Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
>
|
W
Bk
W
>
i
I
I
I
I
I
i
I
I
i
I
í
I-
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 33
MINNINGAR
vonglöð - reiðubúin að leggja undir
sig heiminn. Saman áttu þau eftir
að velja sér lífsstarf sem þá var
harla óvenjulegt. Full hugsjónar
gerðust þau með fyrstu brautryðj-
endum ylræktar hér á landi. Sveita-
stúlkan úr Kjósinni og kaupstaðar-
strákurinn af Skólavörðustígnum
bundu saman bagga sína, fiuttust
austur að Syðri-Reykjum í Biskups-
tungum og fóru að bijóta sér nýtt
land í bæði eiginlegri og óeiginlegri
merkingu, þar sem ræktun við jarð-
varma var svo til óþekkt búgrein á
fjórða áratugnum. En Stefáni farn-
aðist vel. Hann var áræðinn og
framsýnn og Áslaug stóð við hlið
hans eins og klettur og trúði á bónda
sínn. En að þetta átak hafi verið
tveggja manna verk og að báðir
hafi þurft að leggja hart að sér
dylst engum sem til þekkja.
Ég kynntist Áslaugu ekki fýrr
en dökkhærða stúlkan á fyrrnefndri
mynd var orðin að hvíthærðri, ro-
skinni konu. En enn var hún eftir-
takanlega tíguleg og falleg. Hlé-
dræg og traust. Enginn gat ímyndað
sér að hér væri á ferð kona sem
hefði nokkurn tíma þurft að dífa
hendi í kalt vatn. Þó hafði hún fyr-
ir utan að standa í því að koma upp
stórri gróðrarstöð, haft matarum-
sjón með mörgum vinnuhjúum og
alið upp fjögur börn og eina dóttur-
dóttur.
Og nú þegar æviskeið Áslaugar
er runnið á enda, langar mig til að
þakka henni einkar ljúf kynni. Ég
undraðist oft hvað við höfðum líka
afstöðu til lífsins og áttum auðvelt
með að ná saman, þótt ég hafi ekki
fæðst fyrr en um það leyti sem
Áslaug var að byija líf sitt á Syðri-
Reykjum. Ég finn enga aðra skýr-
ingu á því en þá, að við höfum átt
líkar rætur. Mamma mín var frá
Grafarholti í Mosfellssveit á meðan
það var sannkölluð sveit og Áslaug
var úr næsta nágrenni, frá Fossá í
Kjós. En svo áttum við náttúrulega
líka sameiginlegt áhugamál, vel-
famað unga fólksins okkar, Sigurð-
ar sonar míns og Áslaugar Dóru,
dótturdóttur og uppeldisdóttur Ás-
laugar. Það var einmitt á þilinu á
nýstofnuðu heimili þeirra sem ég
fyrir skömmu sá myndina af unga
fallega parinu sem átti eftir að
leggja allt traust sitt á hverinn á
Syðri-Reykjum.
Solveig Jónsdóttir.
SIGURJON
RÓSMUNDSSON
MAGNÚS
SKARPHÉÐINN
RÓSMUNDSSON
+ Sigurjón Rós-
mundsson
fæddist 1. desem-
ber 1928. Hann lést
14. janúar síðastlið-
inn.
Magnús Skarphéð-
inn Rósmundsson
fæddist 20. septem-
ber 1920. Hann lést
27. janúar síðastlið-
inn.
Þeir bræður voru
synir hjónanna Rós-
mundar Jóhanns-
sonar og Jónínu
Guðbjargar Sigurð-
ardóttur á Gilsstöðum í Selár-
dal og eru þeir jarðsettir í
heimagrafreit á Gilsstöðum.
Mig langar til að minnast, þótt
seint sé, föðurbræðra minna Sigur-
jóns Rósmundssonar og Magnúsar
Skarphéðins Rósmundssonar.
Ég minnist Siguijóns fyrst sem
bónda á Grænanesi, þar sem systir
hans Guðbjörg, sem einnig er dáin,
hélt bú með honum. Ég var í sveit
eitt sumar hjá þeim systkinum og
leið mjög vel. Gaman var að vitja
silungsnetanna með frænda og læra
að hekla og pijóna fyrstu pijónana
hjá frænku. Siguijón hafði mjög
gaman af söng. Yndi hafði hann
af ferðalögum, og þar sem hann
var með þeim fyrstu, sem eignaðist
jeppa í sveitinni, fór hann oft til
Hólmavíkur og rak þar erindi sveit-
unga sinna, því hann var greiðvik-
inn og glaðlyndur.
Hann brá búi að Grænanesi og
fluttust þau systkinin þá að Geir-
mundarstöðum, sem er innar en
Grænanes í Selárdal á Ströndum.
Þangað flutti svo Skarphéðinn
bróðir þeirra systkina til þeirra, þá
eftir langa og erfiða legu á Vífils-
stöðum vegna berkla og seinna á
Kristneshæli, þar sem hann var
tvíhöggvinn, sem kallað var. Þrátt
fyrir þær aðgerðir náði hann ekki
fullri heilsu aftur. Eftir það var
hann æfinlega í skjóli Siguijóns eða
svo gott sem til dauðadags. Það liðu
aðeins 13 dagar frá dauða Sigur-
jóns þar til Skarphéðinn lést.
Siguijón og Skarphéðinn voru
synir bændahjónanna Rósmundar
Jóhannssonar og Jónínu Guðbjarg-
ar Sigurðardóttur að Gilsstöðum í
Selárdal. Á það heimili var gott að
koma og minningar þaðan eru um
lestur góðra bóka, ljóðlist, tafl-
mennsku, friðsemd, góðmennsku
og ást á jörðinni og dalnum. Sigur-
jón ólst þar upp, en Skarphéðinn
fluttist að Sundal í Bjarnafirði með
móðurömmu sinni Ingibjörgu þegar
hann var fimm ára. Hann var þar
til fullorðinsára eða þar til hann
veiktist. Enginn skal þó halda að
Héðinn hafi verið öðrum byrði því
hann var vinnusamur og hjálpsam-
ur og gekk að bústörfum, innan
húss sem utan, þrátt fýrir mikinn
heilsubrest.
Á Gilsstöðum er heimagrafreitur,
þar sem bræðurnir tveir voru born-
ir til hvílu hjá foreldrum sínum og
skyldmennum ungum og öldnum,
sem farin voru á undan heim. Selár-
dalurinn og sérlega Gilsstaðir eru
ættfólkinu heilög jörð. Því læt ég
að endingu tvær vísur úr löngu lof-
kvæði eftir elsta bróðurinn frá Gils-
stöðum, Sigurð Rósmundsson,
mæla fyrir munn þeirra og okkar
allra hveijum augum ættfólkið leit
dalinn sinn.
Til er dalur í faðmi fjalla
fagur vaxinn um brún og hjalla,
gróa þar víða grösin smá.
Hann er litfögrum skógi skrýddur
skærum rósum og stráum prýddur,
niður hann elfa bunar blá.
Litrik fegurð i friði og gleði,
fullkomna skapar ást í geði,
gott er að mæta svoddan sjón.
A ári hveiju hún er til boða
öllum sem vilja dalinn skoða,
tíð þá vefur í vori frón.
Fyrir hönd systkina og systkina-
barna,
Fanney Sigurðardóttir.
Fáðu Moggann
til þín í fríinu
Morgunblaðið þitt sérpakkað
á sumarleyfisstaðinn
Viltu fylgjast með í allt sumar?
Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað
og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands.
Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn
og þú fylgist með í allt sumar.
- kjarni málsins!
Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaósins og fá
blaðiö sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu
frá__________________________til_
Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við.
□ Esso-skálinn, Hvalfirði
□ Ferstikla, Hvalfirði
□ Hyrnan í Borgarnesi
□ Baula, Stafholtst., Borgarfirði
□ Munaðarnes, Borgarfirði
□ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfirði
□ Sumarhótelið Bifröst
□ Hreðavatnsskáli
□ Brú í Hrútafirði
□ Staðarskáli, Hrútafirði
□ Varmahlíð, Skagarfirði
□ Illugastaðir
□ Hrísey
□ Grímsey
□ Grenivík
□ Reykjahlíð, Mývatn
NAFN_________________________
KENNITALA____________________
SUMARLEYFISSTAÐUR____________
PÓSTNÚMER_____________________________SÍMI_____________________
Utanáskriftin er:
Morgunbla&i&, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
□ Laufið, HallormsstaÓ
□ Söluskálar, Egilsstöðum
□ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri
□ Víkurskáli, Vík í Mýrdal
□ Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungum
□ Laugarás, Biskupstungum
□ Bjarnabúð, Brautarhóli
□ Verslunin Hásel, Laugarvatni
□ Minni Borg, Grímsnesi
□ Verslunin Grund, Flúðum
□ Árborg, Gnúpverjahreppi
□ Þrastarlundur
□ Ölfusborgir
□ Shellskálinn, Stokkseyri
□ Annaö_______________________