Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 21
ERLEIMT
Handtökur í Belgíu vegna morðsins á Andre Cools
Fyrrverandi ráðherra
sakaður um aðild
Brussel. Reuter.
Reuter
COSIMO Soladzzo, einn þeirra fjögurra manna, sem voru hand-
teknir sl. föstudag, á milli tveggja lögreglumanna eftir yfir-
heyrslur á laugardag. Allir eru mennirnir af ítölskum ættum
að Van der Biest undanskildum.
Ný gögn um a-þýska landamæraverði
Skipað að skjóta
á flóttamenn?
Bonn. Reuter.
LOGREGLAN í Belgíu handtók á
sunnudag Alain Van der Biest, fyrr-
verandi ráðherra, og er hann grun-
aður um að eiga aðild að morðinu
á Andre Cools, kunnum frammá-
manni í röðum sósíalista í Vallóníu,
fyrir fimm árum. Á þeim tíma bar
rannsókn á morðinu engan árangur
en hún svipti hins vegar hulunni
af gífurlegri spillingu, sem leiddi
til þess, að Willy Claes, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, neyddist til að segja
af sér í október á síðasta ári. Áður
höfðu fjórir ráðherrar gert það
sama.
Að sögn fjölmiðla í Belgíu var
Van der Biest handtekinn vegna
upplýsinga frá Richard Taxquet,
fyrrverandi einkaritara hans, en
hann var handtekinn sl. föstudag
ásamt þremur öðrum mönnum. Þá
hefur lögreglan gefið út handtöku-
tilskipun á hendur Pino Di Mauro,
fyrrverandi einkabílstjóra Van der
Biest.
I einangrun
Lögfræðingur Van der Biest,
Jean-Luc Dessy, staðfesti á sunnu-
dag, að skjólstæðingur sinn hefði
verið handtekinn og væri hafður í
einangrun en lagði áherslu á, að
hann héldi fram sakleysi sínu enda
væru ásakanirnar mjög óljósar.
Þegar hann var spurður hvort rétt
væri, að Taxquet hefði vitnað gegn
Van der Biest sagði hann, að skjól-
stæðingur sinn væri mjög undrandi
á atburðarásinni.
Belgískir fjölmiðlar fullyrða, að
Van der Biest hafi verið formlega
ákærður fyrir morðið á Cools og
fyrir morðtilræði við vinkonu hans.
Cools var skotinn til bana 18. júlí
1991, rétt eftir að hann hafði yfir-
gefið íbúð vinkonu sinnar.
Átti framann
Cools að þakka
Van der Biest var innanríkisráð-
herra í Vallóníu, frönskumælandi
hluta Belgíu, á árunum 1990-’92
en varð að segja af sér vegna rann-
sóknarinnar á morðinu á Cools.
Átti hann allan sinn frama að þakka
Cools, mjög valdamiklum manni í
Sósíalistaflokknum, sem verið hefur
ráðandi afl í vallónskum stjórnmál-
um um áratugaskeið. Á síðasta ára-
tug var Van der Biest um skeið
oddviti sósíalista á sambandsþing-
inu og hafði ráðherratitil í sam-
bandsstjórninni.
Van der Biest og Taxquet voru
yfirheyrðir á árinu 1992 vegna
rannsóknar á verðbréfasvikum upp
á meira en 1,1 milljarð ísl. kr. en
talið var, að þau tengdust morðinu
á Cools. Sú rannsókn bar engan
árangur en hún leiddi hins vegar í
ljós gífurlega spillingu í öðru máli,
kaupum á herþyrlum frá ítalska
framleiðandanum Agusta á síðasta
áratug.
Agusta-málið
Upplýst var, að Agusta hefði
borið mútur á belgíska stjórnmála-
menn til að greiða fyrir kaupunum
og í framhaldi af því sögðu fjórir
ráðherrar af sér eins og fyrr segir.
Böndin bárust einnig að Willy Cla-
es, sem var ráðherra í Belgíu á síð-
asta áratug, og þótt hann særi fyr-
ir aðild að málinu voru líkurnar á
því, að hann hefði haft fulla vitn-
eskju um það svo miklar, að hann
mátti einnig segja af sér sem fram-
kvæmdastjóri NATO.
Fjölmiðlar í Belgíu geta sér til,
að rannsókn á máli barnaníðing-
anna, sem hafa rænt og myrt ung-
ar stúlkur, hafi leitt lögregluna á
sporið í þessu máli, morðinu á Cools,
en Stefaan De Clerck dómsmálaráð-
herra segir, að það séu engin bein
tengsl á milli málanna.
Morðvopnið fundið?
Belgíska lögreglan með aðstoð
verkfræðingasveita hersins hefur
nú fundið tvær skammbyssur, sem
taldar eru hafa verið notaðar við
morðið á Cools. Fundust þær í
skurði skammt frá borginni Liege
og það var Domenico Castellino,
einn þeirra fjögurra manna, sem
voru handteknir sl. föstudag, sem
vísaði á þær.
Á sunnudagskvöld gerðist það
svo, að Raymond Brose, einn af
lögregluforingjunum, sem á sínum
tíma rannsökuðu morðið á Cools,
sagði af sér en þá höfðu birst um
það fréttir í fjölmiðlum, að hann
hefði tekið þátt í að fela aðild Van
der Biest að málinu. Er ekkert vitað
um réttmæti þeirra ásakana en í
yfirlýsingu frá saksóknaranum í
Liege sagði, að vegna þeirra þætti
rétt, að Brose drægi sig í hlé.
RANNSOKNARMENN í Þýska-
landi hafa í fyrsta sinn fundið
traustar vísbendingar um að
stjórnvöld í Austur-Þýskalandi
sem var hafí skipað landamæra-
vörðum að skjóta sérhvern þann
er reyndi að flýja til vesturs.
Um 800 manns létu lífið eða
særðust við flóttatilraunir frá því
að Berlínarmúrinn var reistur
1961 þar til hann féll 1989. Ráða-
menn kommúnistaríkisins hafa á
hinn bóginn fullyrt að aldrei hafi
verið gefín með formlegum hætti
skipun um að skjóta. Skiptir þetta
miklu í réttarhöldum yfir þeim sem
sóttir hafa verið til saka fyrir
morð á flóttamönnum en það eru
fram til þessa eingöngu fáeinir
lágt settir embættismenn, sem
hafa hlotið fangelsisdóma, og
verðir.
Tímaritið Der Spiegel sagði á
sunnudag að ríkisstofnun er nefn-
ist Gauck og fer yfir skjöl alþýðu-
lýðveldis kommúnista hefði fundið
minnisblað frá því í júlí 1973. Þar
sé haft eftir Erich Mielke, yfir-
manni öryggislögreglunnar, að
nema beri úr gildi um hríð skipun
um að skjóta á flóttamenn og sé
ástæðan heimsfundur æskulýðs-
samtaka sem halda átti í Austur-
Berlín.
„Að sjálfsögðu er ekki um það
að ræða að skipunin sé felld úr
gildi til frambúðar“, er haft eftir
Mielke. Fremur beri að skilja þetta
svo að verðirnir eigi að haga störf-
um sínum þannig að ekki verði
þörf á neinni skothríð.
Bresk
verka-
lýðsfélög
mótmæla
BRESK verkalýðsfélög urðu í
gær ókvæða við fréttum um
að stjórn íhaidsflokksins væri
að íhuga aðgerðir til að fækka
verkföilum og að Verkamanna-
flokkurinn léði máls á sumum
þeirra. Verkalýðsfélögin sögðu
að flestir Bretar teldu nú þegar
að íhaldsflokkurinn hefði geng-
ið of langt í að skerða áhrif
verkalýðsfélaganna frá því
hann komst til valda árið 1979.
Konur myrt-
ar í Belgíu
BELGÍSKA lögreglan hefur
handtekið þrjá líbanska menn
sem sakaðir eru um að hafa
myrt þijár konur og falið lík
þeirra í frysti kistum í veitinga-
húsi sem einn þeirra rak. Eig-
andi veitingahússins og bróðir
hans hafa játað að hafa myrt
eiginkonur sínar vegna grun-
semda um að þær hefðu verið
þeim ótrúar. Þeir saka enn-
fremur hvor annan um að hafa
myrt þriðju konuna, sjötuga
fósturmóður þeirra sem bjó í
íbúð fyrir ofan veitingahúsið.
Þriðji Líbaninn hefur verið sak-
aður um aðild að drápunum.
Konurnar voru myrtar 18. ág-
úst og lík þeirra sett í frystikist-
urnar sex dögum síðar. Líkin
fundust 3. september.
Valdaráni
afstýrt
TILRAUN til að steypa stjórn-
inni í Afríkuríkinu Sierra Leone
var afstýrt í gær, er hermaður
sem vissi af fyrirætlan valda-
ránsmanna, lét stjórnvöld vita.
Það voru háttsettir foringjar í
her 0 landsins sem hugðust
steypa stjórnini og myrða for-
seta landsins. Hann tók við
völdum í mars eftir fjölflokka-
kosningar sem haldnar voru í
kjölfar þess að bundinn var
endir á stjórn hersins.
i A
n VETRARDV
KARIBAHAFSDRAUMAR
*
A SJO KJKJ
AT
PANTANIR STREYMAINN,
SUMAR BROTTFARIR
UPPSELDAR!
SIGLINGAR CARNIVAL I BOÐIALLT ARIÐ, VERÐ
FRÁ KR. 79.400
8 d. innif. flug og sigling. Takmarkað pláss, brottför alla föstudaga.
DÓMINIKANA - 5 TOPPSTAÐIR - FEGURSTU STRENDUR HEIMSINS,
SANNKÖLLUÐ PARADÍS Á JÖRÐ, HITI 25-28° C.
BROTTFÖR ALLA SUNNUDAGA. SNÚÐU VETRI í SÆLUSUMAR
í HLÝJU OG LITADÝRÐ HITABELTISINS:
PANTAÐU NÚNA TIL AÐ GETA VALIÐ!
Ódýr Thailandsferð
17. okt. -1. nóv.
kr. 139.800
EIMSKLUBBUR
INGOLFS
Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík,
sími 56 20 400, fax 562 6564