Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 23
LISTIR
Glæsilegur kórsöngur
Hörpuútgáfan gefur út tíu bækur
Eftirminnilegir
atburðir o g
sérstætt fólk
TONLIST
Ilallgrlmskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Clare College Chapel Choir frá
Cambridge flutti ensk kórverk,
mótettu eftir J.S. Bach og orgelverk
eftir Janácek. Sunnudagurinn
8. september 1996.
TÓNLEIKARNIR hófust á
Festival Te Deum, eftir Benjamín
Britten, op. 32, samið 1944, fyrir
blandaðan kór og orgel. Um þetta
leyti var Britten að semja óperuna
Peter Grimes og hafði þá lítinn
tíma fyrir aðrar tónsmíðar en
samdi þó þijú stutt kórverk, tvö
við texta eftir Auden, A Shep-
herd’s Carol og Chorale en einnig
Festival Te Deum fyrir aldaraf-
mæli Markúsarkirkjunnar í Swin-
don. Þetta er glæsilegt verk, sem
var mjög vel flutt.
Þijú næstu verk voru frá 16.
öld, fyrst Dum transisset Sabbat-
um eftir John Taverner (1495-
1545), en hann var tónlistarstjóri
í Oxford fram til 1530, er hann
féll í ónáð hjá Thomas Cromwell,
kanslara Hinriks VIII, fyrir það
að „semja í blindni lög við páfaleg-
ar vísur“. Taverner snerist gegn
katólskum, gerðist ofstækisfullur
siðbótarmaður og launaður njósn-
ari fyrir Cromwell. Sem betur fer
glötuðust ekki tónverk hans, sem
eru með því „besta sem samið
hafði verið á þessum tíma í Eng-
landi“. Annað verkið í þessum
flokki var Vox in Rama, eftir Ge-
orge Kirbye (?-1634) er var mikil-
virkur „madrigalisti" en samdi
einnig kirkjuleg verk. Þriðja verkið
var Laudibus in sanctis, fimm
radda verk eftir William Byrd
(1543-1623), eitt af þeim vinsælli
eftir meistarann og voru öll þessi
fyrrnefndu verk frábærlega vel
flutt, undir stjórn Timothy Brown.
Þar með lauk að flytja tónlist
frá gullöld enskrar kórtónlistar og
voru viðfangsefnin á seinni hluta
tónleikanna ensk tónlist, ýmist ný
af nálinni eða frá endurreisn en-
skrar tónlistar á 19. öld, svo og
eitt verk eftir Janacek og annað
eftir J.S. Bach. One foot in Eden
eftir Nicholas Maw (1935-) var
næst á efnisskránni, en hann lærði
hjá Lennox Berkeley og Nadiu
Boulanger og er tónstíll hans sam-
tvinnun á seríal- og tónal-aðferð-
um með rómantísku ívafi. Þetta
er áheyrilegt verk, frekar óljóst í
stíl en var afburða vel flutt. Smá
orgelmillispil var næst, eftirspil
úr Glagólítísku messunni eftir
Leos Janácek (1854-1928) er hann
samdi 1926. Verk þetta er samið
yfir fornslavneskan texta, sem enn
er notaður við trúarathafnir í slav-
nesku rétttrúnaðarkirkjunni. Sem
messa stendur þetta verk mjög sér
og var þessi postlúdía vel flutt af
organista kórsins, Jonathan
Brown. Síðasta verkið fyrir hlé var
I was glad, eftir óðalseigandann
og íþróttamanninn C.H. Parry
(1848-1918), sem ásamt Stanford
stóð fyrir ensku endurreisninni á
sviði tónlistar. I was glad er fal-
legt verk, hefðbundið að gerð og
býr yfir töluverðri reisn, sem
blómstraði í frábærum flutningi
kórsins.
Eftir hlé var flutt mótettan
Komm, Jesu, komm, eftir J.S.
Bach, glæsilegt verk fyrir tvo
kóra, sem var sérlega vel flutt. Á
eftir þessu verki voru flutt þijú
messusöngverk eftir Walton,
Parry og Wood, áferðafalleg verk
og gat þar að heyra enskan kirkju-
söng í sínu besta formi. Á eftir
smá orgelmillispili, Alleluyas, eftir
Simon Preston (1939-) orgelleik-
ara við Westminster Abbey, söng
kórinn fimm negrasálma úr verk-
inu A Child of Our Time (1941)
eftir Michael Kemp Tippett
(1905-). Negrasálmarnir eru uppi-
staðan í verkunum, sem eru meira
en útsetningar og eiga harla lítið
sameiginlegt með upprunalega
söngmátanum, sem eru þarna
færðir inn í ramma erópskrar há-
menningar. Verk þessi eru glæsi-
lega unnin og var flutningurinn
afburða góður.
Clare College Chapel Choir und-
ir stjórn Timothy Brown er frábær
sönghópur, samanstendur af 22
söngvurum, sem búa yfír mikilli
dýnamik í styrk og fallegri tón-
mótun, jafnvel í hinu erfiða
tveggja kóra verki Bachs. Ein-
söngvarar sem sungu nokkrar
strófur sýndu að kórinn er sérlega
vel mannaður góðu og vel mennt-
uðu söngfólki. Kórinn lauk tónleik-
unum með því að syngja íslenska
þjóðlagið Sofðu unga ástin mín á
íslensku en með kórnum söng
Hallveig Rúnarsdóttir utan úr
kirkjuskipinu og náði kórinn þarna
að magna upp sérstæða stemmn-
ingu með afburða fögrum söng
sínum.
Jón Ásgeirsson
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi gef-
ur út tiu bækur á þessu ári. Meðal
væntanlegra bóka eru æviminningar
Soffaníasar Cecilssonar, Lífskúnstn-
erinn Leifur Haraldsson og bók um
Þórð í Haga — hundrað ára einbúa.
Soffi í særoki söltu nefnast ævi-
minningar Soffaníasar Cecilssonar
skipstjóra og útvegsmanns í Grund-
arfirði. Bókin greinir frá lífi og starfi
sjómanna og frá samferðamönnum
í sjávarútvegi. Höfundur er Hjörtur
Gíslason blaðamaður.
Daníel Ágústínusson er höfundur
bókarinnar Lífskúnstnerinn Leifur
Haraldsson. Leifur var kaffihúsa-
maður, frægur fyrir vísur sínar og
tilsvör og þýðandi heimsbókmennta.
Þórður í Haga — hundrað ára ein-
búi er bók eftir son hans, Óskar
Þórðarson frá Haga. Þórður Run-
ólfsson, bóndi í Haga í Skorradal,
er annálaður kjarkmaður og ferða-
garpur við erfiðar aðstæður. Hann
er elsti starfandi bóndi á íslandi og
býr enn einn.
Æðrulaus mættu þau örlögum
sínum er safn frásagna af eftir-
minnilegum atburðum og fólki, með-
al annarra kemur við sögu Oddur á
• ÚT ER komið hjá Félaginu Ing-
ólfi fimmta bindið í ritröðinni Land-
nám Ingólfs, nýtt safn til sögu
þess.
I bókinni eru níu greinar. Lýð-
ur Björnsson fjallar um fyrstu Is-
lensku klúbbana. Krislján Sveins-
son ritar um strand togarans Coots
og þilskipsins Kópaness, Hrefna
Róbertsdóttir segir frá áætluninni
um allsheijarviðreisn íslands
1751-52, EinarE. Sæmundsen
ritar um undirbúning og fram-
kvæmdir við fyrsta nútíma lystigarð-
inn á íslandi, sem er Alþingishús-
garðurinn. Halldór Baldursson
færir rök fyrir að Holger Rosen-
krantz höfuðsmaður hafi sýnt meiri
Akranesi, einn af sérstæðustu
fréttariturum landsins á sínum tíma.
Höfundur bókarinnar er Bragi Þórð-
arson útgefandi.
Bókaflokkurinn Lífsgleði er í um-
sjá Þóris S. Guðbergssonar. í þetta
skipti birtast minnningar og frásagn-
ir eftir Guðna Þórðarson (Guðna í
Sunnu), Guðríði Elíasdóttur, formann
verkakvennafélagsins Framtíðarinn-
ar, Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu,
Sigríði Schiöth söngstjóra og Ömólf
Thorlacius, fyrrverandi rektor.
Óður til nýrrar aldar, spakmæli
og þankabrot eftir Gunnþór Guð-
mundsson er einnig meðal útgáfu-
bóka. Að auki koma út þýddar skáld-
sögur eftir Jack Higgins og Bodil
Forsberg og nokkrar bækur verða
endurútgefnar.
í vor kom út hjá Hörpuútgáfunni
ný ljóðabók eftir Matthías Johann-
essen, Vötn þín og vængur, sautj-
ánda ljóðabók skáldsins, „meðal
stærstu og veigamestu ljóðabóka"
hans að sögn útgefanda.
Fyrsta ljóðabók Inga Steinars
Gunnlaugssonar skólastjóra kom
einnig út hjá Hörpuútgáfunni í vor.
Hún nefnist Sólskin.
herkænsku en íslendingar hafa talið
hingað til við atlögu Tyrkja að Seil-
unni 1627. Sr. Þórir Stephensen
birtir fyrstu samantektina um ábú-
endatal Reykjavíkur, allt frá því er
Ingólfur Arnarson og kona hans
Hallveig Fróðadóttir settust þar að
um 874 til ársins 1753. Bjarni
Gunnarsson skrifar um drauginn á
Vogastapa og vegferð hans á 20.
öld. Magnús Guðmundsson skrifar
um ljósmyndir frá hernámsárunum
í Mosfellssveit. Úr fórum Héraðs-
skjalasafns Arnesinga, Selfossi
birtast tvö verslunarskjöl.
Ritið er unnt að kaupa hjá Sögu-
félagi, Fischcrsundi 3. Verð 2.100
kr.
Nýjar bækur
88888881
Kínversk Hreyfilist, (róleg styrkingarleikfimi), ieiðbeinant
Afrísk dansleikfimi, Afifö, (ekta frumskógarstemmning), íeiðbei
Kínversk sjálfsvarnarlist, CLuw, (Kung Fu eins og Jiað
leiðbeinandii J-ClMiAVj
Skránija? og upplýsingar í símá:
Orvill