Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á BARA ekki að pota niður svo mikið sem smágræðlingi handa _
okkur til að naga hr. forseti. . .
VERULEGUR uppgangnr hefur verið í útflutningi hrossa á þessu ári og eru útflytjendur
vongóðir um að nýtt met verði slegið í þeim efnum í árslok.
Stefnir í nýtt met
í útflutningi hrossa
VEL LITUR út með útflutning líf-
hrossa í ár og ljóst að stefnir í metút-
flutning. Þann 1. september höfðu
verið flutt út 1990 hross sem er
rétt tæpum tvö hundruð hrossum
fleira en flutt höfðu verið út 1. sept-
ember 1994 sem er metár í útflutn-
ingi. Þá höfðu verið flutt út 1.791
hross, í fyrra höfðu 1.685 hross ver-
ið seld úr landi fyrstu átta mánuði
ársins.
Nú fer í hönd mikill sölutími því
haustin hafa reynst mjög dijúg í
útflutningi hrossa úr landi. Flest
hafa hrossin farið rétt rúmlega
2.700 árið 1994 og voru því tæplega
þúsund hross flutt út frá 1. septem-
ber til ársloka það ár. Samkvæmt
ingur þessa árs gæti orðið í kringum
2.900 hross. Fer því að styttast í
að 3.000 hrossa markið náist.
Afkastamestur útflytjenda er
Gunnar Arnarsson og sagði hann
að útlitið væri gott fyrir haustið og
ekki ólíklegt að nýtt met yrði slegið
á þessu ári. Sjálfur sagðist hann
vera búinn að flytja fleiri hross út
en hann gerði allt síðasta ár. Flest
hross fara eins og áður á Þýskaland
en mikil aukning er til nokkurra
landa og má í sumum tilvikum tala
um sprengingu.
A síðasta ári fóru til dæmis 4 hross
til Finnlands en nú er farið þangað
121 hross sem er 2.925% aukning.
Munar þar mestu um að einn fjár-
sterkur fínnskur aðili keypti hér 92
hross í ágúst á einu bretti. Sagði
Gunnar þar um að ræða mann sem
væri nýbyrjaður með íslenska hesta
og hyggðist hefja sölu og ræktun
þeirra. Væru þessi hross sem hann
keypti ýmist ætluð til endursölu eða
framræktunar.
Þá er veruleg aukning á útflutn-
ingi til Sviss, Noregs og Bandaríkj-
anna eða kringum 75%, til Svíþjóðar
er aukningin 59,3% og 18,75% á
Austurríki. Bandaríkin lofa góðu í
þessari atvinnugrein að sögn Sigur-
bjöms Bárðarsonar sem hefur ásamt
fleirum unnið að markaðssetningu
þar. Taldi hann að á næstu vikum
og mánuðum muni árangurinn af
Equitana sýningunni sem haldin var
þar í júlí fara að skila sér.
Sigurbjöm er á förum til Banda-
ríkjanna og til að kenna á námskeið-
um í Kalifomíu og Kanada. Um eitt
hundrað manns sækja leiðsögn hjá
honum. Námskeiðshald er talinn mik-
ilvægur hlekkur í markaðssetningu
því gmndvallaratriði er að þekkingin
í meðferð hrossanna fylgi með. Sagði
Sigurbjöm að menn væru bjartsýnir
á að auka mætti markaðinn í Banda-
ríkjunum vemlega þótt ljóst væri að
það kosti bæði þolinmæði og þraut-
seigju í nokkur ár.
Fleiri ieita í Kvennaathvarfið
Engin ein skýring
er á fjölgun skjól-
stæðinganna
NÆR tvöfalt fleiri
konur hafa gist
Kvennaathvarfið
um lengri eða skemmri
tíma í sumar en á sama
tíma í fyrra. Ásta Júlía
Arnardóttir, fræðslu- og
kynningarfulltrúi Sam-
taka um kvennaathvarf,
segir enga eina skýringu
hafa fundist á þessari
fjölgun en ekkert hafi
komið fram sem bendi til
aukins ofbeldis inni á
heimilunum.
í júní-, júlí- og ágúst-
mánuðum í sumar leituðu
117 konur til athvarfsins
og dvöldust þar um lengri
eða skemmri tíma. í fyrra-
sumar leituðu 63 konur til
athvarfsins.
Aðspurð sagði Ásta Júl-
ía að sumarmánuðina árið
1993 hefðu 78 konur dvalist í
athvarfinu en tölur fyrir árið
1994 væru hins vegar ekki sam-
anburðarhæfar. „Þá var sett á
laggirnar svokölluð þjónustu-
miðstöð, sem var síðan lögð nið-
ur vegna þess að kostnaðurinn
reyndist of mikill. Þangað komu
konur í viðtöl og fengu þjón-
ustu. Einhverra hluta vegna eru
ekki til aðgreindar tölur yfír þær
konur sem eingöngu leituðu í
þjónustumiðstöðina og þær sem
komu í Kvennaathvarfið til dval-
ar. Heildartölurnar fyrir júní,
júlí og ágúst 1994 eru 125 kon-
ur, en ég legg áherslu á að þær
tölur eru ekki samanburðarhæf-
ar við síðustu 2 ár af þessum
sökum.“
- Hvað veldm þessarí aukn-
ingu milli áranna 1995 og 1996?
„Við verðum að athuga það
að við erum aðeins að tala um
sumarmánuðina. Reynslan hef-
ur verið sú að sumartíminn er
rólegri og aðsóknin hefur þá
dottið niður, án þess að við ger-
unrþví skóna að ofbeldi á heimil-
um sé minna yfir sumarið. í
sumar tókum við hins vegar eft-
ir því að ásóknin hefur verið
stöðug og það hefur verið mikið
að gera.
Við höfum verið með ýmsar
getgátur eins og þá að fræðsla
og kynning spili þarna inn í.
Þótt ekki hafí mikið borið á því
í fjölmiðlum höfum við mikið
verið að fara og heimsækja
ýmsa hópa, t.d. skóla og ýmsar
starfsstéttir, sem beðið hafa
okkur um fræðslu. Svo hefur
verið mikil umræða í þjóðfélag-
inu um ofbeldi gegn konum al-
mennt og það er hugsanlegt að
hún spili inn í líka og þá þannig
að konur viti betur af okkur og
líti á okkur sem góðan
valkost.
Annars höfum við
frá upphafí séð tals-
verðar sveiflur í þessu
í gegnum árin án þess
að við vitum skýringar á því.“
-Er ekkert sem bendir til
þess að aukningin eigi sér skýr-
ingar inni á heimilunum?
„Heimilisofbeldi er svo
margslungið og flókið fyrirbæri,
sem margir sérfræðingar hafa
rannsakað án þess að svör og
skýringar hafi fundist. Við höf-
um ekkert í höndunum um það
að ofbeldi á heimilunum sé að
aukast og við gerum því skóna
að það sé svipað og verið hefur.“
Ásta Júlía Arnardóttir
► Ásta Júlía Arnardóttir er
34 ára fjölmiðlafræðingur. Að
loknu námi vann hún í
Kvennaathvarfinu um
tveggja ára skeið og starfaði
síðan hjá Myndbæ við gerð
fræðslu- og kynningarmynda.
Hún hefur í rúmt ár starfað
sem fræðslu- og kynningar-
fulltrúi á skrifstofu Samtaka
um kvennaathvarf í Lækjar-
götu 10.
Ásta Júlía er gift Grétari
Skúlasyni menntaskólakenn-
ara og á tvö börn.
Ekkert bendir
til aukins
ofbeldis
- Erlendir fjölmiðlar hafa flutt
fréttir í sumar af heimilisofbeldi
í tengslum við sjónvarpssend-
ingar frá Evrópukeppninni í
knattspyrnu og Ólympíuleikun-
um og deilur inni á heimilum
þess vegna. Er eitthvað sem
bendir til að slíkt eigi við hér á
landi?
„Meðan keppnin stóð yfir í
Bretlandi var talið að heimilisof-
beldi hefði aukist þar í landi.
Við höfum skoðað þetta og telj-
um að það hafí engin áhrif hér
á landi og getum þess vegna
svarað þessari spumingu ákveð-
ið neitandi. Það eru ekki tengsl
á milli hjá þeim konum sem
hingað hafa komið.
Það er líka engin ástæða til
þess að tengja íþróttir eins og
knattspymu heimilisofbeldi á
neikvæðan hátt, því að þeir sem
beita ofbeldi við þær aðstæður
hefðu beitt ofbeldi hvort sem
er.“
- Er Kvennaathvarfið meira
en dvalarstaður þeirra sem
þangað leita. Hvaða þjónustu
veitið þið þeim sem dvelja hjá
ykkur?
„Konur koma hingað á eigin
_________ forsendum. Þær era
sjálfar að vinna í sín-
um málum og hér fá
þær húsaskjól og
stuðning til sjálfs-
hjálpar og njóta trún-
aðar og nafnleyndar. Auk þess
eru þær í samskiptum við konur
með svipaða reynslu. Við leggj-
um líka áherslu á barnastarf
fyrir þau börn sem búa hér og
geta ekki sótt eigin skóla eða
leikskóla."
- Hvað dveljast konurnar að
jafnaði lengi hjá ykkur?
„Samkvæmt síðustu árs-
skýrslu var lengsta dvölin hér
117 dagar en meðaldvalartíminn
er 13 dagar.“