Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 15
LAIMDIÐ
Héraðsbúar fjöl-
menntu á Ormsteiti
Egilsstöðum - Ormsteiti var haldið
nýlega, annað árið í röð. Teitið er
uppskeruhátíð Héraðsbúa og var
margt til gamans gert. Um 30 aðil-
ar sýndu vörur og handverk ýmiss
konar.
Haldinn var nytjamarkaður og
var þar á boðstólum eigulegt og
nothæft góss sem íbúar höfðu fund-
ið í geymslum sínum en notuðu
ekki sjálfir. Mörg tónlistaratriði
voru flutt og svo komu hagyrðing-
ar og sagnaþulir og héldu merkjum
| sagnalistarinnar á lofti.
Stemmning skapaðist í kúadellu-
lottói, en þar var kú komið fyrir á
afgirtu svæði sem búið var að
merkja í reiti. Síðan voru seldir
lottómiðar með fyrirfram merktum
reitum og vinningur kom á þann
miða sem merktur var sama reit
og þeim sem della kýrinnar lenti
á. Einar Vilhjálmsson spjótkastari
stýrði snjóboltakasti, en sóttur var
snjór alla leið upp á jökul.
Sýndar voru gamlar heyvinnslu-
aðferðir og einnig voru til sýnis og
sölu heyvinnslutæki. Heilt hreindýr
var grillað á teini og Hljómsveit
Friðjóns Jóhannssonar hélt útgáfu-
tónleika í tilefni af útgáfu geisla-
disks. Ormsteiti lauk svo með
harmóníkudansleik í Hótel Vala-
skjálf.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
W FLUTNINGUR á heyi í tilefni af Ormsteiti.
HÁALEITIS APÓTEK
Háaleitisbraut 68
VESTURBÆJAR
APÓTEK
Melhaga 20-22
eru opin til kl. 22
—
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Háaleitis Apótek
Þegar á reynir...
Blab allra landsmanna!
HtofflimMiiMb
- kjarni málsins!
ÁRVÍK
ÁRMÚLi 1 REYKJAVIK SÍMI 568-7222 MYNDRITI 568-7295
m
#
n
■7
tSLENSKIR y
OSTAR^ \
!
Í
i
UM.ltur, .
i skogi
• Stöndum við á krossgötum í þróun upplýsingatækninnar?
• Verður nettölvan ráðandi og arftaki PC tölvunnar
eða er nettölvan della ársins? • Hver er framtíðarsýn nýs
forstjóra Nýherja? • Hvað gerir Microsoft risinn?
• Nægir að kaupa ódyrar nettölvur fyrir 30.000 kr. stykkið?
• Verður nettölvan jafn sjálfsagt heimilsitæki og brauðristin?
Hvernig verður tölvusamskiptum háttað í framtíðinni?
Er ATM tæknin það sem koma skal? Verður einhver
ein lausn ofan á? • Hvað verður ofan á ( þróun netanna?
Byggir samskiptatækni framtíðarinnar á ATM tækni eða
einhverjum öðrum lausnum?
Ráðstefna Skýrslutæknifélags íslands
um Netkerfi framtíðarinnar
fimmtudaginn 12. september 1996
( Grand Hótel, Reykjavtk.
Skráning ( síma
551 8820
HVlTA HÓSIÐ / SÍA