Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 17 ERLENT Ólga í Indónes- íu vekur ugg Einræðistilburðir Suhartos, forseta Indónes- íu, spilling og hömlulaus auðsöfnun fjöl- skyldu hans hafa valdið ólgu í landinu og og hætta er talin á að upp úr sjóði. HAJI Mohamed Suharto, forseti In- dónesíu, hefur ríkt í 31 ár og tók við völdunum af fyrsta forseta lands- ins, Sukarno, eftir misheppnað valdarán árið 1965 sem kommúnist- um var kennt um. Á þessum tíma var Kommúnistaflokkur Indónesíu (PKI) þriðji stærsti kommúnista- flokkur heims, með um tvær milljón- ir félaga. Herinn gekk milli bols og höfuðs á kommúnistum eftir valda- ránstilraunina og allt að hálf milljón manna var drepin. Suharto var áður hershöfðingi og stjórnar með stuðningi hersins. Starfsemi stjórnmálaflokka hefur verið takmörkuð verulega. Aðeins þremur flokkum er heimilað að starfa, stjórnarflokknum, sem nefn- ist Golkar, og tveimur litlum stjórn- arandstöðuflokkum, Sameinaða framfaraflokknum og Lýðræðis- flokki Indónesíu. Mestu óeirðir í 22 ár Suharto stafaði ekki ógn af stjórn- arandstöðuflokkunum fyrr en Megawati Sukarnoputri, dóttir fyrsta forsetans, var kjörin leiðtogi Lýðræðisflokksins árið 1993. Megawati nýtur góðs af því að marg- ir Indónesar líta á föður hennar sem þjóðhetju vegna framgöngu hans í frelsisstríðinu gegn Hollendingum þótt óráðsía hafi þótt einkenna valdatíma hans. Suharto og bandamenn hans í hernum létu til skarar skríða gegn Megawati í júní og stóðu fyrir því að andstæðingar hennar í Lýðræðis- flokknum steyptu henni sem fiokks- leiðtoga. Fylgismenn hennar neituðu að fara úr höfuðstöðvum flokksins og eftir mánaðar þref réðust lög- reglumenn inn í bygginguna til að nýi fiokksleiðtoginn gæti hafið störf. Árásin leiddi til mestu götuóeirða í landinu í 22 ár en hernum tókst að stiila til friðar með hótunum um að skjóta á alla sem staðnir yrðu að mótmælum gegn stjórninni. Ólgan vakti ugg meðal ráða- manna í öðrum löndum enda gæti þróunin í Indónesíu skipt sköpum fyrir áframhaldandi stöðugleika og hagsæld í Suðaustur-Asíu. Indónesía er fjórða fjölmennasta ríki heims, með 200 milijónir íbúa, og stærsta landið í þessum heimshluta. Landið er mikilvægur þáttur í viðkvæmu jafnvægi í öryggismálum Asíu og frekara umrót þar gæti valdið spennu frá Kína tii Ástralíu. Ólgan olli einnig titringi meðal fjármála- manna á Vesturlöndum því vestræn fyrirtæki hafa ráðist í miklar fjár- festingar í Indónesíu á síðustu árum. Háværari kröfur um lýðræði Þótt stjómarhættir Suhartos sæti vaxandi gagnrýni hefur 31 árs valdatími hans einkennst af miklum efnahagsuppgangi. Þegar hann tók við forsetaembættinu var efnahag- urinn nánast í rúst en síðan hefur hagvöxturinn verið um 6% að meðal- tali. Verg landsframleiðsla á mann er nú sem svarar 60.000 krónum en var tæpar 7.000 krónur árið 1970. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem búa við „algjöra fátækt" samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- bankans lækkað úr 70% í 15%. Efnahagsstefna stjórnarinnar hefur leyst mörg vandamál en einn- ig skapað ný, til að mynda aukinn lífskjaramun milli ríkra og fátækra sem leiðir oft til félagslegrar ólgu. Margir þeirra sem tóku þátt í mót- mælunum voru fátækir verkamenn sem hafa ekki notið góðs af efna- hagsuppganginum. Stjórnarandstaðan nýtur einnig vaxandi stuðnings meðal miðstéttar- fóiks og námsmanna vegna óánægju með takmarkanir á tjáningarfrelsinu og starfsemi stjórnmálaflokka. Jafn- vel áhrifamiklir fjármálamenn hafa snúist á sveif með stjórnarandstöð- Reuter LÖGREGLUMENN á verði við höfuðstöðvar Lýðræðisflokks Indónesíu, sem lögreglan réðst til inngöngu í 27. júlí. unni vegna forréttinda sem börn Suhartos hafa notið í viðskiptalífinu. Suharto hefur gert þeim kleift að sölsa undir sig mörg fyrirtæki og auðsöfnun þeirra hefur verið hömlu- laus. Eitt fyrirtækjanna hefur t.a.m. fengið sérstakar skattaívilnanir til að þróa „indónesískan bíl“ í sam- starfi við suður-kóreskt fyrirtæki. Stjórnendur margra fyrirtækja kvarta einnig yfir því að þau séu skattpínd til að fjármagna „gælu- verkefni" forsetans, svo sem þróun „alindónesískrar" farþegaþotu. Varað við byltingu Suharto er 75 ára og hefur átt við veikindi að stríða en fiest bendir til þess að hann ætii að gefa kost á sér, án mótframboðs, í næsta forsetakjöri árið 1998. Nýtt þing (skipað 400 þjóðkjörnum þingmönn- um og 100 fulltrúum hersins sem forsetinn tilnefnir) verður kosið á næsta ári og Suharto virðist staðráð- inn í að tryggja að kosningarnar breyti engu. Þjóðkjörnu 'þingmenn- irnir verða í minnihluta í 1.000 manna ráði sem kýs forseta, þannig að Suharto er öruggur um sigur vilji hann gegna embættinu sjöunda fimm ára kjörtímabilið í röð. „Allir sem ég þekki vilja að hann dragi sig í hlé,“ sagði indónesískur fjármálamaður sem studdi áður Suh- arto en er nú andvígur efnahags- stefnu hans. „Vilji hann endilega halda völdunum kann honum að verða bolað frá í byltingu - og þá er landið búið að vera.“ Aðrir óttast hins vegar að slaki forsetinn of fljótt á klónni geti það leitt til blóðsúthellinga eins og þegar hann komst til valda árið 1965. Heimildir: The Economist, Newsweek Reuter Palestínumenn mótmæla PALESTÍNUMENN, sem komu saman til bænahaids á Gaza- ströndinni í gær, mótmæltu því, að ísraelar hafa lagt hald á land undir nýjan veg að landnáms- svæði gyðinga á sjálfstjórnar- svæði Palestínumanna á Gaza. í síðustu viku aflétti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, fjögurra ára banni við uppbyggingu í landnámi gyðinga á Gaza og Vesturbakkanum. Kalla á alþjóð- lega íhlutun Colombo. Reuter. LEIÐTOGAR Tamílatígranna svo- nefndu, uppreisnarhreyfingar Tam- íla á Sri Lanka, gáfu í gær út ákall til heimsbyggðarinnar um að hún gripi inn í það sem þeir segja vera skipulagða árás hersins á óbreytta borgara. „Heimsbyggðin ætti að beita stjórn Sri Lanka þrýstingi til þess að fá hana til að láta af árásum sínum, sem leiða af sér mikla þján- ingu fyrir tamílsku þjóðina, bæði til skemmri og lengri tíma litið,“ segir í ákallinu. Það kemur í kjölfar hernaðarárása á bæinn Kilinochi á norðurhluta eyjarinnar undanfarnar tvær vikur, en þar eru kjarnabyggð- ir tamíla á eynni. Fleiri en 30 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í árásunum hingað til, að sögn upp- reisnarmanna. Ennfremur er tíundað í ákallinu, að um 600.000 tamílar frá norður- héraðinu Wanni líði undan matar- dreifingarbanni hersins, sem hefur verið í gildi fyrir héraðið frá 18. júlí, þegar uppreisnarmenn efndu til stórsóknar gegn herbúðum í norðausturhéraðinu Mullaitivu. Um 200.000 manns hafi flúið Kil- inochi og sé nú á flækingi þar sem matur og vatn sé af skornum skammti. Þetta ástand kalli á alþjóðlega íhlutun, segir í ákallinu, sem gefið var út í London. í dag, laugardag höldum viö 9 ára afmælishátíð Kringlunnar* Fjöldi skemmtikrafta koma fram og gestir fá hressingu frá Vífilfelli. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina. Gefnar veröa 2000 rósir Pétur pókus ÍiiMás H°pPkastalar Milljónamæringarnir | Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. KHNGMN ... velkomin í veisluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.