Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sveitarfélög keppa um
gTunnskólakemiarana
SAMKEPPNI er milli sveitarfélaga um að fá til
sín grunnskólakennara. Meira virðist vera um
yfirborganir og sérkjör heldur en áður, en samt
hefur reynst erfitt að fá fólk í stöður í skólum
úti á landi.
Siguijón Pétursson, yfirmaður grunnskóla-
deildar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir
að dæmi séu um að kennarar hafi verið ráðnir
til eins skóla en hafi síðan farið fyrirvaralaust
yfír til annars sem betur bauð.
Erfitt er að fá heildarmynd af ástandi skóla-
mála vegna þess að stjórn þeirra hefur dreifst
á fleiri staði en áður. Skólamenn sem Morgun-
blaðið ræddi við voru þó sammála um að
kennaraskortur væri meiri en áður. Skólastjórar
hafa þurft að bjóða betri kjör en áður. Til dæm-
is er borguð óunnin yfírvinna, flutningsstyrkir,
dagvistun fyrir börn kennara niðurgreidd, leiga
niðurgreidd eða ókeypis húsnæði boðið og svo
framvegis. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir hefur
oftar en áður þurft að ráða leiðbeinendur í stað
merintaðra kennara.
í Grundarfírði hafa skólayfirvöld boðið kenn-
urum þrjátíu þúsund króna flutningsstyrk og
að dagvistargjöld verði greidd niður, jafnvel að
fullu. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að ráða í allar
stöður fyrr en nú á síðustu dögum. Að sögn
Gunnars Kristjánssonar skólastjóra, verður hlut-
fall leiðbeinenda í kennslunni helmingi hærra en
í fyrra. Gunnar segir að ástandið sé víðar slæmt
á Snæfellsnesi og sama er að segja um Vestfirði.
Launin of lág
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands
íslands, segir ýmsar skýringar á kennaraskortin-
um. Kennslustundum fari fjölgandi, margir
skólastjórar og kennarar hafí farið á eftirlaun
við tilfærslu skólanna til sveitarfélaganna og
fleiri hafi farið til stjórnsýslustarfa vegna fjölg-
unar fræðsluskrifstofa.
„Meginástæðan er samt sú að laun kennara
eru of lág. Það er sama sagan að endurtaka sig
og var í góðærinu á níunda áratugnum; kennur-
um bjóðast betri kjör annars staðar. Vandinn
fer vaxandi á næstu árum því kennslustundum
mun enn fjölga."
Eiríkur telur að yfirborganir kennara úti á
landi séu tvíeggjuð kjarabót. Utanaðkomandi
fólk sé lokkað á staðina með fríðindum en þeir
sem fyrir eru fái engar hækkanir. Hann segir
þetta skyndilausnir sem valdið geti óeiningu.
Sigurður Helgason, formaður undanþágu-
nefndar, sem gefur út leyfi til að ráða leiðbein-
endur til starfa í skólum í stað menntaðra kenn-
ara, segist búast við að minnsta kosti jafn mörg-
um, og sennilega fleiri umsóknum en í fyrra.
Nú hafa borist fjögur hundruð undanþágubeiðn-
ir en í fyrrahaust bárust samtals 540. Sigurður
telur að ráðningar hafi farið seinna af stað en
í fyrra og enn eigi því mikið eftir að berast.
Hagkaup
Boða ódýr-
ustu lyfin
ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hag-
kaupa, segir að lyfjaverslun fyrir-
tækisins sem opnuð verður í Skeif-
unni eftir nokkrar vikur, muni
skuldbinda sig til að vera alltaf ódýr-
asta lyfjaverslun landsins.
„Við munum gera reglulegar
verðkannanir til að tryggja að við
séum alltaf lægstir. Ef viðskiptavin-
ir sýna fram á að lægra verð sé
annars staðar munum við bjóða
betur.
Óskar segir að lyfjaverslanir hér-
lendis hafí hingað til ekki verið rekn-
ar á hagkvæmasta hátt vegna þess
að samkeppni hafi skort. Hann seg-
ir að hægt verði að hafa lægra verð j
í verslun Hagkaups vegna þess að
hún verði lítil og rekin undir sama
þaki og matvöruverslunin.
Enn hefur ekki verið ákveðið hve-
nær verslunin verður opnuð, en Ósk-
ar segir að nokkrar vikur séu í það.
Prestvígsla
í Landakoti
KAÞÓLSKUR prestur, séra Atli
Gunnar Jónsson, var vígður í
Kristskirkju í Landakoti á laug-
ardaginn og söng hann sína
fyrstu messu á sunnudag. Jo-
hannes Gijsen biskup vígði Atla.
Atli er sjöundi íslendingurinn
sem vígist til prests í kaþólskum
sið eftir siðaskipti. Hann hefur
stundað nám í Bretlandi og Róm
og mun ljúka licentiatsprófi á
komandi sumri. Fjölmargir er-
lendir vinir og kunningjar Atla,
frá Þýskalandi, Bretlandi og
Ítalíu, komu til landsins til að
fylgjast með vígslunni.
-----» ♦ ♦
Þoka trufl-
ar flug
FLUGSAMGÖNGUR á Reykjavík-
urflugvelli fóru úr skorðum í gær
vegna svartaþoku. Fjórar flugvélar
í innanlandsflugi gátu ekki lent á
vellinum og var beint til Keflavík-
ur. Síðdegis, þegar létti til, gátu
þijár vélanna lent í Reykjavík.
Um tíma var þokan það dimm í
Reykjavík að flugvélar gátu ekki
tekið á loft og er óvenjulegt að slíkt
ástand skapist í Reykjavík.
Morgvnblaðið/Kristinn
Starfsmenn Landmælinga fá rökstuðning umhverfisráðherra fyrir flutningi til Akraness
Stuðlar að jafnvægi
í byggð landsins
FORSTJÓRI Landmælinga ríkisins
kynnti starfsmönnum stofnunarinn-
ar í gær formlega ákvörðun um-
hverfísráðherra að flytja Landmæl-
ingar ríkisins frá Reykjavík til
Akraness. Jafnframt var starfs-
mönnum kynntur rökstuðningur
ráðuneytisins fyrir flutningnum.
Þar kemur fram að stjórnvöld vilji
með þessari ákvörðun gefa ungu
fólki, sem leitar sér háskólamennt-
un á höfuðborgarsvæðinu eða er-
lendis, kost á vinnu við sitt hæfi í
heimabyggð og jafnframt hamla
gegn þeirri þróun að fólk og fyrir-
tæki flytji í auknum mæli af lands-
byggðinni á höfuðborgarsvæðið.
Akvörðun umhverfísráðherra fel-
ur í sér að Landmælingar ríkisins
taka að fullu til starfa á Akranesi
í ársbyijun 1999. Starfsmenn hafa
frest til 1. janúar 1998 til að taka
ákvörðun um hvort þeir vilja starfa
áfram hjá stofnuninni í nýju sveitar-
félagi eða segja upp störfum. Mikil
óánægja er meðal starfsmanna með
ákvörðun ráðherra.
Umhverfísráðherra hefur óskað
eftir að starfsmenn skipi fulltrúa í
þriggja manna vinnuhóp sem ætlað
er að fjalla um málefni þeirra starfs-
manna sem vilja flytja á Akranes.
Hópnum er ætlað að fjalla um flutn-
inginn, aðgang að félagslegri þjón-
ustu, húsnæðismál, vinnu maka o.fl.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, tals-
maður starfsmanna, segir að starfs-
menn hafi samþykkt að skipa ekki
fulltrúa í vinnuhópinn vegna þess
að ekki sé vitað til þess að neinn
starfsmaður ætli að flytjast með
stofnuninni til Akraness.
í bréfí Guðmundar Bjarnasonar
umhverfísráðherra til Ágústs Guð-
mundssonar, forstjóra Landmæl-
inga ríkisins, segir að það sé stefna
núverandi ríkisstjórnar að flytja rík-
isstofnanir út á land. Vísað er í rík-
isstjómarsáttmála stjórnarflokk-
anna þar sem segir að stuðla beri
að eflingu þjónustukjarna með
ákvörðun um staðsetningu opin-
berra stofnana. Bent er á að flutn-
ingur ríkisstofnana út á lands-
byggðina hafi verið stefna flestra
stjórnmálaflokka á íslandi og ríkis-
stjóma síðustu tvo áratugina.
„Með stefnu sinni um flutning
opinberra stofnana vilja stjómvöld
m.a. stuðla að jafnvægi í byggð
landsins, styrkja byggðakjarna,
dreifa opinberri þjónustu og stuðla
að fleiri og fjölbreyttari atvinnu-
tækifæmm utan höfuðborgarsvæð-
isins. Þá vilja stjómvöld gefa ungu
fólki, sem Ieitar sér háskólamennt-
unar á höfuðborgarsvæðinu eða
erlendis, kost á vinnu við sitt hæfí
í heimabyggð og jafnframt hamla
gegn þeirri þróun að fólk og fyrir-
tæki flytji í auknum mæli af lands-
byggðinni á höfuðborgarsvæðið."
Ágreiningur um leiguverð
Umhverfísráðherra bendir á að
með bættum samgöngum og fjar-
skiptum og aukinni tækni verði
flutningur og rekstur ríkisstofnana
utan höfuðborgarsvæðisins auð-
veldari en áður. I bréfi hans segir
jafnframt að núverandi húsnæði
Landmælinga ríkisins í Reykjavík
sé bæði óhentugt og of stórt. Leigu-
tíminn sé útrunninn og aðeins tíma-
spursmál hvenær taka verði ákvörð-
un um flutning í annað og hent-
ugra húsnæði.
Ráðherra segir í bréfinu að áætl-
að sé að leigukostnaður Landmæl- ,
inga ríkisins verði lægri á Akranesi
en kostnaður stofnunarinnar í
Reykjavík. Hrafnhildur Brynjólfs- j
dóttir segir að þær upplýsingar sem
hún hafí í höndum bendi til annars.
Samkvæmt bréfí Framkvæmda-
sýslunnar frá 14. mars 1996 kosti
10 ára leigusamningur á Akranesi
Landmælinga ríkisins 80-91 millj-
ón, en nýr og breyttur leigusamn-
ingur í núverandi húsnæði kosti
stofnunina 72 milljónir miðað við j
10 ára leigusamning.
Starfsmenn samþykktu ályktun
á starfsmannafundi í gær þar sem
mótmælt er orðum forstjóra Land-
mælinga, sem hann lét falla í við-
tali við DV, en þar segir hann að
starfsmenn Landmælinga ræði nú
möguleika á því að búa í Reykjavík
og ferðast á milli eða að flytja til
Akraness. í ályktuninni segir að
starfsmenn ræði ekki möguleika á
að ferðast á milli Reykjavíkur og
Akraness eða flytjast til Akraness.
Starfsmenn hafi einbeitt sér að því
að beijast gegn ákvörðun ráðherra
og muni halda því áfram.