heilsa Filippíu farin að bila, beinin þynntust og hjartað varð lúið, auk astmans sem lengi hafði hijáð hana. Samt hélst allt merkilega vel í horfínu og vel naut hún níræðisafmælisins þegar fjölskyldan gerði henni glaðan dag með eftirminnilegum hætti í októ- ber síðastliðnum. Hún skrifaði meira að segja dálitla frásögn í Morgunblaðið um þessa lífsreynslu. Hún var reyndar alltaf órög við að senda inn grein, lesendabréf, nú eða ljóð, þegar henni lá eitthvað á hjarta eða huga. Eitt síðasta ljóðið orti hún að hvatningu sonar síns eftir að hún var orðin níræð, á sl. vetri og henti þar gaman að Elli kerlingu og sjálfri sér eins og henni var oft lagið: Kemur nú kjagandi kerlingin vagandi neglurnar nagandi nokkuð þó klár. Biluð í baki er bót að það enginn sér bráðum það batna fer burt þoma tár. í leti liggjandi m lífsgæðin þiggjandi braglínur byggjandi bætir úr neyð. Gleymist þá ángur allt öryggið verður falt vonleysið víkur svart vegferðin greið. Ellina æskan ber alltaf í fangi sér óvituð um það er enga ber sök. Trúin er traust og sterk tilveran kraftaverk ellin í mörgu merk má finna rök. Hún var löngu orðin aldursforset- inn í fjölskyldunni en sómdi sér vel við fjölskylduborðið þar sem hún sat iðulega ásamt föður mínum sem er níu árum yngri. Það fór vel á með þeim þó ólík væru og saman gátu þau hlegið að ellinni og eigin vanmætti. Samt voru þau bæði ótrúlega vel á sig komin þrátt fyrir allt og hafa verið afkomendum sín- um góðar fyrirmyndir og gefið þeim verðmæta sýn á löngu liðna tíð og skilning á lífsreynslu genginna kyn- slóða. í mars sl. varð hún fyrir því óhappi að detta og lærbijóta sig. Þó að brotið hefðist vel við hallaði samt undan fæti og heilsu hennar hrakaði. Hún var andlega heil til síðustu stundar en dó á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. júní sl. Lokið er langri og viðburðaríkri ævi góðrar konu. Hún upplifði ótrú- legar breytingar á íslensku samfé- lagi, var með í stökki þjóðarinnar úr baðstofunni yfír í tækniheim nútímans sem hefur gert ótrúlega miklar kröfur til fólks af hennar kynslóð. Sjálf var hún forvitin og tilbúin til að tileinka sér nýjungar að vissu marki en hélt þó alltaf fast í hin gömlu góðu gildi sem farsælt uppeldi, ungmennafélagshreyfingin og kristin trú höfðu innrætt henni frá unga aldri. Ég kveð hana íneð söknuði og þakka henni góða sam- fylgd, tryggð og ræktarsemi við mig og fjölskyldu mína. Blessuð sé minning Filippíu Kristjánsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir. Minningargreinar og aðrar greinar Eins og kunnugt er birtist jafn- an mikill fjöldi minningargreina í Morgunblaðinu. Á einum og hálfum mánuði í byijun árs birti blaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þess- um tíma. Vegna mikillar fjölgunar að- sendra greina og minningar- greina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minn- ingargreinum og almennum aðs- endum greinum. Ritstjóm Morg- unblaðsins væntir þess, að les- endur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd ann- arra greina um sama einstakl- ing er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist ein- ungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hing- að til hefur verið miðað við 8.000 slög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.