Morgunblaðið - 10.09.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 10.09.1996, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samband íslenskra námsmanna erlendis krefst lægri endurgreiðslu námslána Nefnd athug’ar hvort hægt sé að rýmka reglur Rákust saman á Vestur- landsvegi TVEIR bílar sem komu hvor úr sinni áttinni rákust harkalega sam- an á Vesturlandsvegi um miðjan dag á sunnudag. Endaði annar bíll- inn utan vegar. Tvær tækjabifreið- ar slökkviliðsins og þijár sjúkrabif- reiðir fóru á staðinn auk lögreglu. Klippa þurfti ökumenn beggja bíl- anna úr bílfiökunum. Ökumaður og farþegi úr öðrum bílnum voru fluttir á slysadeild og er ökumaðurinn mikið slasaður. Úr hinni bifreiðinni voru ökumaður og þrír farþegar, þar af tvö börn, fluttir á slysadeild. Annað barnið er mikið slasað og ökumaður tals- vert slasaður. Ekki er ljóst hvor bílanna fór yfir á rangan vegarhelming. Vegurinn hafði nýlega verið mal- bikaður og var háll. Vesturlands- vegur var lokaður í eina og hálfa klukkustund meðan á björgunar- störfum stóð. STJÓRN Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað í 3,75%, eins og það var fyrir árið 1992. Núverandi endurgreiðslukerfi geri þeim einstaklingum sem eru að greiða af námslánum ókleift að lifa mannsæmandi lífi og torveldi húsnæðiskaup til muna. Um 6.000 einstaklingar sækja um lán til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í haust sér til fram- færslu. Lánin eru verðtryggð og bera vexti. Þegar þeir, sem eru að hefja nám í haust, ljúka því, þurfa þeir að greiða 5% af heildar- tekjum sínum til LÍN fyrstu fimm árin en 7% eftir það. Um eins árs skeið hefur verið starfandi nefnd á vegum mennta- málaráðuneytis sem var falið að vinna að endurskoðun laga um LÍN. Þoi"valdur Búason, formaður nefndarinnar, segir að starfi nefndarinnar miði vel, en það hafi hins vegar verið lítið yfír sumar- mánuðina vegna leyfa. Málin til skoðunar Hann segir ótímabært að gefa yfirlýsingar um störf nefndarinn- ar, en eitt þeirra atriða sem nefnd- in skoði séu hugmyndir um lækkað endurgreiðsluhlutfall námslána. „Okkur er kunnugt um þessa ósk stúdenta, enda held ég að það sé ósköp eðlileg ósk allra að kom- ast sem léttast frá skuldum sínum. Þegar þessu var breytt 1991 var það meðai annars gert vegna þess að lánasjóðurinn stefndi í gjald- þrot. Endurgreiðslur verða að koma, annars er ekki um lán að ræða heldur styrk, en við munum skoða hvort hægt sé að rýmka þessi mál eitthvað eða ekki,“ segir hann. Þorvaldur segir ekki ljóst hve- nær nefndin skili af sér og ekki liggi fyrir nein tímamörk af hálfu ráðuneytis. Fá lægri húsbréfalán „Miðað við 150.000 króna mán- aðarlaun þýðir þetta að menn greiða 6,7% af útborguðum laun- um fyrstu fimm árin og 9,3% af útborguðum launum eftir það,“ segir í ályktun stjórnar Sambands íslenskra námsmanna erlendis. „Við þessa háu greiðslubyrði bætist að einstaklingar sem eru að greiða af námslánum fá lægri húsbréfalán en aðrir. Samkvæmt núgildandi reglum Húsnæðisstofn- unar má greiðslubyrði af hús- næðiskaupum hæst vera 18% af heildartekjum, en þeir sem eru að greiða af námslánum fá hæst lán sem samsvarar 13% greiðslubyrði fyrstu fimm árin sem þeir eru að greiða af námslánum en aðeins sem samsvarar 11% greiðslubyrði eftir það. Þetta þýðir að einstakl- ingur sem hefur 150.000 krónur í laun á mánuði og er að greiða af námslánum er í raun gert ókleift að kaupa húsnæði.“ Morgunblaðið/Ingvar TVEIR bílar skullu saman á Vesturlandsvegi á sunnudag. Sex manns voru fluttir á slysadeild. Andlát JÓAKIM Pálsson út- gerðarmaður í Hnífs- dal lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafírði á sunnudag. Jóakim var fæddur í Hnífsdal 20. júní 1915. Foreldrar hans voru Guðrún Guðríður Guðleifsdóttir, hús- freyja, og Páll Páls- son, útvegsbóndi og formaður í Hnífsdal. Jóakim lauk skip- stjórnarprófi Fiskifé- iags íslands á ísafirði árið 1942 og minna fiskimannaprófi á ísafirði 1958. Hann var skipstjóri á Páli Pálssyni og Guðrúnu Guðleifsdóttur um margra ára skeið. Jóakim var einn af stofnendum Hrað- frystihússins hf. í Hnífsdal árið 1940 og sat i stjórn þess allt frá upphafí, lengst af sem stjórnarformaður, til ársins 1994. Hann var framkvæmdastjóri Miðfells hf. sem gerir út togarann Pál Páls- son og framkvæmda- stjóri Mjölvinnslunnar hf. í Hnífsdal. Jóakim kvæntist Gabríellu Jóhannes- dóttur árið 1936 og eignuðust þau sex börn. Gabríella lést árið 1975. Sambýliskona Jó- akims frá 1977 var Sigríður Sigur- geirsdóttir frá Súðavík. JOAKIM PÁLSSON Olympíuleikar matreiðslumeistara íslendingar fengu silfur Bílvelta á Jökuldal Jökuldalur. Morgunblaðið. JEPPABIFREIÐ með kerru í eftirdragi valt í brekku við Arnórsstaði á Jökuldal á sunnudagskvöld. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeiddur. Tildrög slyssins voru þau að það sprakk á afturdekki bifreiðarinnar að því er talið er. Við það missti bílstjóri stjórn á jeppanum sem fór fram af tæplega fimm metra háum kanti og hafnaði á hlið- inni, rúmlega fimmtán metr- um fyrir neðan veginn. Að sögn Ragnhildar Bene- diktsdóttur, bónda á Arnórr- stöðum, brá henni mjög við að sjá jeppann fljúga fram af kantinum en henni létti að sama skapi þegar hún sá öku- manninn skríða nær ómeiddan úr flakinu. Þá valt önnur jeppabifreið í Jökuldal í gær. Fór bifreiðin heilan hring og hafnaði á hjól- unum. Fjórir Þjóðveijar voru í bifreiðinni og sluppu þeir án meiðsla. LANDSLIÐ matreiðslumeistara hiaut silfurverðlaun fyrir heita rétti á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Berlín á sunnudag. Silfurmatseðillinn samanstóð af fískiseyði með íslensku sjávarfangi I forrétt, lambahrygg með spínatívafi í aðalrétt og súkkulaðiterta í eftirrétt setti punktinn yfir máitíðina. íslenska liðið keppti í fyrsta skipti á Ólympíuleikum matreiðslumeistara fyrir fjórum árum í Frankfurt og hlaut þá viðurkenningu fyrir þátttöku. Örn Garðarsson, þátttakandi í keppninni, segir að silfurverðlaunin séu langbesti árangur íslenskra mat- reiðslumeistara hingað til. „Dómar- arnir sem verðlaunuðu okkur voru mjög hrifnir af bragði íslensku rétt- anna en við notuðum eingöngu vist- rænt ræktað hráefni í keppninni. Það liggur gífurleg vinna að baki verð- laununum og við erum rétt að byija því framundan er matreiðsla á köld- um réttum sem við höfum ekki jafnmikla þjálfun í að matreiða." Að sögn Baldvins Jónssonar hjá upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, eru verðiaunin mikil viðurkenning á íslenskri matreiðslu og hráefni. „Með þessum árangri sést að íslensk mat- reiðsla er á heimsmælikvarða og er ásamt góðum undirbúningi og sam- stöðu landsliðshópsins að skila þess- um frábæra árangri." Baldvin segir að íslensku mat- reiðslumeistaramir hafí verið dug- legir að dreifa upplýsingum um ís- lenskan landbúnað í keppninni og á matreiðslusýningu sem haldin er á sama tíma og keppnin. „Hér í Berlín eru staddir fleiri þúsund kokkar á þessari alþjóðlegu matreiðslusýningu sem allar þátttökuþjóðir Ólympíu- leikanna taka þátt í fyrir utan Is- land,“ segir Baldvin. Andlát SVERRIR RUNÓLFSSON SVERRIR Runólfsson lést að morgni sl. laugardags eftir erfið veikindi á 75. aldurs- ári. Sverrir fæddist í Reykjavík 3. desem- ber 1921, sonur Run- ólfs Kjartanssonar, kaupmanns í Parísar- búðinni, og Láru Guð- mundsdóttur. Nám stundaði hann í Versl- unarskólanum og Héraðsskólanum á Laugum í Þingeyja- sýslu. 1945 hélt hann til söngnáms í Bandaríkjunum fyr- ir hvatningu kennara síns, Péturs Jónssonar óperusöngvara. Hér hafði hann sungið með Fóstbræðr- um. Hann settist að í Los Angeles, þar sem hann m.a. setti upp söng- leiki og söng og lék á sviði. Að aðalstarfi rak hann verktakafyrir- tæki fyrir vegagerð og flugbrautir. Á þeim árum var hann kvænt- ur bandarískri konu og áttu þau fjögur börn. Þau skildu. Tvö barnanna eru á lífi og búsett í Bandaríkjun- um. Árið 1969 kom Sverrir heim til ís- lands alkominn með í farteskinu aðferðir sem hann hafði notað vestra við vegagerð, svonefnda „blöndun á staðnum", sem hann hafði mikinn áhuga á að tekin yrði upp hér á landi og reyndi að koma henni á framfæri. Seinna keypti hann og rak um árabil inn- flutningsfyrirtækið Tandur hf. Eftirlifandi kona Sverris er Andrea Þorleifsdóttir. Hann lætur eftir sig stúpdótturina Hildi Sig- urðardóttur og þijú barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.