Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
LANDGANGA í Skrúði. Á myndinni eru, fremst frá vinstri, ferða-
langarnir Hákon Aðalsteinsson, Jón Karl Snorrason og Garðar
Steinarsson og fyrir aftan Garðar Jóhann Daníelsson. Fyrir aftan
þá eru Vattanesbændur, Baldur Rafnsson og Daníel Hálfdánarson.
LUNDARNIR dást að útsýninu í Skrúði.
Fuglalíf
í Skrúði
EYJAN Skrúður við Fáskrúðs-
fjörð er ekki langt undan landi
en hefur verið iítið sótt af ferða-
mönnum. Þar er margt að sjá en
eyjan mjög erfið yfirferðar. Þar
er mikið fuglalíf og meðal ann-
ars veiða þar Vattanesbændur
lunda. Hópur ferðalanga fékk að
fylgja þeim bændum út í eyjuna
fyrir skömmu. Þá var Iitið inn í
Skrúðshelli, stærsta helli Austur-
lands. Innst í hellinum, í svarta-
myrkri fundu þeir fyrir lunda
með pysju. Það mun vera mjög
óalgengt að lundar verpi við
þessar aðstæður. I hellinum eru
einnig leifar af gamalli rétt.
SÚLUVARP í Skrúði. Þessi mynd var tekin án leyfis
fyrirsætanna.
Dodge Ram
Bíllinn sem fer sigurför um Bandaríkin
og slær öll sölumet. Einn umtalaðasti
bíllinn á markaðnum í dag.
Dodge Ram er til í ýmsum
útfærslum og möguleikarnir eru
nánast óþrjótandi: Vinnubíll, ferðabíll,
fjölskyldubíll, fjallabíll, lúxusbíll...
Allt sameinast þetta í Dodge Ram.
Sérstaklega rúmgóður
Eigum nokkra mjög vel útbúna Dodge Ram til afgreiðslu strax.
Dæmi:
Dodge Ram Club Cab 1500 SLTV8 (sjálfskiptur): kr. 2.890.000
Dodge Ram Club Cab 2500 SLTTurbo Diesel (sjálfskiptur): kr. 3.870.000
Dodge Ram er ekta amerískur pallbíll,
kraftmikill, rúmgóður og traustur. Þú getur
valið um tvær gerðir af V8 vél, einnig V10 :
eða CumminsTurbo Diesel, frægustu
dieselvélina sem framleidd hefur verið. |
1 9 4 6 - 1 9 9 6
Nýbýlavegur 2
Sími: 554 2600
Auðveldur í breytingum.