Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Breytingar á leiðakerfi S VR: Grafarvogur og Arbær ÞANN 15. ágúst nk. taka gildi breyt- ingar á leiðakerfi SVR. í fyrri greinum til kynningar á breyt- ingunum var fjallað um almennar áherslu- breytingar og breyt- ingar í Breiðholti. í þessari grein verður fjallað um þær breyt- ingar sem verða gerð- ar í Grafarvogi og Árbæ. í þessum hverf- um búa nú u.þ.b. 19 þús. manns, þar af tæp'9 þús. í Árbæjar- hverfi. Hlutfallsleg notkun á þjónustu SVR er einna mest í Árbæjar- hverfi en kannanir benda til þess að 25-30% íbúa noti strætisvagn til að komast til og frá vinnu eða skóla. Notkunin í Grafarvogi er mun minni, eða 12-15%. Ný skiptistöð Hvað Grafarvog og Árbæ varðar er ein stærsta breytingin ný skipti- stöð á Ártúnshöfða, nánar tiltekið við Bíldshöfða 2a. Állar leiðir sem þjóna hverfunum, hafa viðkomu á skiptistöðinni. Skiptistöðin er jafn- framt forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á aukna tíðni á anna- tíma. Ef tekið er dæmi um einstak- ling sem jiarf að komast á Lækjar- torg úr Árbæjarhverfi, hefur hann nokkra möguleika til að komast á áfangastað. Hann gæti tekið leið 110, ekur á 20 mín. fresti á anna- tíma, sem fer beina leiða á Lækjar- torg og er 20 mín. á leiðinni frá endastöð við Þingás. Hann gæti einnig tekið leið 10 sem fer frá Þingási 10 mín. fyrr, og skipt þá Þórhallur Örn Guðlaugsson yfir í leið 115 í skipti- stöð við Ártún. Þrátt fyrir þessa skiptingu verður hann aðeins 20 mín. á leiðinni, enda í raun aðeins um það að ræða að ganga á milli vagna. Hann gæti einnig valið það að sitja í Ieið 10 alla leið að Hlemmtorgi og tek- ið þaðan t.d. leið 4 og er þannig 25 mín. á leiðinni. Með þessu skipuiagi er hægt að bjóða upp á aukna tíðni __ á hagkvæman hátt. íbúi í Grafarvogi hefur samskonar möguleika á ferðum. Þetta dæmi sýnir þann mikla sveigjanleika sem breytt leiðakerfi býður upp á. Áhrifa þessa skipulags gætir að sjálfsögðu í öðrum hverfum borg- arinnar og verða þeim gerð nánari skil í seinni greinum. Skiptistöðinni er einnig ætlað að tryggja innri tengsl í hverfum. Frá skiptistöðinni má fara í öll hverfi Grafarvogs og Árbæjar og því oft fljótlegast og einfaldast að fara að skiptistöð og skipta í leið sem fer í það hverfi sem viðkomandi óskar eftir að fara í. Tengsl við Breiðholt stórbatna einnig við tilkomu nýju skiptistöðvarinnar. Þær leiðir sem þjóna Grafarvogi og Árbæ eru leið- ir 7, 8, 10, 14, 15, 110 og 115. Leið 7 Leiðin verður nánast óbreytt frá Lækjartorgi að gatnamótum Bú- staðavegar og Sogavegar. Hættir þó akstri á Sléttuveg og fer að hringtorgi í Suðurhlíðum. Frá Soga- vegi lengist leiðin að skiptistöð við Nýju skiptistöðinni, — yj segir Þórhallur Orn Guðlaugsson, er einnig ætlað að tryggja innri tengsl í hverfinu. Ártún og fer þaðan um Borgar- mýri og til baka í gegnum Árbæjar- hverfi að skiptistöð. Með þessu er stórbætt þjónustan við atvinnu- hverfin í Ártúnshöfða og Borgar- mýri þar sem komin er góð tenging við alla borgarhluta Reykjavíkur. Einnig batna tengslin við Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítala. Leiðin mun aka á 20 mín. tíðni á dagtíma og á 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Verður með endastöð við Ártún kvöld og helgar og fer þá ekki í Borgarmýri né Árbæ. Leið 8 Leið 8 er ætlað að skapa tengsl milli Grafarvogs, Árbæjar og Breiðholts og tekur við hlutverki núverandi leiðar 16. Breytingar eru verulegar. Gert er ráð fyrir að leiðin aki með 20 mín. tíðni en í núverandi leiðakerfi er leið 16 á 60 mín. tíðni. Leið 8 gegnir í raun margvíslegu hiutverki. í fyrsta lagi sem hverfabíll í Grafarvogi þar sem lögð er áhersla á að styrkja innri tengsl milli hverfa. í öðru lagi er leið 8 ætlað að vera tengileið milli skiptistöðva í Mjódd og við Ártún. í þriðja lagi er leiðin hverfabíll í Breiðholti þar sem lögð er áhersla á að skapa tengsl við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig er akstursleið mun einfaldari en nú er, en mörgum hefur þótt núver- andi leið, leið 16, flókin. Hér er því um verulega bætta þjónustu að ræða. Leið 10 Akstursleið er óbreytt en tengist þó skiptistöð við Ártún og fer þá Rafstöðvarveg á leið austur. Bætir því tengsl milli austurhverfa og skapar möguleika á að komast í veg fyrir leið 115 til að komast í Háskóla íslands eða á Lækjartorg, og í veg fyrir leið 7 til að komast t.d. í Fossvog. Skiptistöð við Ártún er hér forsenda fyrir bættri þjón- ustu leiðar 10. Ekur á 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kl. 11-17 laugardaga. Ekki verður ekið um kvöld og helgar þar fyrir utan, þar sem leið 110 mun aka þá. Leið 14 Leið 14 verður fyrst og fremst hverfisbíll í Rima- og Engjahverfi og tengist skiptistöð við Ártún. Leiðin mun þjóna Hamrahverfi, á leið vestur, á móti leið 15. Einnig er gert ráð fyrir að vagnar aki allir réttsælis hring um Rima- og Engjahverfi en í núverandi leiða- kerfi fer einn af þremur bílum á klukkutímanum rangsælis hring. Einnig hefur annar tveggja sem fara réttsælis hring, farið í Hamra- hverfi en hinir ekki. Fyrir marga er þetta akstursfyrirkomulag nokkuð flókið og því lögð áhersla á að einfalda það og bæta þannig þjónustuna. Ekur á 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 15 Akstursfyrirkomulag verður einfaldara en nú er. I núverandi kerfi fer einn af þremur bílum á klukkutímanum í Hamrahverfi á leið austur en hinir á leið vestur. Líkt og með leið 14 þykir þetta akstursfyrirkomulag flókið og því lögð áhersla á að einfalda það. Vagnar á leið 15 fara nú alltaf í Hamrahverfi á leið austur og með tengingu við skiptistöð við Ártún er hér um bætta þjónustu að ræða. Ekur á 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 110 Akstursleið verður sú sama en leiðin hefur þjónað Árbæjarhverf- um. Tíðni breytist verulega frá því sem nú er en gert er ráð fýrir að vagnar aki með 20 mín. tíðni á annatíma. Einnig mun leiðin aka kvöld og helgar sem bætir þjón- ustuna umtalsvert, bæði fyrir íbúa í Árbæ og í Grafarvogi. Hér batn- ar því þjónustan umtalsvert þegar þörfin er mest. Leiðin mun aka á 20 mín. tíðni á annatíma og 60 mín. tíðni þar fyrir utan að degin- um. Ekur með 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 115 Leiðin mun þjóna Grafarvogs- hverfum og verður akstursleið nánast sú sama og nú. Hættir þó akstri í Hamarhverfi en íbúar þar ! eiga kost á hraðleið með skiptingu á skiptistöð. Leiðin mun aka á móti leið 8 í Grafarvogi og styrk- ir því innri tengsl verulega. Á annatíma er gert ráð fyrir að vagnar aki á 20 mín. tíðni sem er verulega bætt þjónusta frá því sem nú er. Leiðin mun aka á 20 mín. tíðni á annatíma og 60 mín. tíðni þar fyrir utan að deginum. Ekur á 30 mín. tíðni milli kl. 11 og 17 á laugardögum en ekur ekki kvöld og helgar þar fyrir utan. Á flestum leiðum breytast tíma- setningar eitthvað. íbúar í Grafar- vogi og Árbæ eru því hvattir til að kynna sér vel breytingarnar í símaskránni eða hafa samband í þjónustu- og upplýsingasíma SVR, 551 2700. Ný leiðabók verður fáanleg í byijun ágústmánaðar. í Grafarvogi og Árbæ verður í allt 21 vagn á klukkutíma þegar mest er en í núverandi leiðakerfi eru þeir 14. Af þessu má sjá að verið er að bæta þjónustuna um- talsvert og gefa íbúum þessara hverfa mun fleiri möguleika á að sinna ferðaþörfum sínum en gert er með núverandi kerfi. Um leið og við hjá SVR óskum íbúum í Grafarvogi og Árbæ til hamingju með þá bættu þjónustu sem breyt- ingarnar hafa í för með sér, viljum við hvetja íbúa til að nýta sér þessa fjárhagslega hagkvæmu og lipru þjónustu. Höfundur er forstöðumaður markaðs- ogþróunarsviðs SVR. ÞÆR ánægjulegu fregnir bárust nýverið að loks sæi fyrir end- ann á þeirri mismunun sem falist hefur í álagningu tryggingar- gjalds á íslenska at- vinnustarfsemi. Ekki ganga stjórnvöld þó sjálfviljug til þeirra aðgerða, því í þessu tilviki, eins og fleirum, er það ESA, Eftirlits- stofnun EFTA, sem knýr á um breytingar þar sem um brot á EES- samningnum er að ræða. Félag íslenskra stórkaupmanna sendi á sínum tíma til ESA athugasemdir vegna ýmissa atriða sem þótt hafa, og þykja enn, mismuna íslenskum at- vinnugreinum, þar á meðal var tryggmgargjaldið. Var vakin at- hygli á því hróplega óréttlæti sem m.a. verslun hefur þurft að búa við, að greiða allt að tvöfalt hærra tryggingargjald en flestar aðrar atvinnugreinar, þar á meðal sjáv- arútvegur og iðnaður. Slík mis- munun á ekki að líðast í nútíma- samfélagi sem byggist á verka- skiptingu og sérhæfingu. Við slíkar aðstæður er ekki gert upp á milli mikilvægis atvinnugreina, heldur litið svo á að allar atvinnugreinar gegni jafnveigamiklu hlutverki. Enda er því oft haldið fram, með fullum rökum, að vara sé ekki full- framleidd fyrr en hún er komin í hendur á neytandanum. Sitthvað Jón og séra Jón Sérstaklega þótti tilefni til að vekja at- hygli á þeirri mistúlk- un sem vart varð hjá íslenskum stjórnvöld- um gagnvart þeim verslunarfyrirtækjum sem stunda útflutn- ing, ekki síst á sjávar- afurðum. Þessum fyrirtækjum hefur fjölgað mjög á undan- förnum árum og árangur þeirra vakið athygli. Samt sem áður hafa þau.þurft að búa við það óréttlæti að greiða hærra þrep tryggingargjalds, á meðan útflytjendur sem samhliða eru með vinnslu eða útgerð greiða lægra gjaldið. í þessari mismunun felst ákveðin stýring; verið er að stefna öllum inn í vinnslu í stað þess að þróa sérhæfingu og efla markaðsstarf með eðlilegri verka^ skiptingu milli atvinnugreina. í ofanálag gátu sjávarútvegsfyrir- tæki í lægra þrepinu á tímabili sótt um endurgreiðslu tryggingar- gjaldsins. Var það liður i sam- komulagi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og Qölmörg fiskvinnslufyrirtæki nýttu sér þetta. Þar með var mismununin orðin jafnvel enn grófari. Arftaki launaskattsins Upphaflega var tryggingargjald lagt jafnt á allar atvinnugreinar, enda arftaki launaskattsins og fleiri sértækra skatta. Það var síð- an ákvörðun stjórnvalda sem leiddi til þeirrar mismununar sem við höfum búið við undanfarin ár. Sú ákvörðun byggðist á þeim mis- skilningi að sumar atvinnugreinar séu mikilvægari en aðrar og þurfi, vegna þess, sérstakan stuðning. Engin sannfærandi rök hafa hins vegar stutt þessa mismunun, því tryggingargjald er einfaldlega veltuskattur sem lagður er á launa- veltu fyrirtækja og rennur í sam- eiginlega sjóði. Andvirði hans gengur til Átvinnuleysistrygging- arsjóðs, Vinnueftirlits ríkisins og Tryggingastofnunar ríkisins. Ligg- ur í augum uppi að starfsmenn þeirra fyrirtækja sem greiða lægra gjaldið fá síður en svo lakari þjón- ustu fyrir vikið, enda í þeim hópi að finna þá sem stunda hvað áhættumestu störfin. Leiðrétting nauðsynleg strax ESA hefur með athugasemdum sínum tekið undir sjónarmið Félags íslenskra stórkaupmanna og því ber að fagna. í framhaldi boðar fjármálaráðherra breytingar strax eftir að þing kemur saman í haust. Af fréttum má ráða að fyrirhugað sé að gera þessar breytingar í áföngum. Vonandi er það misskiln- Bíðum ekki eftir fleiri athugasemdum frá ESA, segir Stefán S. Guðjónsson, tökum sjálf til í eigin garði. ingur því málið krefst Ieiðréttingar strax, í einum áfanga. í því sam- hengi verður að minnast þess að íslensk stjórnvöld hafa með mis- munun í álagningu tryggingar- gjalds verið brotleg gagnvart EES- samningnum allt frá því að hann tók gildi, eða hátt á þriðja ár. Hemill á framþróun og uppbyggingu Tryggingargjaldið er aðeins einn af mörgum sköttum sem mismuna atvinnugreinum. Af öðrum gjöldum má nefna markaðsgjald og skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þessir mismununarskattar leggjast þyngst á verslun og hamla eðlilegri framþróun og uppbyggingu í þeirri atvinnugrein. Álagning þeirra endurspeglar afstöðu stjórnvalda til atvinnulífsins, þar sem verslun hef- ur mætt afgangi. Þurfum breytt hugarfar Leiðréttingarnar sem nú eru framundan eru einn liður í þeim réttarfarsbótum sem íslendingar hafa notið góðs af í kjölfar gildis- töku EES. Sem aðilar að þeim samningi þurfa íslendingar að starfa eftir viðurkenndum réttarf- arsreglum sem gilda í Evrópu. Þar líðst stjómvöldum ekki að mis- muna atvinnugreinum með þeim hætti sem hér hefur tíðkast. Hug- arfarið er gjörólíkt; litið er á allar atvinnugreinar sem jafnréttháar og jafngildar. Nú er tímabært að við íslending- ar gerum slíkt hið sama. Undan- haldið er byijað, en auðvitað er æskilegast að slíkar breytingar séu afleiðing breytinga á viðhorfum stjórnvalda og gerðar að þeirra frumkvæði; að menn sjái ljósið sem felst í því að halda hér uppi frjálsri og öflugri verslun sem byggist á grundvallaratriðum fijáls mark- aðsbúskapar um sérhæfingu og verkaskiptingu. Bíðum ekki eftir fleiri athugasemdum frá ESA. Tökum sjálf til í eigin garði. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Mismunun á undanhaldi Stefán S. Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.