Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
MESSUR Á MORGUN
ARNY SIGURLAUG
JÓHANNSDÓTTIR
+ Árný Sigurlaug Jóhanns-
dóttir fæddist á Stóra
Grindli í Fljótum 31. desember
1921. Hún lést á Siglufirði 13.
mars síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Siglufjarðar-
kirkju 22. mars.
Þegar ég nú tek mér penna í
hönd til að minnast systur minnar
nokkrum orðum, þá sannast það á
mér hið fornkveðna að seint koma
sumir en koma þó.
Allt frá því að hún kvaddi þessa
jarðvist hef ég gengið með þá ætlan
í kollinum að skrifa nokkur kveðju-
orð til hennar, en lítt orðið úr fram-
kvæmdum fyrr en nú en afsökunin
er sú ein, að andans kraftinn hefur
vantað. Allt er breytingum undir-
orpið og allt fram streymir enda-
laust og menn heilsast og kveðjast.
Já, systir kær, ég var fjarstaddur
þegar þú háðir þitt helstríð og gat
ekki verið viðstaddur kveðjustund
þegar hún fór fram. Þó komið hafi
fram áður í kveðjuorðum til þín hjá
öðrum um uppruna þinn og ætt þá
langar mig til að gera nokkra upp-
riíjun á því.
Foreldrar þínir voru hjónin Sig-
rj'ður Jónsdóttir og Jóhann Bene-
diktsson. Sigríður var fædd 17. maí
1890, dáin 14. okt. 1939. Jónsdótt-
ir Ingimundarsonar, faðir hans var
Ingimundur Þorleifsson bóndi á
Nefstaðakoti í Stíflu. Móðir Sigríðar
var Guðrún Björnsdóttir Þorsteins-
sonar bónda á Spáná í Hofshreppi.
Jóhann var f. 14. júní 1889, dáinn
9. júní 1964. Benedikt faðir hans
var Stefánsson, Sigurðsson bónda
í Minni-Brekku, móðir Sigurðar var
Marsibil Jónsdóttir bróðir Björns
Blöndals sýslumanns. Móðir Jó-
hanns var Ingibjörg Pétursdóttir,
Jónssonar, Ólafssonar bónda á
Sléttu í Fljótum. Þessir stofnar voru
harðgerðir og dugandi bændafólk,
sem barðist í sveita síns andlits, við
kröpp kjör þeirra tíma. Foreldrar
þínir voru leiguliðar öll sín búskap-
arár og því tíðir flutningar þeirra
milli jarða.
Það hlóðst fljótt mikil ómegð á
þau, því fjölskyldan stækkaði ört.
Það var ekkert óalgengt að betur
megandi vinir og ættingjar hlypu
+ Ólafía Margrét Guðjónsdótt-
ir var fædd á ísafirði 13.
júní 1926. Hún lést 28. júlí síðast-
liðinn á Landspitalanum og fór
útför hennar fram frá Fossvogs-
kirkju 7. ágúst.
Magga frænka var sérstök kona.
Að henni látinni þjóta minning-
arnar gegnum hugann. Magga ung
og falleg, há, beinvaxin, hnarreist,
djarfeyg, með sítt, þykkt dökkbrúnt
hár. Göngulagið hratt og ákveðið.
Hún læddist ekkert með veggjum.
,Rg var svolítið montin að eiga svona
flotta frænku. Skapmikil, hispurs-
laus, svolítið öfgafull var hún og lét
ekki annarra álit trufla sig. Væri
undir bagga og léttu á barnmörgum
heimilum, með því að taka barn í
fóstur. Á þessum tíma var ekkert
sem hét barnabætur eða önnur að-
stoð frá þjóðfélaginu, eins og þekk-
ist í dag, því varð hver og einn að
vera sjálfum sér nógur.
Hvort það hefur verið styttri eða
lengri aðdragandi að því að þá varð
það okkar hlutskipti að létta á heim-
ilinu með því að við vorum send i
fóstur á aðra bæi hjá vandalausum
og slíta þannig að vissu marki fjöl-
skyldurætur okkar við föðurgarð-
inn, en við vorum heppin því við
lentum á góðum heimilum hjá góðu
fólki, ég í Tungu og Árný á Gauta-
stöðum. Þó stutt væri milli þessara
bæja þá hittumst við furðu sjaldan
og vorum jafnvel feimin hvort við
annað eða kannski innibyrgð minni-
máttar- eða sektarkennd fyrir að
vera hafnað af fjölskyldunni. Hér
er ég kominn út á hálann ís á sál-
fræðilegum skýringum og hætti
mér ekki lengra í þeim vangaveltum
enda sjálfsagt erfitt að skilgreina,
eða útskýra hugarástand bama.
En tíminn tifaði og við þroskuð-
umst smátt og smátt og gerðum
okkur grein fyrir og skildum, fjár-
hagslega erfiðleika foreldra okkar,
og ástæðuna fyrir því að þau létu
okkur frá sér. Að því leið að við
urðum það þroskuð að við náðum
saman, sem góð systkini og sú taug
slitnaði aldrei og ég á margar góð-
ar minningar um þessa systur mína
sem ég mun geyma innra með mér.
Árný var bráðþroska og mun
fljótt hafa byrjað að létta undir með
í allskyns snúningum sem til féllu
á heimilinu, svo og öðrum verkum
eftir því sem aldur og geta leyfðu.
í stuttu máli má segja að lífshlaup
hennar hafi verið slétt og fellt.
í fyllingu tímans steig Arný stórt
gæfuspor er hún 1942 gekk að eiga
eftirlifandi mann sinn Guðmund
Antonsson, mikinn mannkosta- og
gæðamann. Fyrstu fjögur hjúskap-
arár sin bjuggu þau í Fljótunum,
en um haustið 1946 fluttu þau til
Siglufjarðar, þar sem þau áttu
heima æ síðan, og lengst af á Há-
vegi 26, í húsi sem þau af stórhug
byggðu sjálf nokkru eftir að þau
fluttu til Siglufjarðar. En eftir að
henni misboðið sparaði hún ekki
stóru orðin. Hún gat líka verið blíð-
ust allra. Magga ólst upj) í foreldra-
húsum á Vegamótum á Isafirði. Ung
að árum fór hún á sumrin til Siglu-
fjarðar í síld ásamt móður sinni. Þar
kynntist hún æskuunnusta sínum,
Braga Friðrikssyni. Samband þeirra
bar ávöxt og eignuðust þau tvíbura,
dreng og stúlku. Drengurinn lést
skömmu eftir fæðingu og stúlkan
lifði aðeins í nokkra mánuði. Þessi
lífsreynsla setti mark sitt á tvítuga
stúlku. Leið Möggu frænku lá nú í
Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Að
námi loknu hélt hún til hjúkrunar-
starfa norður í landi. Magga starf-
aði síðan óslitið við hjúkrun norðan-
húsbóndinn missti heilsuna fluttu
þau að Skálahlíð, dvalaheimili aldr-
aðra á Siglufirði.
Á Siglufírði tók Árný allmikinn
þátt í félagsstörfum, hún var sönn
félagshyggjumanneskja og studdi
Framsóknarflokkinn leynt og ljóst.
Réttlætiskennd var rík í hennar
huga og gat hún verið ómyrk í
máli þegar hún sá eða heyrði að
menn voru beittir rangindum eða
órétti, því sárari var hún ef lítil-
magnanum var sýndur óheiðarleiki,
hún var föst á sínum skoðunum og
fylgdi þeim fast.
Hjónaband þeirra Ámýjar og
Guðmundar var farsælt og bar ríku-
legan ávöxt, þar sem þau eignuðust
fjögur mannvænleg börn, og eru
þau öll búsett á Siglufirði.
Lengst af vann Árný, auk heimil-
isstarfa, utan heimilis, fyrst á síld-
arplönum meðan síldin var og hét,
síðan í mörg ár hjá Sigló-Síld, hún
var ósérhlífm til allra starfa og því
eftirsóttur vinnukraftur. Árný var
hrókur alls fagnaðar í góðra manna
hópi.
Meðan Árný og Guðmundur
bjuggu á Háveginum var það fastur
dvalarstaður okkar hjónanna þegar
við vorum á ferð norðanlands, og
var alltaf jafn ánægjulegt að vera
gestir þeirra. Þó systir mín legði
alla sína alúð til að gera okkur
dvölina sem ánægjulegasta, fannst
henni hún geta gert betur. Henni
var þessi gestrisni eðlislæg, og var
hennar gleði og ánægja að taka á
móti vinum og vandamönnum og
gera þeim sem best til.
Við hjónin eigum margar og góð-
ar minningar af heimsóknum á
Háveginum svo og öðrum samveru-
stundum, sem við geymum, og fyr-
ir þær eru þakkir færðar.
I vissu minni veit ég að Árný
hefur fengið góða lendingu og mót-
tökur á hinni ókunnu strönd á bak-
við móðuna miklu.
Um leið og við hjónin sendum
þessari systur minni alúðarkveðjur
og þakkir fyrir langa og góða sam-
fylgd, óskum við henni Guðs bless-
unar og sendum fjölskyldu hennar
fyllstu samúðarkveðjur.
Enginn skilur lífsins leiðir
lögmál tímans hulið er.
Vonin ein hún birtu breiðir
birtu lífs á móti þér.
(O.E.)
Þinn bróðir,
Guðmundur.
lands og sunnan uns hún lét af störf-
um vegna aldurs fyrir fáum árum.
Á Akureyri kynntist hún fyrri eig-
inmanni sínum Kára Jónssyni prent-
ara. Ein skýrasta myndin í minning-
unni er af Möggu og Kára nýgiftum
og hamingjusömum, gangandi á
götu á ísafirði. Þar fór glæsilegj.
par, sem allir tóku eftir. Á mennta-
skólaárum mínum á Akureyri
bjuggu Magga og Kári einmitt þar.
Hjá þeim hjónum áttu Jóna Margrét
frænka og undirrituð sannkallað at-
hvarf. Gestrisnin var mikil og þau
tóku vel á móti vinum sínum. Magga
elskaði söng og gleði. Hvar nema
hjá Möggu frænku hefði maður lent
í því að tvista við hinn þeldökka
Herbie Stubbs, á náttfötunum.
Fyrstu námsárin sóttum við þau
heim næstum hveija helgi. Magga
var óþreytandi við að bera í okkur
stórsteikur og „stríðstertur". Hvílík
tilbreyting frá heimavistarfæðinu,
þó að gott væri. Oftast var mjög
glatt á hjalla, mikið hlegið sungið
og spilað. Síðasta námsárið í MA
bjuggum við Jóna Margrét hjá
Möggu og Kára. Okkur leið vel, átt-
um þar heima og Möggu fannst að
hún ætti svolítið í okkur. Þar leigðu
síðan fleiri nemendur í MA næstu
árin. Seinna fluttu Magga og Kári
til Reykjavíkur og svo fór að þau
slitu samvistum.
Síðari eiginmaður Möggu frænku
var Sigurður Skúlason frá Keflavík.
Þau skildu eftir nokkurra ára
sambúð. Undanfarin ár bjó hún ein
og heilsan tók að gefa sig. Magga
var ekki eins snör í snúningum og
áður. Sínu sérstaka fasi og orðalagi
hélt hún fram á síðasta dag.
Blessuð sé hennar minning.
Friðgerður Samúelsdóttir.
Guðspjall dagsins:
Jesús grætur yfir
Jerúsalem.
(Lúk. 19.)
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa
starfsfólks Áskirkju er minnt á
guðsþjónustu í Laugarneskirkju.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Pretsur Dr. Arnfríður
Guðmundsdóttir. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson, Pálmi Matthías-
son.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.
Altarisganga. Prestur sr. María
Ágústsdóttir. Organisti Marteinn
H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Orgeltónleikar kl. 20.30. Lenka
Mátéová organisti Fella- og Hóla-
kirkju í Reykjavík.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10.00. Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Organisti Pavel Manasek.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Engin guðsþjón-
usta vegna sumarleyfa starfsfólks.
Minnt á þjónustu í Bústaðakirkju.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11.00. Félagar úr Kór
Laugarneskirkju syngja. Organisti
Gunnar Gunnarsson. Ólafur Jó-
hannsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11.00. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Halldór Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11.00. Prestur sr. Hildur Sigurð-
ardóttir. Organisti Kristín Jóns-
dóttir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs-
þjónusta kl. 11.00.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Organleikari Þóra
Guðmundsdóttir. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma
Ungs fólks með hlutverk kl. 20.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Smári Óla-
son. Sóknarprestur.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 20.30. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson. Org-
anisti Bjarni Jónatansson. Prest-
arnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl.
11. Ferming. Fermdar verða Eva
Hrund Guðlaugsdóttir, 8 los de la
Tramontane, 1200 Brussel, Belgíu,
p.t. Berjarima 6, 112 R., og Tinna
Hrund Birgisdóttir, 19 Rue des
Tourterelles, 17110 St. Georges
de Didonne, Frakklandi, p.t. Salt-
hamra 16, 112 R. Vígð verða ný
altarisklæði eftir Sigrúnu Jónsdótt-
ur listakonu. Organisti Bjarni Þór
Jónatansson. Vigfús Þór Árnason.
HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Altarisganga. Þorgils Hlyn-
ur Þorbergsson guðfræðinemi
prédikar. Kór kirkjunnar syngur.
Organisti OddnýJ. Þorsteinsdóttir.
Kristján Einar Þorvarðarson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund
kl. 11 í umsjón sr. Þorbergs Krist-
jánssonar. Órganisti Örn Falkner.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónustur
falla niður í ágústmánuði vegna
sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar.
Sóknarprestarnir.
KVENNAKIRKJAN: Ágústmessa
Kvennakirkjunnar verður í Digra-
neskirkju í Kópavogi sunnudag kl.
20.30. Séra Diana Lee Beach frá
Bandaríkjunum prédikar og verður
prédikunin þýdd á íslensku. Kirkju-
konur syngja gamla og nýja sálma
undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar
Gunnlaugsdóttur. Kaffi í safnaðar-
heimilinu eftir messu.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Sunnudagur: Hámessa kl. 10.30,
messa kl. 14, messa á ensku kl.
20. Kl. 17 flytur Gijsen biskup
messu í kapellu Heilsustofnunar
NLFÍ í Hveragerði. Mánudaga til
föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18.
Laugardaga: messa kl. 8, messa á
þýsku kl. 18 og messa á ensku kl.
20.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl.
20. Altarisganga öll sunnudags-
kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al-
menn samkoma kl. 11. Ræðumað-
ur Guðlaugur Laufdal. Fyrirbæna-
þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Bragi Frið-
riksson. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11
gregorísk messa með altaris-
göngu. Hörður Bragason organisti
og Einar Jónsson básúnuleikari
annast tónlistarflutning. Þórhallur
Heimisson.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Kristjana
Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur: Sigfús Baldvin
Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti: Einar Örn Ein-
arsson. Prestarnir.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 10.30. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Ester Hjartardóttir. Sva-
var Stefánsson,
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa:
Messa sunnudag kl. 13.30. Krist-
inn Á. Friðfinnsson.
STÓRA-NÚPSKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 21. Sóknar-
prestur.
SKÁLHOLTSPRESTAKALL:
Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 17
sunnudag. Organisti Halldór Ósk-
arsson. Fluttir verða þættir úr
sumartónleikum helgarinnar og
stólvers eftir síra Ólaf Jónsson á
Söndum. Tónleikar kl. 15 og 17 á
laugardag og kl. 15 á sunnudag.
Sóknarprestur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum:
Messa sunnudag kl. 14. Guðsþjón-
usta á Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu kl. 13. Sóknarprestur.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
. unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
5691181.
Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein
uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama
einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í
blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skfmamöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
MARGRÉT
GUÐJÓNSDÓTTIR
I
Seltjarnarneskirkja.