Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Læknafélag íslands skorar á yfirvöld að grípa til aðgerða í heilbrigðisþj ónustunni
Ástandið mun
fara versnandi
Morgunblaðið/Ásdís
SAMNINGANEFND lækna ber saman bækur sínar í húsnæði ríkissáttasemjara í gær.
LÆKNAR og forstöðumenn
heilsugæslustöðva telja
ástand mála í heilbrigðis-
þjónustunni munu versna
með hvetjum degi og skora á stjóm-
völd að grípa þegar í stað til að-
gerða. Læknafélag íslands sendi í
gær heilbrigðisráðherra ályktun en
í henni lýsir stjórn félagsins þung-
um áhyggjum yfir þróun mála í
heilbrigðisþjónustunni eftir upp-
sagnir heilsugæslulækna. Stjómin
kveðst hafa ástæðu til að ætla að
ástandið muni fara versnandi frá
því sem nú er. I ályktuninni segir
að læknar hafi sýnt ábyrgð með
því að taka að sér neyðarþjónustu
en ekki væri hægt að reiða sig á
það til lengdar.
Í ályktun stjómar Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Egilsstöðum, sem
send var forsætisráðherra í gær,
segir að neyðarástand ríki í heil-
brigðisþjónustu. Stjórnin telur ör-
yggi fólks, jafnt íbúa héraðsins og
ferðamanna, vera í hættu.
Róðurinn þyngist
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra, kveðst deila áhyggjum
sínum af ástandi mála með læknum.
Hún minnir á að það sé ekki heil-
brigðisráðuneytis að grípa til að-
gerða í samningaviðræðum. Starfs-
menn ráðuneytisins hafi aftur á
móti reynt með öllum leiðum að
koma í veg fyrir að neyðarástand
skapist í heilbrigðisþjónustunni. í
því sambandi vill hún koma á fram-
færi þakklæti til þeirra sem hafa
lagt ráðuneytinu lið í þeim efnum.
Starfsmenn heilsugæslustöðva hafi
unnið þrekvirki og axlað aukna
ábyrgð og þá sé einstakt hvernig
sjúkrahúsin hafi brugðist við auknu
álagi.
Hún viðurkennir að róðurinn
þyngist en meðan deiluaðilar ræðist
við sé enn von um að deilan leys-
ist. „Mér finnst vera mikill hugur
í mönnum að ná niðurstöðu," segir
ráðherra.
Veslast upp í heimahúsum
Hjalti Kristjánsson, fyrrverandi
heilsugæslulæknir í Vestmannaeyj-
um segir að almenningur hafi feng-
ið mjög villandi mynd af ástandinu
í heilbrigisþjónustunni í fjölmiðlum.
Það sé stórlega vanmetið og látið
sé að því liggja að allt sé í stakasta
lagi. Hann fullyrðir þvert á móti
að fólk sem ekki væri nógu veikt
til að fá aðhlynningu, aldraðir,
ungabörn, geðfatlaðir, öryrkjar og
þunglyndir séu að veslast upp í
heimahúsum. Hjalti hefur ákveðið
að fara úr Eyjum um helgina.
„Ástæðan er einkum sú að ég á
mjög erfitt með að vera hér í bæn-
um og þurfa að horfa framan í fólk
undir þessum kringumstæðum. Mér
finnst mjög eðlilegt að fólk beini
reiði sinni fyrst að okkur, sérstak-
lega þegar það veit að við erum á
staðnum en erum ekki fáanlegir til
að gera neitt.“
Læknirinn telur að þeir læknar
sem hafa verið að vinna hingað til
hafí óbeint tafið fýrir lausn deilunn-
ar með því að viðhalda þolanlegu
ástandi. Hann segir að læknar hefðu
í raun ekki átt að sinna tilvikum sem
teldust ekki bráðatilvik í skilningi
læknalaga. Læknarnir ættu ein-
göngu að sinna tilvikum þar sem
spurning væri um líf eða dauða.
Hjalti segir að kröfur lækna snú-
ist um leiðréttingu á grunnlauna-
taxta. Hann tekur dæmi af sjálfum
sér og segist vera með 330 þúsund
krónur á mánuði samkvæmt skatt-
skrá. Hann vinni 70 tíma á viku,
þar af 30 yfirvinnutíma. Með ein-
földúm útreikningi komi í ljós að
grunnlaun Jians séu 140 þúsund á
mánuði. „Ég verð ekki sáttur fyrr
en ég verð kominn með um 200
þúsund krónur í grunnlaun,“ segir
hann. Til samanburðar segir hann
að hann geti fengið starf þegar í
stað i Svíþjóð með dagvinnutaxta
upp á 350-400 þúsund krónur.
„Við höfum verið afskaplega þol-
inmóðir. Það er 1 Vi ár síðan að
samningar losnuðu og fyrir utan
smá taxtahækkun frá Trygginga-
stofnun fyrir fáeinum árum höfum
við ekki fengið kauphækkun í sex
eða sjö ár,“ sagði Hjalti.
Samkeppnisathugun á alnetsþjónustu
P&S á mark-
aði sem aðrir
byggðu upp
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
tekið sölu Pósts og síma á alnets-
þjónustu til skoðunar að eigin
frumkvæði. Fulltrúar endurselj-
enda alnetstenginga voru kallaðir
á fund hjá stofnuninni í gær og
segir Guðmundur Sigurðsson for-
stöðumaður samkeppnissviðs að
athuguninni verði hraðað svo nið-
urstaða liggi fyrir sem fyrst.
Guðmundur segir að með sölu á
alnetstengingum sé Póstur og sími
að fara inn á markað sem aðrir
hafí verið búnir að byggja upp.
„Einnig bera endurseljendur sem
eru á markaðinum því við að þessi
þjónusta Pósts og síma raski sam-
keppni. Þess vegna töldum við
ástæðu til þess að athuga málið,“
segir hann.
Fundinn sóttu talsmenn Mið-
heima, sem voru brautryðjendur í
sölu á alnetstengingum á sínum
tíma, og samtaka endurseljenda,
Inter, sem stofnuð voru fyrir
nokkrum vikum. Um nítján fyrir-
tæki selja alnetsþjónustu af þessu
tagi nú.
Markaði vel sinnt nú þegar
Brynjólfur Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri Treknet, segir að
búast megi við því að 5-10.000
manns á landinu nýti sér þjónustu
þeirra fyrirtækja sem endurselja
alnetssamband. „Mér finnst í fyrsta
lagi mjög óeðlilegt að ríkisfyrirtæki
skuli taka sig til og fara inn á
markað sem þegar er vel sinnt af
einkafyrirtækjum," segir hann.
Brynjólfur segir jafnframt hæp-
ið að þjónusta P&S flokkist undir
eðlilega viðskiptahætti. „Þeir eru
augljóslega að nýta sér aðstöðu,
þekkingu og tækjabúnað sem hef-
ur verið niðurgreiddur af ríkisfyrir-
tæki í einokunaraðstöðu og jafnvel
þótt öllum kostnaðarliðum sé hald-
ið sér af einhveiju sem þeir kalla
samkeppnissvið eru þeir að selja
þjónustuna undir kostnaði. Út-
gjöldin sem þeir hafa lagt í eru
upp á hundruð milljóna og þeir
þyrftu hreinlega að eiga allan
markaðinn til að standa undir
þeim, eða tugi þúsunda notenda á
mánuði í nokkur ár, sem augljós-
lega er óraunhæft," segir hann.
Alnetið kemur sér illa fyrir
símafyrirtæki víða
Brynjólfur segir ennfremur að
símafyrirtæki víða hafi rekið sig á
að uppbygging ýmissa gagnaflutn-
ingskerfa hafi verið röng stefna.
„Þetta eru kerfí sem augljóslega
munu fara yfir á alnetið því í ljós
hefur komið að það er ódýrara og
auðveldara. Alnetið er nokkuð sem
enginn bjóst við og stærð þess og
hröð þróun gera að verkum að
tæknilegar lausnir þar eru miklu
ódýrari en hinar sérhæfðu á borð
við háhraðanet, X.500 eða önnur
slík kerfi sem byggð hafa verið
upp með miklum tilkostnaði. Alnet-
ið kemur sér mjög illa fyrir síma-
fyrirtæki víða því þar er verið að
bjóða þjónustu sem þau ætluðu sér
að veita,“ segir Brynjólfur loks.
Morgunblaðið/Golli
Saksóknari í Litháen um mannránskæru
Engan hægt að
gera ábyrgan
Reykjavíkur-
borg og stúd-
entar semja
um leikskóla
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, formaður Stúd-
entaráðs, undirrita samkomulag
milli Dagvistar barna, Félags-
stofnunar stúdenta og Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands um fjölgun
leikskólarýma fyrir börn stúd-
enta á ieikskólum í eigu borgar-
innar. Heilsdagsrými ætluð börn-
um stúdenta verða þá samtals
300. Jafnframt var undirritaður
samningur milli Dagvistar barna
fyrir hönd borgarsjóðs og Fé-
lagsstofnunar um rekstur á nýj-
um leikskóla við Eggertsgötu 34,
sem áætlað er að tekinn verði í
notkun 1. september næstkom-
andi. Leikskólinn er í eigu borg-
arinnar og Félagsstofnunar stúd-
enta. Mun Dagvist barna sjá um
innritun en Félagsstofnun bera
fulla ábyrgð á rekstri. Á leikskó-
lanum verða 63 heilsdagsrými
fyrir börn á aldrinum 1-5 ára.
SAKSÓKNARI í borginni Klaipeda
í Litháen kvað upp úrskurð fyrir
skömmu vegna kæru fjögurra ís-
lenskra skipveija á litháíska togar-
anum Vydunas, sem Úthafsafurðir
hf. gerðu út. íslendingamir voru
fluttir nauðugir til Litháens þegar
skipstjóri togarans ákvað að sigla
skipinu þangað í mars sl. og kærðu
Islendingarnir hann fyrir mannrán.
Sigurður Grétarsson, forstjóri
Úthafsafurða, segir að í úrskurði
saksóknarans segi að ekki sé hægt
að draga skipstjórann til ábyrgðar
vegna þess að hann hafí verið að
framfylgja fyrirmælum yfirmanns
flotadeildar litháíska Búnaðarbank-
ans. Ekki sé heldur hægt að sækja
mál á hendur yfírmanninum þar sem
hann hafi verið að fylgja boðum
varastjórnarformanns bankans.
Hann sé ekki heldur hægt að sækja
til saka því hann hafi framfylgt skip-
unum stjórnar bankans og stjórn
bankans sé ekki kölluð til ábyrgðar
vegna þess að hún sé ekki einstakl-
ingur.
Málið í hendur ríkissaksóknara
„Það var ekki tekið tillit til þeirra
gagna sem við lögðum fram. Við
reyndum að áfrýja málinu með því
að láta endurupptaka það. Saksókn-
arinn samþykkti í fyrstu endurupp-
töku málsins en synjaði henni
skömmu síðar. Við höfum ákveðið
að leggja málið fyrir ríkissaksóknara
landsins. Þar á málið eftir að fá
ákveðna meðferð. Við báðum okkar
lögfræðinga um að fara sér hægt í
þessu máli og láta það bara falla.
Þá er málið komið á það stig að við
getum farið með það fyrir Mannrétt-
indadómstólinn," sagði Sigurður.
Mál Úthafsafurða og litháíska
Búnaðarbankans er einnig rekið fyr-
ir gerðardómstóli í London í sam-
ræmi við ákvæði í samningi þeirra.