Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fóðurverksmiðjan Laxá skilaði 11 milljóna króna hagnaði Metár í sölu á fiskafóðri FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá skil- aði um 11 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári, frá júní ’95- maí ’96. Á sama tímabili árið áður var hagnaður fyrirtækisins um 4 milljónir króna. Guðmundur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri segist sæmilega sáttur við afkomuna. Heildarvelta fyrirtækisins síðasta rekstrarár var tæpar 400 milljónir króna, eða um 100 milljónum króna meiri en árið áður. „Þótt afkoman sé viðunandi er ljóst að við verðum að reyna að jafna álagið í verksmiðjunni og nýta hana betur. Þetta ár einkennd- ist af því að annað veifið vorum við að sprengja allt utan af okkur og á öðrum tímum var hér ansi rólegt. Þetta er bæði erfið og óheppileg staða en það er alltaf verið að vinna að því að jafna álagið og það er nauðsynlegt fyrir okkur að ná tök- um á því,“ sagði Guðmundur. Samkeppnin harðnar Síðastliðið rekstrarár var metár hjá Laxá hvað sölu á fiskafóðri varðar. Innanlands varð söluaukn- ingin frá fyrra ári tæp 10% og út- flutningur jókst um 13%. Guðmund- ur telur að þessar tölur gefi tilefni til bjartsýni og vissulega eigi hún rétt á sér. Hins vegar hefur verð á laxi verið að lækka og samkeppnin í greininni harðnað. Erlendis hafa fiskeldisfyrirtæki sameinast eða tekið upp samvinnu og þannig hafa myndast stórir aðil- ar sem kaupa gífurlegt magn fóð- urs, jafnvel allt að 50-60 þúsund tonn á ári. Guðmundur segir að þetta hafi leitt til þess að mikill þrýstingur sé á að fóðurverð lækki, sem aftur geri auknar kröfur til fóðurfyrirtækjanna um hagkvæm- ari rekstur til að þau geti í senn selt ódýrt og gott fóður. Þetta kalli á hagkvæma nýtingu fjárfestinga og ljóst sé að afar mikilvægt sé fyrir afkomu Laxár að afkastageta verksmiðjunnar, tækjabúnaður, mannafli og fjármunir verði sem best nýttir. Framleiðslan um 6.000 tonn Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 10-12 þúsund tonn á ári en á síðasta rekstrarári var framleiðsl- an tæp 6 þúsund tonn, sem er aukning um 11,5% frá árinu áður. Fóðursalan nam rétt rúmum 6 þúsund tonnum sem er einnig aukning um 11,5% frá fyrra ári. Fóðursala innanlands varð rúm 2.700 tonn og útflutningur nam um 3.300 tonnum. Til Noregs voru seld tæp 3.000 tonn og rúm 380 tonn voru seld til Danmerkur og Kanada og er útflutningur til Kanada nýmæli. Markaðshlutdeild Laxár á innan- landsmarkaði er um 55-60%, sem að mati Guðmundar nægir engan veginn til að standa undir rekstri fóðurverksmiðju eins og Laxár. „Þótt innanlandsmarkaður sé mikil- vægur er það fyrirtækinu nauðsyn- legt að stunda útflutning og á þeim vettvangi er helsti vaxtarbroddur- inn á komandi árum.“ Heildarhlutafé um 60 milljónir Hluthafar Laxár voru við lok rekstrarársins 34 og hafði fjölgað um tvo frá fyrra ári. Heildarhlutafé félagsins er tæpar 60 milljónir króna og eru Akureyrarbær og KEA stærstu hluthafarnir. Félagið er skráð á Opna tilboðsmarkaðnum sem gerir viðskipti með hlutabréf auðveldari. Hjá fyrirtækinu starfa 9 fastráðnir starfsmenn en starfs- menn voru allt að 20 þegar mest var að gera. Félagið tók á rekstrarárinu 1994/95 þátt í stofnun Mjölverk- smiðjunnar hf. á Hvammstanga. Hlutafé fyrirtækisins er um 10 milljónir króna og á Laxá 25% í því. Rekstur Mjölverksmiðjunnar hefur farið batnandi en Laxá hefur annast sölu á afurðum verksmiðj- unnar. Stefnt að aukningu hlutafjár Aðalfundur Laxár verður haldinn síðar í þessum mánuði og þar verð- ur lögð fram tillaga um heimild til stjórnar að auka hlutafé fyrirtækis- ins um allt að 20 milljónir króna. Guðmundur segir að þeir fjármunir yrðu m.a. notaðir til endurbóta á verksmiðjunni og til frekari þróun- arverkefna. Morgunblaðið/Kristján Um 1.200 farþegar á risaskemmtiferðaskipi SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Royal Princ- ess sigldi inn á Pollinn við Akureyri snemma í gærmorgun en þetta er jafn- framt stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Akureyrar á þessu sumri. Skip- ið er 230 metra langt og um borð eru um 1.200 farþegar, aðallega Bandaríkja- menn og Bretar. Skipið kom til Akureyrar frá Bret- landi en hélt áleiðis til Reykjavíkur seinni partinn í gær. Frá Reykjavík held ur skipið svo áfram til Skotlands. Far- þegarnir notuðu tækifærið og brugðu sér í skoðunarferð að Mývatni, Goða- fossi, Laufási og víðar. Fulltrúar foreldravaktarinnar um Halló Akureyri Ástandið gjörsam- lega óviðunandi A Oskað eftir fundi með bæjarfulltrúum til að fara yfir málið Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudag kl. 11. Messað verður á Seli kl. 14. sama dag. Sumartónleikar verða í kirkjunni kl. 17 á sunnu- dag. Gunnar Idenstam leikur á orgel. Aðgangur ókeypis. GLERARPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lög- mannshlíðarkirkju annað kvöld, sunnudaginn 11. ágúst kl. 21. Ath. breyttan tíma. Pét- ur Björgvin Þorsteinsson trúar- lífsupgeldisfræðingur prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma kl. 20 sunnu- dagskvöldið 11. ágúst. Allir hjartanlega velkomnir. Flóa- markaðurinn hefst aftur í næstu viku, tekið á móti fatnaði á Hvannavöllum 10 alla daga. H VÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, laugardaginn 10. ágúst. Vitnisburðarsam- koma kl. 20. á sunnudagskvöld. Allir velkomnir. FORELDRAR sem mynda svo- nefnda foreldravakt sem er á ferð- inni um miðbæ Akureyrar að næt- urlagi um helgar hafa óskað eftir fundi með bæjarstjóranum á Akur- eyri og bæjarfulltrúum til að ræða um hátíðina Halló Akureyri. Foreldravaktin samanstendur af foreldrum unglinga í 8., 9. og 10. bekk þriggja skóla á Akureyri, Gagnfræðaskólanum, Glerárskóla og Síðuskóla. Farið var fram á að foreldrar yrðu á vakt aðfaranótt föstudags, laugardags og sunnu- dags um liðna verslunarmanna- helgi, en það er samdóma álit þeirra sem stóðu vaktirnar, að ástandið hafi verið gjörsamlega óviðunandi þennan tíma og ekki komi til greina að halda ámóta samkomu að ári. Fulltrúar vaktarinnar segja for- eldra bera ábyrgð á veru ósjálfráða unglinga á hátíðinni, en þeir sem gefa leyfí, auglýsa og standa að samkomuhaldinu geti aldrei fríað sig ábyrgð á því sem gerðist á hátíð- arsvæðinu. Foreldravaktin gagn- rýnir forsvarsmenn hátíðarinnar, sem töldu ástandið í bænum þolan- legt og setja spurningarmerki við hvort rétt sé að gera út á neyslu kófdrukkinna unglinga, en ýmislegt viðgangist þegar hagnaðarvonin er annars vegar. Þá telja fulltrúar foreldravaktar- innar að viðbúnaði og afþreyingu hafi verið ábótavant og bæjarfélag- ið þurfi að greiða verulegan auka- kostnað vegna löggæslu og hreins- unarstarfa. Meðal þess sem fulltrúar vaktar- innar ætla að ræða við bæjarfulltrúa er hvort menn vilji hafa uppákomu af þessu tagi, þar sem allt fer á annan endann og friðhelgi íbúanna sé virt að vettugi og hvort þetta sé sú fyrirmynd sem menn telja bömum og unglingum bæjarins samboðna. Skógar- dagurí Hánefs- staðaskógi SKÓGRÆKTARFÉLAG Ey- firðinga gengst fyrir-skógar- degi í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal á morgun sunnu- dag. Dagskráin hefst með helgistund kl. 13.30, sem er á vegum sóknarnefndar Svarf- aðardalssóknar. Jafnframt verður boðið upp á skógargöngu þar sem þátt- takendur verða fræddir um tré og gróður í skóginum. Einnig verða sýnd tæki sem notuð eru við skógrækt og skógarvinnslu. Sýndar verða ýmsar afurðir skógarins og boðið upp á skóg- arkaffi og tónlist. Ráðgert er að dagskrá ljúki um kl. 16.00. í ár eru 50 ár síðan Eiríkur Hjartarson hóf skógrækt að Hánefsstöðum og er skógar- dagurinn haldinn { minningu hans. Einnig vill Skógræktar- félagið vekja athygii á hvaða árangri er hægt að ná með skógrækt á svæðum sem talin hafa verið erfið til skógræktar. Sænskur orgelleikari í Akureyrar- kirkju FIMMTA og síðasta tónleika- röð Sumartónleika á Norður- landi verður haldin á morgun, sunnudaginn 11. ágúst, með tónleikum i Akureyrarkirkju, en þeir heljast kl. 17. Að þessu sinni er það sænski orgelleikarinn Gunnar Idenst- am sem leikur fyrir Ak- ureyringa og ferðafólk á end- urnýjað orgel kirkjunnar. Á efnisskrá hans verða verk eftir Bach, Dupré og útsetning- ar eftir Gunnar Idenstam á norrænum fíðlulögum, þjóðlög- um og hjarðlögum auk tón- smíða eftir hann sjálfan. Gunnar er fæddur í Kiruna í Svíþjóð árið 1961, hann stund- aði nám við tónlistarháskóla í Stokkhólmi og París. Spuni hef- ur verið hans sérgrein, en á síð- ustu árum hefur hann snúið sér að tónsmíðum og útsetningum í æ ríkari mæli. Hann hefur áður komið fram á tónleikum í Akureyrarkirkju, árið 1989. Gunnar mun einnig leika í Hall- grímskirkju í íslandsferð sinni. Morgunblaðið/Kristján BIRGIR Schiöth við nokkur verka sinna. Birgir sýnir í Yín BIRGIR Schiöth myndlistar- kennari á Siglufírði hefur opnað sýningu á verkum sínum í Blómaskálanum Vín í Eyja- fjarðarsveit. Á sýningunni eru 27 verk, pastel, vatnslitamyndir og fleira. Birgir sýndi verk sín á Síldarævintýrinu á Siglufírði um liðna helgi. Sýning hans í Vín verður opin til og með 18. ágúst næstkomandi. Birgir hefur kennt myndlist m.a. á Siglufírði og í Garðabæ, en er nú hættur kennslunni og sinnir eingöngu myndlistinni. Hann hefur haldið Qölda sýn- inga víða um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.