Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Sænskir vítisenglar
Kæra lög-
regluna
í Noregi
Reuter
BJORGUNARMENN leita að fórnarlömbum aurskriðunnar við stíflu 15 km frá þeim stað sem skrið-
an féll. Um miðjan dag í gær var búið að finna Iík 76 manna og var þá enn margra saknað.
Harmleikurinn á ferðamannastað á Spáni
Einbeita sér að
leitinni í ánni
Oslo. Morgunblaðið.
TIU meðlimir hinnar sænsku deild-
ar bifhjólagengisins „Hells Angels",
eða Vítisenglanna, hafa kært
norsku lögregluna fyrir ólöglega
handtöku í Svíþjóð.
Vítisenglamir halda því fram að
norska lögreglan hafí farið undir
vopnum yfír norsk-sænsku landa-
mærin við handtökuna, en slíkt
væri brot á lögum.
Sænsku bifhjólamennrnir voru á
leið á Vítisenglamót í Þrándheimi
þann 26. júlí sl. þegar norsk lög-
regla handtók þá, skrifar Adress-
avisen. Að sögn varaformanns bif-
hjólaklúbbsins „Nordlands MC“
voru lögreglumennirnir íklæddir
skotheldum vestum og vopnaðir
skammbyssum, Svíþjóðarmegin við
landamærin. Engin sænsk lögregla
hefði verið á svæðinu, aðeins toll-
verðir.
Bæði sænska og norska lögregl-
an rannsaka nú hvað hæft er í ásök-
unum bifhjólamannanna.
Biescas. Reuter.
BJÖRGUNARMENN héldu í gær
áfram leit að fólki, sem varð fyrir
aurskriðu, sem féll á tjaldsvæði á
Spáni aðfararnótt fimmtudagsins.
Var þá búið að finna lík 76 manna
en margra var enn saknað. Bendir
flest til, að tala látinna muni fara
í eða yfir 100.
Fremur seinlega hefur gengið
að bera kennsl á líkin þar sem
fæstir voru með persónuskilríki á
sér og margir í fastasvefni þegar
ósköpin dundu yfír. Flestir hinna
látnu eru Spánveijar en spænsk
blöð sögðu í gær, að vitað væri,
að einn Frakki og hollensk hjón
ásamt tveimur börnum þeirra
hefðu farist. Ríkisútvarpið sagði
hins vegar á fimmtudag, að sex
manns frá Þýskalandi, Frakklandi
og Belgíu hefðu týnt lífí.
Skelfilegar mínútur
Um 500 björgunarmenn voru við
leitina í gær og beindist hún aðal-
lega að ánni, sem skriðan hljóp út
í, en í henni hafa fundist lík í allt
að 15 km fjarlægð frátjaldsvæðinu.
Nokkrir þeirra, sem af komust,
sögðu í gær, að aurflóðið hefði
skollið á tjaldsvæðinu með ærandi
hávaða og næstu 15 mínútur hefðu
verið skelfílegar. Hefði þá mátt
heyra fólk hrópa á hjálp innan í
sundurkrömdum húsvögnum eða
þegar það barst burt með ánni.
Einn Iýsti því þegar kona nokkur
grátbað hann að bjarga syni sínum,
sem lent hafði í ánni. „Hann var
rétt hjá mér en ég hélt mér með
aðeins annarri hendi í tijágrein og
gat ekkert gert. Við horfðum bæði
á eftir honum.“
Jóhann Karl, konungur Spánar,
og Sofia drottning fylgdust með
björgunarstarfinu í Biescas í fyrra-
dag og Jose Maria Aznar forsætis-
ráðherra kom einnig á vettvang.
Þá hefur Jóhannes Páll páfí II sent
samúðarkveðjur sínar.
Staðsetning
tjaldsvæða
Nokkrar umræður eru í spænsk-
um fjölmiðlum um öryggismál á
tjaldsvæðum í landinu en veður-
fræðingar og forsvarsmenn tjald-
svæðisins í Biescas segja, að útilok-
að hafi verið að sjá þetta fyrir. Það
breytir þó ekki því, að tjaldsvæðið
er undir brattri hlíð og má búast
við, að hugað verði að staðsetningu
annarra tjaldsvæða á Spáni í fram-
haldi af þessu slysi.
Formleg mót-
mæli afhent
Washington. Reuter.
SENDIHERRA íra í Washington
afhenti Bandaríkjastjórn í fyrra-
dag formleg mótmæli, fyrir hönd
Evrópusambandsins, vegna laga
um refsa beri fyrirtækjum, sem
fjárfesta í íran eða Líbýu.
Embættismaður í Brussel sagði
að þetta tækifæri hefði verið notað
til að greina frá því samhljóða áliti
ESB-ríkjanna að lagasetning þessi
væri með öllu óásættanleg og að
gripið yrði til gagnaðgerða ef þörf
þætti á.
Framkvæmdastjórnin í Brussel
hefur þegar hafíð undirbúning við
að skipuleggja hvernig bregðast
eigi við ef evrópskum fyrirtækjum
verður refsað á grundvelli banda-
risku laganna.
Mörg ríki utan Evrópusam-
bandsins, þar á meðal Ástralía,
Japan og Kanada, hafa einnig
gagnrýnt lögin harðlega.
Kæra Bandaríkin
íransstjórn greindi frá því í
fyrradag að hún myndi stefna
Bandaríkjunum fyrir Álþjóðadóm-
stólinn í Haag vegna þeirrar
ákvörðunar að veija fjármunum
til að grafa undir stjórninni í Te-
heran.
Bandarískir embættismenn
hafa greint frá því að þingið hafi
á lokuðum fundum samþykkt að
veija á þessu ári átján milljónum
Bandaríkjadala, um 1.200 milljón-
um króna, til að styrkja lýðræði-
söfl í íran.
Svíar skattpína
ESB-sérfræðinga
SÆNSKIR sérfræðingar, sem
starfa þjá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, hafa skrif-
að Erkki Liikanen, sem fer með
starfsmannamál í framkvæmda-
stjórn sambandsins, bréf þar sem
þeir kvarta sáran undan meðferð
sænskra skattayfirvalda á sér.
Sænska fjármálaráðuneytið vill
skattleggja dagpeninga og stað-
aruppbót sérfræðinganna, en
slíkt gera Önnur ESB-ríki ekki.
Að sögn Svenska Dagbladet
hafa 40 sérfræðingar verið „lán-
aðir“ frá sænska ríkinu til fram-
kvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Sænska ríkið greiðir þeim laun,
sem bera sömu háu skattana og
laun annarra Svía, en ofan á þau
bætast dagpeningar og staðar-
uppbót, sem Evrópusambandið
greiðir og nemur samtals um 280
til 290 þúsund íslenzkum króna
á mánuði.
Sérfræðingarnir höfðu staðið
í þeirri trú að aukagreiðslurnar
væru skattfijálsar, rétt eins og
hjá diplómötum og starfsmönn-
um sænsku fastanefndarinnar
þjá Evrópusambandinu. Fjár-
málaráðuneytið er ósammála.
Sænska utanríkisráðuneytið
hefur reynt að bæta hlutskipti
sérfræðinganna með því að skil-
greina dvöl þeirra í Brussel sem
„ferð í embættiserindum", þótt
„starf á útstöð“ væri kannski
nærri lagi. Með fyrrgreindu skil-
greiningunni fá sérfræðingarnir
hins vegar 70% skattafrádrátt,
en fengju aðeins 30% með þeirri
síðarnefndu. Þetta segir þó ekki
alla söguna, þvi að frádrátturinn
er miðaður við venjulega upphæð
dagpeninga sænskra embættis-
manna, en ESB greiðir þriðjungi
hærri dagpeninga.
Sérfræðingarnir segja að með
skattlagningunni sé sænska ríkið
að læsa klónum í fé, sem komi
úr sjóðum Evrópusambandsins,
og nota það til eigin þarfa. Þeir
hóta að fara með málið fyrir
Evrópudómstólinn.
Megawati
yfirheyrð
MEGAWATI Sukarnoputri,
leiðtogi stjórnarandstöðunnar
í Indonesíu og dóttir sjálfstæð-
ishetjunnar Sukarno, var yfír-
heyrð í meira en sex klukku-
stundi af lögreglu í gær í kjöl-
far óeirða í Djakarta í síðustu
viku, þar sem fjórir týndu lífi.
Yfirheyrslurnar eiga að halda
áfram í næstu viku.
Matareitrun
banar barni
SMÁBARN varð í gær áttunda
fómarlamb matareitrunarfar-
aldsins sem heijað hefur á
Japan undanfarnar vikur. 21
mánaða gömul stúlka dó á
sjúkrahúsi nærri Tókýó í gær
af völdum sýkingar frá bakter-
íunni 0-157, sem er ábyrg fyr-
ir faraldrinum, sem hefur nú
kostað átta manns lífið. Heil-
brigðisyfirvöld í Japan reyna
að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að hemja útbreiðslu
faraldsins og til að finna upp-
tök eitrunarinnar í fæðukeðj-
unni, en grunurinn beinist nú
að radísum, þó ekki sé það
fullsannað enn.
Búddatrúar-
morðingi tek-
inn af lífi
DÆMDUR morðingi, sem
snerist til búddatrúar í fang-
elsi og vakti með því upp áköll
víða að um að hann yrði náðað-
ur, var tekinn af lífi með ban-
vænnri sprautu í fangelsi í
Arkansas í fyrrakvöld. William
Frank Parker, sem tók upp
nafnið Si Fu er hann tók upp
Búddatrú, var annar tveggja
morðingja prestshjóna í Okla-
homa fyrir 17 árum, en þau
höfðu verið tengdaforeldrar
hans. Eiginkonan fyrrverandi
var viðstödd aftökuna.
Gambíumenn
samþykkja
stjórnarskrá
GAMBÍUMENN samþykktu
nýja stjórnarskrá í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í gær. Með
henni verður afnumið bann við
starfsemi stjórnmálaflokka, en
þeir munu hafa aðeins einn
mánuð til að undirbúnings fyr-
ir forsetakosningar, sem eiga
að fara fram 11. september.
Uppfinnandi
þotumótors-
ins látinn
SIR Frank Whittle, sem á heið-
urinn að því að hafa fundið
upp þotumótorinn árið 1928,
lézt í gær, 89 ára að aldri.
Whittle gerði uppgötvun sína
er hann var í þjónustu brezka
flughersins, en yfirmenn hans
og embættismenn voru van-
trúaðir á hugmyndina. Það var
ekki fyrr en Þjóðveijar höfðu
smíðað fyrstu þotuna árið
1939, að Bretar tóku við sér.
1941 flaug fyrsta brezka þot-
an. Whittle flutti til Bandaríkj-
anna árið 1947 og starfaði þar
við þróun flugtækni upp frá
því.