Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDA FINNBOGADÓTTIR + Guðmunda Finnbogadóttir fæddist í Krossadal í Tálknafirði 19. júní 1918. Hún lést 4. ágúst síðastlið- inn. Guðmunda var dóttir Helga Finn- boga Guðmunds- sonar bónda í Krossadal og Vig- dísar Helgu Guð- mundsdóttur konu hans. Helgi Finn- bogi Guðmundsson var fæddur 21. júní 1879, d. 1923, sonur Guðmundar bónda á Fífustöð- um í Arnarfirði og Krossadal. Vigdís Helga var fædd 4. jan- úar 1887 i Tungu í Tálkna- firði, dóttir Guðmundar Magn- ússonar bónda þar og Kristínar Matthíasdóttur bónda á Bakka í Tálknafirði Jafetssonar, Vig- dís Helga lést 1983. Systkini Guðmundu voru: Hálfsystkinin sem faðir hennar átti áður með Benoníu Ólafsdóttur, Finnbogi, f. 5. nóvember 1897, d. 10. júlí 1968, og María Petrína, f. 28. nóvember 1898, d. 6. ágúst 1974. Alsystkini: Ólafur Helgi, Kristín, Andrés Þorbjörn, Sig- urður, Guðmundur, Steinunn og Bjarni Hermann. Ólafur Helgi lést ungur, f. 1910, d. 1939. Guðmundur og Sigurður eru látnir. Guðmunda giftist Theodóri Krist-jánssyni frá Ytri- Tjörnum árið 1946 og stofnuðu þau sitt fyrsta heimili á Ytri- Tjörnum. Síð- ar tóku þau hjón við húsvarðarþjónustu í félagsheimilinu Freyvangi árið 1957 og gegndu því starfi til ársins 1965 er þau keyptu nýbýlið Tjarnaland. Þau tóku aftur við Freyvangi 1974- 1979. Eftir það bjuggu þau á Tjarnalandi. Þau eignuðust saman 9 börn: Ólaf Helga, f. 1947, giftur Hrefnu Hreiðarsdóttur, Fann- eyju, f. 1948, gift Hlöðveri Hjálmarssyni, skilin, Krislján Helga, f. 1949, giftur Brynju Þorsteinsdóttur, Vigdísi Helgn, f. 1952, gift Guðmundi Loga Lárussyni, Finnboga Helga, f. 1955, giftur Lilju Guðmunds- dóttur, Auði, f. 1956, Thedór, f. 1958, giftur Jóhönnu Krist- ínu Júlíusdóttur, Svövu, f. 1960, og Gunnhildi Freyju, f. 1961, gift Jóhanni Sigfússyni, Diönu Sjöfn, f. 1942, átti Guð- munda áður en þau Theódór giftust með Helga Hálfdánar- syni. Díana er gift Helga Sigf- ússyni. Barnabörn Guðmundu eru 29 á lífi og 5 barnabarna- börn. Útför Guðmundu fer fram frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sumir eiga í hjarta sínu sjóð sem Ætdrei þrýtur, en þvert á móti vex því meir sem af honum er tekið. Hann lýtur ekki veraldlegra lög- máli heldur hinna eilífu. Það fólk sem átt hefur því láni að fagna að hafa af gnótt getað ausið af þessum brunni allan sinn æviveg verður í minningu samferðamanna auðugt og ríkt og meira en það. Rausnin og góðvildin endurspeglar kærleikseðlið. t Ástkær eiginkona mín, ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, andaðist hinn 27. júlí í St. Jósefs- spítalanum í Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Árnason. t Bróðir okkar, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Norðurbrún 1, andaðist í Landspítalanum 8. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Þórarinsdóttir, Dagbjörg Þórarinsdóttir, Sigurberg Þórarinsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför NÍELSAR HAFSTEINS HANSEN, Hjaltabakka 22, Reykjavik. Sigríður Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Stórskáldið Kahlil Gibran segir í Spámanninum: „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf, hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér“. Slíkar gjafir auðga bæði þiggjendur og gefendur. Þannig var Guðmunda og þann- ig var hennar líf óslitin kærleiks- þjónusta meðan kraftar hennar leyfðu. Það verður alltaf bjart yfir minn- ingunni um þessa glæsilegu konu. Höfðingslundin sem henni var í blóð borin og hin mikla hlýja og umhyggjusemi verður öllum sem kynntust henni ógleymanleg, allir fóru glaðari af hennar fundi. Henn- ar líkar auðga mannlífið og gefa öðrum trú á hin góðu gildi lífsins og þann eina fjársjóð sem ekkert fær grandað. Þó Guðmunda yrði allt sitt líf að búa þröngt með sína stóru fjöl- skyldu var alltaf nóg rúm fyrir gesti. Gestrisni hennar var einstök og viðmót hennar laðaði að henni fólk. Hún hafði líka einstakt lag á börnum. Alltaf gat hún róað og huggað, hennar faðmur var stór og hlýr. Guðmunda var aðeins 5 ára þeg- ar hún missti föður sinn svo hún kynntist fljótt mótlæti og erfiðum lífskjörum, hún fylgdi móður sinni sem þurfti að beijast harðri lífsbar- áttu, ekkja með stóran barnahóp. Þrátt fyrir erfiðleika komst hún í húsmæðraskólann á ísafirði. Sú menntun reyndist henni haldgóð í lífinu. Myndarskapur hennar sem húsmóður var einstakur. Hún átti því láni að fagna að eignast traustan lífsförunaut og stóran barnahóp. Fjölskyldu sinni, eiginmanni bömum og barnaböm- um þjónaði hún alla tíð af mikilli umhyggju, og ástríki. Kær- leikssambúð hennar við eiginmann sinn, sem var nokkuð eldri, var einstök og eftirtektarverð. Það var henni því þung raun er hún missti hann fyrir fáum ámm. Stuttu eftir það dvínuðu kraftar hennar og heilsan bilaði. Nú er hún fijáls úr viðjum þessa heims, biðtíminn úti og hún flogin yfir móðuna miklu til vinafunda. Vinirnir hérna megin INGÓLFUR PÉTURSSON + Ingólfur Pét- ursson fæddist í Reykjavík 6. júní 1915. Hann lést 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst. Ég skrifa þessa grein til minningar um ástkæran föður minn Ingólf Pétursson. Af mörgu er að taka þegar ég riija upp minninguna um elsku pabba minn. Hann var til sjós í um það bil 40 ár, en kom í land eftir slys þegar ég var 14 ára. Böndin á milli okkar voru mjög sterk. Þess vegna var tilhlökkunin ávallt mikil þegar hann kom úr sigl- ingu og sorgin mikil þegar siglt var út aftur. Pabbi átti erfitt með að neita mér um nokkurn hlut. Eitt sinn bað ég hann um rautt skotapils, þá kom hann með þau nokkur í öllum litum. Pabbi var ekki aðeins örlátur heldur einnig einstak- lega góður maður. Hann talaði aldrei nema vel til mín og veitti mér einstaka umhyggju og kær- leika. Það eru ekki all- ar konur svo lánsamar að hafa átt slíkan pabba. Auðvitað gat ég verið uppátækja- söm og ekki alltaf auð- veld í umgengni. Eitt sinn ætlaði ég að koma honum á óvart og tók allar pípurn- ar hans, skóf vel innan úr þeim og þvoði með sápuvatni. Hann þakk- aði mér vel fyrir hvað þær væru fínar, en sagði að ég skyldi ekki þvo þær aftur. Alltaf vildi hann gleðja mig og hvetja og eitt sinn át hann með góðri lyst snittur hlaðnar ótrúlegasta áleggi, sem ég útbjó þegar ég var sjö ára gömul. NIKULÁS HALLDÓRSSON + Nikulás Halldórsson fæddist á Akureyri 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauða- neskirkju á Langanesi 27. júlí. Ég trúi því ekki ennþá að hann Nikki vinur minn sé dáinn, hann var bara 17 ára og átti allt lífið framundan. Undanfarna daga hafa mínar minningar um Nikka komið upp i hugann og ég gerði mér grein fyrir því hvað ég var heppin að hafa fengið að kynnast honum og eiga góðar stundir með honum á þessum stutta tíma. Nikki var alltaf hress og til í að gera allt, sérstak- lega ef það fékk einhvern til þess Sérfræðingar í blóniaskreyrfiigTiin við öll rfrkilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastraetis, sími 19090 að hlæja. Ég man svo vel uppátæk- in hans í skólanum og viídi óska að við gætum horfið aftur til þess tíma þegar kennararnir sögðu okk- ur að vera til friðs og við höfðum engar áhyggjur af neinu. En lífið er ekki alltaf sanngjarnt og þegar svona góður vinur er tekinn burt frá okkur stöndum við eftir og spyijum okkur af hveiju? Elsku Nikki, stórt skarð er höggvið í vinahópinn sem enginn annar getur fyllt en minningarnar um yndislegan vin og góðan dreng munu alltaf fylgja okkur öllum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) kveðja Guðmundu með þakklæti og virðingu. Kristján Baldursson. Þau eru að verða tuttugu og fimm árin síðan við kynntumst. Helga dóttir þín leiddi okkur sam- an. Ég man enn hvernig mér leið þegar ég kom fyrst í Tjarnaland, nýjasti tilvonandi tengdasonurinn, og hitti systkini konuefnisins og foreldra í fyrsta sinn. Þú skildir vafalaust hvernig mér var innan- bijósts og komst mér til bjargar. Með glaðværð og einlægni þinni léstu mig finna að ég væri velkom- inn. Síðan hefur mér liðið vel í návist þinni, eins og flestum sem ég þekki. Nú ert þú farin heim. Hlýjan, styrkurinn, einlægnin og glað- værðin lifa nú aðeins í minningun- um. Hjartans þakkir fyrir samver- una. Hjartans þakkir fyrir yndislegar minningar. Guðmundur Logi Lárusson. Ég minnist þess að ég spurði hann hvernig ég hefði komið í heiminn. Og hann svaraði eitthvað á þessa leið; jú, Unnur mín, ég gekk um götu í Hamborg framhjá stórri dúkkubúð. Þar valdi ég fal- legustu og indælustu dúkkuna sem ég gat fundið, og það ert þú. Svona var hugur hans til mín. Á kvöldin þegar pabbi var í landi fór hann með bænirnar með mér. Stundum grétum við bæði saman, en ekki endilega yfir því sama. Við áttum skemmtilegar stundir, þar sem við vorum bæði að stelast til að fá okkur nammi og mamma var ekki látin vita. Pabbi var ekki aðeins góður við mig heldur einnig góður afi. Það var stoltur afi þegar sonur minn fæddist og var skírður Ingólfur í höfuðið á honum. Þannig gæti ég haldið endalaust áfram að minnast gleði og sorgarstunda úr lífi pabba. Nú veit ég með fullri vissu að elsku pabbi minn er á góðum stað. Hann hefur hitt ástvini sína hinum megin og fylgist með okkur hérna megin. Ég bið Guð að styrkja eftirlif- andi konu hans og móður mína Svövu Sigurðardóttur. Unnur Herdís Ingólfsdóttir. Elsku Ásta, Dóri, Tinna og Henný Lind, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guðlaug Jónasdóttir. Sunnudagurinn 21. júlí rennur okkur seint úr minni, því þá bárust okkur þær hræðilegu fréttir að Nikki eins og Nikulás var jafnan kallaður, væri dáinn. Eflaust gegnir þessi kæri vinur okkar öðru hlutverki á framandi slóðum. Kannski var það vegna þess hversu glaðværð og sterkur per- sónuleiki Nikki var, sem okkur finnst óskiljanlegt að við eigum ekki eftir að njóta samvista hans lengur, hvorki við vinnu eða þar sem hann undi sér vel; við eggjatínslu úti á bjargi á vorin. Áhugi og kraftur þessa dugmikla drengs kom bersýnilega í ljós í pá- skafríinu hans. Hress og hlægjandi tók hann hamar í hönd og hjálpaði til við smíðar á skála, sem nú stend- ur á Langanesbjargi. Já, það myndast víða skarð við fráfall Nikka, þar á meðal í hópi okkar eggjatínslumanna, og erfitt er að ímynda sér vor á bjargi án Nikka. Elsku vinur, hvíldu í friði. Elsku Ásta, Dóri, Tinna og Henný Lind, megi allt það góða styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Ykkar vinir, Eggjatínslumenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.