Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Leiðakerfi strætis- vagna tímamælt á ný STJÓRN SVR samþykkti í gær að fela starfshópi, sem unnið hefur í eitt og hálft ár að undirbúningi breytinga á leiðakerfi SVR, að vinna greinargerð um þá þætti breytinganna sem gagnrýndir hafa verið að undanförnu. Meðal þess sem hópurinn á að gera er að tímamæla helstu leiðir og koma með tillögur um breytingar ef hann telur þörf á því. Talsverð gagnrýni hefur komið fram frá strætisvagnastjórum á nýja leiðakerfið. Meirihluti stjórn- ar samþykkti að óska eftir því að fyrsti og annar trúnaðarmaður vagnstjóra tækju þátt í vinnu leiðakerfishópsins, en þar eru fyrir tveir fulltrúar vagnstjóra. Trúnaðarmenn vinna með starfshópi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn SVR lögðu til að myndaður yrði nýr starfshópur til að fara yfir leiðakerfið og kanna þær at- hugasemdir sem fram hafa komið. Fulltrúar R-listans höfnuðu tillög- unni og vildu að sami starfshópur héldi utan um málið. Látið reyna á kerfið. Arthur Morthens, stjórnarfor- maður SVR, sagði ljóst að flösku- háls væri í kerfinu á Bústaðavegi og í Hafnarstræti. Erfiðleikarnir í Hafnarstræti stöfuðu m.a. af því að framkvæmdum þar væri ekki að fullu lokið. Leiðakerfishópurinn myndi fara yfir þetta og koma með tillögur til úrbóta. Málið yrði tekið fyrir aftur á stjórnarfundi eftir hálfan mánuð. Arthur sagði að látið yrði reyna á nýja leiðakerf- ið í vetur með þeim breytingum sem starfshópurinn vildi að gerðar yrðu. SVR hefði engar forsendur til að gera grundvallarbreytingar á kerfinu. Á stjórnarfundinum var sam- þykktur stuðningur við forstjóra SVR og aðra stjórnendur fyrirtæk- isins. Hvað ung- ur nem- ur. . . STARFSÁR Sinfóníuhljómsveit- ar íslands hófst líkt og undanfar- in ár með uppákomum í Kringl- unni þar sem hljómsveitin lék fyrir gesti og gangandi á laugar- dag. Framundan eru Upphafs- tónleikar á fimmtudag, föstudag og laugardag, þar sem hljóm- sveitarstjórinn Takuo Yuasa og fagottleikararnir Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vil- bergsson verða í sviðsljósinu. Að sögn Runólfs Birgis Leifs- sonar, framkvæmdastjóra SÍ, er yngra fólkið farið að sækja tón- leika hljómsveitarinnar í aukn- um mæli og ljóst má vera að Garðar Benedikt Sigurjónsson ætlaði ekki að missa af neinu í Kringlunni á laugardag. Eldur kom upp í Hólma- borginni SU ELDUR kom upp í Hólmaborginni SU síðastliðinn föstudagsmorgun þar sem skipið var í skipasmíðastöð í Gdynia í Póllandi. Eldurinn kom upp í svokölluðu „astikrými" þar sem verið var að rafsjóða og er talið að kviknað hafi í út frá því. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en tjón er metið á 20 til 30 milljónir króna sem skipasmíðastöðin tekur á sig. Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., sem gerir Hólmaborgina SU út, segir að þrátt fyrir talsvert tjón geri menn sér vonir um að ekki þurfi að koma til seinkunar á afhend- ingartíma, sem miðaður hefur verið við 15. október. Að breytingum lokn- um héldi Hólmaborgin á loðnumiðin. Tæpur mánuður er nú liðinn frá því að framkvæmdir hófust við skipið, en m.a. er verið að lengja það, setja á það hvalbak og kælikerfi í lestar. Morgunblaðið/Kristinn SH eykur framleiðslu um 22% HEILDARFRAMLEIÐSLA SH fyrstu átta mánuði ársins varð tæplega 90.000 tonn, en var á sama tíma í fyrra rúm 70.000 tonn. Framleiðslan hefur því aukizt milli ára um 22%. Heildarframleiðsla á síð- asta ári varð tæplega 110.000 tonn, en það ár var annað bezta árið í sögu SH, þegar litið er til framleiðslunnar. Aðeins vantar framleiðslu upp á 20.000 tonn það sem af er árinu til að ná sama magni og þá. ■ 20.000 tonna aukning/18 Morgunblaðið/Kristinn 10 dagayfir Atlantshaf EIN stærsta skúta í eigu íslend- ings liggur nú í Hafnarfjarðar- höfn. Hún kom þangað á sunnudag eftir um tíu daga siglingu frá Saint John’s á Nýfundnalandi. Eig- andi skútunnar er Magnús Jóns- son, flugsljóri hjá Flugleiðum. Skútan heitir Elín og er 44 fet á lengd og með stálbotni. Hún er tuttugu ára gömul og kostaði um sex milljónir króna, keypt í Flórída í Bandaríkjunum í vor. Magnús hefur í sumar siglt henni í áföngum norður til Kanada og þaðan hélt hann áleiðis til Islands. Elín var smíðuð í Englandi og Frakklandi en hefur síðan farið víða. Magnús stefnir að því að leggjast i heimssiglingar á henni eftir að hann lýkur störfum. Sláturhús SS í Vík í Mýrdal lagt niður Bændur leita til ann- arra sláturleyfishafa LAGT hefur verið niður sláturhús Sláturfélags Suðurlands í Vík í Mýrdal og reiknar félagið með að sláturfé þar verði flutt á Selfoss til slátrunar. Bændur á þessu svæði eru margir ósáttir við ákvörðun SS og hafa leitað til annarra slátur- leyfishafa með viðskipti. SS tilkynnti í sumar að slátur- húsinu í Vík yrði lokað og þar yrði ekki slátrað nú í haust. Stein- þór Skúlason forstjóri SS sagði að ákvörðunin hefði verið tekin i hagræðingarskyni. Slátrun hér á landi væri ekki nægilega hag- kvæm, einkum sauðfjárslátrunin og ástæðan væri sú að hér væru allt of mörg hús með of stuttan nýtingartíma. SS rekur sláturhús á Kirkjubæj- arklaustri þar sem dagsslátrun er í kringum 900 fjár en dagsslátrun í Vík var um 750 fjár á sláturtíð. Að sögn Steinþórs er gert ráð fyr- ir því að sláturfé af svæðinu aust- an Mýrdalssands verði flutt á Kirkjubæjarklaustur en fé af svæð- inu fyrir vestan verði flutt á Sel- foss. Unnið hefur verið að endurbót- um á aðalsláturhúsi SS á Sel- fossi, m.a. með það fyrir augum að auka hagkvæmni og uppfylla kröfur Evrópusambandsins svo hægt sé að flytja afurðir út til landa innan ESB. „Við viljum því að sjálfsögðu nýta þetta hús sem best,“ sagði Steinþór. Bændur fara annað Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru margir bændur í Vík og nágrenni ósáttir við ákvörð- un SS og hugur í sumum að fara með sláturfé til annarra sláturleyf- ishafa. Eru sláturhús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn og Hafnar-Þríhyrnings í Þykkvabæ og á Selfossi nefnd í þessu sam- bandi. Kjartan Hreinsson sláturhús- stjóri á Höfn staðfesti að bændur úr Vestur-Skaftafellssýslu hefðu leitað til sláturhússins með við- skipti en vildi ekki upplýsa um fjölda þeirra. Steinþór Skúlason forstjóri SS sagði að sér væri ljóst að bændur á svæðinu væru misjafnlega ánægðir með þá ráðstöfun að leggja sláturhúsið í Vík af. En það væri yfirlýst stefna félagsins og bændasamtaka að ná fram há- markshagkvæmni í slátrun til að geta keppt við önnur lönd enda lífsspursmál fyrir innlendan land- búnað að lækka þann mun sem er á vöruverði hér og erlendis. Bændur missa vinnu Sláturhúsið veitti um 48 manns atvinnu þær sex vikur sem slátur- tíð stóð á haustin, að sögn Einars Klemenssonar sláturhússtjóra, og að auki höfðu einhvetjir atvinnu þar um lengri tíma við viðhald og eftirlit. Áætlað er að um hafi verið að ræða 10 ársverk. Það var eink- um bændafólk sem vann í slátur- húsinu til að drýgja tekjur sínar. Guðmundur Elíasson oddviti Mýrdalshrepps sagði að hreppur- inn hefði sent SS mótmæli vegna lokunar sláturhússins enda væri um töluverða atvinnu að ræða fyr- ir hreppsbúa. „Menn hafa I kjölfar- ið velt því fyrir sér hvort hægt sé að koma annarri starfsemi fyrir í sláturhúsinu en það er á frumstigi enn.“ L- I ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.