Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Margrét Þóra
ÞEGAR búið var að gróðursetja settust menn niður
og gæddu sér á nestinu sínu og drukku ketilkaffi.
SIGURLAUG var dugleg að
gróðursetja lerkiplönturnar.
LÆKNARNIR Eiríkur Sveinsson og Hilmir Jóhannsson tóku
ásamt fleirum þátt í að planta í svæðið sunnan við Háls.
Morgunblaöið/Kristján
i í _ ^ |PSj|
Maður féll þegar
vinnupallur hrundi
VINNUSLYS varð á Akureyri
skömmu fyrir hádegi í gær.
Vinnupallur féll frá tveggja
hæða húsi og maður sem var
á pallinum skall einnig til jarð-
ar og brotnaði illa á hægra
fæti. Maður var fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins, þar
sem hann gekkst undir aðgerð.
Að sögn varðstjóra hjá lög-
reglunni á Akureyri var mað-
urinn að vega sig af pallinum
og upp á þak og er talið að
við þá tilburði hafi hann
spyrnt pallinum frá húsveggn-
um með fyrrgreindum afleið-
ingum. Talið er að fall manns-
ins hafi verið eitthvað á
fimmta metra.
A myndinni eru sjúkraflutn-
ingamenn og lögregluþjónar
að koma manninum fyrir á
sjúkrabörum.
Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir fólki svæði til skógræktar
Valkostur fyrir þá sem
stunda vilja skógrækt
Búið að friða um 80 hektara og annað eins svæði
til viðbótar tekið í notkun á næsta ári
FÉLAGAR í Skógræktarfélagi Ey-
firðinga, sem leigja spildur í landi
Háls í Eyjafjarðarsveit, hittust að
Hálsi síðasta laugardag og áttu þar
saman dagstund. Gróðursettar voru
plöntur á svæðinu, þá sýndu for-
svarsmenn félagsins fólki landið og
greindu frá því sem næst er fyrir-
hugað að gera.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
leigir landið af ríkinu til 80 ára og
framleigir það til einstaklinga, íjöl-
skyldn? og félagasamtaka. Form-
lega var landið tekið í notkun haust-
ið 1994.
Búið að friða 80 hektara
Vignir Sveinsson formaður Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga sagði að
nú væri búið að friða um 80 hekt-
ara lands og væri stefnt að því að
friða að minnsta kosti annað eins
og taka í notkun á næsta ári. Félag-
ið fékk úthlutað fé úr Umhverfis-
sjóði verslunarinnar, sem m.a. verð-
ur notað til girðingafranrkvæmda
og fleiri verkefna sem ráðast þarf
í. Nú í sumar voru töluverðar fram-
kvæmdir á vegum félagsins á svæð-
inu, m.a. voru þar útbúnar snyrting-
ar og gert átak í vatnsmálum.
Um 30 manns, einstaklingar og
félagasamtök, leiga misstórar spild-
ur af Skógræktarfélagi Eyfirðinga
á Hálsi. Vignir sagði að félagið
hefði látið gera gróðurkort af svæð-
inu og ölium leigjendum lands feng-
ið það í hendur, sem leiðbeinandi
varðandi val á plöntutegundum.
Annars er fólki nokkuð í sjálfsvald
sett á hvern hátt það útbýr sinn
reit. Spildurnar eru leigðar út til
40 ára með möguleika á framleng-
ingu. Leigan er lág, svona rétt til
málamynda eins og Vignir orðaði
það.
„Með þessu hyggjumst við hvetja
fólk til skógræktar, að bjóða upp á
valkost fyrir þá sem vilja stunda
skógrækt á eigin vegum en hafa
ef til vill ekki kost á landi. Við
höfðum lengi verið að skoða hvern-
ig við gætum mætt þörf fólks fyrir
land til skógræktar og leitað tölu-
vert að slíku landi. Nú er allt komið
í fullan gang og þetta hefur mælst
einstaklega vel fyrir. Eftirspurnin
er mikil og með því að ráðast í að
girða meira, jafnvel í haust, von-
umst við til að geta mætt henni,
en þau svæði sem til úthlutunar
voru í fyrravor fóru strax,“ sagði
Vignir.
f
1
í
■■■■•......
c>.
! If
t • WwmwMWwlil
Ti 1. . IF
f il «
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
UMHVERFI Grenivíkurkirkju hefur verið fegrað, m.a. hlaðin grjóthleðsla
umhverfis kirkjugarðinn sem tyrfð er að ofan.
Umhverfi Grenivíkurkirkju fegrað
Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið.
Á SÍÐASTLIÐNU sumri hafa ver-
ið gerðar miklar endurbætur á
umhverfi kirkjunnar á Grenivík,
gömul girðing sem orðin var við-
haldsþurfi var fjarlægð og í henn-
ar stað var hlaðin snyrtileg gijót-
hleðsla og hún tyrfð að ofan.
Þeir Kristján Ingi Gunnarsson
og Ásgeir Valdimarsson frá Akur-
eyri sáu um framkvæmdina. Að
sögn Björns Ingólfssonar, for-
manns Grenivíkursóknar, er verki
því sem vinna átti í sumar að
mestu lokið. Kostnaðurinn er á
þriðju milljón króna sem er innan
kostnaðaráætlunar. Á næstu árum
verður kirkjugarðurinn stækkaður
og umhverfi kirkjunnar bætt frek-
ar. í Grenivíkursókn eru tæplega
300 manns og er kirkjunni sinnt
frá Laufásprestakalii.
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Þijár sýningar opnaðar
ÞRJÁR sýningar voru opnaðar
í Listasafninu á Akureyri um
helgina. Einar Helgason sem
kennt hefur íþróttir og mynd-
mennt við Barnaskólann og
Gagnfræðaskólann á Akureyri
sýnir verk sín í austursal safns-
ins, vatnslita- og pastelmyndir
sem eru allt frá því að vera nýj-
ar til mynda frá upphafi feriís
hans. í miðsalnum eru nokkur
verk sem safnið hefur eignast
nýverið, en sýningargestum
gefst reglulega kostur á að
fylgjast með nýrri listaverka-
eign þess. í vestursalnum hafa
þær Edda Jónsdóttir og Kolbrún
Björgúlfsdóttir, Kogga, sett upp
sérstæða leirlistasýningu sem
vakti athygli sýningargesta.
Skólinn „skreyttur“
LÖGREGLAN á Akureyri náði í
skottið á pörupiltum sem voru
að „skreyta" Lundarskóla með
lakki úr úðabrúsa á sunnudags-
kvöld. Að sögn varðstjóra voru
piltarnir þrír og sá elsti fæddur
1978 „og því kominn yfir það að
geta talist óviti.“
Þá var lögreglan með klippurn-
ar á lofti um helgina og klippti
númer af ökutækjum sem ekki
höfðu verið færð til skoðunar inn-
an tilskilins tíma, eða eru í þann-
ig ásigkomulagi að ekki þótti
ástæða til að hafa þau lengur í
umferð.