Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Grænmeti og fuglar Það er gróska í gróðrinum í Grænagarði á Garðaholti, segir Kristín Gestdóttir, en þar er líka fjölskrúðugt fuglalíf. NÚ HALLAR sumri, nætumar verða dimmar og rótargrænmetið tekur vaxtarkipp. Enn haldast hlý- indi og væta í hendur. Það er eins og mannfólkið skynji hvað það er mikilvægt að hlaða sig upp af vít- amíni fyrir veturinn og vilji hlut grænmetis og ávaxta í máltíðinni sem mestan, af nógu er að taka. í mínum garði sér maður næstum því sprotakálið vaxa, en ég fer daglega í garðinn og tíni af nýja sprota. Þeir vaxa svo hratt að ég verð að frysta suma jafnóðum áður en þeir fara að blómstra gulum smáum blómum. Salatið breiðir úr sér en það er borðað ofan á brauð með áleggi og með öllum öðrum mat. Kartöflurnar, sem ennþá eru nokkuð smáar, eru himneskar borðaðar með hýðinu og hinar lífrækt ræktuðu gulrætur aðeins þvegnar vel - namm - namm. Stilkseljan og voriaukurinn teygja sig upp í loftið og eru krydd með hinu grænmetinu og dillið lík- ist frumsk.ógarplöntum. Skordýr og sniglar hafa ekki verið mjög ágeng í sumar við grænmetið en ástæða er vafalaust til að hræðast sitkalúsina sem fræðingarnir á Mógilsá boðuðu í Laufskálanum hinn 2. ágúst að yrði ágeng með haustinu. Þeir ráðleggja okkur að sprauta einstaka tré sem við viljum að haldist fallegt en leyfa lúsinni að sjúga hin. Hér á holtinu með nokkur þúsund sitkagrenitré er vonlaust verk að úða en umhleyp- ingarnir, rokið og rigningin hjálpa okkur aftur á móti í baráttunni við óværuna og við erum mun hlynntari þeirri aðferð en eiturúð- un sem ekki er holl fuglunum. Gaman er að sjá starrahópana setjast í birkið og hreinsa burt maðkinn. Nú er auðnutittlingurinn með rauða kollinn sinn farinn að verpa hér og hann ásamt þröstun- um er liðtækur í hreinsunardeild- inni. I réttinn hér á eftir notaði ég bökunarkartöflur úr búð þar sem þær heimaræktuðu er enn of smá- ar, en allt hitt grænmetið kom úr eigin garði. Grænmetis- bakstur. 2 stórar bökunarkártöflur 250 g sprotakál (brokkoli) ________250 g blómkál_______ 1 vorlaukur (nota má aðra tegund) 3 dl nýmjólk eða léttmjólk 1 tsk. Season All '/etsk. múskat (má sleppa) fersk steinselja (má sleppa) ______________2 egg______________ 1 dós kotasæla 100 g mjólkurostur, sú tegund sem ykkur hentar 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í sneiðar, sjóðið í mjólkinni í 5 mínút- ur í potti eða örbylgjuofni. Hafið hægan hita svo að ekki sjóði upp úr. 2. Þvoið sprotakálið og blómkálið og skiptið í greinar, þvoið vorlaukinn og skerið í sneiðar, setjið ofan á kartöflurnar, stráið Season All yfir og sjóðið áfram í 7 mínútur. 3. Smyijið eldfasta skál eða djúpt fat, setjið allt grænmetið og karötfl- urnar í skálina og skerið örlítið í það til að jafna því saman. Klippið steinselju saman við. 4. Hrærið kotasælu, múskat og egg út í mjólkina sem grænmetið var soðið í og hellið yfír. Rífið ostinn og setjið ofan á. 5. Hitið bakaraofn í 200° C, blást- ursofn í 180° C, setjið í miðjan ofn- inn og bakið í 20 mínútur, eða skem- ur í örbylgjuofni. Meðlæti: Skinka, hangikjöt eða ein- hvers konar pylsur, einnig má borða þetta eitt sér. Hvítkál með beikoni og eggjum. 5 stórar sneiðar beikon 2 harðsoðin egg 'A meðalstór hvítkálshaus 1 -2 msk. matarolía ef með þarf ____________’/«tsk. salt_________ nýmalaður pipar 3 rúgbrauðssneiðar 1. Klippið eða skerið beikonið í litla bita, harðsteikið á pönnu. Takið upp úr feitinni og geymið. Harðsjóð- ið eggin, takið af þeim skurnina. 2. Skerið hvítkálið í ekki mjög litla bita, setjið matarolíuna saman við beikonfeitina ef hún er lítil og steikið kálið í örfáar mínútur í feit- inni. Það á að haldast stökkt en á ekki að linast, en þarf þó að brún- ast örlítið. 3. Stráið salti og pipar yfir, saxið eggin og setjið saman við ásamt beikoni. Berið fram á pönnunni eða setjið í skál. 4. Skerið rúgbrauðssneiðarnar í tígla og raðið utan með. Berið strax á borð. I DAG Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 804 krónur. Þau heita Steinunn Valbjörnsdóttir og Þorri Pétur Þorláksson. Ljósm. Árni Helgason ÞESSAR tvær ungu stúlkur í Stykkishólmi, Hanna Björg Egilsdóttir sjö ára og Sara Diljá Hjálmarsdóttir sex ára héldu tombólu í Stykkishólmi nú um daginn til styrktar Soffíu Hansen. Náðu þær að safna 2.602 krónum sem þær fóru með í Búnaðarbankann og lögðu inn á reikning til styrktar baráttu Soffíu Hansen við að ná börnum sínum heim. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Klappstóll tapaðist BRÚNN klappstóll tap- aðist í Álafossbrekkunni sunnudaginn 4. ágúst sl. um kl. 17. Skilvís finnandi hafi samband við Ólöfu í síma 566-6141 eða 566-8614. Lyklakippa fannst KIPPA með þrem lyklum fannst ásamt húfu aust- ur í Meðallandi í kringum mánaðamótin júlí/ágúst. Eigandinn má vitja þess- ara hluta í síma 487-4731. Úr tapaðist KVENMANNSÚR af gerðinni Delma tapaðist við Miðbæjarmarkaðinn í Aðalstræti fimmtudag- inn 1. ágúst sl. Eigand- inn fékk úrið í útskrift- argjöf og saknar þess mjög. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 566-6481. Morgunblaðið/Júlíus ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 7.576 krónur. Þær heita Hildur tíu ára, Guðrún tíu ára, Hildur átta ára og Anna fjögurra ára. Farsi UA/SéLASS/caOCTU^/ÍT C1995 Farem Cartoor*/Ditf by UniwMl Prm Syndkale H tg stcil ekki ennþá hverniqþab ab klx&\ &ig uppá. gcrirþeita. cá huiuliþbojglxp^ HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... ERLENDIR gestir, sem hingað koma, hafa stundum orð á _að það gangi kraftaverki næst að ís- lendingar, jafnfáir og þeir eru, hafi í þessu stóra og harðbýla landi kom- ið á fót tæknivæddu nútímaþjóðfé- lagi, stundi íjölbreytt menningarlíf og að ísland eigi viðurkenndan sess meðal ríkja heims. Útlendingur, sem Víkveiji hitti í vikunni, orðaði þetta svo: „Island er eiginlega eins og hunangsfluga. Samkvæmt öllum lögmálum ætti hún ekki að geta flogið, en hún flýgur samt!“ XXX STUNDUM er sagt að íslending- ar séu svo fáir að hver þeirra þurfi að vera í mörgum störfum til að hægt sé að anna öllu, sem aðrar þjóðir anna. Mörgum kemur til dæmis á óvart hverju hin agn- arsmáa íslenzka stjórnsýsla fær áorkað. Þegar hins vegar sumar- leyfin hefjast, breytist þessi já- kvæða hlið á íslenzku samfélagi í ókost. Kollegi Víkverja hringdi í eitt ráðuneytið fyrir stuttu til að leita upplýsinga um ákveðið mál. Ráðherrann reyndist í fríi og að- stoðarmaður hans líka. Ráðuneytis- stjórinn var í fríi og sömuleiðis skrifstofustjórinn, sem viðkomandi mál heyrði undir. Deildarsérfræð- ingurinn, sem hafði sérþekkingu á málinu, var líka í sumarfríi og þar með voru þeir upptaldir, sem eitt- hvað gátu vitað um málið og gang þess. Símadaman gat litlar upplýs- ingar gefið. xxx ASTANDIÐ er svipað í mörgum XjLeinkafyrirtækjum. Oft er eng- inn við, sem getur gefið svör eða tekið ákvarðanir fyrir hönd fyrir- tækisins nema í ómerkilegustu málum. Eins og áður segir er smæð íslenzkra fyrirtækja og stofnana eflaust orsök þessa ástands. Vík- verji veltir samt fyrir sér hvers þeir eigi að gjalda, sem þurfa brýna úrlausn mála hjá opinberri stofnun eða þjónustufyrirtæki. Væri kannski hægt að skipuleggja sum- arfríin betur? xxx VÍKVERJI varð að gæta sín að reka ekki upp fagnaðaróp mikið við ostaborðið í Hagkaupi í síðustu viku, er í ljós kom að þar er nú boðið upp á ekta ítalskan mozzarella-ost. Víkverji ráðleggur þeim, sem hingað til hafa aðeins gætt sér á íslenzkú gúmmíklump- unum, sem Osta- og smjörsalan kallar mozzarella, að kaupa hina upprunalegu vöru í Hagkaupi og velta svo fyrir sér hvort þessir tveir ostar eigi eitthvað sameiginlegt annað en nafnið. Nú hafa mozza- rella-salöt og pizzur með mjúkum mozzarella verið matreiddar á heim- ili Víkvetja dag eftir dag og gæði lífsins hafa batnað heilmikið. Von- andi heldur Hagkaup áfram inn- flutningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.